Alþýðublaðið - 06.08.1986, Síða 4

Alþýðublaðið - 06.08.1986, Síða 4
alþýðU' ■ nrr.rr.'M Miðvikudagur 6. ágúst 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Danielsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Margrét Haraldsdóttir. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Maó heilsar rauðvarðliðum á Torgi hins himneska friðar sumarið 1966 Sumarið 1966 Af litlutn ncista kviknar oft stórt l>ál. Þannig komst ungur maður, Maó Zedong að orði í grein sem Siann skrifaði 1931. Seinna á lífsleiðinni fékk hann að reýna sannleiksgildi þessara orða. Kínverski kommúnistaflokkurinn, sem hann átti þátt í að mynda 1921, var slíkur neisti og sjálfur kveikti Maó neistann að hinni miklu menn- ingarbyltingu öreiganna 1966, sem breiddist út um landið og „brann“ á íbúum þess í 10 ár samfleytt. Þeg- ar sá eldur var loks slökktur var for- maðurinn látinn. Nú eru 20 ár síðan þeir eldar kviknuðu — þegar menningarbylt- ingunni var hrundið af stað. Þegar Maó dró byltingarfánann að húni og hóf menningarbylting- una höfðu völd hans lengi staðið á veikum grunni í Beijing. Reyndar var hann enn formaður flokksins, en eftir hið misheppnaða „stóra stökk“ 1958—9 sætti hann mikilli gagnrýni frá flokksfélögum sínum. Flokkurinn var byrjaður, undir for- ystu Liu Shaoqi og Deng Xiaoping, að losa um efnahagshömlur, sem þegar voru farnar að ógna efnahag landsins og voru liður í misheppn- aðri umbótatilraun Maós. —Deng Xiaoping er hættur að ráðfæra sig við mig — sagði Maó árið 1965 og nokkru síðar sagði hann. — Vissir menn láta sem ég sé ekki lengur í tölu lifenda— Gagnárás Haustið 1965 hóf Maó gagnárás og sumarið þar á eftir var menning- arbyltingin komin á fullt skrið. For- maðurinn rökstuddi aðgerðir sínar með því að segja að „áhrifamenn" í flokknum hefðu lent á villigötum kapitalismans. Bæði i landbúnaði og iðnaði væru kapítalískar aðferð- ir notaðar í vaxandi mæli. I menntakerfinu væri áherslan lögð á stagl og dauðan bóklærdóm og í embættismannakerfinu væru menn upp til hópa feitir og makráðir sem aldrei fyrr. Öllu þessu vildi Maó breyta, áður en það yrði of seint. Maó vildi sýna öllum heiminum að hann væri langt frá því að vera dauður og í því skyni stakk hann sér til sunds í gruggugt vatn Yangsteár- innar. Þetta var í nágrenni milljóna- borgarinnar Wuhan og næsta dag bárust myndir af hinum syndandi formanni um allan heim. Lengi lifi Maó í frásögn sinni af atburði þessum vildi hin opinbera fréttastofa, Xinhua, hafa það svo að Maó hefði sett nýtt heimsmet í 1.500 m sundi á 73. aldursári. Fáir munu hafa lagt trúnað á það, a. m. k. utan Kína, en þessi aldraði foringi sýndi það á næstu mánuðum að hann var enn fær um að vinna afreksverk. Mán- uði eftir sundið birti Xinhua frétt af fjöldafundi á torgi hins himneska friðar í miðbæ Beijing borgar: — Við sólarupprás, kl. 5 í morg- un kom hinn frábæri leiðtogi okkar Maó formaður til Torgs hins himneska friðar, þar sem mann- fjöldinn var eins og hafsjór og rauðu fánarnir eins og skógur. Maó var íklæddur grænum einkennis- búningi hersins og rauða stjarnan í húfu hans Ijómaði í morgunsólinni. Þegar hann lyfti hendinni til að heilsa mannfjöldanum brutust út gríðarleg fagnaðarhróp. Allir teygðu hendur til himins og þustu í áttina til formannsins. Margir klöppuðu svo lengi að þeir urðu sárir í lófunum, aðrir brustu i grát, en allir hrópuðu í hrifningu: — Maó formaður er kominn, Maó er mitt á meðal okkar. — Að svo búnu hófust samstillt hróp, — Lengi lifi Maó formaður. Megi hann lifa í tíu þúsund ár, tíu þúsund ár og tíu þúsund ár. Hrópin urðu háværari og kraftmeiri eftir því sem þau urðu fleiri svo að him- ininn yfir höfuðborginni hefur víst rifnað. — Rauða kverið Vikur og mánuðir liðu og fjölda- hreyfingunni óx fiskur um hrygg. Brátt streymdu milljónir ævintýra- þyrstra rauðvarðliða um landið þvert og endilangt í leit að kapíta- lískum blórabögglum. Allir höfðu Rauða kverið formannsins með- ferðis, bókina sem hafði að geyma svör við öllum heimsins vandamál- um. — Það er fjöldinn, sem sýnir sannan hetjuskap. Sjáfir erum við barnalegir og fáfróðir — var eitt af spakmælum bókarinnar. Að nokkrum tíma liðnum var það orðið tjóst að varðliðar Maós Iétu sér ekki nægja að klekkja á fá- einum fylgjendum kapítalismans, heldur var um umfangsmiklar hreinsanir að ræða. Að lokum varð Þjóðfrelsisherinn að skerast í leik- inn til að koma í veg fyrir allsherjar ringulreið. Síðar sagði Maó að hann hefði aldrei ímyndað sér að Rauða kverið myndi hafa slík áhrif sem raun bar vitni. Þremur árum síðar, þegar Maó tók á móti bandaríska blaðamann- inum og rithöfundinum Edgar Snow, viðurkenndi hann að menn- ingarbyltingin hefði ekki verið alls kostar velheppnuð tilraun. Engu að síður urðu einkunnarorð menning- arbyltingarinnar hin opinbera hug- myndafræði í landinu næstu 7 árin. Reikningsskil Eftir dauða Maós og handtöku fjórmenningaklíkunnar var svo komið að reikningsskilum. Árið 1979 komst flokksblaðið, Dagblað alþýðunnar að þeirri niðurstöðu að nálægt 100 milljónum Kínverja hefðu orðið fyrir óþægindum eða ofsóknum á þessu 10 ára tímabili. Sama ár hafði franska fréttastofan AFP það eftir áreiðanlegum kínverskum heimildum að um 400.000, manns hefðu verið Iátnir gjalda fyrir „misgerðir" með Iífi sínu. Ári síðar féll dómur í máli fjór- menningaklíkunnar. Þau voru fundin sek um að hafa ofsótt 750.000 manns, þar af tekið 34.380 af lífi. í Mongólíu hafði „klíkan“ ranglega ákært 346.000 manns fyrir að hafa myndað leynilegan flokk; 16.000 voru drepnir. Á meðan réttarhöldin stóðu yfir sagði fréttastofan Xinhua frá því að öryggismálaráðherrann, Xie Fuzhi, hefði komið á hreinustu ógnar- stjórn í Beijing í ágúst og september 1966. Á 40 dögum voru 1.700 manns teknir af lífi, 33.000 heimili voru rannsökuð og 65.000 voru reknir burtu úr höfuðborginni. Þannig mætti lengi telja, svo mörg voru dæmin um valdníðslu og yfir- gang við pólitíska andstæðinga, ímyndaða og raunverulega. Horft fram á við í lok 7. áratugarins var mörgum Kínverjum gjarnt á að líta til baka og gera upp tímabil menningarbylt- ingarinnar og leggja á það sitt eigið mat. Margir fóru til Beijing til að koma kvörtunum á framfæri. Rit- höfundar hafa tekið þetta tímabil til meðferðar og reynt að kryfja til mergjar það sem gerðist þá. En nú einbeita Kínverjar sér að því að leysa vamdamál dagsins í dag og horfa fram á við. Það sem er liðið, er liðið, segja þeir og áreiðanlega verða engin hátíðarhöld í tilefni af 20 ára afmæii sundafreks Maós í ánni Yangste. Molar Engin „mafíustarfsemi“ í Víkurfréttum, sem gefnar eru út í Keflavík var fyrir skömmu getið um dularfulla bifreið sem sést hafði standa fyrir utan ákveðna verslun þar í bænum. Af ýmsum ástæðum þótti tilvist bifreiðar- innar hin grunsamlegasta og varpaði blaðið fram þeirri spurn- ingu, fyrir hvern væri verið að njósna. Svarið við þessari spurningu birtist svo reyndar i næsta tölu- blaði í formi bréfs frá Jóni Ás- bergssyni, forstjóra Hagkaups. Bréfið var svona: „Reykjavík, 28. júlí 1986 Ágæti ritstjóri. í VIKUR-fréttum 17. júlí og 24. júlí er fjallað um „dularfulla" bif- reið sem staðsett hafi verið utan við verslun Nonna og Bubba við Hringbraut í Keflavík, og er spurt: „Fyrir hvern var verið að njósna?“ Til að svara þeirri spurningu staðfestist hér með að dagana 7. til 12. júií lét Hagkaup telja um- ferð gangandi fólks inn í 3 versl- anir í Keflavík og Njarðvík, þ.e. verslun Nonna & Bubba, Sam- kaup og Hagkaup. Var talningin framkvæmd af starfsmönnum fyrirtækisins Securitas. Tilgangur könnunarinnar var að átta sig á hvenær dagsins mest væri verslað og hvaða vikudaga og hvernig verslunin dreifðist milli fyrr- nefndra búða. Þar með fáum við í hendur upplýsingar um hvernig Hagkaup stendur sig á þessu verslunarsvæði í samkeppninni um viðskiptavinina. Teljum við slíkar upplýsingar mikilvægar við markvissa stjórnun fyrirtækisins og vísum á bug öllum ásökunum um að við höfum með þessari könnun sfundað „mafíustarf- semi“ og „almenningsnjósnir", eins og haft er eftir forsvarsmönn- um Nonna og Bubba i blöðunum. Með þökk fyrir birtinguna. F.h. Hagkaups hf. Jón Ásbergsson, forstjóri.“ Það virðist sem sagt vera að færast fjör í verslunarsamkeppn- ina hérlendis. Við skulum bara vona að það skili sér að lokum í hagstæðara vöruverði til neyt- enda.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.