Alþýðublaðið - 18.12.1986, Side 14

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Side 14
14 Fimmtudagur 18. desember 1986 Að loknu prófkjöri — Hvað segja þátttakendur íprófkjöri Alþýðuflokks- ins á Vesturlandi þegar prófkjörið er afstaðið? Eiður Guðnason: Niðurstaðan verður sigurstranglegur listi Persónulega er ég mjög ánægður með niðurstöður prófkjörsins og þakka það traust sem stuðnings- menn Alþýðuflokksins í Vestur- landskjördæmi hafa sýnt mér. Þetta var drengilegt og heiðarlegt prófkjör og ég veit að niðurstaðan verður sigurstranglegur listi. Þátttakan í prófkjörinu var mjög góð og sýnir vissulega vaxandi byr Alþýðuflokksins, eins og reyndar hver skoðanakönnunin á fætur annarri gefur nú til kynna. En skoðanakannanir eru ekki kosning- ar og nú er hin raunverulega barátta framundan. Þar má hvergi láta deigan síga. Staða okkar er góð, en við skulum gera hana ennþá betri. Guðmundur Vésteinsson: Þetta prófkjör var ómengað Ég vil fyrst og fremst færa þeim þakkir sem veittu mér stuðning í þessu prófkjöri og láta í ljós ánægju með þann stuðning sem ég fékk. Það var nokkrum vafa undir- orpið að því er sumum fannst, hvort ég ætti að taka þátt í því, en mér virðist að það fylgi sem ég fékk sýni að það hafi verið rétt ákvörðun að taka þátt í þessu og vera með í leikn- um. Við þetta er svo því að bæta að mér virðist ekki hafa verið neitt um það að ræða að fólk úr öðrum flokkum væri að taka þátt í þessu prófkjöri eins og stundum hefur viljað við brenna að undanförnu. Ég held að prófkjörið hafi verið alveg hreint og ómengað að þessu leyti og það er út af fyrir sig talsvert ánægjuefni, þegar um opið próf- kjör er að ræða. - ef þú ÁTT MIÐA* m II haanaðatvonogsíðasten •ss&xgSsxzr nœœBSSi® o TAPAR Eiður Guðtiason formaður þingflokks Alþýðuflokksins fékkflest atkvœði ífyrsta sœti íprófkjöri flokksins í Vestur- landskjördœmi. Eiður fékk 529 atkvœði ífyrsta sœti og 116 í annað eða samtals 645 atkvœði. Sveinn G. Hálfdánarson fékk flest atkvœði í annað sœti, eða samtals 292. Sveinn fékk 61 atkvœði ífyrsta og 231 í ann- að. Hrönn Ríkharðsdóttir fékk 53 í fyrsta og 217 í annað en samtals 270 atkvœði. Guðmundur Vésteinsson hlaut 66 í fyrsta og 145 í annað eða samtals 211 atkvœði. Kosningin er bindandi fyrir fyrstu tvö sœtin fyrir nœstu al- þingiskosningar. Alls tóku 744þátt íprófkjörinu sem var opið öllum stuðn- ingsmönnum flokksins 18 ára seðlar reyndust gildir. Hrönn Ríkharðsdóttir: Fegin að þetta er búið Ég er fegin að þetta er búið. En það var gaman að taka þátt í þessu og það var mjög lærdómsríkt. Ég kynntist t.d. mörgu skemmtilegu fólki. Aðalatriðið er þó að þetta var heiðarleg barátta, auk þess sem hún var jöfn og spennandi og endaði vel. Ég stefndi að vísu að öðru sæt- inu, en við vorum þrjú sem gerðum það og það gat bara eitt okkar unn- ið. Sveinn vann þetta sæti og mér finnst hann vel að því kominn. Ég vil gjarna nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti mínu til allra sem studdu mig í þessu prófkjöri. Ég á von á því að listinn í endanlegri mynd verði sterkur og ég vona að við vinnum vel saman og náum a.m.k. því marki að Eiður verði kjördæma- kosinn. Það væri að vísu gaman að fá tvo þingmenn og við stefnum að því og að því munum við vinna saman. Sveinn Hálfdanarson: Heiðarlegt prófkjör Ég er í heild ánægður með próf- kjörið. Þátttakan var víðast hvar mjög góð, þrátt fyrir að smala- og eldri í kjördœminu. 723 mennska væri ekki stunduð. Það fólk sem tók þátt í prófkjörinu, gerði það ótfhvatt og vegna þess að það hafði áhuga fyrir því. Þetta prófkjör fór mjög heiðar- lega fram og það var enginn leið- indaáróður eða rógur á ferðinni. Hvað mína útkomu varðar, er ég mjög ánægður með hana og ég held að ef útkoman úr prófkjörinu verð- ur látin halda sér, þá verði hér á ferðinni mjög vænlegur listi. Það var áberandi hve undirtekir við málsstað Alþýðuflokksins voru góðar, hvar sem ég kom fyrir þetta prófkjör. Ég vil þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu prófkjöri og þá sérstaklega þeim sem studdu mig í því. Ég vonast til að eiga mjög gott samstarf bæði við þá sem með mér verða á listanum og alla aðra al- þýðuflokksmenn í kjördæminu. Allir vinningar dregnir út — SÁÁ vill reyna nýjar leiðir og eyða tortryggni Nú um nokkurt skeið hafa líkn- arfélög á íslandi treyst einna mest á happdrætti til fjáröflunar. Velvild almennings hefur verið aflgjafi þeirrar starfsemi, sem hvert félag hefur haft með höndum. Hefur þá verið farið að reglum, sem dóms- málaráðuneytið hefur sett. Megin- reglan er sú, að heildarverðmæti vinninga skuli nema sjötta hluta verðmætis útgefinna miða. Þegar upp er staðið hefur selst ákveðinn hluti miða og vinningar þar af leið- andi dregist út í svipuðu eða sama hlutfalli. Til dæmis ef selst hefur fjórðungur miða, þá dregst út um fjórðungur vinninga. Þetta fyrirkomulag hefur sætt gagnrýni, sem er skiljanleg. Hefur umræða í samfélaginu verið nokk- uð neikvæð og viðbrögð á þann veg, að þessi fjáröflunarleið hefur ekki verið líknarfélögunum eins gjöful og áður. SÁÁ vill nú í jólahappdrætti sínu koma til móts við fram komin sjón- armið og langar um leið að eyða tortryggni, sem uppi hefur verið. SAÁ fór þess á leit við dóms- málaráðuneytið, að það heimilaði að dregið yrði úr seldum miðum eingöngu. Var það leyft að nýjum skilyrðum uppfylltum. SÁÁ dregur því eingöngu úr seld- um miðum í jólahappdrætti 1986. Vinningar eru þó engu að síður glæsilegir sem fyrr: 1 Daihatsu Rocky jeppabifreið að verðm. 567.700 kr. 3 Daihatsu Charade fólksbifr. að verðm. 322.200 kr. pr. stk. 10 Daihatsu Cuore fólksbifreið að verðm. 269.600 kr. pr. stk. 8 JVC videotökuvélar GR 7C að verðm. 125.900 kr. pr. stk. 75 JVC tvöf. kassettuútvarpst. að verðm. 11.750 kr. pr. stk. 75 BMX luxus reiðhjól að verðm. 9.900 kr. pr. stk. Heildarverömæti vinninga er því 6.861.250f krónur. Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum má sjá að samtökin taka hér vissulega mikla áhættu. Mikilvægt er að greiða heim- senda miða fyrir kl. 12 á hádegi á aðfangadag. Síðan verður dregið úr seldum miðum í beinni útsendingu á Rás II milli kl. eitt og þrjú e.h. á gamlársdag. Stuðningur þjóðarinnar hefur allt frá stofnun SÁÁ verið styrkur samtakanna. SÁÁ reiðir sig enn á þennan stuðning um leið og SÁÁ kemur til móts við gagnrýni og at- hugasemdir með nýju fyrirkomu- lagi happdrættisins. Vonandi til endurnýjunar trausts og til hags- bóta beggja. SÁÁ nefnir happdrættið nú „Jólagjöf SÁÁ“ og hefur það tví- þætta merkingu. Við teljum stuðn- ing fólksins í landinu vera jólagjöf til SÁÁ og þeir, sem hreppa ein- hvern hinna 172 vinninga fá jóla- gjöf frá SÁÁ. Vinningar fara allir, því eins og fyrr segir er aðeins dreg- ið úr seldum miðum. Vinningarnir eru auk þess skattfrjálsir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.