Alþýðublaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. desember 1985 3 Jón Baldvin Hannibalsson: Aflanýtingarstefna og veiðistýring í umræðum á Alþingi um fiskveiðistefnuna, flutti Jón Baldvin Hannibalsson yfirgripsmikla ræðu um aflanýt- ingarstefnu og veiðistýringu. Alþýðublaðið birtir þessa ræðu í nokkrum köflum, og hér kemur fyrsti hluti henn- ar: Við höi'um kynnst afleiðingum kvótakcrfis, skömmtunarstjórnar stjórnmála- og embættismanna í heilum atvinnuvegi, býsna vel á undanförnum árum — í iandbún- aði. í íslenskum landbúnaði er vandamálið offramleiðsla og hefur verið lengi. Kvótakerfinu er þar ætl- að að takmarka heildarframleiðslu. Aðferð kvótakerfisins er sú að skipta minna framleiðslumagni niður á jafnmarga bændur, bara í smærri skömmtum. Afleiðingin er minni framleiðsla, sem deilist niður á jafnmarga bændur með auknuni tilkostnði, minni framleiðni, dýrari framleiðslu, minni arðsemi og hærra verði. Hin leiðin hefði verið sú að leyfa frjálsum framleiðendum í bændastétt að laga sig á umþótt- unarskeiði að eftirspurn á mark- aðnum eftir þeirra framleiðsluvör- um. Þeir sem sitja gróin bú með af- skrifaða fjárfestingu gætu annað eftirspurninni með minni tilkostn- aði og á lægra verði. Hinir fengju umþóttunartíma til að snúa sér að öðrum og arðbærari störfum. Neyðarúrræði Þannig er reynslan af kvótakerfi í landbúnaði ekki góð. Reynsla af kvótakerfi af þessu tagi neyðarúr- ræði, sem aldrei getur staðist til langframa. Er ástæða til að ætla að það geti til frambúðar orðið betra í sjávarútvegi? Um það hef ég miklar efasemdir. Vandinn í sjávarútvegi undanfar- in ár er ekki of mikil framleiðsla í sama mæli og í landbúnaði heldur telja menn að um sé að ræða of mikla sókn í takmarkaða auðlind helstu nytjastofna. I fljótu bragði virðist manni að rétt viðbrögð væru að takmarka sóknina og þá með al- mennum aðgerðum, reyna að stefna að aflanýtingarstefnu og veiðistýringu í aðrar tegundir en þær, sem helst eru ofnýttar. Og gera þetta fremur en að úthluta fyrir- skipuðum heildarafla í smærri skömmtum á jafnmörg skip, og ég tala nú ekki um ef þau eru fleiri. Hringinn í kringum landið er ver- ið að bjóða upp ný, afkastamikil og dýr fiskiskip. Miðað við gildandi aflatakmarkanir geta þessi skip ekki staðið undir óeðlilega háum fjármagns- og útgerðarkostnaði, sem reyndar var fyrirséður þegar til þessarar fjárfestingar var stofnað. Hvers vegna ekki að leggja þessum skipum í bili, með vísan til þess kvótakerfis sem við höfum búið við, en endurúthluta kvóta þeirra á önnur skip og báta í sama byggðar- lagi? Spurningin er: Mundi það ekki draga úr sóknarkostnaði? En um leið samræmast þörfum byggð- arlaga og sjónarmiðinu um að halda uppi atvinnu og nýta afla og afkastagetu fiskvinnslufyrirtækj- anna í viðkomandi byggðarlögum.? Fiskifræði Forsendur aflatakmarkana eru niðurstöður og forspár fiskifræð- inga um veiðiþol helstu nytja- stofna. Það er alkunna af nokkurra áratuga reynslu að forspár fiski- fræðinga hafa staðist ákaflega mis- jafnlega dóm reynslunnar. Þetta þarf ekki að koma mönnum á óvart og er engin gagnrýni á fiskifræð- inga sem slíka eða þeirra hlutverk. Þeir eru ómissandi. En hitt er stað- reynd að fiski- og sjávariíffræðinga greinir mjög mikið á sín í milli um veigamikil undirstöðuatriði. Það er margt sem bendir til þess að áhrif lifsskilyrða í sjónum, sjávarhita og átumagns, hafi verið vanmetin í áætlunum og forspám fiskifræð- inga. Það er líka margt, sem bendir til þess, þegar litið er yfir veiðar og afrakstur helstu nytjastofna á ís- landsmiðum til langs tíma, að lífs- skilyrði í sjónum ráði ineiru en ætl- að hefur verið hlutfallslega og sam- Fyrsta grein anborið við sóknargetu veiðiflot- ans. Þannig virðist manni að reynsla þaulreyndra sjómanna á ís- landsmiðum hafi oft og tíðum reynst vera réttari en ýmsar forspár fiskifræðinga. Þetta þarf ekki held- ur að koma á óvart því að fiskifræð- in er þrátt fyrir allt, eins og margt annað sem við köllum vísindi, ekki nógu nákvæm vísindi. Það verða að fara saman vísindalegar tilgátur og reynsla þeirra, sem sjómennskuna stunda, og verður að taka tillit til beggja. Svör við þessum spurningum fást hins vegar engin óyggjandi. Þrátt fyrir efasemdir um þessar megin- forsendur fiskveiðistjórnunar erum við öll sammála um, að það sé skyn- samlegt að láta sér fremur skjátlast réttu megin við mörkin, þ.e. taka ekki áhættu af of mikilli sókn. Því að mistök, sem kunna að vera gerð, verða í versta falli ekki aftur tekin. Um þetta er þess vegna ekki ágrein- ingur. Hverjir eiga fiskinn? Það er á þessum tiltölulega veiku forsendum sem menn eru þrátt fyrir allt sammála um að reyna að koma sér upp einhvers konar stefnu og einhvers konar kerfi til að takmarka sókn í helstu nytjastofna, a.m.k. til skamms tíma. Jafnvel þótt hags- munasamtök sjávarútvegsins, eins og t.d. fiskiþing og Landssamband ísl. útvegsmanna, hafi með hang- andi hendi stutt tillögur hæstvirts sjávarútvegsráðherra staðfestir það að mínu mati engan veginn að hér sé um að ræða einhug sjómanna og útvegsmanna, jafnvel hugsanlega ekki alveg ótvíræða meirihluta- skoðun. Á þessum vettvangi er það nefnilega svo að tiltölulega fáir menn greiða þarna atkvæði og þeir greiða atkvæði í samræmi við þann tonnafjölda sem þeir hafa yfir að ráða. Tólf tonna bátur hefur eitt at- kvæði, 499 tonna skip hefur 27 at- kvæði. Þannig er það að fáir en stórir geta ráðið samþykktum fyrir margfalt fleiri en smærri útgerðar- menn, ef metið er í tonnatali eignar. Á seinni árum hefur þótt ástæða til að spyrja, herra forseti: Hverjir eiga ísland? Það er ekki síður ástæða til að spyrja: Hverjir eiga fiskinn í sjónum? Ég vék að því í ut- andagskrárumræðu í gær að sá maður sem nú er nýbúið að gefa út bók um og frægur er í íslandssögu undir nafninu Jörundur hunda- dagakóngur lýsti sig hæstráðanda til sjós og lands. Skv. þessu frv. til Iaga fer ekki milli mála að hæstv. sjútvrh. er hæstráðandi til sjós. Samkvæmt því á hann að ákveða hver má veiða hvað, hvar og hve- nær. Þetta hlutverk var áður fyrr í höndum guðs almáttugs, skapara allra lífsins gæða. En nú er þetta í höndum hæstv. sjútvrh. Þetta vek- ur upp spurninguna um, hvort við ættum ekki þessu til samræmis að taka upp nýtt tímatal í íslandssög- unni, þ.e. að atburðir hafi gerst, ekki fyrireðaeftirKrist heldur fyrir eða eftir kvóta?. Eða fyrir eða eftir Halldór? Halldór á sem sé fiskinn í sjónum, herra forseti, en útgerðar- menn mega hirða hann í umboði hans. Sjómenn hins vegar, þeir sem draga fiskinn á land, eiga engan fisk. Þeir bara vinna þarna, eins og sagt er. Ef útgerðarmenn geta ekki náð sínum kvóta, ef útgerðarmenn geta ekki gert út, ef útgerðarmenn leggja sínum skipum, ef útgerðar- menn leggja sínum bátum upp á græn grös og fara að búa eiga þeir samt sem áður sinn kvóta og geta selt,hann hæstbjóðanda á. upp- sprengdu verði í umboði hæstv. ráðh. Þar eiga sjómenn engan hlut. Einn hv. þm. Framsfl. vék að þeirri spurningu í umræðum utan dagskrár í gær, hvort það stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar, þótt AI- þingi framselji með þessum hætti til eins pólitísks ráðherra umráðarétti yfir einni helstu auðlind þjóðarinn- ar. Þetta er ekkert vitlausara fyrir það þó að tillagan hafi verið borin fram af hv. þm. Framsfl. Ég tek að vissu leyti undir, að það væri mjög athyglisvert prófmál. Það er nú einu sinni svo að stjórnarskráin kveður þarna á um veigamesta atr- iði eignarréttar og atvinnufrelsis. Oft hefur verið farið út í mál af rninna tilefni en umráðarétti yfir aðalauðlind þjóðarinnar. Reynslan Herra forseti. Mig langar til að spyrja: Hver er reynslan af kvóta- kerfinu hingað til? Trúa menn þvi virkilega að hægt sé að stunda fisk- veiðar til langframa, árum saman, innan ramma skömmtunarkerfis, sem miðast við meðalafla skipa á tilteknum þremur árum, fyrir all- mörgum árum — ég tala nú ekki um ef menn hafa í huga að festa þetta í sessi með lögum til margra ára? Trúa menn því virkilega að hægt sé að gera út á slík meðaltöl? Sjávarútvegur er mikill áhættu- búskapur. Allar aðstæður í þessari grein eru síbreytilegar og breytast oft og snöggt og þær geta breyst fyrirvaralítið. Það er ekki á mann- legu valdi að breyta því, hindra það né sjá það fyrir. Það á við urn nátt- úrleg skilyrði sjávar, fiskigengd og aflabrögð, veðurfar og gæftir, markaði og verðlag. M.ö.o. allt sem ræður afkomu manna i þessari grein, stórt og smátt, svo ekki sé minnst á ófyrirsjáanlegar kollsteyp- ur innlendrar efnahagsóstjórnar, eins og hún hefur birst okkur á lýð- veldistimanum. Halda menn svo að einhver reglu- stikuregla um meðaltal skipa fyrir einhverjum árum geti staðið af sér áhlaup svo gjörsamlega ófyrirsjá- anlegra og síbreytilegra kringum- stæðna? Ég hef ekki trú á því. í besta falli geta menn sagt, ef menn ekki koma með tillögur um annað betra, að við getum sætt okkur við þetta sem algert neyðarúrræði til skamms tíma. En til frambúðar sýnist mér augljóst að þetta kerfi geti ekki staðist. í þessu kerfi er inn- byggð náttúra til ofstjórnar, sbr. t.d. umræðuna, sem fram fór i gær um trillukarlinn. Ég hef ekki nokkra trú á því að embættismenn í ráðuneyti, hversu góðir og gegnir sem þeir eru, eða einn ráðherra, hversu góður og gegn sem hann er, og ég er margbúinn að taka fram að ég hef mætur á hr. sjávarútvegsráð- herra sem stjórnmálamanni, geti til lengdar tekið að sér hlutverk Guðs almáttugs og útdeilt lífsbjörg þjóð- arinnar til verðugra og óverðugra, samkvæmt meðaltölum allra með- altala. Ég held einfaldlega að eðli veiðimennskunnar og mannlegt eðli hljóti fyrr en síðar að brjóta af sér slikt kerfi. Samræming veiða og vinnslu Herra forseti. Ég spyr enn: Hver er reynslan af kvótakerfinu hingað til, þótt skömm sé? Hvers vegna fylgir ekki þessu frumvarpi ítarlegri greinargerð um fram komna og sannaða kosti og galla, samanburð- ur á markmiðum sem menn settu sér í upphafi og fenginni reynslu?! Ég tala nú ekki um fyrst það var ætlun hæstv. ráðh. að fara fram á allsherjarvald í þessum málum frá Alþingi til þriggja ára? Er það rétt, sem haldið hefur verið fram, að til- kostnaður við veiðarnar í heild hafi minnkað? Þessu halda margir fram. Ég hef hvergi séð það sannað með tölulegum rökum og ég er alls ekki sannfærður um að svo sé. Hafa meðhöndlun og gæði afla um borð, þess afla serrí á land berst, batnað svo umtalsvert sé? Sumir segja það. Að hluta til kann það að vera rétt. Að hluta til held ég að það sé alls ekki rétt. En að hluta til held ég að það skýrist fyrst og fremst af bætt- um skilyrðum og bættum aðstæð- um. Framhald á bls. 6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.