Alþýðublaðið - 19.02.1987, Qupperneq 11
Fimmtudagur 19. febrúar 1987
11
HVERS VEGNA
styðja þau Alþýðuflokkinn?
Bjarni Sigtryggsson
aðstoðarhótelstjóri
í mínum augum snýst pólitík um
það að velja sér samfélag að búa í
og að velja sér og sínum framtíð.
Stjórnmálaflokkar eru verkfæri til
að ná settu marki í þessum efnum.
Ég vel Alþýðuflokkinn vegna
þess að eg tel að athafnafrelsi og
aukinn markaðsbúskapur geti þok-
að velferðarþjóðfélaginu á leið. Ég
lít ekki á óheftan markaðsbúskap
sem takmark í sjálfu sér eins og
boðað er í Sjálfstæðisflokknum.
Ég vel Alþýðuflokkinn vegna
þess að ég tel þjóðinni hafa farnast
vel í vestrænni samvinnu. Ég vil
ekki fórna örygginu eins og boðað
er í Alþýðubandalaginu.
Ég vel Alþýðuflokkinn vegna
þess að hann boðar nýjar og raun-
hæfar leiðir til að viðhalda byggð í
landinu. Ég vil ekki að neytendur
verði þvingaðir til þess að borga
brúsann, eins og boðað er í Fram-
sóknarflokknum.
Ég vel Alþýðuflokkinn vegna
þess að ég tel konur eiga erindi inn
á Alþingi en ekki í afmarkaða bása,
eins og boðað er af Kvennalistan-
um.
Þess vegna er ég í hópi þeirra þús-
unda sem koma nú til liðs við Al-
þýðuflokkinn.
Sigþór Sigurðsson, for-
maður Nemendafélags
Fjölbrautaskóians í
Breiðholti.
Hvers vegna styð ég Alþýðu-
flokkinn?
Fyrir því eru ótalmargar ástæður.
Fyrst nefnir maður að sjálfsögðu
það að ég sem ungur maður stend í
dag frammi fyrir því að þurfa að
fara að skipuleggja framtíð mína.
Ég lýk stúdentsprófi í vor og fer
væntanlega í áframhaldandi nám
hér heima eða erlendis. Síðan taka
við hvert af öðru verkefni sem hver
maður þarf að kljást við. Eignast
húsaskjól, fjölskyldu og örugga
framtíð.
Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að
ég styð Alþýðuflokkinn í komandi
kosningum.
Ég tel mig þurfa að hafa áhrif á
framtíð mína og þess vegna vel ég
flokk sem berst fyrir málefnum
ungs fólks. Húsnæðismál, bætt
menntakerfi og örugg framtíð.
Ungt fólk sem fær að kjósa núna
í fyrsta skipti verður að gera upp
hug sinn. Hvaða stjórnmálaflokk-
ur er það sem höfðar til ungs fólks?
Ég var ekki í vafa eftir að hafa hugs-
að málið vandlega. Alþýðuflokkur-
inn höfðar til mín. Þar er baráttu-
glatt fólk sem vill berjast fyrir
bættu þjóðfélagi. Fólk sem vill
berjast fyrir þig og mig. Ég held að
allir ættu að hugsa sig vandlega um
áður en þeir nota atkvæðisrétt sinn.
Ég held líka að allir ættu að geta
sameinast undir kjörorðunum
„Frelsi, jafnrétti, bræðralag”.
Kristín Björg Jónsdóttir,
kennari.
Stefna Alþýðuflokksins höfðar
einfaldlega best til minna lífsskoð-
ana. Hún er framfarasinnuð hag-
sældarstefna, sem leitast við að
tryggja réttláta tekjuskiptingu. Það
má til sanns vegar færa að flestir ís-
lenskir stjórnmálaflokkar hafa
sömu grundvallar sjónarmið á
stefnuskrá sinni, þ.e. lýðræði, eins-
taklingsfrelsi og jafnrétti. Ég held
hins vegar að Alþýðuflokknum hafi
tekist öðrum flokkum betur að
móta heildstæða og öfgalausa
stefnu, og fylgja henni fast eftir á
opinberum vettvangi.
Ég held að grundvöllur jafnaðar-
stefnunnar höfði til mjög margra
og reyndar Iangt úr fyrir raðir AI-
þýðuflokksins. Alþýðuflokknum
hefur hins vegar tekist misjafnlega
vel að höfða til þessa fólks í kosn-
ingum. En nú virðist vera sterkur
meðbyr.
Þrjár nýjar
kosninga-
skrifstofur
Alþýðuflokksfélag Kjalarness
hefur opnað kosningaskrifstofu að
Esjugrund 40. Síminn á kosninga-
skrifstofunni er 666004. Opið er á
skrifstofunni kl. 10-11 fyrir hádegi.
Alþýðuflokksfélag Kópavogs -
hefur opnað kosningaskrifstofu í
Hamraborg 14 A. 2. hæð. Síminn er
44700 og er opið frá kl. 13—15.
Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarð-
ar hefur opnað skrifstofu í Dverg,
Brekkugötu 2 og er síminn þar
50944. Skrifstofan er opin frá kl.
17—19.