Alþýðublaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 14. desember 1985 Magnús Framhald af bls. 5 Ég minni á það frumvarp sem minnihlutastjórn Alþýðuflokksins lagði fyrir Alþingi haustið 1979, en eitt af höfuðmarkmiðum þess var að efla Byggingasjóð ríkisins það mikið á næstu 10 árum, frá 1980 að telja, að hann gæti eftir það, að mestu af eigin rammleik, lánað svo til öllum, sem á þyrftu að halda, allt að 80% af byggingarkostnaði íbúð- arhúsnæðis og samsvarandi vegna kaupa á eldra húsnæði. Því var m.a. slegið föstu í frum- varpinu og forsendum þess, að lán Byggingarsjóðs ríkisins til íbúða- bygginga skyldu hækka um minnst 5% byggingarkostnaðar á ári í 80% innan 10 ára. Ef svo hefði farið fram væru lán Byggingasjóðs rikisins orðin 60% af byggingarkostnaði staðalíbúðar í stað tæplega 30% eins og nú er. Væru m.ö.o. tvöfalt hærri og færu hækkandi. í frumvarpinu var nákvæmlega sýnt frant á hvaðgera þyrfti, ár fyrir ár, til að ná þessu marki. Annars vegar að halda mörkuðum tekju- stofnum Byggingasjóðs ríkisins óskertum. Hins vegar að auka framlög ríkissjóðs nokkuð, breyti- legt frá ári til árs, en að jafnaði um 30% næstu 10 árin, en gæti eftir það farið ört minnkandi. Alþýðuflokkurinn hefur við allar fjárlagaafgreiðslur frá 1980 reynt að koma í veg fyrir skerðingu á tekjustofnum Byggingasjóðs ríkis- ins og lagt fram mörg frumvörp um ákveðin viðbótarlán úr bankakerf- inu til að bæta upp allt of lág lán Byggingarsjóð ríkisins. Lögin komu of seint Árið 1982 lagði flokkurinn fram frumvarp um frestun á greiðslu á þeim hluta verðtryggingarþátta og vaxta,- sem umfram er almennar launahækkanir í landinu. Þann hluta átti að greiða á framlengdum lánstíma. Ef það frumvarp hefði verið sam- þykkt 1982 stæðu húsbyggjendur og kaupendur nú allt öðru vísi og betur að vígi. Þeim hefði verið hlíft við stærstu áföllunum. S.l. vor voru samþykkt lög sem ganga í sömu átt. Ut af fyrir sig gott, en lögin komu of seint og náðu til of lítils hluta af skuldum húsbyggjenda og kaupenda. Tillögur Meðal þess sem Alþýðuflokkur- inn leggur nú til er: að lán til þeirra sem byggja i fyrsta sinn verði 60% af verði staðal- íbúðar árið 1986 og hækki um 5% á ári í 80% árið 1990 og lán til þeirra sem kaupa í fyrsta sinn hækki sambærilega. Lán til þeirra sem byggja eða kaupa i annað sinn verði nokkru lægri. að lán til þeirra sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn verði vaxta- Iaus fyrstu 5 árin. Næstu 5 árin verði vextir að hámarki 3%. Eftir það verði vextir þeir sömu og Byggingarsjóðirnir þurfa að greiða fyrir lán frá lífeyrissjóð- unum. að vextir þeirra sem fá lán í 2. sinn eða oftar verði að hámarki 3% fyrstu 5 árin. Eftir það verði vextir þeir sömu og af lifeyris- sjóðslánum. að auk vaxtafrádráttar (sem þarf þó endurskoðunar við) fái þeir sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn tvöfaldan persónuafslátt við álagningu tekjuskatts næstu 3 árin eftir að húsið er fokhelt eða kaupsamningur gerður. að þeirsembyggðueðakeyptusína fyrstu íbúð 1979 eða síðar fái einnig tvöfaldan persónuafslátt í a.m.k. 3 ár frá og með árinu 1986. að sá persónuafsláttur, sem ekki nýtist til lækkunar opinberra gjalda, greiðist út á sama hátt og ónýttar barnabætur. Sú skattalækkun, sem felst í tvö- földun persónuafsláttar nemur fyrir hjón og sambýlisfólk 70 þús. kr. á ári í 3 ár á verðlagi 1985. Fleiri leiguíbúðir Alþýðuflokkurinn vill auka byggingu leiguíbúða á vegum sveit- arfélaga og opna leigjendum þeirra möguleika á kaup/leigufyrirkomu- lagi, þ.e. að leigjendur geti, ef og þegar þeir vilja, eignast viðkom- andi íbúð á t.d. 15—20 árum með nokkurri hækkun mánaðarlegra greiðslna. Með því væri fólki auð- veldað að eignast íbúðir án þess að taka á sig verulegar kvaðir. Alþýðuflokkurinn vill styðja Bú- seturéttarfélög og önnur byggingar- samvinnufélög. Þá vill flokkurinn auka byggingu verkamannabústaða en jafnframt leita leiða til meiri hagkvæmni við byggingu þeirra og vill endurskoða úthlutunarreglur íbúðanna til að tryggja enn betur en nú er gert, að þeir sem mest þurfa á slíkum íbúð- um að halda njóti ótvíræðs for- gangs. Einnig þarf að gera kerfið allt sveigjanlegra en það er nú. Og, síðast en ekki síst, þá vill Al- þýðuflokkurinn að á meðan leitað er leiða til aðstoðar, þá verði þau nauðungaruppboð stöðvuð þar sem verið er að selja íbúðir ofan af fólki. Tekjuöflun Auðvitað kostar sú viðreisn, sem Alþýðuflokkurinn vill gera á hús- næðislánakerfinu talsvert fjár- magn, og flokkurinn hefur aldrei skorast undan því að leggja fram tillögur um tekjuöflun. Og ég vil í þessu sambandi minna á, að þótt hér sé um mikið fjármagn að ræða, þá er það mun minna en það sem þyrfti til að uppfylla þau kosningaloforð sem stjórnarflokk- arnir gáfu hvor um annan þveran fyrir síðustu kosningar. Til að afla tekna vill Alþýðu- flokkurinn m.a.: að launaskattur renni óskertur til byggingarsjóðanna frá 1. janú- ar 1986. Jafnframt verði launa- skattur næstu 3 ár (1986—1988) hækkaður um 1% og renni sú hækkun einnig til byggingar- sjóðanna. Atvinnurekendur taki þá hækkun á sig bótalaust. að stighækkandi eignaskattur til tveggja ára verði lagður á stór- fyrirtæki og stóreignamenn. að sérstakur veltuskattur verði lagður á verslunar- og þjónustu- greinar, samtals að upphæð 500 millj. kr. á ári næstu tvö árin. að hluta af bindifé innlánsstofn- ana hjá Seðlabankanum verði varið til kaupa á skuldabréfum byggingarsjóðanna. að refsivextir sem innlánsstofnanir greiða til Seðlabankans renni til byggingarsjóðanna, svo og rekstrarafgangur bankans næstu 5 árin. að skattfrelsi vaxtatekna verði end- urskoðað. Sérstaklega með til- liti til okurvaxta, sem nú vaða uppi í þjóðfélaginu. Að sjálfsögðu er Alþýðuflokkur- inn með til skoðunar fjölmörg önn- ur atriði, sem snerta húsnæðismál, en þau sem hér hafa verið nefnd. Á sviði húsnæðismála er misréttið í þjóðfélaginu hvað mest. Það getur t.d. skipt sköpum fyrir fólk hvort það byggði eða keypti árinu fyrr eða síðar eða hvort það er eftir. Úr þessu misrétti verður að draga jafnframt því að tryggja það, að all- ir eigi möguleika á sómasamlegu húsnæði. Magnús H. Magnússon. Jón Baldvin Framhald af bls. 3 Hefur heildarverðmæti sjávaraf- urða per tonn og kiló hækkað af þessum sökum? Höfum við aukið framleiðni í greininni? Hefur af- rakstur greinarinnar batnað? Það sýnist mér ekki. Það sýnist mér reyndar engan veginn. Að hve miklu leyti kemur kvótakerfið þar við sögu? Að hve miklu leyti er þar fyrst og fremst um aðra þætti að ræða? Hefur framleiðni í greininni aukist? Þetta eru sjálfsagðar spurningar, sem ntaður spyr, með beiðni um út- tekt á þessari reynslu og þetta eru allt saman álitamál. Auðvitað er hægt að nálgast réttar niðurstöður með rækilegri könnun. Hvernig hefur tekist til með sam- hæfingu veiða og vinnslu? Voru það ekki ein meginrökin fyrir kvótakerfinu? Og eru það ekki ein meginrökin fyrir kvótakerfinu nú, þegar menn vilja lögfesta það til lengri tíma, að það sé höfuðnauð- syn þessari reglubundnu grein að framkvæmdaaðilar í henni viti fyr- irfram að hverju þeir ganga, ekki bara út árið heldur jafnvel næstu ár. Ef það er svo að menn eigi að vita að hverju þeir ganga, hvernig stend- ur þá á því að ástandið var eins og það var sl. sumar, m.ö.o. að í hefð- bundnum aflatoppum togaraflot- ans barst að landi landburður af fiski. Og siðan upphófst hinn hefð- bundni kórsöngur um að þessi landburður af fiski væri allt of mik- ill, miðað við vinnslugetuna í landi, og þarna færu verðmæti í súginn svo næmi hundruðum ef ekki þús- undum millj.? Auðvitað spyr mað- ur: Þýðir þetta ekki að gefin for- senda um að menn geti geymt fisk- inn í sjónum og að menn geti stjórnað innan þessa kvótakerfis ef þeir sjá nógu langt fram í tímann og vita hvar þeir mega veiða, að þeir geti stýrt þeim afla, sem á land berst, til samræmis við vinnslugetu í landi í hverjum tíma, hefur ekki staðist? Hún hefur bara alls ekki staðist. Að stjórna „toppunum“ Aðalatriðið í málinu er auðvitað að við eigum ekki bara að líta á veiðarnar einar. Við hljótum að verða að Iíta á þennan undirstöðu- atvinnuveg okkar í heild og við hljótum að verða að spyrja spurn- inga um afkomu hans í heild: Hvernig samræmist þetta kerfi við veiðarnar því vinnslukerfi sem í landi er? Og hverju skilar það að lokum í verömætum, í nýtingu? Hvernig stendur á því að útgerð- arfyrirtækjunum virðist ganga svo illa, að vísu misjafnlega illa, að dreifa aflanum, sem á land berst yf- ir árið til einhvers samræmis við vinnslugetuna? Þetta er ein af lykil- spurningunum. Af hálfu sjómanna á íslandi er oft sagt: Þetta er dæmi um of- stjórnartrúna. Menn halda að það sé hægt að geyma fiskinn í sjónum. Sumir segja: Það er ósköp einfald- lega ekki svo. Aðrir vilja hins vegar ekki taka undir með hinu grimmi- lega samkeppniskerfi, sem við höf- um haft, með allri þeirri hvatningu, sem í því hefur falist, til aðsópsmik- illa skipstjórnarmanna og afla- manna, að beita sér af öllu afli að sækja fiskinn meðan hann fæst. Og taka ekkert tillit til vinnslugetunnar í landi. Það er kannske dálítið til í því að 1000 ára veiðimennskuupp- eldi Islendinga þurfi að breyta og það þurfi að fara að stunda sjávar- útveg eins og stóriðju. En hefur það tekist, ef þetta hefur verið mark- miðið? Mér sýnist ekki. Ég held að það sé ein meginveilan, að það sem við helst þurftum að gera í sam- bandi við veiðarnar var að stjórna toppunum, en það hefur ekki tek- ist. Bankar Framhald af bls. 1 til að forvitnast um þessar breyting- ar og eftir nokkurt þref var upp- hæðin lækkuð í rúmlega 45 þúsund krónur. Mismunur upp á 40 þúsund krónur. Nokkuð ljóst má þykja að í öll- um þessum tilvikum hafi mannleg mistök átt sér stað — að ekki sé um viljandi „fjárdrátt“ að ræða. Það breytir því ekki að þessi dæmi sýna og undirstrika þá staðreynd að það er vafasamt fyrir skuldara þessa lands að treysta útreikningum bankakerfisins um of og ástæðu- laust að greiða fyrr en að vel athug- uðu máli! UMFERÐARMENNING STEFNULJÓS skal jafna gefa TILVALIN J0LA6J0F I AR Eldhúsvog 21. aIdarinnar Tanita köku-tölvuvogin er hór- nókvœm og tljót. 1. Festir inni þungann og auðveldar aflestur 2. Þarf ekki að núll-stilla 1. Vigtin sýnir þyngdina strax meö skýrum stöfum. 2. Þegar réttri þyngd er nóö t.d. 400 g er vogin sett d núll meö því aö ýta ö einn hnapp. 3. Síöan er nœsia eíni bœtt viö og þannig koli at kolli, Tanita vogin er einföld í meöförum og baksturinn veröur leikur einn. 4. Lætur vita ef batteri er slappt SENDUM í PÓSTKRÖFU l’lasios lii* BILDSHÓFÐA 10 110 REYKJAVÍK 91—82655/671900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.