Alþýðublaðið - 07.01.1987, Side 1

Alþýðublaðið - 07.01.1987, Side 1
Miðvikudagur 7. janúar J987 ^ 3. tbl. 68. árg. Karl Steinar Guðnason: „Siðleysi“ — hlýtur að koma til kasta dómstóla „Það er siðleysi hvernig atvinnu- rekendur standa að þessum upp- sögnum núna og á þetta verður að reyna fyrir dómstóluin. Það er frá- leitt að túlka þessa hluti eins og at- vinnurckendur gera. Andi sam- komulagsins er allur á annan veg, þannig að uppsagnir fólksins hlýtur að verða algert undantekningar- atriði,“ sagði Karl Steinar Guðna- son, varaformaöur Verkamanna- sambandsins. „Ef menn hefðu ætlað að segja upp starfsfólki vegna verkfalls sjó- manna, hlytú að hafa verið hægt að gera það með tilsk ildum fyrir- varaí' Karl Steinar Guðnason telur sem sagt að hér sé um algert siðleysi að ræða og að hér verði dómstólar að koma til og skera úr í svo alvarlegu máli. Verði gripið til slíks er eins víst að það geti tekið nokkurn tíma og Karl Steinar er því óhætt að fullyrða að málið hefur tekið alvarlegri stefnu en nokkurn óraði fyrir í upphafi. „Brjótum múrinríV________ „Góð stemmning“ — segir Jón Baldvin. Fundaherferð Al- þýðuflokksins á Austurlandi gengur vel. „Það hafa verið rífandi fjörugar umræður og góð stemmning. Það virðist því mælast vel fyrir að við sé- um þetta snemma á ferðinniþ sagði Jón Baldvin Hannibalsson formað- ur Alþýðuflokksins í samtalli við Alþýðublaðið í gær. Jón Baldvin var þá staddur á Egilsstöðum á fundaferð með Guðmundi Einars- syni og öðrum alþýðuflokksmönn- um á Austurlandi. Fundaherferð- ina nefna þeir „Brjótum múrinn“. Jón Baldvin sagði að aðsókn á fundina hefði verið mjög góð og þeir að sama skapi vel heppnaðir, „t.d. á Vopnafirði þar sem við vor- um með 40 manna fund. — Þar er kominn upp áhugasamur hópur eindreginna stuðningsmanna sem telst nýmæli hér um slóðir,“ sagði Jón Baldvin. í gær höfðu fundir verið haldnir á Egilsstöðum, Vopnafirði, Reyðar- firði, Eskifirði og Seyðisfirði og í gærkvöldi var fundur á Fáskrúðs- firði. I kvöld verða fundir á Djúpa- vogi og Höfn í Hornafirði. Um 30 til 60 manns hafa mætt á hvern fund. Um næstu helgi verður kjör- dæmisráðstefna Alþýðuflokksins á Austurlandi þar sem endanlega verður gengið frá röðun listans fyrir Alþingiskosningar. Guðmundur Einarsson hefur komið sér upp að- stöðu á Egilsstöðum svo og starfs- maður A-listans á Austurlandi. Halldór Biörnsson hjá Dagsbrún: „Málið í sjálfheldu“ — hafnarvinnan aðaláhyggjuefnið „Málin standa engan veginn í augnablikinu, ef svo má segja. Það var haldinn fundur i fyrradag með Dagsbrúnarmönnum og Vinnuveit- endasambandinu sem stóð frá kl. 13.00—17.00. Annar fundur var ekki ákveðinn, en gert ráð fyrir að menn hittust fljótlega aftur. Þetta eru viss vandamál núna sem menn standa frammi fyrir sem tengjast meðal annars hafnarvinnunni, — en það er hins vegar mjög við- kvæmt mál einmitt á þessu augna- bliki,“ sagði Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, í sam- tali við blaðið í gær. „Því miður þá held ég að segja megi að málið eins og það er statt núna sé í hálfgerðri sjálfheldu. Einnig er málið frekar erfitt innan dyra hjá okkur sjálfum, — alla vega vegna hafnarmannanna. En það „í sambandi við okkar kjarabar- áttu er það að segja að það verður fundur 12. janúar þar sem við mun- um koma okkur saman um okkar kröfur, en fyrst verðum við trúlega búnir að tala saman á fimmtudag- inn kemur. En þetta fer allt í gegn- um samninga við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, en þar crum við aðilar að,“ sagði Kjartan Þórólfs- son, sem er einn af fjórum í við- ræðunefnd Strætisvagna Reykja- víkur gagnvart Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Mikið álag „Tónninn í mönnum hefur verið svolítið þungur. Það er nokkuð mikið álag um þessar mundir og það er vitað að t.d. sumir bílstjór- arnir hjá okkur eru ekki ánægðir. Þeim finnst þeir vera á lágu kaupi og lítið við þá talað o.s.frv. En það er sem sagt núna alveg á næstunni sem farið verður að ræða þessi mál við Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar. Gætum hagsmuna okkar manna Á okkar vinnustað eru kosnir fjórir fulltrúar fyrir þessa deild sem stendur þannig á því að það hefur verið mikil breyting við höfnina og menn telja að þeir hafi ekki fengið þá hlutdeild í henni sem sanngjarnt væri. En þetta er auðvitað alltaf matsatriði. Já, því miður þá sýnist mér að þetta geti orðið erfitt mál að leysa. Ég er hins vegar ekki að segja að ekki sé hægt að leysa það, en það er augljóst að þetta getur orðið við- kvæmt. Vinnuveitendur eru nýbúnir að gera ákveðinn samning við ASÍ, og þeir eru ekkert tilbúnir til að ganga út úr þeim farvegi átakalaust, þann- ig að við erum í dálítið mikilli sjálf- heldu og þeir eflaust líka. Þetta get- ur sem sagt orðið bæði viðkvæmt og erfitt mál“ sagði Halldór Björnsson, varaforntaður Dags- brúnar. er 9. deild starfsmannafélagsins og þessir fjórir eru Hannes Skaptason, Geir Kristinsson, Ögmundur Stephensen og ég. Við erum fulltrú- ar hjá S.V.R. og við reynum að gæta hagsmuna þeirra eins og við getum, — að sjálfsögðu. Nú, við berum okkar skyldur og þeir líka, þannig að þetta verður allt að vera í sam- ræmi við hvað annað. Skæruhernaður í áminningarskyni Strákarnir á vögnunum beittu þarna svolitlum skæruhernaði um Halldór Björnsson, varaformaður • Dagsbrúnar. daginn. Þeir vildu láta minna á sig,' en við vorum ekki þar í hópi þannig lagað séð, það er að segja við þessir fjórir sem erum í fyrirsvari fyrir Strætisvagna Reykjavíkur gagnvart Reykjavíkurborg," sagði Kjartan Þórólfsson hjá S.V.R. Barátta Alþýðublaðsins ber augljósan árangur! í gær kl. 19.00 var lckin fyrsta skófluslungan að nýjum Veslur- bæjarskóla á mólum Framnesvegar og Hringbrautar. Og í dag mið- vikudag kl. 17.00, verður tekin fyrsta skóflustungan að húsi fyrir aldraða og jafnframt heilsugæslustöð að Vesturgötu 7, — sem liggur á mótum Vesturgötu og Garðastrætis. Eins og menn muna ef til vill, þá hamaðist Alþýðublaðið dag eftir dag við að benda á svívirðinguna sem látin var viðgangast í Vestur- borginni, og er vel að sá sviti sýnist nú vera að skila sér í einhverju! Kjartan Þórólfsson hjá S.V.R. „Viðræður að fara í gang“ — tónninn í mönnum hefur verið þungur Ástandið í heilbrigðismálum á íslandi: Theodór Jónsson, formaður Lands. fatlaðra: Framkvæmdasj óðurinn rýrnar ár frá ári Hátún 12 hefur verið 20 ár í byggingu og fyrirsjáanleg mörg ár eftir enn! Skerðing frá upphafi „Framkvæmdasjóðurinn hefur auðvitað rýrnað. Hann er ekki nemahelmingurafþvísem hann hefði átt að vera, ef við miðum við það að hann hefði ekki verið skert- ur alltaf jafnt og þétt frá upphafi. Þeir hjá Þroskahjálp hafa gert á þessum hlutum mjög nákvæma út- tekt og þar sést vel að þetta hefur sífellt verið að minnka og dragast saman hlutfallslega, — því miðurþ sagði Theodór Jónsson, formaður Landsambands fatlaðra í samtali við Alþýðublaðið. ) Alltaf sami barningurinn „Það sem við erum að berjast við er því miður alltaf það sama, þ.e.a.s. að reyna að klára þetta hús okkar að Hátúni 12. Og það verður að segjast eins og er að það hefur gengið frekar illa og ástæðan fyrir því er ekkert annað en fjármagns- skortur. Fjárframlög til byggingar- innar hafa komið frá fram- kvæmdasjóði og hann var 80 mill- jónir í fyrra, en umsóknin hljóðaði upp á 200 milljónir. Þannig að það má segja að það sé mikið skorið niður, varlega orðað. Stanslaus rýrnun Og það er okkar skoðun og allra þeirra sem til þekkja, að raungildi þá hafi þessir fjármunir rýrnað mjög í gegnum árin. Hitt er hins vegar rétt að miðað við það sem það var í fyrra þá hækkar það nokkuð í ár, eða úr 80 í 130 milljónir króna í ár. Húsbygg- ingin hefur nú þegar tekið 20 ár og fyrirsjáanlegt að enn líði allmörg ár þar til byggingunni er lokiðý sagði Theodór Jónsson, formaður Landssambands fatlaðra í samtali við blaðið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.