Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 18. desember 1986 13 n í kerfinu að. Hver er t.d. munurinn á orkunni til húshitunar úti á landi eða í Reykjavík? Hver er munurinn á símakostnaði og á hann rétt á sér? Ég sé t.d. ekki að það sé neitt rétt- læti í því að maður á Ólafsvík eða Langanesi skuli veralátinni borga símaiðgjöld eftir kílómetravega- lengdum við höfuðstöðvar stjórn- sýslunnar í Reykjavík. — Af hverju ekki öfugt? Af hverju eiga Reykvík- ingar ekki að borga sömu gjöld, öll þjóðin? Byggðamál eru líka á þann hátt hvernig samgöngumál eru um land- ið, þar sem um er að ræða hafnar- mál, vegamál og flugmál. Einnig ber að nefna menntamál og heil- brigðismál. Ég veit að það hafa orð- ið stórkostlegar framfarir á þessum sviðum en það hefur líka mikið orð- ið útundan. Ég tala nú ekki um rétt- arstöðu fólks gagnvart símakostn- aði, húshitun og búsetukostnaði yf- ir höfuð. aldrei getað skilið að það eigi að vera einhver sérstakur hópur í þjóð- félaginu sem á fiskiauðlindirnar. Geti selt ávísanir á fiskistofninn á milli manna hér og þar í þjóðfélag- inu. Þetta er alveg nýtt fyrirbrigði sem við teljum ekki af hinu góða og jafnvel hreina spillingu“ — Nú er afstaða manna til kvót- ans nokkuð mismunandi eftir landshlutum. Kann að vera að stjórnmálamenn séu að nota völd sín til að hygla einum á kostnað annars. Það heyrist t.d. lítið kvartað undan kvóta fyrir austan? „Okkur ber að varast, að ræða þessi kvótamál á öðrum grundvelli heldur en þeirri höfuðnauðsyn, að við þurfum að takamarka sóknina í fiskistofnana. Allt annað krafs í þessu máli hefur eflaust verið meint til bóta. Þar á meðal svæðaskipt- ingin. Það sem er hins vegar mergur málsins er að það er ekki glóra í því að hægt sé að færa fiskveiðirétt- indi, með því að selja lausafé sem fiskiskip eru, á milli staða. Þarna er um að ræða heimildir til þess að veiða hundruði tonna úr þorsk- stofninum, eins og t.d. við höfum upplifað hér í Ólafsvík með því að selja fiskiskip til Vestmannaeyaja Þá færðum við til 4 til 5 þúsund tonn af okkar fiskikvóta. Þetta getur ekki gengið þar sem þetta er ein þjóð og ein auðlind. Menn verða að reyna að koma á einhverju réttlæti í þessu. Það gengur ekki að hægt sé að braska með og selja ávísanir til að heimila veiði úr fiskiauðlind- inni. Þetta eru menn að selja sem aldrei hafa borgað tíeyring fyrir — þeir eru allt í einu orðnir eigendur að þessum rétti. Ég held það væri nær, ef þjóðin hefur efni á að búa til viðskipti á borð við þetta, að snúa sér að endurnýjun fiskiskipa- stólsins. Það er engin umræða í gangi í þjóðfélaginu um að endurnýja fiskiskipin okkar. Þetta er kjarni málanna, hvort við höfum skip til að róa með okkar ágætu sjósókn- ara og útgerðarmenn, — eða höfum við þau ekki eftir nokkur ár? í dag er að sögn útgerðarmanna útilokað að Iáta smíða og reka skip. Þetta hlýtur að vera eitthvað óeðli- legt. Af hverju var t.d. hægt að borga skipin á sjötta og sjöunda áratugnum en ekki á þeim áttunda og níunda með svipaðan afla og betri markaði. Þetta er eitt mesta al- vörumál sem snýr að sjávarútvegs- plássunum og þjóðinni. — Við verðum hins vegar að hætta þeirri vitleysu að örva lausafjárviðskipti með fiskiskip af því að það er hægt að hengja á þau ávísun í formi kvóta. Byggðastefna „Ég hef velt mikið fyrir mér þessu hugtaki, byggðastefna. Ég álít að byggðastefna sé bara eðlileg stjórnmál hverrar þjóðar. Þetta á ekki að vera neinn sérstakur mála- flokkur. Byggðastefna felst í því hvort hún er á hverjum tíma rétt eða röng. Hún felur t.d. það í sér hvort hér býr ein þjóð eða tvær í landinu. Tökum sem dæmi búsetukostn- Gjaldeyrisráðstöfun til landshlutanna „Þrátt fyrir kvóta erum við búnir að fiska um 19.500 tonn við getum ekki áætlað þetta að verðmæti í út- flutningi minna en um 8—900 milljónir króna. Við sjáum það að miðað við íbúafjölda hér er þetta á milli sjö og áttahundruð þúsund krónur á hvern íbúa, sem við erum að búa til af útflutningsverðmæt- um, sem þjóðinni vantar nauðsyn- lega sem mest af. Ég held að það væri eðlilegra, að sæti eftir mikill hluti af þessum verðmætum hér á staðnum. Við teljum okkur hafa hér allt sem þarf. Við höfum banka og fjölhæfa fisk- verkendur og útgerðarmenn sem gætu tekið mikið af þessu í sínar hendur. Við höfum fógeta í Stykk- ishólmi sem við þurfum að sækja til í 80 km fjarlægð til að fullgilda út- flutningsgögn og aðra pappíra. En það er ekkert i vegunum að gjald- eyristekjur sitji að mestu leyti eftir. Við vitum að laun og aflahluti, 4— 500 milljónir sitja eftir. En vitum að öðru leyti ekki hve mikið situr eftir af þessuí1 Bjartsýnn „Ég held að ef þessi íslenska þjóð ætlar að eiga einhverja framtíð í þessu landi þá fari það mikið eftir því, hvort okkur takist að vera einn hópur með svipaðar skyldur og svipuð réttindi. — Jú, ég er vissu- lega bjartsýnn á að það takist. Ég tel, að þrátt fyrir að okkur íslend- inga greini á um marga hluti þá sé- um við að mörgu leyti öfundsverð þjóð. Ég held að í þessu harðbýla landi takist okkur að ala fólk upp í þeirri þjóðmenningu að erja okkar auðlindir við erfiðar aðstæður. í Norðurhöfum verðum við von- andi áfram lengi ómengað svæði og sóst eftir náttúrugæðum frá okkur. Við verðum að kappkosta að verja þessar auðlindir okkar" sagði Elín- bergur Sveinsson í Ólafsvík. Staðreyndin er sú að það er eins og sjávarútvegurinn hafi ekki verið í þeirri röð í efnahagskerfinu sem honum ber að vera. 6 metsölubækur loksins á ÍSLENSKU Snæfálkinn eftir Chraig Thoinas Drekabrúin eftir Emmu Drummons Grípandi saga um ástir, hetjuskap og sársaukafull mannleg samskipti. Verö kr. 1.180,00 Hvað veröur um heimsfrið- inn? Frábær bók sem virð- ist ætla að ná gífurlegri útbreiðslu. Verð kr. 1.180,00 Dómari og böðuli eftir Mickey Spillane Mike Hammers einka- spæjari framfylgir réttlæt- inu meðan lögreglan stendur ráðþrota. Verð kr. 1.080,00 Þriðja stúlkan eftir Agöthu Christie Hercule Poirot í essinu sínu. Það var morð í upp- siglingu eða var það þegar að baki? Verð kr. í.080,00 Laun ástarinnar eftir Caroline Courtney Spennandi saga um ástir og ævintýri. Verð kr. 980,00 Grímuklæddi riddarinn eftir Caroline Courtney Spennandi skáldsaga um ást og rómantik. Verð kr. 1.080,00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.