Alþýðublaðið - 18.12.1986, Page 17

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Page 17
Fimmtudagur 18. desember 1986 17 Irmmzi’FCTT pnrvv 3 DAIHATSU CHARADE 10 DAIHATSU CUORE Á 8 VIDEOTOKUVELfiR JVC GR-CZ «1 75 ÚTVÖRP ** JVC nc-wan—-- — 25 REIÐHJOL BMX LUXUS EINGÓNGU DREGIB AÐ HUGSA HLÝLEGA — Kafli úr út- varpserindi um daginn og veginn, eftir Bryndísi Schram Það sagði við mig ungur maður á Akranesi um daginn, að það væri bara eitt, sem Akurnesingar öfund- uðu Reykvíkinga af: Það væri að geta horft upp til Akraness, séð Skagann í öllum sínum Ijóma. , Ég leit á manninn og spurði: þú ert þó ekki að vestan? Eg vissi sem var, að svona gætu engir nema Vest- firðingar hugsað og talað. Og það stóð auðvitað heima, maðurinn var Vestfirðingur að hálfu, eins og reyndar flestir Akurnesingar eru sagðir vera. En því er ég að tala um Akranes? Jú, ég er svo heppin, að undanfarn- ar vikur hef ég verið í vinnu á Akra- nesi, þ.e.a.s. hjá Haraldi Böðvars- syni og co. Fram að þeim tíma hafði Akranes verið lítið annað en nafn á landakorti fyrir mér, eins konar stökkpallur af Akraborginni á leið vestur. Ég hafði yfirleitt brunað í gegn án þess að taka eftir nokkru sérstöku eða hugsa hlýlega til nokk- urs manns á staðnum. — Þó má skjóta því hér inn, að ég hafði tekið eftir stóru og fallegu íbúðarhúsi, sem mér var tjáð, að Haraldur Böðvarsson hefði á sínum tíma byggt yfir fjölskyldu sína. Ég verð að viðurkenna, að ég öfundaði svo- lítið þá húsmóður, sem þar stýrði búi. Og svo var það fyrir nokkrum dögum, að mér var boðið inn í þetta hús. Og það verð ég að segja, að það hefur ekki verið neinn venjulegur maður, sem þar réði ferðinni. Hátt til lofts, vítt til veggja, glæsilegar vistarverur, sem sæmt hefðu kon- ungbornu fólki. Haraldur Böðvarsson hefur svo sannarlega verið stór í sniðum. Því er ekki að neita. í dag, þann 7. nóvember eru liðin nákvæmlega 80 ár frá því, að hann hóf útgerð frá Akranesi, aðeins sautján ára gam- all. Einhvern veginn hafði drengn- um áskotnazt meri, sem ól af sér þrjá efnilega fola. Fyrir andvirði merarinnar gat hann keypt sexær- inginn Helgu Maríu. Upp frá því má segja, að Haraldur hafi verið óstöðvandi. Hann gerði út frá Vog- um og Sandgerði, en settist að lok- um að á Akranesi, þar sem hann hóf sitt mikla uppbyggingarstarf, sem skipt hefur sköpum í sögu Akraneskaupstaðar. í dag er Haraldur Böðvarsson og co. eitt blómlegasta útgerðarfyrir- tæki á landinu, með þrjú hundruð manns í vinnu, gerir út fimm togara og er hæsti launagreiðandinn á Akranesi. Mikið held ég, að gamli maður- inn væri ánægður, gæti hann séð hvern ávöxt y vrl hans hefur borið. Þriðji ættliðurinn tekinn við, sem reyndar er mjög óvenjulegt hér á landi, enn er verið að byggja upp, og það sem einkennir reksturinn er bjartsýni, alúð og litillæti, sem manni finnst við nánari athugun, að hafi kannski alltaf fylgt Haraldi og hans kyni. Þegar maður gengur um sali, kynnist starfsfólkinu, finnur mað- ur til þess hve allir eru virkir, miklir þátttakendur í þeirri uppbyggingu, sem þarna á sér stað. Starfsfólkið hefur metnað fyrir hönd fyrirtæk- isins eins og það væri þeirra eigið og leggur sig allt fram. Annað, sem er líka eftirtektar- vert, er hár aldur margra starfs- manna. Skrifstofuliðið t.d., fjár- málastjóri, gjaldkeri og bókari, eru allt menn, sem hafa unnið hjá fyrir- tækinu í meir en fjörutíu ár, og starfað fyrir þrjá, jafnvel fjóra ætt- liði, því að Böðvar, faðir Haraldar rak verzlun á Akranesi í upphafi þessarar aldar. Allir eru þessir menn í fullu starfi, draga ekkert af sér og mynda eins konar kjölfestu í fyrirtækinu. Og ekki nóg með það, húsmóðir- in í matstofu starfsfólks skreiðar- mátsmaðurinn og verkstjórinn í síldarverkuninni, allt þetta fólk á tæpa hálfa öld að baki í þjónustu fyrirtækisins, og ekki má gleyma Soffa, 87 ára, sem enn annast allar merkingar fyrir frystihúsið. Sú saga er sögð af Soffa, að þegar hann fyr- ir nokkrum árum hafði legið á sjúkrahúsi um tíma, hafi hann komið heim og sagzt þurfa að drífa sig í vinnuna, því að hann væri svo slappur. Þessi saga af Soffa er kannski dæmigerð fyrir þá kynslóð, sem byggði upp fyrirtæki Haraldar Böðvarssonar, dæmigerð fyrir kreppu kynslóðina, sem fann til þakklætis fyrir að hafa einhverja vinnu, lifði í rauninni fyrir starfið. En takið eftir því, að þó að þetta fólk sé komið á háan aldur, er því ekki vikið úr starfi, eins og reglan kveður á um, heldur er það fært til í starfi, þ.e.a.s. ef það heldur heilsu og vill starfa áfram. Það er ánægt, þakklátt og finnst það hafa ein- hvern tilgang í lífinu, þrátt fyrir há- an aldur. Og meira en það. Það miðlar hin- um yngri, bæði af þekkingu sinni en þó ekki sízt vitsmunum. Það hef- ur óhjákvæmilega siðbætandi áhrif á umhverfi sitt, því að gamla fólkið hugsar svo ólíkt, er svo miklu heil- brigðara á margan hátt. Einhverjir kunna að hlæja að sögunni um hann Soffa, en við skyldum skoða siðfræði hennar. Þessi mikilvægi þáttur eldri kynslóðarinnar í starfsemi þrjú hundruð manna fyrirtækis Harald- ar Böðvarssonar og co. finnst mér skapa því sérstöðu á íslandi, og mættu fleiri taka sér það til fyrir- myndar. Eftir þessi stuttu kynni mín af Akurnesingum mun ég alltaf hugsa hlýlega til þeirra, sérstaklega á kvöldin, þegar ljósin þaðan slá birtu á himinhvolfið. 14 BÍLAR 158 AÐRIR VINNINGAR ALLIR DREGNIR ÚT

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.