Alþýðublaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 7
Ritsafn Jóns Þor-, lákssonar komið út Út er komið ritsafn Jón Þorláks- sonar, verkfræðings, kaupmanns og forsætisráðherra, á vegum Stofnunar Jóns Þorlákssonar, nýrr- ar rannsóknastofnunar í stjórnmál- um og atvinnumálum, en Almenna bókafélagið annast dreifingu. Þetta ritsafn er gefið út í tilefni fimmtug- ustu ártíðar Jóns, en hún var 20. mars á þessu ári. Dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson, sagnfræðingur og stjórnmálaheimspekingur, sá um útgáfuna, en inngangur er eftir dr. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra, sem þekkti Jón vel per- sónulega, en það er erindi sem dr. Gunnar flutti í útvarpið á hundrað ára afmæli Jóns 1977. Jón Þorláksson var sem kunnugt er einn helsti framfaramaður á ís- landi á sinni tíð. Hann var þriðji ís- lendingurinn sem lauk verkfræði- prófi, og það féll í hans hlut að hafa forystu um verklegar framkvæmdir hér sem landsverkfræðingur á heimastjórnarárunum. Hann varð einnig snemma virkur í stjórnmál- um, ötull stuðningsmaður Hannes- ar Hafsteins, á meðan hans naut við, en síðan forgöngumaður um að fylkja þeim mönnum, sem höfnuðu innííuttum stéttabaráttuhugmynd- um saman i einn flokk. Hann var sem kunnugt er fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Ritsafn Jóns er allmikið að vöxt- um eða 640 bls. Það skiptist í fimm hluta. í fyrsta hlutanum, „Frá heimastjórn til fullveldis", eru birt- ar stjórnmálaritgerðir Jóns á árun- um 1907—1935. Þar leiðir Jón með- al annars rök að því, að frjálslynd íhaldsstefna hæfiísiendingum best, og telur, að atvinnufrelsi á grund- velli séreignar sé besta leiðarljós þjóðarinnar á veginum frá fátækt til bjargálna. Hann andmælir öll- um hugmyndum um að stjórnmála- flokkar eigi að vera stéttarflokkar, skýrir sameiningu íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins 1929, fær- ir rök gegn þingrofinu 1931, mælir með kjördæmaskipan svipaðri þeirri, sem tekin var upp 1959, og lýsir yfir stuðningi við erlent fjár- magn á íslandi, ef það er á réttum forsendum. í öðrum hlutanum er bók sú um peningamál sem Jón samdi 1924, Lággengið. Ýmsar ritgerðir Jóns um fjármál og peningamál eru í þriðja hlutanum, og má efalaust segja, að Lággengið og þessar rit- gerðir séu einhverjar merkustu heimildir um hagsögu landsins á tuttugustu öld, sem völ er á. Birt er meðal annars hið fræga erindi sem Jón flutti í Bárubúð 12. febrúar 1924, en þar gerði hann upp ríkis- reikningana sem höfðu fram að því verið mjög óskýrir, og sýndi fram á stórfelldan hallarekstur ríkissjóðs. Jón hafði síðan forystu um það sem fjármálaráðherra og síðar forsætis- ráðherra 1924—1927 að jafna þenn- an hallarekstur, greiða niður skuld- ir íslendinga erlendis og selja ríkis- fyrirtæki. í þriðja hlutanum er einnig ritgerð eftir Jón um peninga- mál þjóðveldisaldar, en þar beitir hann annálaðri vísindalegri skarp- skyggni sinni til þess að skýra atvik i Þorvaldar þætti víðförla. í fjórða hlutanum eru ýmsar rit- gerðir Jóns um verkleg efni, svo sem um samgöngubætur innan- lands, byggingarlag, en Jón var for- göngumaður um notkun stein- steypu og rak sjálfur byggingavöru- verslun um árabil í Reykjavík, hita- veitu og rafmagnsveitu i Reykjavík og verklega hagnýtingu jarð- varmans. í fimmta hlutanum er síð- an birt mikið rit, sem Jón tók sam- an að tilhlutan Fossanefndar árið 1919, en það nefnist „Vatnorka á ís- landi og notkun hennar“. Þar ræðir Jón möguleikana hérlendis á áburðarverksmiðju, álbræðslu, karbitvinnslu, kísiliðju, járnblendi- verksmiðju og svo framvegis. Dr. Gunnar Thoroddsen segir meðal annars í inngangi sínum um Jón Þorláksson: „Hann boðaði af eldmóði framfarir, framsókn og framkvæmdir og réðst þá einnig af ritsnilld á afturhald og kyrrstöðu. Verklegar framfarir, frjálslyndi og bætt kjör þjóðarinnar voru leiðar- stjarna hans og lífshugsjón, sem hann reyndist trúr í orði og verki allt til æviloka“. 8 fengu styrki úr vísindasjóði NATO Menntamálaráðuneytið hefur út- hlutað styrkjum af fé því sem kom í hlut íslendinga til ráðstöfunar til 2. vísindastyrkja á vegum Atlants- hafsbandalagsins (NATO Science Fellowships) á árinu 1985. Umsækjendur voru 27 og hlutu 8 þeirra styrki sem hér segir: 1. Ágústa Guðmundsdóttir, B.S., 110.000r kr„ til framhaldsnáms í Góð gjöf Heilsugæslustöðinni í Fossvogi hefur borist góð gjöf frá Kvenna- deild Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands. Er hér um að ræða eyrnaþrýstingsmæli (tympano- meter). Slíkt tæki er ómetanlegt til þess að fylgja eftir börnum sem fengið hafa eyrnabólgu með tilliti til vökva í miðeyra en slíkt getur valdið heyrnartapi. Einnig getur tækið hjálpað til að greina dulda heyrnargalla hjá börnum og full- orðnum. Starfsfólk stöðvarinnar fagnar tilkomu þessa nýja tækis sem við teljum einnig að stuðli að þvi að fólk þurfi síður að leita út fyrir stöðina til þess að fá sambærilega þjónustu. örverufræði og lífefnafræði við University of Virginia, U.S.A. Björgvin S. Gunnlaugsson, B.S., 70.000r kr., til framhaldsnáms í tölvunarfræði við McGill Uni- versity í Kanada. 3. Fjalar Kristjánsson, cand. pharm., llO.OOOr kr., til fram- haldsnáms í lyfjaefnafræði við University of Kansas, U.S.A. 4. Gestur Valgarðsson, M.S., 1 lO.OOOr kr„ til framhaldsnáms í vélaverkfræði við University og Tennessee, U.S.A. 5. Guðmundur Stefánsson, B.S., llO.OOOr kr„ til framhaldsnáms í matvælafræði við Leeds Uni- versity í Bretlandi. 6. Guðrún Marteinsdóttir, M.S., 1 lO.OOOr kr„ til framhaldsnáms í vistfræði við Rutgers University, U.S.A. 7. Hans Kr. Guðmundsson, Ph.D., 145.000r kr„ til 4 mánaða dvalar við University of Illinois í Ur- bana-Champaign, U.S.A., til að vinna að rannsóknum á fram- leiðslu og eiginleikum málm- glerja og örfínt kristallaðra efna. 8. Kolbeinn Arinbjarnarson, B.S., 70.000r kr„ til framhaldsnáms í aðgerðagreiningu við Stanford University, U.S.A. Laus staöa Staða matráðskonu Mötuneytisins í Arnarhvoli er laustil umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi op- inberra starfsmanna. Þeir sem sækja um stöðuna skili umsóknum (fjármálaráðuneytið fyrir20. des- ember 1985. Fjármálaráöuneytiö SVARTÍR KinVfHIAR Svartir Kínverjar eru ótrúlega al- gengir. Enda þægilegir í umgengni, liprir og notalegir. Betri heimilisvinir þekkjast varla. Kínverjar eru gott fólk. Svartir Kínverjar eru gó&ir skór við allra hæfi. KOMN/K'-AFTVtf^ ÓSA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.