Alþýðublaðið - 19.02.1987, Side 2
2
Fimmtudagur 19. febrúar 1987
alþýðu-
■ n FT.rr.
Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 681866, 681976
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor-
valdsson og Jón Danielsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot Alprcnt hf., Ármúla 38
Prentun: Blaðaprcnt hf., Síðumúla 12
Áskriftarsíminn
er 681866
.RITSTJÓRNARGREIN.
Þess vegna veljum
við Alþýðuflokkinn
jjEg er mjög hrifinn af þeim ferskleika, sem mér
finnst einkenna Alþýðuflokkinn ( dag. Og ég sé Al-
þýðuflokkinn sem eina raunhæfa valkostinn sem
sterkt afl gegn Sjálfstæðisflokki og Framsóknar-
flokki." ÞettasegirÓttarGuðmundsson, læknir, (Al-
þýðublaðinu I dag, þegar hann svarar spurningunni:
„Hvers vegna styður þú Alþýðuflokkinn?" Og hann
bætir því við, að hann treysti Alþýöuflokknum betur
en öðrum flokkum til að vinna að slnum helstu
áhugamálum, sem eru á sviði heilsugæslu og fé-
lagsmála.
Alþýöublaöiö I dag er helgað framboðslista Al-
þýðuflokksins I Reykjavlk, sem nefndur hefur verið
sigurlistinn. Þessi listi hefur vakiö mikla athygli,
enda skipar hann framúrskarandi fólk á flestum
sviðum þjóðmálanna, og er hlutur unga fólksins
mjög áberandi. í blaðinu eru viötöl við karla og kon-
ur, sem nú hafa ákveðið að koma til liðs við Alþýðu-
flokkinn, en hafa ekki áður lýst opinberlega stuðn-
ingi við hann.
M
eðal þessa fólks er Atli Heimir Sveinsson, tón-
skáld, sem segir stutt og laggott: „Ég er fylgjandi
mannúðlegri umbótastefnu. Þess vegna styó ég Al-
þýðuflokkinn. Þetta er nú ekki flóknara en það.“ —
Skúli Johnsen, borgarlæknir, segir: „Fyrst og fremst
finnst mér málefnaleg staða Alþýðuflokksins mjög
góð. Flokkurinn hefur komið fram með mikið af góð-
um þingmálum á undanförnum árum, sem sýnir, að
það erverulegur vaxtarbroddurog góð endurnýjun (
flokknum."
Skúli segir ennfremur, að flokkurinn hafi verið opn-
aður mjög mikið, og það hafi haft mjöcj jákvæð áhrif
á ýmsa starfshætti innan flokksins. I raun og veru
hafi átt sér stað endurnýjun á algildum hugmynd-
um, sem áttu þátt í þvi, aö gerajafnaðarmannaflokka
að stærstu stjórnmálaflokkum á Norðurlöndum.
Gunnar Dal, rithöfundur, kveðst styðja Alþýðu-
flokkinn vegna þess að hann hafi alltaf stutt mann-
úðarstefnu, og jafnaðarmannaflokkar hafi verið
bestu talsmenn hennar ( heiminum. Það sé fyllilega
kominn tími til, að sama saga gerist á íslandi og á
hinum Norðurlöndunum, þ.e. að jafnaðarmenn eign-
ist sterkan flokk. Hann segir, að það yrði farsælast
fyrir íslendinga, ef sterkur „húmanlskur" flokkur
jafnaðarmanna réði ferðinni.
Skúli Steinsson, varöstjóri, kveóst styðja Alþýðu-
flokkinn vegna þess að hann trúi því, að jafnaðar-
stefnan stuðli að réttlæti manna á meðal. Alþýðu-
flokkurinn sé i sókn og þvl sé raunhæft að gera sér
vonir um réttlátara og betra þjóðfélag. — Rögnvald-
ur Sigurjónsson, pianóleikari, kemur víöa við ( svari
sinu. Hann kveðst styðja blandaö hagkerfi. Menn
eigi að vera frjálsir að því að gera það sem þeir vilja,
en allir eigi að hafa jafnan rétt, bæði til almanna-
trygginga og annarra hluta.
Bjarni Sigtryggsson, aðstoðar-hótelstjóri, nefnir
einnig ýmsar ástæður fyrir fylgi sínu við Alþýðu-
flokkinn. Hann nefnir athafnafrelsi, vestræna sam-
vinnu, nýjar og raunhæfar leiðir sem Alþýðuflokkur-
inn boðartil að viðhalda byggð í landinu, og segir að
lokum: „Þess vegnaerég (hópi þeirraþúsunda, sem
koma nú til liðs við Alþýðuflokkinn."
ÞEGAR FÆRÐ
OGVEÐURGERA
AKSTUR ERFIÐAN
TERŒL 4WD
Á reynslubrautum Toyota hefur Tercel 4WD
farið í gegnum erfið próf.
Hann heldursínu striki í frosti, hita, regni
og þurrki og hefur sannað ágæti sitt við
erfiðustu aðstæður.
En prófraun tímans er samt mikih
vægust.
Ánægðir ökumenn um allan
heim hafa reynt Tercel 4WD á því
prófi og farið með sigur af hólmi.
TOYOTA