Alþýðublaðið - 18.12.1986, Síða 12

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Síða 12
12 Fimmtudagur 18. desember 1986 Sj ávarútveguriim útundai Elínbergur Sveinsson vélstjóri í Ólafsvík er mörgum kunnur fyrir áralöng störf sín að sveit- arstjórnar- og verkalýðsmálum í Ólafsvík. Elín- bergur er sextugur að aldri fæddur og uppalinn í Ólafsvík og hóf þar fyrst störf til sjós sem ung- ur maður, en síðan sem vélstjóri í landi. Hann er nú starfandi sem vélstjóri í Hraðfrystihúsi Ól- afsvíkur. Það er ekki alltaf sem menn gera sér grein fyrir því hve mikil og vandasöm störf sveitarstjórnar- menn inna af hendi. Það er ekki alltaf bjart yfir rekstri bæjarfélaga í landinu, og þá er það ekki síst að- búnaður útgerðar og fiskvinnslu sem allt veltur á. — Hvernig náttúr- unni hagar til og hvaða vilja og skilning stjórnvöld hafa fyrir vexti og viðgangi frumatvinnugrein- anna. Það eru líka atvinnumálin serrt Elínbergi eru hugleiknust, þau mál sem eru púls bæjarfélaganna. Sveitarstjórnarmálin „Ég byrjaði í sveitarstjórn sem fulltrúi AÍþýðuflokksins 1954 til ’58, þá var ég starfandi sjómaður. Síðan er ég ekki í sveitarstjórn til ársins 1962. Það ár skapast sérstakt ástand hér í bæjarmáíum, þannig að menn sáu ástæðu til að reyna nýtt form i sveitarstjórn. Það var aðallega fyrir forgöngu ágæts sjálf- stæðismanns sem heitir Guðbrand- ur Vigfússon. Hann beitti sér fyrir samstarfi manna úr öllum flokkum sem mynduðu síðan H-listann sem var án tengsla við nokkurn stjórn- málaflokk, þó vitað væri að menn tengdir stjórnmálaflokkum væru á ihonum í forsvari. Þessi listi starfaði ,síðan óslitið til 1986, en ég var á þessum lista og í sveitarstjórn til 1982“ — í kosningunum síðast liðið vor var þetta samstarf brotið upp og flokkarnir buðu fram sína lista, auk þess sem nýr óháður listi L-listinn, var boðinn fram í annað sinn. En hvernig metur Elínbergur þetta svo- kallaða þverpólitíska samstarf, þegar hann horfir til baka til þessa 20 ára tímabils H-listans: „Ef ég á að gefa þessu samstarfi einhverja einkunn sem þátttakandi mundi ég segja að það hafi fyrst og fremst byggst á trúnaði milli ein- staklinga sem voru sitt úr hvorri átt- inni í pólitík, en létu hana til hliðar og einbeittu kröftum sínum að þörfum málum í byggðinni. Ég tel a.m.k. þrjú fyrstu kjörtímabilin, hafi komið til framkvæmda mörg- um þýðingarmiklum málum fyrir Ólafsvík, og sem muni jafnvel lengi verða byggt á“ Skin og skúrir „Á þessu tímabili þegar við tók- um við árið 1962 blasti við, að höfn- in var orðin úr sér gengin. Margir af okkar bestu bátum héldu orðið til í ■Reykjavík. Þetta var bæði vegna ástæðna i veiðiskipulaginu, eins og hringnótaveiðum, og eins hinu að höfnin bauð ekki upp á það öryggi og rými sem þurfti. Við stóðum því á þeim vegamótum, að taka ákvörðum um og fá því framgengt að hér yrði byggð ný höfn, höfn á nýjum grunni. Það var þungt fyrir fæti með þetta mál, en okkur tókst árið 1963 að fá samþykki stjórnvalda fyrir byggingu nýrrar hafnar. Síðan hef- ur verið unnið sleitulaust að þessum málum, en þó ríkt nokkur kyrr- staða síðast liðin ár þar sem fjár- lagagerð ríkisins hefur verið mjög andstæð vexti og viðgangi hafna sveitarfélaga. Þetta voru ár mikils misgengis í efnahagsmálum þjóðarinnar. Við vorum staddir mitt í miklu afla- tímabili. Útgerðarmenn byggðu upp sinn flota á sjötta og sjöunda áratugnum og borguðu hann. Ekki eins og er í dag. Þá hafði verið mik- ill afli og dugnaður í sjósókn eins og reyndar alltaf hefur verið hér. Árið 1967 dró hins vegar til mik- illa tíðinda í sjávarútvegs og mark- aðsmálum okkar íslendinga. Síldin hvarf og afli gekk saman, minnkaði um helming og verð féll nánast um 50%. Öllum er kunnugt hve þetta var mikið áfall fyrir þjóðina og hér í Ólafsvík sem og annars staðar blasti þetta ekki vel við. En það var mikil og góð samstaða, einhugur, og að hálfu ríkisvaldsins höfðu ver- ið myndaðar atvinnumálanefndir í kjördæmum landsins. Þar var ráðið í hverjum landshluta hvernig best yrði brugðist við aðsteðjandi vanda. Við gerðum könnun á stöðu okkar fyrirtækja og reyndum að veita þeim aðstoð sem um var að ræða, á sama tíma hófum við upp- byggingu á verbúðaraðstöðu fyrir bátana, sem ekki var fyrir hendi áð- ur. — Byggðum upp aðstöðu fyrir fjórtán báta, í fyrsta áfanganum. Þetta örvaði mjög útgerð og efldi. Á sama tíma héldum við áfram uppbyggingu hafnarinnar. Ég álít að þarna hafi blessast vel samstarf í sveitarstjórnarmálum. Aðeins aðalatriði sem vörðuðu al- mannahag valin til úrvinnslu og viðgangs hverju sinni. Þetta hefur að ýmsu leyti gert okkur lífið léttara nú síðari ár. Fólksfjöldi „Fólksfjölgun hefur nú gengið í bylgjum hér sem og í mörgum öðr- um byggðarlögum. Það virðist mik- ið einkenni á sjávarplássum á ís- landi hve mikil hreyfing er á fólki. Þetta sveiflast mjög til eftir því hvernig ástand er í aflamálum og drift. — Fólksfjölgun hefur verið hér frekar hægfara, en jöfn og markviss, en hin síðari ár nokkuð tafist. Það hefur ekki verið byggt nóg af ótta við afleiðingar þess að fjárfesta eða stofna til skulda. Nán- ast einu byggingarframkvæmdir sem hér hafa verið í nokkur ár, eru á félagslegum grunni. Þetta þyrfti að vera miklu meira ef við eigum að auðvelda fólki að setjast að. Hér er mikil atvinna og sú uppbygging sem hefur fest rætur og er til staðar er fyrir mun fjölmennari bæ en Ólafs- vík er í dag. Framtíðin „Á slíkum stöðum er að sjálf- sögðu mikið rætt um fjölgun at- vinnugreina og það hefur einnig verið gert hér. Það hefur verið mik- ið rætt um að breikka atvinnu- grundvöllinn, fjölga valkostum í at- vinnutækifærum. Ég held þó að það sé skoðun mín og fleiri manna, að þetta sé góðra gjalda vert og þurfi að vera sívakandi verkefni, en meginþættirnir sem ráði úrslitum um framtíðar gengi slíkra staða sé stöðugleiki í útgerð og úrvinnslu og uppbygging í kringum það. — Þar sem reynt verður að efla mjög markaðsþekkingu og skynja þá möguleika sem því fylgir að vera með eftirsótta vöru. Vera með ómengaðan og eftirsóttan fisk á heimsmarkaði. Því er hins vegar ekki að neita að þó við Ólafsvíkingar teljum okkur vel í sveit setta og þó við búum við ein öruggustu fiskimið landsins. — fiskauðlind sem við treystum alla okkar framtíð á, þá ganga núna y fir breytingar á fiskmarkaðsmálum okkar. Margir eru óttaslegnir yfir þessum breytingum, vegna þess að við stöndum hér með uppbyggingu sem staðið hefur yfir í um hálfa öld. Sum hver eru í formi mjög mikilla fjárfestinga og stórra fyrirtækja á okkar mælikvarða og hafa verið að- alakkeri okkar í atvinnumálum. Önnur eru ný og minni í sniðum en hafa gefist vel, hafa minna umfang og leitað nýrra leiða í framleiðslu. Því er t.d. ekki að neita að slík fyrir- tæki hafa vegna lítillar fjárfestingar og góðrar umsýslu Iátið starfsmenn sína njóta þess verulega í launum. En markaðurinn er í mikilli breytingu í dag. Evrópa sækir á og mikið af þessum nýja markaði sem borgað hefur meira fyrir fiskinn, og tekið toll af honum hjá okkur, byggist á því að fá hann ferskan, óunninn. Þetta er sú sveifla sem í dag setur mark sitt á stað eins og Ólafsvik. Það er ekki nema eitt í því að gera og það er að afla þekkingar Síldin hvarf og afli gekk saman, minnk- aði um helming og verð féll nánast um 50%. __ Texti: Kristjan porvaldsson, blaðamaður i markaðnum og umhverfinu. Við megum ekki missa þau tök á því sem hefur raunverulegt gildi, en reynaaðhagnýtagæði þess ogkosti sem býðst jöfnum höndum. Um- fram allt verðum við að reyna að hafa hendur á þessu þannig að hlut- irnir séu í heimabyggð. Við megum ekki láta aðra ráða fyrir okkur í þessum efnum, heldur ná tökum á þessu sjálfir. Ef við viljum flytja út fisk í gám- um og teljum það hagkvæmt, þá eigum við að gera það, að því marki að það skaði ekki atvinnuöryggi fólks heldur efli. Eins verður að hlúa að þessum fasta stapíla mark- aði sem freðfiskmarkaðarnir eru svo og saltfiskurinn. — Ég held að sú jafnvægiskúnst sem þarna þarf að koma til valdi eins og er nokkr- um höfuðverk, en í henni felst raun- verulegi afkomumöguleiki okkar í framtíðinni. Að við eflum þekk- ingu okkar á fyrirbrigðinu, óttast það ekki, en hagnýta okkur það og útiloka ekki þær nýjungar sem bjóðast. Frá höfninni í Ólafsvík Staðreyndin er sú, að það er eins og sjávarútvegurinn hafi ekki verið í þeirri röð í efnahagskerfinu sem honum ber að vera. Við teljum að ýmsar leiðréttingar hafi verið gerð- ar á kjörum sjómanna og útgerðar Það er ekki nema eitt í því að gera og það er að afla þekkingar á markaðnum og umhverfinu. Sjávarútvegurinn útund- an í efnahagskerfinu „Það eru gömul og ný sannindi í sjávarplássum á íslandi, að þegar vel fiskast, mikil eftirspurn og markaður góður, þá eiga allir að hafa það gott samkvæmt þeim efnahagslögmálum sem við höfum búið við. Ökkur finnst hins vegar að hin síðari ár hafi þetta breyst verulega. Sjávarútvegurinn hefur ekki haft þá stöðu í efnahagskerf- inu sem skyldi, — þrátt fyrir kvóta- óáran hefur tekist að afla vel og við höfum góðan markað, en samt höf- um við ekki haft það gott. Sjávarútvegur hefur ekki verið i fremstu röð í efnahagskerfi þjóðar- innar. Það virðist eins og meiri áhersla hafi verið lögð á það, að þeir sem flytji inn vörur og sýsla með viðskipti og þjónustu geti fengið að kaupa gjaldeyrinn á þægilega lágu verði. Það hefur ver- ið lögð meiri áhersla á það, heldur en þeir sem vinna við framleiðsl- una, bæði sem verkafólk, fiski- menn, útgerðarmenn, svo og fram- leiðendur, hefðu það gott í góðum árum sjávarútvegsins. Við komum undan þessum árum t.d. mjög illa í stakk búin með verkafólk í fisk- vinnslu og mörg þýðingarmestu fyrirtæki í fiskvinnslunni. á undanförnum misserum, en fisk- vinnslufólkið setið á eftir. Það er nauðsynlegt, þar sem fært er frá einni hendi til annarrar þessa auð- lind og allir keppast við að gera hana sem verðmætasta, að allir sitji við sama borð. Við erum þó ekki ósáttir við til- veruna hér og teljum að verði sjáv- arútvegur jafnmikill þáttur í af- komu þjóðarinnar og hefur verið þá teljum við okkur hér í Ólafsvík ekki þurfa að kvíða neinu“ „Kvótakerfið með eindœmum — En á sjávarútvegurinn e.t.v. ekki nógu góða málsvara? „Þetta er nokkuð flókið mál. Við- eigum hér Vestlendingar 6 ágæta þingmenn. Þessi mál hafa hins veg- ar ekki verið þess eðlis að auðvelt hafi verið fyrir menn að taka af- stöðu með eða á móti. Allir viður- kenndu að nauðsyn væri á að tak- marka sókn í fiskistofna. En fram- kvæmd kvótamálsins hefur að margra dómi verið með eindæm- um. Við höfum aldrei getað skilið það hér í Ólafsvík að réttur manna til sóknar þurfi að vera jafn misjafn óg hann er og jafnvel á bátum sem eru af svipaðri stærð. Við höfum

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.