Alþýðublaðið - 18.12.1986, Síða 1

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Síða 1
1 alþýöu- IH Fu1 jT' Fimmtudagur 18. desember 1986 Alexander gagnrýnir Húsnæðisstofnun sjá bls. 2 Nýr hægriflokkur? Júlíus Sólnes prófessor, telur að forysta Sjálfstæðisflokksins sé yfirleitt í hlutverki sósíalistans. Ef ekki verður breyting á segir hann tíma til kominn, að menn snúi bök- um saman og myndi nýja breiðfylkingu borgaralegs afls sem veiti Sjálfstæðisflokkn- um aðhald. „Þetta er hugmynd sem ég varpa fram til íhugunar fyrir þá sem vilja,“ sagði Júlíus Sólnes prófessor í samtali við Alþýðublaðið í gær. En hann ritaði grein i Morgunblað- ið á þriðjudag þar sem hann rekur sjónarmið sín gagnvart flokksfor- ystu Sjálfstæðisflokksins og finnur henni flest til foráttu. Júlíus telur forystuna fylgja ríkisumsvifastefnu sem ekki geti samrýmst stefnu flokksins. Júlíus hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, m.a. setið í bæjarstjórn Seltjarnarnessog verið í kjördæm- isráði. „Ég er eiginlega búinn að draga mig út úr öllu saman,“ sagði Július, „ég get því sagt hvað sem er. — Ég leyfi mér að hafa mínar skoðanir, en það er ekkert vinsælt í stjórn- málaflokkum í dag.“ En hver er helsta gagnrýni Júlíus- ar á flokkinn? „Mér finnst bara að flokkurinn hafi ekki reynst nógu trúr stefnu sinni. — Það sem fer t.d. í taugarn- ar á mér og mörgum fleirum þegar verið er að ræða á landsfundi stefnumál og menn eru sammála hver þau eru, en þegar kemur að framkvæmdinni í reynd þá er ekk- ert farið eftir henni. Þess vegna finnst mér að þeir sem hafi aðstöðu til að framfylgja stefnu flokksins mættu betur vera trúir henni, — þar á ég meðal annars við þingmenn- ma“ Hefur forystan þá færst til vinstri? „Ég veit eiginlega ekki hvernig á að túlka hvar í pólitik þessi stefna er, en það er þessi gegndarlausa rík- ishít sem mér sýnist Sjálfstæðis- flokkurinn vera jafn duglegur við að byggja upp eins og hinir flokk- arnir. Ég fæ t.d. ekki séð betur en i tíð núverandi ríkisstjórnar hafi rík- isumsvif aukist, þó þeim hafi tekist að selja nokkur ríkisfyrirtæki. Á heildina litið sé ég hins vegar ekki svo mikið hafi dregið úr ríkisum- Vísitala framfærslukostnaðar, miðað við verðlag í desembermán- uði, er 0.91% hærri en í byrjun nóv- ember mánaðar. Siðustu þrjá mán- uði hefur vísitalan hækkað um 3.4% og jafngildir sú hækkun 14.4% verðbólgu á heilu ári. Sú hækkun sem nú var milli staf- ar af um 0.5% hækkun matvöru, svifum" Það hafa áður komið fram hug- myndir um að nauðsynlegt væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá að- hald frá hægri. Hannes Hólmsteinn hefur m.a. velt þessari hugmynd fram. En er þörfin e.t.v. brýnni nú en áður? „Ég veit það ekki, en samkvæmt skoðanakönnunum sýnist mér ein- hver óánægja krauma undir niðri. Það er kannski þess vegna sem ég vil vekja athygli á þessu,“ sagði Júlíus Sólnes. 0.1% af hækkun á verði fatnaðar, 0.1% af hækkun húsnæðisliðs og um 0.2% af hækkun á verði ýmissa vöru og þjónustuliða. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 13.5%. Hækkun vísi- tölunnar um 0.91% frá nóvember til desember svarar til 11.5% árshækk- unar. Vísitöluhœkkun síðustu þrjá mánuði: Þýðir 14,4% verðbólgu Könnun Vantar 2500-3000 m • /’"■ F JjC • — Vöntun á leiguhúsnœði I /C3l|f áflf 111 11 11* stendur atvinnulífinu Ivl21111 U Ul/11 víða fyrirþrifum. Talið er að þörf fyrir leiguhús- næði fram til ársins 1990 sé um 2500—3000 ibúðir. Þetta kemur fram í lokaniðurstöðum úr könn- un Húsnæðisstofnunar ríkisins á leiguíbúðaþörf, en könnunin var gerð í samræmi við samkomulag aðila vinnumarkaðarins i febrúar s.l. Af þessum 2500—3000 íbúð- um er talið að þörf sveitarfélaga sé á bilinu 1750—2000 íbúðir og ýmissa almannasamtaka 750— 1000 íbúðir. Niðurstöður könnunarinnar voru mjög breytilegar eftir lands- hlutum. Miðað við íbúðaþörf á hverja 1000 íbúa var hún mest á Vestfjörðum, um 24 leiguíbúðir á hverja 1000 íbúa, en minnst á Reykjanesi, aðeins 3 íbúðir á hverja 1000 íbúa. Næst minnst var þörfin á Vesturlandi, tæpar 6 íbúðir á hverja 1000. En í Norður- landskjördæmum, Austurlandi og Suðurlandi var þörfin svipuð, eða um 10—13 íbúðir á hverja 1000 ibúa. í nýútkomnu fréttabréfi Hús- næðisstofnunar þar sem niður- stöður eru kynntar, segir að þess- ar tölur fylgi áþekku mynstri og einkennir núverandi dreifingu fé- lagslegs húsnæðis á landinu öllu. Á höfuðborgarsvæðinu gaf könnunin til kynna að þörfin sé um 8 íbúðir á hverja 1000 íbúa. Sú tala verður hins vegar tvöfalt hærri ef tekið er tillit til þarfa al- mannasamtaka, sem að mestu eru bundin við höfuðborgarsvæðið. Þörf félagasamtaka sem svöruðu fyrirspurn Húsnæðisstofnunar reyndist vera um 900 íbúðir. Svör bárust hins vegar ekki frá sumum þeirra er samband var haft við, þannig að reikna má með að þörf- in sé talsvert meiri. Eins og greint hefur verið frá í Alþýðublaðinu hafa 8 félagasam- tök með um 30 þúsund félags- menn tekið sig saman í baráttunni fyrir bættu félagslegu húsnæðis- kerfi. Helstu kröfur samtakanna eru m.a. að hafist verði strax handa við byggingu á 250 íbúðum á vegum félagasamtaka og 250— 500 íbúðum á vegum sveitarfé- laga. Félagasamtökin sendu ný- lega frá sér ályktanir þar sem staða þeirra í húsnæðismálum var nánar greind og kemur fram að þau telja þörfina a.m.k. tvöfalt meiri, en niðurstöður könnunar- innar sýna. Um niðurstöður könnunarinn- ar segir, að í stærri kaupstöðum sé einkennandi að vísað er til félags- legra aðstæðna og íbúðaþarfar ákveðinna þjóðfélagshópa. Víða á landsbyggðinni er t.d. mjög sterklega vísað til þarfa atvinnu- lífsins og á nokkrum stöðum taka menn það djúpt í árinni að leigu- ibúðaskortur standi öllu atvinnu- lífi fyrir þrifum á viðkomandi stað. Þessu tengjast svör þess efn- Framh. á bls. 2 * \ Ll. 1 t Jk L 1 1 i s KAGINN ~ ESTURLAND I ASþýðubiaðinu eru í dag 20 síður heigaðar Vesturiandi og er biaðinu dreift inn á hvert heimiii á Vesturlandi. Sanitas

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.