Alþýðublaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 27. júií 1985 ■SUNNUDAGSLEIÐARl Albert Deilan um siglingar bandaríska skipafélags- ins Rainbow Navigation Inc. fyrir varnarliðið hefur vakið Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra til meðvitundar um það, hvaða reglur giltu I raun og veru um innflutning til varnar- liðsins. Hingað til hafa flest allir Islendingar vitað það, að óheimilt er að flytja til landsins hrátt kjöt vegna hugsanlegrar smithættu. ís- lenskir ferðalangar, sem komið hafa með ein- hvers konar hrátt kjötmeti I fórum sínum til landsins, hafa mátt sjá á eftir því í hendur toll- varða og þaðan á eldinn. Það er því ágætt, að einhverjir innan stjórnarráðsins hafa uppgötv- að lög frá árinu 1928, sem banna varnarliðinu að flytja inn hrátt kjöt. Utanríkisráðuneytiö hef- ur hins vegar upplýst það, að fyrir liggi lög- fræðileg greinargerð frá fyrrverandi hæstarétt- ardómara, þar sem niðurstaðan væri ótvírætt sú, að umræddir kjötflutningar væru heimilir lögum samkvæmt. Margt er nú orðið furðulegt f kringum utanríkisráðuneytið og fleira heldur en veiðiferðin dularfulla á dögunum. Ef til eru lög (landinu, sem taka af allan vafa um það, að innflutninguráhrámeti til landsinsséóheimill, þá getur lögfræðilegt álit eins lögfróós manns ekki ógilt þau lög. í ham Fjármálaráðherra gaf þau fyrirmæli að láta leita I flutningaskipinu Rainbow Hope, þegar það lagðist að bryggju i Njarðvíkurhöfn á fimmtudaginn var. Hann fyrirskipaði ennfrem- ur að láta kyrrsetja frystigáma, sem höfðu inni að halda matvæli. Skirskotað var til áður- nefndra laga frá árinu 1928 um gin- og klaufa- veiki. Þessum lögum hefur hins vegar ekki ver- iðbeitttil þessaog hefurvarnarliðið sjálft ann- ast matvælainnflutning til eigin þarfaallargöt- ur frá árinu 1951. Matvæli þau, sem með þess- ari ferð skipsins komu voru að visu flutt upp á flugvöllinn, fjármálaráðherrann lýsti því yfir, að ekki yrði um frekari innflutning að ræðameöan lögin frá 1928 eru í gildi. Auðvitaö er þessi leikur fjármálaráðherrans gerður vegna þeirrar stöðu, sem upp kom er bandaríska skipafélgið hóf siglingar hingað til lands í skjóli bandarískraeinokunarlaga. Þessi bandarísku lög hafa komið illilega við íslensku skipafélögin, ekki sfst Hafskip en þar var Al- bert Guðmundsson stjórnarformaður. Honum hefur því greinilega þótt Geir Hallgrimsson ut- anríkisráðherra linur i baráttunni fyrir rétti ís- lensku skipafélaganna. Enda hefur engin lausn á þvf máli verið sjáanleg og Bandarikja- menn svara úr og I og drepa málinu sífellt á dreif. Það er þvl rökrétt hjá Albert Guðmunds- syni að nota nú islenska lagasetningu til þess að knýja hermennina á Keflavíkurflugvelli til þess að fara að borða þann mat, sem við höfum alist upp á. Þeir verða að gera svo vel að fara að látasér lynda soöninguna, íslenska lambakjöt- ið, grjónagraut og slátur. Auðvitað á varnarliðið einnig kost á því að snúa sér alfarið að „Corn flakes" og „Baked beans“, en það getur orðið dálitið leiðigjarnt til lengdar. Það alvarlegasta við fréttir þessar er sú niður- læging, sem fslensk tollyfirvöld hafa orðið að sæta gagnvart þessu bandariska skipi. Venju- legur gangur málsins hefur verið sá, að um- boðsfyrirtækið hefur fengið senda skrá um vörur I skipinu. Þegar öllum varningi hefur ver- ið ekið til hersins, hefur skráin verið send til tollyfirvalda í umdæminu, stundum fimm eða sex dögum siðar. Eiginieg tollskoðun hefur því aldrei farið fram. Það verðuráhugavert að fylgj- ast með þessu máli á næstunni, hvort fjármála- ráöherrann verður harður á meiningunni eða hvort hann verður kúg.aður af utanríkisráðu- neytinu. Hvaleyri 1 var frá kaupunum, að ekki væri nægilega vel um alla hnúta búið og spurðum hvort kannað hefði verið hvaða lánafyrirgreiðslu fyrirtækið Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin fengi hjá bönkunum. Því var aldrei svarað, enda kemur nú á daginn að bankarnir eru ekki tilbúnir að veita Hvaleyrinni lánafyrirgreiðslu. Það hefur því komið á daginn að við höfðum rétt fyrir okkur. En þetta var bara eitt af þeim atriðum sem gerðu það að verkum að við vorum ekki tilbúnir að standa að sölu BÚH, ýmis önnur áform um rekst- urinn eru enn mjög óljós“ Hvaleyrin leitaði til Utvegsbank- ans um afurðalán einsog fyrr er sagt og samkvæmt reglunni hefði fyrir- tækið átt að fá um 80% lán út á birgðir sínar. En þar sem fyrirtækið á engin veð og eignir BÚH eru veð- settar í topp, er bankinn ekki áfjáð- ur að taka upp viðskipti við fyrir- Laus staða í heimspekideild Háskóla íslands er laus til um- sóknar staða lektors í íslenskum bókmenntum. Fyrirhugað er að ráða í stöðuna til þriggja ára frá 1. september 1985 að telja. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísinda- störf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 20. ágúst nk. Menntamálaráðuneytið, 25. júli 1985. LAUSAR STOÐUR HJA REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Hjúkrunarforstjóri til afleysinga tímabilið 01.10.’85 til 31.05.’86, við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. • Hjúkrunarfræðingar við heilsugæslu í skól- um, heimahjúkrun og barnadeild Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavikur. Sérnám í heilsugæslu æskilegt. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. • Sjúkraliði við heimahjúkrun. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavikurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð, ásér- stökum umsóknareyðublöðum, sem þarfást, fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 6. ágúst 1985. tækið. Hvaleyrin leitaði því til bæj- aryfirvalda um stuðning þeirra við að komast í bankaviðskipti. Guðmundur Árni sagði að eins- og málum væri nú háttað vildi Al- þýðuflokkurinn að bæjaryfirvöld aðstoðuðu Hvaleyrina til að kom- ast í bankaviðskipti. „Við viljum gera allt sem við getum til að starfs- fólk fiskiðjuversins haldi vinnu sinni. Nógur hringlandaháttur hef- ur verið með atvinnu þessa fólks, af hendi bæjaryfirvalda. Hinsvegar vil ég að það komi skýrt fram að það kemur ekki til mála að bæjarfé- lagið gangi í neinar fjárskuldbind- ingar fyrir fyrirtækið. Það er ekki bæði hægt að sleppa og halda. Við viljum engan pilsfatakapítalisma í rekstur Hvaleyrarinnar“ Að lokum benti Guðmundur Árni Stefánsson á að svona lipurð hefðu bæjaryfirvöld vel mátt veita þegar bærinn sá sjálfur um rekstur BUH. „Þá hefðu málin kannski staðið öðruvísi í dag.“ Albert 1 gömlum bandarískum lögum, þá skuli þeir gjöra svo vel að fá að gera hið sama hér á landi. Svo virðist sem Albert sé enn einu sinni kominn í ham. Hann hefur valdið fjaðrafoki með því að aug- lýsa hlutabréf ríkisins í Eimskip, Flugleiðum og Rafha til sölu á tí- földu nafnverði og strax í kjölfarið sagt varnarliðinu stríð á hendur fyrir illa meðferð á íslensku skipa- félögunum. Það gustar af Albert um þessar mumdir. í skipafélaga- málinu hefur hann svo sjálfur hags- muna að gæta sem innanbúðar- maður hjá Hafskip — var þar meira að segja stjórnarformaður. Við- brögðin hafa ekki látið á sér standa. Bandaríska sendiráðið hefur mót- mælt aðgerðinni og sveittir starfs- menn utanríkisráðuneytisins vita varla í hvorn fótinn á að stíga. Okkur á Alþýðublaðinu er sem við heyrum andvörpin í Valhöllinni. Frumkvæði Alberts hefur svo nú orðið til þess að Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur sent frá sér frétt þess efnis að kjöt það, sem hafi komið með gámum til Keflavíkur verði eytt strax! Er vísað til þess að nóg sé af kjöti til í landinu af öllum „venjulegum dýrategundum" og enginn vandi að fullnægja „kjöt- þörf“ varnarliðsins. Þá er vísað til ákvæða nýju Framleiðsluráðslag- anna þar sem segir: „Áður en ákvarðanir eru teknar um inn- og útflutning Iandbúnaðarvara skulu aðilar, sem með þau mál fara, leita álits og tillagna Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Innflutningur landbúnaðarvara skal því aðeins leyfður að Framleiðsluráð staðfesti að innlend framleiðsla fullnægi ekki neysluþörfum“. þess — í ljósi útilokunarinnar á ís- Einnig vísar ráðið til bréfs sem lensku skipafélögúnum — að það sendi Geir Hallgrímssyni í júlí skylda varnarliðið til að kaupa ís- 1984, þar sem hann er hvattur til lenskar búvörur til neyslu. Laus staða í læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar staða dósents í lífefnafræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 25. ágúst nk. Menntamálaráðuneytið, 25. júlí 1985. 1 lÚMiæöisstotnun ríkisins SVEITARSTJÓRNIR og STJÓRNIR VERKAMANNABÚSTAÐA Við minnum á að umsóknir varðandi byggingu verkamannabústaða á árinu 1986 verða að hafa borist stofnuninni fyrir 1. ágúst nk. Reykjavík, 27. júlí 1985 ^Húsnæðisstofnun ríkisins Auglýsing Verkakvennafélagið Framsókn fer í sumarferðalag sunnudaginn 11. ágúst kl. 8.00 árdegis. Farið verður í Veiðivötn. Nánari upplýsingaráskrifstofu félagsins í síma 26930.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.