Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 4
4 'Fihnrntud&gur' 18' desember 1986 JÖFN AÐSTAÐA ÁN TILLITS TIL BÚSETU Ótal nefndir hafa verið settar á laggirnar í ár- anna rás til þess að fjalla um byggðamál og stöðu landsbyggðarinnar gagnvart þeirri þróun að stöðugt fækkar í dreifbýlinu en íbúafjöldi vex á suðvesturhorninu. Örlög þessara nefnda hafa verið með ýmsum hætti. Sumar hafa dáið drottni sínum án þess að frá þeim heyrðist hósti né stuna; aðrar hafa sent frá sér álit eða áfanga- skýrslur. Vorið 1984 urðu talsverðar umræður um stöðu landsbyggðarinnar, m.a. í sambandi við breytingu kosningalaga þar sem heldur var dreg- ið úr vægi atkvæða á landsbyggðinni. Þá urðu þingflokkarnir sammála um að beita sér fyrir aukinni valddreifingu og virkara lýðræði, auknu sjálfsforræði sveitarfélaga, auknum völdum og áhrifum landsmanna í eigin málum óháð búsetu og aðgerðum til að jafna félagslega og efnalega aðstöðu manna, þar sem mismun- unar vegna búsetu gætti helst. Byggðanefnd þingflokkanna, með einum fulltrúa frá hverjum þingflokki, var sett á laggirnar til að vinna að þessu verkefni. Eftir rúmlega 30 fundi og tveggja ára starf með hléum skilaði Byggða- nefnd þingflokkanna skýrslu um mitt sl. sumar. Nefndarmönnum var vissulega mæta vel ljóst, að ekki væri um neinar töfralausnir að ræða á þeim vandamálum, sem nefndinni var ætlað að kljást við, enda ýmsar nefndir gefist upp við að sinna þessu verki, eða lítið verið á tillög- um þeirra að græða. Starf nefndar- innar beindist í fyrstu að því að fá glögga yfirsýn yfir þróun mála að undanförnu og gera sér síðan grein fyrir hverjar leiðir væru vænlegast- ar til árangurs. Nefndarmenn urðu sammála um meginniðurstöður, en skylt er að geta þess að ekki er í öll- um þingflokkum einhugur um nið- urstöður nefndarinnar, þótt svo sé um flest innan þingflokks Alþýðu- flokksins. í stuttri grein er erfitt að gera við- hlítandi grein fyrir niðurstöðum Byggðanefndar þingflokkanna, þar sem undirritaður var fulltrúi þing- flokks Alþýðuflokksins, og verður hér stiklað á stóru. Hallar á landsbyggðina Allt kjörtímabil núverandi ríkis- stjórnar og raunar nokkru lengur hefur í vaxandi mæli hallað á lands- byggðina og hlutur hennar rýrnað. Þetta kemur afar greinilega fram í skýrslunni. Raunar er það skoðun undirritaðs að slagorðið „jafnvægi í byggð landsins“ sé á ýmsan veg út í hött. Árið 1940 bjuggu 66% ís- lendinga í þéttbýli og 34% í dreif- býli. í fyrra bjuggu 91% í þéttbýli og 9% í dreifbýli, og íbúum dreif- býlisins, sveitanna, heldur áfram að fækka eins og gerst hefur í öllum löndum Vestur Evrópu. Hvenær ríkti jafnvægi í byggð landsins? Var jafnvægi 1940, eða 1950, eða kannski 1970? Sterkir byggðakjarn- ar og útgerðarstaðir á landsbyggð- inni og landbúnaður sem sinnir þörfum okkar að því leyti sem gróð- urfar og hnattstaða leyfa, eru auð- vitað grunnur byggðastefnunnar. Meginatriðið er að þegnarnir búi við jafnrétti án tillits til búsetu, eins og raunar er skýrt kveðið á um í stefnuskrá Alþýðuflokksins. Það er kjarnaatriði í allri þessari um- ræðu. Jafnrétti að því er lífskjör varðar, jafnrétti til þjónustu og mennta. Á þetta skortir mjög og það er nú brýnast byggðamála að auka þetta jafnrétti. Það hættir ekki að halla á landsbyggðina fyrr en það verður eftirsóknarverðar en nú er að búa úti á landi, og til þess þarf pólitískar aðgerðir, pólitískan vilja til aukins jafnréttis. Skýrsla Byggðanefndar er sá grundvöllur sem umræðan um þessi mál ætti að byggjast á á næstunni. í henni er aragrúi athyglisverðra upplýsinga og tillagna í þessum efnum. Þáttaskil í byggðaþróun Um þessar mundir eru þáttaskil í byggðaþróun. Meðal annars af eft- irgreindum ástæðum: • Aflaaukningin sem byggðist á skuttogarabyltingunni og út- færslu landhelginnar virðist um garð gengin. • Sóknar og framleiðslutakmark- anir eru við lýði í landbúnaði og sjávarútvegi. • Fjárfesting og atvinna í fiskiðn- aði virðast fremur í rénum en vexti, m.a. vegna gámasölu á fiski til útlanda. • Ný störf eru langflest í þjónustu- greinum. Þjónustugreinar eru flestar á höfuðborgarsvæðinu. • Hlutfallslega fleira ungt fólk er á landsbyggðinni en höfuðborgar- svæðinu. Þar þarf því fleiri ný störf ef jöfnuður á að ríkja. Þró- unin hefur verið þveröfug. Hvernig skal bregðast við? En þegar rætt er um hvernig skuli bregðast við, vandast málið. Að mati nefndarinnar er ein meg- inforsenda breytinga í þessum mál- um sú að styrkja sveitarfélögin. Þar þarf að koma til samvinna sveitar- félaga og sameining þar sem við á og stofnun raunverulegs iöfnunar- sjóðs er aðstoði fámennustu sveit- arfélögin. Færa verður verkefni og fjármálaábyrgð frá ríki til heima- stjórnarvalds þannig að völd og áhrif landsmanna í eigin málum aukist í raun. Það var niðurstaða okkar í Byggðanefndinni að forsenda þess að verulegum árangri verði náð að því er varðar valddreifingu og virk- ara lýðræði og aukin áhrif óháð bú- setu, sé þriðja stjórnsýslustigið sem taki við umtalsverðum verkefnum og tekjum frá ríkinu. Nefndarmenn voru sammála um að umdæmi þriðja stigsins skyldu vera stór (t.d. svipuð og núverandi kjördæmi) og kosið skuli til þessa stigs í beinum kosningum í tengslum við sveitar- stjórnarkosningar. Um þetta varð samkomulag eftir langar og ítarleg- ar umræður í nefndinni. Hinsvegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hafn- að þriðja stjórnsýslustiginu og Framsókn er tvístígandi. Alþýðu- flokkurinn hefur hinsvegar tekið jákvæða afstöðu til þess sem raun- hæfrar leiðar til aukins jafnræðis þegnanna í landinu. • Niðurstöður Byggðanefndar Ef draga á saman niðurstöður Byggðanefndar, þá blasir eftirfar andi við. 1. Ákvarðanir stjórnvalda, sem hafa áhrif á afkomu sjávarút- vegs hafa jafnframt grundvallar- þýðingu fyrir búsetu og dreif- ingu byggðarinnar um landið. Þetta verða stjórnvöld að hafa ríkt í huga. 2. Níutíu prósent nýrra starfa verða til í þjónustugreinum. Staðsetning þjónustunnar hefur því gífurleg áhrif á þróun byggð- ar. 3. Stjórnvöld geta í flestum tilvik- um ráðið staðarvali nýrra stór- fyrirtækja. 4. Byggðaáætlunarstarf er mikil- vægt. Það ber að efla hjá Byggðastofnun, en undir stjórn heimastjórna í landsfjórðung- um. Byggðaáætlanir þurfa einn- ig að taka til opinberra fram- kvæmda. 5. Þróunarstarf til að örva framtak heima fyrir hefur víða gefið góða raun. Slíka starfsemi skal efla. 6. Athugað verði hvort jafna megi framfærslukostnað með skatta- aðgerðum og hvetja til staðsetn- ingar stórfyrirtækja á lands- byggðinni. Sérstaklega ber að at- huga þá skattlagningu sem nú kemur á flutningskostnað. 7. Móta ber ákveðna stefnu um uppbyggingu samgöngukerfis landsins, sem miði að lækkandi flutningskostnaði og hagkvæm- ustu verkaskiptingu samgöngu- tækjanna. 8. Vöxtur þjónustugreina, ekki síst opiberrar þjónustu gerir óhjá- kvæmilegt að dreifa þjónustunni mun meira um landið en nú er gert. 9. Ríkisvaldið þarf að geta veitt að- ilum á landsbyggðinni faglega og fjárhagslega aðstoð. Eðlilegt er að Byggðastofnun annist það verkefni, en forsenda árangurs í byggðamálum er náið samstarf Byggðastofnunar, lánastofnana, þróunarfélaga og heimaaðila. Snúum undanhaldi í sókn Eins og áður sagði hefur hallað mjög á landsbyggðina undanfarin fimm ár. Eitt meginverkefni næstu ríkisstjórnar, auk þess að tryggja. stöðugleika og jafnvægi efnahags- lífsins, er að snúa undanhaldi landsbyggðarinnar í sókn. Það verður ekki gert með því að láta lengur viðgangast það hrika- lega misrétti, sem nú er við lýði til dæmis að því er varðar húshitun, þegar það getur verið 3—4 sinnum dýrara að kynda sambærilega íbúð í Borgarnesi en það er í Reykjavik. Það verður heldur ekki gert með því að leggja 300 milljón króna skatt á Póst og síma, sem ætlunin er að innheimta með hækkuðum þjónustugjöldum. Það verður enn síður gert með því að afrækja samgöngumálin og skera niður framkvæmdir í hafna og vegamálum. Það verður ekki gert átak í þess- um efnum öðruvísi en með breyttri stjórnarstefnu og nýrri ríkisstjórn. Það er án alls efa mesta hags- munamál landsbyggðarinnar að jafnrétti verði aukið. Aðeins með því að jafna aðstöðu þegnanna verður það eftirsóknarvert að búa á landsbyggðinni. Alþýðuflokkurinn mun halda áfram að berjast fyrir auknu jafnrétti íslenskra þegna án tillits til búsetu. Það er ein af forsendum tilveru okkar sem þjóð- ar að á landsbyggðinni sé öflugt og traust atvinnulíf og að þar sé eftir- sóknarvert að búa. í desember 1986 Eiður Guðnason, alþingismaður ARGUS/SlA Fyrr en varir breytíst veruleildnn í ljúfan draum mí m HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Vœnlegast til vinnings

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.