Alþýðublaðið - 31.05.1985, Síða 3

Alþýðublaðið - 31.05.1985, Síða 3
Föstudagur 31. maí 1985 3/ Friðarávarp íslenskra kvenna í tilefni af lokum kvennaáratug- ar Sameinuðu þjóðanna gengst Friðarhreyfing íslenskra kvenna í samvinnu við ’85-nefndina (sem er samstarfsnefnd um lok kvennaára- tugar S.Þ.) fyrir geysivíðtækri und- irskriftasöfnun í júní undir Friðar- ávarp íslenskra kvenna. Markmiðið er að safna undirskriftum allra kvenna á íslandi 18 ára og eldri eða um 80 þúsund talsins. Kjörorð kvennaáratugarins eru: JAFN- RÉTTI — FRAMÞRÓUN — FRIÐUR. Munu fulltrúar íslands síðan afhenda listana á kvennaráð- stefnu S.Þ. í Nairobi, sem haldin verður dagana 15.—26. júlí. Sjálfboðaliðar eru hvattir til að hafa samband við miðstöð Friðar- hreyfingarinnar, sem hefur aðsetur á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík, sími 91—24800. Þetta er fjárfrek aðgerð og mun Friðarhreyfing íslenskra kvenna leita eftir fjárstuðningi til félaga- samtaka og fyrirtækja og vonast til að þau bregðist vel og skjótt við beiðninni. Avísanareikningur okk- ar er í Landsbanka íslands aðal- banka nr. 24070. Islenskar konur hafa sýnt að þær geta staðið saman að mikilvægum verkefnum. Friðarávarp íslenskra kvenna verður framlag okkar árið 1985 til friðar og réttlætis í heim- inum. Við viljum undirbúa jarðvegfriðar- ins með því að stuðla að réttlceti, vináttu og auknum samskiptum milli þjóða. Við viljum að fjármagni sé varið til þess að seðja hungur sveltandi fólks, til heilsugœslu og menntun- ar, en ekki til vígbúnaðar. Við viljum leggja áherslu á uppeldi til friðar með því að sporna við of- beldi í kvikmyndum, myndböndum og stríðsleikföngum. Við viljum að Islendingar leggi lið sérhverri viðleitni á alþjóðavett- vangi gegn kjarorkuvopnum og öðrum vígbúnaði. Við viljum glæða vonir manna um betri heim og bjartari framtíð án kjarnorkuvopna og gereyðingar- hœttu. Við viljum ekki að Island verði vett- vangur aukins vígbúnaðar á norð- urslóðum og höfnum kjarnorku- vopnum á landi okkar og í hafinu umhverfis, hvort sem er á friðar- eða stríðstímum. Við viljum frið sem grundvallast á réttlæti, frelsi og umhyggju í mann- legum samskiptum. K-tilboðum vel tekið Viðskiptavinir K-kaupmanna fengu á sl. ári í það minnsta 6 milljón króna afslátt, vegna K-tilboðanna, sem boðið var upp á. Þetta kom fram í máli Daníels G. Björnssonar, framkvæmdastjóra K-samtakanna á aðalfundi þeirra nú nýlega. Á sl. ári buðu K-kaupmenn upp á 26 K- tilboð, alls 157 vörutegundir. Óhætt er að fullyrða að K-tilboð- unum hefur verið vel tekið af al- menningi, sem nýtir sér þau kjara- boð sem boðið er upp á hverju sinni. Telja kaupmenn ljóst að þetta sé rétta svarið við stórmörkuðum og þeirri samkeppni sem frá þeim stafar. Er það vilji margra kaup- manna að færa út kvíarnar til að geta boðið enn betur. Á fundinum ríkti mikill einhugur K-kaup- manna. Aðild að samtökunum eiga nú 46 kaupmenn víða um land. Samtökin gera samninga við inn- flytjendur matvöru og innlenda framleiðendur um magnafslátt af kaupum. Á aðalfundinum kom fram að kaupmenn heyra í sívaxandi mæli hjá viðskiptavinum sínum að þeir telji hag sínum betur borgið í sinni hverfisverslun en að fara um langan veg í stórmarkað. Á aðalfundi K-samtakanna var Jónas Gunnarsson, kaupmaður í Kjötborg í Reykjavík, endurkjörinn formaður samtakanna. Með hon- um í stjórn eru þeir Jónas Ragnars- son í Nonna og Bubba Keflavík, varaformaður, Jón Einarsson í Sunnukjöri er gjaldkeri, Máni Ás- geirsson í Versl. Ásgeir er ritari, Baldvin Eggertsson í Kársneskjöri meðstjórnandi. Varamenn eru þeir Ingibjörn Hafsteinsson í Hamra- kjöri og Júlíus Jónsson í Versl. Nóatún. Framkvæmdastjóri K-samtakanna er Daníel G. Björnsson, en skrif- stofa samtakanna er hjá Kaup- mannasamtökum íslands á 6. hæð í Húsi verslunarinnar. Gjafir og áheit til Stokkseyrarkirkju árið 1984 Áheit: RÓ og SG ........... Hjördís Ingvarsdóttir . EG.................. Ragnhildur Jónsdóttir Dúa frá Sæborg ..... NN ................. Sigríður Þórarinsdóttir JG ................. BGB ................ GS ................. kr. 1.000,00 — 2.200,00 — 500,00 — 1.000,00 — 1.000,00 — 100,00 — 500,00 — 100,00 — 400,00 — 500,00 kr. 7.300,00 Gjafir: Ágúst Bjarnason .. . Ingólfur Gunnarsson kr. 500,00 — 300,00 Minningargjöf frá Ágústi og Ingveldi Bjarnadóttur til minningar um foreldra sína, Herdísi Magnúsdóttur og Bjarna Sig- urðsson frá Sjónarhóli ............. — 2.500,00 3.300,00 Agóði af hlutaveltu, sem eftirtalin börn stóðu fyrir: Nína Björg Borgarsdóttir, Guðrún Jóna Borgarsdóttir, Svanhvít Ósk Jónsdóttir og Jón Reynir Jónsson .... kr. 900,00 — 900,00 Ágóði af annarri hlutaveltu, er þessi börn stóðu fyrir: Anna Margrét Gunnarsdóttir, Hulda Ósk Gunnarsdóttir, Nína Björg Borgarsdóttir og Guðrún Jóna Borgars- dóttir................................. |<r. Seld minningarspjöld .................. 1.482,00 Alls kr. — 1.482,00 18.600,00 31.582,00 Þökkum gefendum velvild og hlýhug í garð kirkjunnar. Sóknarnefndin. F. h. sóknarnefndar, Haraldur G. Júlíusson. Myríam Bat-Yosef 5 sýningar á Kjarvalsstöðum Laugardaginn 1. júní verða opnað- ar fimm sýningar á Kjarvalsstöð- um, og verður þá hver krókur og kimi hússins nýttur fyrir sýningar. í vestursal sýna 18 félagar List- málarafélagsins málverk. í austursal sýnir Tryggvi Árnason grafíkmyndir. í vesturforsal sýnir Myriam Bat- Yosef málaða hluti ýmisskonar. í austurforsal sýnir Örn Ingi skúlptúra og myndverk. Og fyrir framan kaffistofuna verð- ur sýning á þeim sex tillögum sem valdar voru til frekari útfærslu í hugmyndasamkeppni um hlutverk og mótun Arnarhóls. Landsfundur friðar- hreyfingar kvenna Annar landsfundur Friðarhreyfing- ar íslenskra kvenna verður haldinn Iaugardaginn 1. júní kl. 13.00 að Hamragörðum við Hofsvallagötu. Friðarhreyfingin hefir nú starfað i rúm 2 ár og er þetta annar lands- fundur þeirra. Friðarhóðpar kvenna víðsvegar að af landinu og frá hinum ýmsu kvenfélögum, stétt- arfélögum og kvennasamtökum allra stjórnmálaflokka og óháðra einstaklinga eru grunneiningar friðarhreyfingarinnar. Hóparnir starfa sjálfstætt á sem breiðustum grundvelli að sameiginlegu tak- marki okkar allra: friði og afvopn- un á jörðu hér. Miðstöð hreyfingarinnar er í Reykjavík og er hlutverk hennar að vera samtengjandi aðili hinna ýmsu hópa og einstaklinga, sem vilja leggja fram sinn skerf. Gefið er út fréttabréf í þessu augn- miði þar sem reynt er að fræða og upplýsa um þá starfsemi sem fram fer á hverjum tíma og frétta leitað af líku starfi innanlands og utan. Mikið starf hefir verið unnið og allt gengið vonum framar. Fræðslu- fundir hafa verið haldnir og fyrir- lesarar fengnir til að fjalla um af- vopnunarmál og annað málefninu skylt. Á landsfundunum munu Helga Jó- hannsdóttir og Una Bergmann segja frá „friðarferðinni miklu” sem þær tóku þátt í í vor, þar sem Kona, ný plata frá Bubba í júní næstkomandi verða liðin fimm ár frá því að ísbjarnarblús, fyrsta plata Bubba Morthens, kom út. ísbjarnarblús var upphafið á ferli Bubba, með þeirri plötu var lagður grunnurinn að stofnun Ut- angarðsmanna, hljómsveit sem stokkaði rækilega upp í íslenska poppheiminum með hljómleika- haldi um allt land og eftirminnileg- um hljómplötum. Síðan hefur Bubbi Morthens jafnan staðið í fylkingarbrjósti í islenskri rokktón- list bæði sem sólóisti og með hljóm- sveitunum Egó og Das Kapital. í tilefni af þessum tímamótum á ferli Bubba er von á sjöttu sóló- plötu hans. Plata þessi ber heitið „Kona” og ber að líta á hana sem eitt verk í ýmsum stílbrigðum og þema hennar er ástin með öllum þeim sáru og Ijúfu tilfinningum sem henni fylgja. Áætlaður útgáfu- dagur plötunnar er 6. júní sem er jafnframt 29. afmælisdagur Bubba sjálfs. Það er hljómplötuútgáfan Gramm sem gefur plötuna út. friðarhópar ýmsra samtaka í Evrópu ferðuðust milli landa í álf- unni og lögðu fram almennar spurningar um friðarvilja Forsætis- og utanríkisráðherra þeirra landa sem eru í S.Þ. Seinna er áætlað að heimsækja allar aðrar þjóðir heims sem eru í samtökunum. Fræðsluerindi mun verða flutt á landsfundi og einnig mun næsta stóra verkefni verða kynnt. Það er söfnun undirskrifta sem flestra (allra) landskvenna, undir almennt friðarávarp, sem fulltrúar hópanna (miðstöð) hefir komið sér saman um og ætlunin er að senda á ráð- Verölagsstofnun hefur gert könn- un á veröi á æfingagöllum og æf- ingaskóm fyrir börn og fullorðna í 44 verslunum á höfuðborgarsvæö- inu. Ástæðan fyrir því að þessi könnun er gerð nú, er sú að 1. júní verður felld úr gildi hámarksálagn- ing á ýmsum vöruflokkum, m.a. á æfingagöllum og æfingaskóm. Verð á æfingagöllum barna var á bilinu 465 kr. til 3.733 kr. og á æf- ingagöllum fullorðinna frá 697 kr. til 3.990 kr. Lægsta verð á æfinga- skóm barna var 290 kr. en hæst tæpar 1.500 kr. Verð á æfingaskóm fyrir fullorðna var á bilinu 470 kr. stefnu sem haldin verður í Nairopi í sumar i tilefni loka kvennaáratug- arins. Á landsfundi verður skýrsla mið- stöðvar flutt, reikningar lagðir fram kosning í miðstöð og önnur málefni tekin fyrir. Allir eru velkomnir og hvattir til að leggja fram hugmyndir sem til heilla horfa. Konur utan félaga sem innan sem vilja leggja fram sinn skerf til þessa vísis að heimsfriðarstarfi eru hvatt- ar til að gerast aðilar að hreyfing- unni og starfa sem einstaklingar eða í hópum að því að sambúð þjóða megi verða friðsamleg. til 2.500 kr. Körfuboltaskór kost- uðu frá 545 kr. til 2.655 kr. í ljós kom að yfirleitt var frekar lítill munur á verði sömu vöruteg- undar af æfingagöllum á milli verslana. Þó reyndist 80% verð- munur á lægsta og hæsta verði á æfingagalla fyrir fullorðna af gerð- inni Adidas Sweatsuit og 45% verð- munur á æfingagalla af gerðinni Hummel New York. Einnig var 65% verðmunur á Adidas Stock- holm GT æfingaskóm eftir versl- unum. Enginn marktækur munur reyndist á verðlagi í stórmörkuðum og smærri verslunum. Verðlagskönnun á æfingagöllum og skóm Mikill verðmunur milli merkja

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.