Alþýðublaðið - 14.12.1985, Síða 2

Alþýðublaðið - 14.12.1985, Síða 2
2 Laugardagur 14. desember 1985 1 alþýöu* Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavik Sími: (91) 81866, 81976 ' , a Askriftarsiminn Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson og Ása Björnsdóttir f\*l A f\ Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson O I OUU Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 i n ft» rr* w 'RITSTJORNARGREIN' Framhald jafnaðarstefnu mikilvægasta hvötin Alþýðublaóið hefur í nokkrum leiðurum fjallað um þróunaraðstoó íslendinga. Fyrir þessi jól, eins og á undanförnum árum, minnir Hjálparstofnun kirkj- unnar á bágstatt fólk (þriðja heiminum. Sú spurning verður stundum áleitin hvers vegna þróunarstörfin eru unnin. m I Kirkjuriti, sem kom út 1982, er viötal við Harald Ólafsson, kristniboða, sem nú er forstööumaöur norsku þróunarhjálparinnar í Eþfóplu. Hann svarar þessari spurningu á eftirfarandi hátt: ,,Svörin eru sennilega nokkuð mörg, og nokkuð undir þvl komin hver er spuröur. Aflát og róun á slæmri samvisku eru efalaust nokkuð algengar ástæöur. Þó skyldi ég ætla, að framhald á jafnaðar- stefnu sé einna mikilvægasta hvötin til að veita þró- unaraöstoö. Sem kristnum mönnum ber okkur að leita til Biblí- unnar um svör. Þar sjáum við, að manninum er falið að gera sér jörðina undirgefna „ykkur til fæðu“. í því liggur að gæði jaröarinnar eru ekki ætluð einum hluta mannkyns, þvi að maöurinn er skapaður „eftir Guðs mynd“ þ.e.a.s. jafngildir og með jafnan rétt til gæða jarðarinnar. Saga Jesú um ríka manninn og Lasarus sýnir skýrt að dómur Guðs hvllir yfir þeim, sem njóta eigin rfki- dæmis, án þess að reyna að létta undir með þeim, sem eru bágar staddir. Það er m.ö.o. manngildis- og jafnaðarhugsjón Bibllunnar, sem er grundvöllur kristinnar þróunaraðstoðar.“ I þessari grein er Haraldur spurður hvernig tilfinn- ing það sé, að vera I hlutverki hins ríka, veitandans, meöal hins fátæka, vanþróaða fólks. Svar hans er þetta: r ,,l einu orði sagt: Hræðilegt. Maður er alltaf að veitaölmusur af gnægt sinni. Oft finnst méreins og hjálpin, sem við erum að veita, sé eins og tíkall I höndinaákrakkatil að farameð I sjoppu. Hins vegar, ef maðurætlaraö lifaog starfa I svonaþjóðfélagi, þá hefurmaðurekki efni áaö hieypasllkum hugsunum að, þæryfirbuga mann. Maður reynirað gleðjast yfir þvl sem gert er.“ Haraldur Ólafsson er einnig spurður að þvl hvort þróunaraðstoö I núverandi mynd eigi fullan rétt á sér. Og hann svarar: „Þróunaraðstoð er ekkert ein- hlltt hugtak, og þess vegna er erfitt að gefa einhlítt svar við þvl. Ég held að það sé eðli þróunaraðstoðar að vera alltaf að breytast, að leita nýrraog betri leiða og nýta reynslu liðins tlma. Almennt held ég, að þró- unaraðstoð, eins og hún er rekin, eigi fullan rétt á sér. Með þvl er ég þó ekki að segja að allt sé jafn vel gert, og að ekki sé hægt að gera það betur. Við meg- um ekki láta bugast þess vegna, en vona að okkur takist beturtil I framtiöinni.1' Slðan kemur að athyglisverðri spurningu I þessu viðtali. Haraldur er spurður að því I hvaða gryfju þeir detti helst, sem starfaað þróunarmálum, bæði rlkis- stjórnir stofnanir og einstaklingar. Og Haraldur svarar: ,,Stundum finnst manni að verið sé að reisa veit- andanum minnisvarða, en það er eflaust Ijótt að hugsa þannig. Það er miðað of hátt. Bændur, sem hafa yrkt jörðina með tréplóg eða haka og framleiða ekki meira en til að halda neyöinni utandyra, ef ekk- ert ber útaf, eru ekki viðbúnir að taka vélvæðingu. Hver á t.d. að greiða rekstrarkostnað af traktor? Hver á að gera við? Hvað á að gera við vinnuaflið, sem losnar? Oft eru móttakendurekki teknir með I undir- búning þróunarverkefna. Innlendir og erlendir sér- fræðingar leggja slnar áætlanir og svo koma þeir á staðinn: Jæja, gott fólk, nú ætlum við að þróa ykk- ur.“ Haraldur Ólafsson er sá íslendingur sem hvað mesta reynslu hefur af þróunaraðstoð og er mikils metinn á því sviði. Það sem hér hefur verið haft eftir honum er kjarninn I ýmsu því, sem mest hefur verið rætt á undanförnum árum í þróunarstarfi. Orð hans eru gott hugleiðingarefni þessa dagana, þegar ís- lendingar, af mikilli rausn, leggja fram fjármuni tii hjálpar- og þróunarstarfa.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.