Alþýðublaðið - 03.01.1987, Side 4

Alþýðublaðið - 03.01.1987, Side 4
alþyðu- Laugardagur 3. janúar 1987 Alþýðublaöið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Samvinna — friðar og leiðin til framfara Þannig hljóðar boðskapur Sameinuðu þjóðanna við lok alþjóðlegs friðarárs. Nœsta ár verður alþjóðlegt ár heimilis- lausra og á vegum S.Þ. verða haldnar ráð- stefnur um friðsamlega notkun kjarnorku og afvopnunarmál. „Mannkynið stendur nú á vega- mótum. Önnur leiðin, sú sem vísað er á í sáttmála Sameinuðu þjóð- anna, getur leitt til friðar með fjöl- þjóðasamvinnu um að leysa vanda- málin í veröld þar sem menn eru hver öðrum háðir. Hin leiðin, sem oftast hefur verið farin í ailri mann- kynssögunni, auðkennist af eigin- hagsmunum, stórkostlegri söfnun vopnabirgða og þröngum sjón- deildarhring þeirra sem ráða ferð- inni.“ Þannig farast aðalritara Samein- uðu þjóðanna, Javier Pérez de Cu- éllar orð, nú þegar líður að lokum alþjóða friðarársins 1986. „í heimi sem búinn er kjarnorku- vopnum er síðarnefnda leiðin vís- asti vegurinn til sjálfseyðingar, en sú fyrrnefnda getur flutt okkur heilu og höldnu inn í nýja öld sem yrði öld framfara og friðar um allan heimþ segir hann. „Á alþjóðlega friðarárinu sem nú er senn á enda, hafa milljónir manna látið í ljós vilja til að vinna að friðarmálum. Viljayfirlýsingar hafa borist hvað- anæva að um að styðja starf Sam- einuðu þjóðanna til uppbyggingar réttlátu og friðsamlegu samfélagi allra þjóða. Nú er rétti tíminn fyrir ríkisstjörnir og allan almenning að sameinast um þetta markmið — rétti tíminn til að ákveða að leið al- þjóðlegrar samvinnu skuli valin og henni fylgt inn í nýja og betri fram- tíð“ Alþjóðlegt ár heimilislausra 1987 Aðalnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að næsta ár verði al- þjóðlegt ár heimilislausra, vegna þeirrar miklu neyðar sem meira en milljarður manna í þróunarlöndun- um býr við — án mannsæmandi bú- staða, í strákofum þéttum með leir, í skúrum sem hrófað hefur verið upp úr járnplötum eða spýtum, án allra nútíma þæginda. Einnig í iðnaðarlöndunum eru mikil húsnæðisvandamál, sem ætl- unin er að takast á við á komandi ári. Áformað er að beina athyglinni að vandamálum þeirra sem eru verst settir félagslega á næsta ári, þ.e. þeirra húsnæðislausu bæði í þróunarlöndunum og iðnríkjun- um. í skýrslum þeim sem liggja til grundvallar ákvörðun um alþjóð- legt ár heimilislausra, kemur það fram að: c Fjórðihlutimannkynshefurekki sómasamlegan bústað og lifir við mjög óholl skilyrði. c Meira en 50.000 manns deyr á hverjum degi úr vannæringu og sjúkdómum, sem að miklu leyti orsakast af lélegu húsnæði, vönt- un á hreinu vatni og skorti á al- mennu hreinlæti. Flest fórnar- lambanna eru börn. c Nálægt 100 milljónum manna hafa alls ekkert þak yfir höfuðið. Engan stað sem hægt er að kalla heimili. Þeir sofa, lifa og deyja á götunum, undir brúm, í opnum portum og húsarústum. Jarðarbúum fjölgar óðfluga. Ár- ið 2000 verða 2,5 milljörðum fleiri menn á jarðkringlunni en nú er. Mest verður fólksfjölgunin í borg- um og bæjum og því munu hreysi fátækrahverfanna spanna enn stærri svæði en nú. Alþjóðlega árið sem nú fer í hönd er ákall til okkar allra um að leggja nokkuð af mörk- um til þeirra sem verst eru settir í samfélaginu, að þeir fái að minnsta kosti fastan samastað og þak yfir höfuðið og það gildir jafnt um íbúa þróaðra og vanþróaðra ríkja. Ráðstefna um friðsamlega notkun kjarnorku Alþjóðleg ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um friðsam- lega notkun kjarnorku hefur verið á dagskrá alveg síðan 1977, að mót- uð var stefnuyfirlýsing varðandi notkun kjarnorkunnar. Þar var sagt að; 1) Notkun kjarnorku í frið- samlegum tilgangi hefði mikla þýð- ingu fyrir mörg lönd, 2) öll ríki hefðu rétt til að móta eigin áætlanir VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 30, 108 REYKJAVÍK SÍMI 681240 Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á94 tveggja til fjögurra herbergja íbúðum, sem eru ( byggingu í Grafarvogi ( Reykjavík. UMSÓKNIR Ennfremur er óskað eftir umsóknum um u.þ.b. 100 eldri (búðir sem koma til endur- söiu síðari hlutaárs 1987og fyrri hlutaárs 1988. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskil- mála þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, frá mánu- deginum 15. desember 1986, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga—föstudaga kl. 9—12 og 13—16. Umsóknum skal skila eigi slðar en 16. janúar 1987. Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík. um friðsamlega notkun kjarnorku- tækninnar, 3) öll ríki án undan- tekninga ættu að hafa möguleika á að afla sér nauðsynlegrar tækni og búnaðar til að hagnýta sér kjarn- orku og 4) alþjóðlegt samstarf ætti að vera á þessu sviði undir eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar (IAEA) til að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnorkuvopna. Samþykktin frá 1977 verður lögð til grundvallar á ráðstefnu sem verður haldin í Genf dagana 23. mars—10. apríl 1987 um þetta efni. Þátttakendur verða fulltrúar ríkis- stjórna allra aðildarlandanna og þar að auki verða áheyrnarfulltrúar frá fjölmörgum alþjóðlegum sam- tökum. Þetta verður í fyrsta skipti sem haldin er alþjóðleg ráðstefna með það að markmiði að stuðla að hagnýtingu kjarnorku í þágu þró- unar og framfara. Eitt af því sem lögð verður áhersla á er það hvernig unnt sé að tryggja sem mest öryggi og sem minnsta umhverfisröskun samfara notkun kjarnorkunnar. Ráðstefna um þróun og afvopnun Upphaflega var ráðgert að Sam- einuðu þjóðirnar gengjust fyrir ráðstefnu um sambandið milli þró- unar og afvopnunar s.l. sumar og ráðstefnustaðurinn var París. En franska stjórnin fór fram á að henni yrði frestað, á þeim forsendum að ekki lægi fyrir nógu skýrt hver ættu að vera markmið og tilgangur ráð- stefnunnar. Nú hefur það verið ákveðið að halda ráðstefnuna í New York síðla sumars 1987, áður en 42. þing Sam- einuðu þjóðanna kemur saman. Framkvæmdastjóri ráðstefnunn- ar verður Svíinn Jan Mártenson sem fram að þessu hefur verið deildarstjóri í þeirri deild sem fer með afvopnunarmál á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Eitt af því sem lagt verður til grundvallar á þessari ráðstefnu er skýrsla frá 1982 um samband af- vopnunar og þróunar, en ein af meginniðurstöðum hennar er þessi: Heimurinn hefur um tvennt að velja. Að halda vopnakapphlaup- inu áfram, eða taka nýja stefnu sem hefur í för með sér meira öryggi og jöfnuð í félags- og efnahagslegri þróun, sem hefur lífvænlegri mark- mið bæði efnahagslega og pólitískt. Það verður að velja á milli þessara tveggja leiða. Þær eru ósamrýman- legar. Auglýsing frá ríkisskattstjóra Vísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt hef- ur ríkisskattstjóri reiknaö út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunar- hlutabréfa á árinu 1987 og er þá miðað við að vísi- tala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1980 vísitala 156 1. janúar 1981 vísitala 247 1. janúar 1982 vísitala 351 1. janúar 1983 vfsitala 557 1. janúar 1984 vísitala 953 1. janúar 1985 visitala 1.109 1. janúar 1986 vísitala 1.527 • 1. janúar 1987 vísitala 1.761 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eðaf rá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborg- unar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar við vlsitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunar- hlutabréfa er ákveðin. Reykjavík 2. janúar 1987 Nýtt heimili — Þroskaþjálfar og almennt starfsfólk Við opnun á nýju skammtímavistheimili fyrir fötluð börn við Álfaland, vantar okkur til starfa þroskaþjálfa, almennt starfsfólk, starfsmann ( eldhús og á nætur- vaktir, vaktavinna — hlutastarf. Umsóknarfrestur er til 07.01.1987. Upplýsingar veitir forstöðumaður I síma 18797. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- vlkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.