Alþýðublaðið - 18.12.1986, Side 3

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Side 3
Fimmtudagur 18. desember 1986 3 Umsjón: Jón Daníelsson alþýðu i n fT'TT'M vesturland SKAGINN Fiskvinnslufólk á Skaganum: Uppsagnir um helgina Uppsagnir verkafólks í fisk- vinnslu á Akranesi taka gildi nú um helgina og mun mega áætla að á þriðja hundrað manns verði at- vinnulaust af þessum sökum fram yfir áramót og jafnvel fam undir miðjan janúar á næsta ári, — auk þess sem það fólk er fengið hefur uppsagnarbréf í hendur, hefur auð- vitað enga tryggingu fyrir því að verða endurráðið, þótt vinna hefjist að nýju. Ekker bólar á fjárhagsáætlun Fjárhagsáætlun Akranesbæjar fyrir næsta ár er ekki farin að taka á sig neina verulega mynd ennþá og hefur lítið verið rædd í bæjarstjórn, þótt nýja árið sé nú alveg á næsta leiti. Að sögn Gísla Einarssonar, bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, er þetta þó í sjálfu sér ekkert nýmæli, þar eð fjárhagsáætlun bæjarins hefur iðulega verið afgreidd í janú- ar eða jafnvel febrúar. Nú hefur hins vegar tekið gildi ný reglugerð frá félagsmálaráðuneyt- inu, um fjárhagsáætlanir bæjarfé- laga, þar sem ætlast er til að fjár- hagsáætlanir séu gerðar til þriggja ára, þótt bindandi áætlun skuli eft- ir sem áður aðeins ná til eins árs. Gísli Einarsson, sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær, að sér kæmi ekki á óvart þótt endanleg samþykkt fjárhagsáætlunarinnar kynni að dragast eitthvað á langinn af þessum sökum. Gísli kvaðst hins vegar óttast mest að lítið fé yrði afgangs til framkvæmda á vegum bæjarfélags- ins á næsta ári. Hann kvað skerð- inguna á jöfnunarsjóði sveitarfé- laga koma illa við Akurnesinga ekki síður en önnur sveitarfélög. „En aðalmálið hjá okkur verður að reyna að þoka sundlaugarbygg- ingunni eitthvað áfram á næsta ári“, sagði hann. Atvinnuástand á Akranesi hefur annars verið tiltölulega jafnt að undanförnu og lítið um stórar sveiflur, fyrr en nú að uppsagnir fiskvinnslufólks taka gildi um helg- ina. Með nýjum kjarasamningum í febrúar á þessu ári, öðlaðist fisk- vinnslufólk í fyrsta sinn eins mán- aðar uppsagnarfrest eins og annars gildir yfirleitt á vinnumarkaðinuip. Var vonast til þess að sú breyting hefði í för með sér aukið atvinnuör- yggi fyrir verkafólk í þessari undir- stöðuatvinnugrein þjóðarbúsins, en nú er að koma á daginn að þetta nýmæli í samningum hefur tiltölu- lega lítil áhrif og miklu minni en gert var ráð fyrir. Uppsagnir þær sem nú koma til framkvæmda í fiskvinnu á Akra- nesi voru gefnar út með löglegum fyrirvara, enda fyrir séð, þegar fyrir mánuði síðan, að fiskiskipaflotinn myndi stöðvast á þessum tíma. Uppsagnir á Akranesi eru heldur ekkert einsdæmi, heldur er sami háttur hafður á víðar um landið og má t.d. benda á frétt Alþýðublaðs- ins í gær um uppsagnir fiskvinnslu- fólks á Fáskrúðsfirði. Frá Akranesi. A 0$%tn $<ún\Hnnu{ó(^ ^rum Qndsr' oaoorum umúsmonmnb ýlm(e<Tfrd jóíf árs oýjr&el @ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Hótel Stykkis- hólmur Viö minnum á okkar árlegu þrettándagleöi sem haldin veröur meö heföbundnu sniöi. Óskum Vestlendingum og öörum viö- skiptamönnum um land allt gleöilegra jóla og farsæls komandi árs. Hótel Stykkis- hólmur ;-k . m'tvVu ji'", ts ; aiIM « • KJÖRBÖKINOG IhjálpaþérI ABNÁENDUM Þegar lítið fólk ræðst í stórar fjárfestingar er gott að minnast þess að margt smátt gerir eitt stórt. Smámynt sem safnað er í sparibauk og síðan lögð á Kjörbók stækkar og ávaxt- ast hraðar en þig grunar. Bangsa baukurinn fæst í öllum sparisjóðsdeildum Lands- bankans. Þegar spariféð úr honum er lagt inn er Kjörbók- m tölumar hækka og að lokum ná endar saman. Kennum börnunum okkar að spara peninga og ávaxta þá, það er gott veganesti og gagnlegt. in vísasta leiðin að settu marki. Barnið, baukurinn og bankinn leggjast á eitt; L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna f 100 ár

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.