Alþýðublaðið - 05.06.1985, Side 4

Alþýðublaðið - 05.06.1985, Side 4
alþýðu- ■ n Fu'jT'M Miðvikudagur 5. júní 1985 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 3. hæð, 108 Reykjavik., Sími: 81866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson (ábm.) og Sigurður Á. Friðþjófsson. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsd. Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er81866 í lausasöiu 20 kr. Við brottförinafrá Keflavík. Fr. v. Gunnar Simonsvik, fulltrúi borgarstjórnar Bergen, Sigurð- ur Helgason, forstjóri Flugleiða, Peile Nilsen, ferðamálafrömuður frá Stavangri, Inger-Lise Skarstein, þingmaður, Sigfús Erlingsson, framkvœmdastjóri markaðssviðs hjá Flugleiðum og Ola Hiis Bergh, ferðamálafrömuður frá Bergen. Skólalúðrasveit frá Bergen heilsaði lúðrasveitum úr Árbœjarskóla og Breiðholti, með lúðra- þyt. Flugleiðir fljúga til Bergen Borgin milli fjallanna sjö, nýr feröakostur fyrir íslendinga Á laugardaginn var hófu Flug- leiðir aftur reglubundið flug til Bergen, en fastar flugsamgöngur milli íslands og Bergen liafa legið niðri um árabil. Verður flogið einu sinni í viku á hverjum laugardegi og er brottfarartími frá Keflavik kl. 7:15 að morgni og komið til baka kl. 16:00. Þetta var fyrsta embættisverk Sigurðar Helgasonar, sem forstjóra Flugleiða og var hann með í þessu fyrsta flugi til Bergen. Var blaða- mönnum boðið með svo og fulltrú- um samgömguráðuneytisins og ferðamálafulltrúum. Einnig voru í förinni norskir blaðamenn, sem dvalist höfðu á íslandi í tvo sólar- hringa vegna þessarar nýju áætlun- arferðar. Meðal farþega flugvélarinnar voru skólahljómsveitir úr Árbæjar- skóla og Breiðholti, en þær voru þátttakendur í tónlistarhátíð ung- menna, sem haldin var í Bergen um helgina. Tóku tvær lúðrasveitir á móti íslensku krökkunum við kom- una og var því hátíðarbragur á flug- vellinum. Flugleiðir hafa gert markaðs- rannsóknir, sem leitt hafa í Ijós að grundvöllur er fyrir þessu áætlun- arflugi. Mun einkum stílað upp á farþega frá Bandaríkjunum, með millilendingu á íslandi, en þetta er eina áætlunarleiðin frá nýja heim- inum til Bergen. Einnig mun vonast til að Íslendingar íhugi þennan kost, sem þarna er boóið uppá. Bjóða Flugleiðir fjölbreytta ferða- þjónustu í tenglsum við áætlunar- flugið til Bergen. Má nefna flug og bílaleigubíl, frá kr. 14.926f á mann og er þá miðað við eina viku. Hægt er að aka frá Bergen niður til Osló og skilja bílinn eftir þar og fljúga beint heim þaðan. Einnig bjóða Flugleiðir upp á sumarhús í Harð- angursfirði. Verðið á þeim með flugi, er kr. 15.347? og er þá miðað við viku dvöl. Þá er að geta þess að Flugleiðir hafa gert sérsamninga við hótel í Bergen um gistiverð fyrir farþega félagsins. Er ekki að efa að landinn taki vel í þennan möguleika, sem bætist þarna við í ferðamöguleikum hans. Bergen er undurfögur borg og hefur upp á margt að bjóða. Gróð- ursældin er mikil. Hafa flestir ef- laust heyrt að það rigni ótt og títt í' Bergen, en innfæddir neituðu því þegar þeir voru spurðir. Sögðu þeir að sú veðrátta sem heilsaði ferða- löngum þennan dag, væri dæmi- gert sumarveður á þessum slóðum, heiðríkja, sól og sumarhiti. íbúar Bergen eru um 230 þúsund. Er bærinn umkringdur háum fjöll- um á alla vegu, enda verið kallaður bærinn milli fjallanna sjö. Er borg- in álíka gömul og saga íslensku þjóðarinnar, eða um eitt þúsund ára gömul. Miðbærinn er sérkenni- legur vegna þeirra gömlu húsa, sem varðveitt hafa verið í mörg hundruð ár, og er þeim vel við haldið og í fullri notkun enn. Flugsamgöngurnar eru ekki einu samgöngur íslendinga við Bergen, því yfir sumartímann eru ferjusam- göngur milli íslands, Færeyja og Bergen. Um 500 ára gömul hús í miðborg Bergen, reist af Hansakaupmönnum. Fiskimarkaðurinn í Bergen. MOLAR Fiktið ekki við hana Þetta meðmælabréf rákumst við á í Sjómannablaðinu Víkingur, en það var ritað árið 1886 af Bene- dikt Gröndal, skáldi og náttúru- fræðingi: Hér með tilkynnist, að stúlkan Vilborg Sigurðardóttir ætlar nú vistferlum héðan úr bænum norður í Húnavatnssýslu, og er hún til þess fullkomlega frjáls hvort hún vill heldur fara norður, suður, austur eða vestur, og eftir öllum strikum kompáss- ins, hvort hún vill heldur ganga eða hlaupa, stökkva, klifra, skríða, fara á handahlaupum, sigla eða fljúga. Áminnist hér með allir karlmenn um að fikta ekkert við hana, frekar en hún sjálf leyfir, og engar hindranir henni að gera, ekki bregða henni hælkrók, né leggja hana á klof- bragði, heldur láta hana fara frjálsa og óhindraða, húrrandi í loftinu, hvert á land sem hún vill, þar eð hún hefur hvorki stolið né rænt, ekki drepið mann eða logið, ekki sviðið né neitt gert, sem á verði haft. Lýsist hún hér með frí og frjáls fyrir öllurn sýslumönn- um og hreppsstjórum, böðlum og bésefum, kristnum sem ókristn- um, guðhræddum sem hund- heiðnum körlum sem konum, börnum og blóðtökumönnum, heldur áminnist allir og umbiðjist að hjálpa nefndri Borgu og greiða veg hennar, hvort heldur hún vill láta aka sér, bera sig á háhesti, reiða sig í kláfum, reiða sig á mer- um eða múlösnum, tryppum eða trússhestum, gæðingum eða grað- ungum, í hripum eða hverju því, sem flutt verður á. Þetta sé til þóknanlegrar undirréttingar, sem sjá kunna þennan passa. Enginn sóknarprestur þarf að skrifa hér upp á. Klámbylgja í Kína Vestrænn hugsanagangur og vest- ræn menning hafa haldið innreið sína í Kína. Unga fólkið sötrar kók og vaggar sér í diskótöktum og strákar og stelpur eru farin að kyssast opinberlega. Gallabux- urnar hafa leyst af hólmi gamla maóistabúninginn og svona mætti lengi upp telja. Og nú hefur klámið barið á dyr hjá þessari fjölmennustu þjóð veraldar. „Opin hönd hennar hékk yfir baðkarsbrúnina og höfuðið hall- aðist aftur á bak. í svip hennar var engin nautn — bara ótti. Þetta var í fyrsta skiptið sem hinn ungi lög- reglumaður, aðeins 29 ára að aldri, sá naktan konulíkama. Húð hennar var föl, brjóstin mjög þrýstin og líkaminn fullur af kyn- þokka. Hann roðnaði.” Þetta þyk- ir ansi djarft í Kína. Að minnsta kosti birtast svona lýsingar bara í „bönnuðum” blöðum þar. Þrátt fyrir það er hér um byltingu að ræða, að minnst sé á nakinn konulíkama á prentuðu máli í Kína. Ýmisskonar sjoppubók- menntir eiga nú mjög gott upp- dráttar þar og í blöðum sem seld eru undir borðið getur að líta lýs- ingar á borð við þá sem hér fór á undan. En klámið er þrátt fyrir allt ekkert nýtt í Kína. Á gömlum listaverkum má oft sjá nakta líkama í mjög djörfum stelling- um. En það er list en ekki klám. • Þorskurinn snýr aftur Fiskifréttir skýrðu nýlega frá því að alit væri orðið kvikt af þorski á Grænlandsmiðum og hefur það eftir Grænlandspóstinum að sjór- inn mori af þorski. Samkvæmt blaðinu er allt fullt af þessum dýr- mæta fiski í flóanum utan við Qaqortq (Julianhaab) og einnig norður með ströndinni. Togarar koma fullhlaðnir til hafnar. Þetta er ákaflega athyglisvert þar sem þorskveiðar hafa brugðist með öllu í vetur og komu því fréttirnar á óvart. Hvort þetta boðar betri tíð með blóm í haga og þorsk í sjó þorir blaðið ekki að skera úr um, en segir að miklar vonir séu samt bundnar við 1982 árganginn af þorskinum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.