Alþýðublaðið - 19.02.1987, Qupperneq 12
12
Fimmtudagur 19. febrúar 1987
Bryndís
skrifar um
leikiist
Og svo stingur síldin sér
í hlutverkum farandsöltunar-
stúlkna og Lilli, Þorkell Björns-
son, sem sýndi ótrúlega látbragðs-
fimi.
Ég er illa svikin, ef þetta leikrit
þeirra systranna á ekki eftir að
nýtast áhugamannaleikhópum
um allt land í framtíðinni. Um-
gjörðin, efnið, persónurnar, allt
hittir þetta í mark, vekur söknuð
og þrá eftir því, sem aldrei kemur
aftur, en lifir bara í minningunni
— og í þessu snjalla leikverki.
'
m
LAUGAVEG 55 SIMI 11066
SÉRVERSLUN MEÐ BORÐBÚNAÐ Í 29 ÁR
Leikfélag Húsavíkur sýnir:
Síldin kemur og síldin fer
Höfundar Kristín og Iðunn
Steinsdætur
Leikstjóri: Rúnar Guðbrands-
son
í seinustu viku átti ég mjög
skemmtilega kvöldstund með
Húsvíkingum. Húsvíkingar eru
fyrir löngu orðnir að goðsögn
meðal leikhúsáhugafólks um Iand
allt fyrir einlægan stuðning við
leiklistina. Árum saman hafa þeir
haldið uppi fjörugu leiklistarlífi,
og beri leikhópa að garði, fylla
þeir samkomuhúsið og hvetja
leikendur til dáða með góðum
undirtektum.
Og það er greinilegt, að Hús-
víkingar standa með sínu fólki,
jafnvel þótt þeir flytji milli lands-
hluta. Það var þéttskipað í Bæjar-
bíói í Hafnarfirði, og hafi leik-
endur verið eitthvað hikandi til að
byrja með í framandi umhverfi, í
ókunnu byggðarlagi, þá breyttist
það fljótlega, því að undirtektir
voru slíkar sem á heimavelli væri.
„Síldin kemur og síldin fer“.
Þetta bráðsmellna leikrit þeirra
systranna Kristínar og Iðunnar
Steinsdætra vekur upp margar
minningar frá þeim dýrðardög-
um, þegar síldin ærði upp í mönn-
um peningaþorsta og ævintýra-
fíkn. Á þeim árum geri ég ráð fyr-
ir, að hin steingelda þjóðfélags-
mynd okkar hafi gliðnað í sundur,
og að fólk af öllum stéttum hafi
náð saman í sameiginlegri leit að
lífshamingju.
Að vísu á ég engar ljúfar minn-
ingar frá þessum árum. Fór einu
að komast til Ameríku og verða
ríkur, gellurnar að sunnan, sem
alltaf eru þar sem fjörið er. Til í
allt. Saklausa sveitastúlkan, kom-
in í plássið til þess að ná sér í afla-
kóng. Nú og svo eru það skips-
hafnir, alls kyns gaurar, heima-
menn í landi og útgerðarmaður-
inn, sem heldur i alla spotta.
Og það gerist svo sem ýmislegt
á síldinni. Það er ekki bara verið
að bogra yfir tunnum. Brælan er
til margra hluta nytsamleg.
Sveitastúlkan fær ósk sína upp-
fyllta, og það fær örlagabyttan
líka, þó með óvæntum hætti væri,
og svona mætti lengi telja.
Saga af síldarsumri hefur
kannski burði til að vera væmin
og rómantísk. Saga þeirra systra
er full af rómantík, en þær sneiða
algerlega hjá allri væmni.
Samtölin eru hnyttin og hnit-
miðuð, atburðarrásin hröð, jafn-
vel spennandi og sagan í heild
skýr og klár. Engir lausir endar.
Leikstjórnin er í höndum Rún-
ars Guðbrandssonar. Honum hef-
ur tekizt þokkalega, en ekki meir.
Mér fannst vanta meiri hreyfingu
á sviðinu. Hann nýtti sér ekki tón-
listina. Það hefði óneitanlega lífg-
að upp á sýninguna að láta fólkið
dansa við lögin, en ekki bara
standa eins og þvörur. Að öðru
leyti var staðsetning leikenda
þægileg fyrir augað, jafnvel þótt
margt væri um manninn á svið-
inu. Það var mjög góð hugmynd
að nýta talsímakonuna á milli atr-
iða, hvort sem það var hugmynd
Ieikstjóra eða höfunda. Aldrei
dauður punktur.
Áhugaleikarar hafa ekki sömu
burði og atvinnufólk. Enda ætlast
enginn til þess. En oft vantar
kannski bara herzlumuninn,
meiri tæknivinnu, raddbeitingu,
hreyfingar, örlitla tilsögn. Það eru
mjög góð leikaraefni í hópi Hús-
víkinga. Sumir hafa jafnvel náð
atvinnubragnum með áralangri
þjálfun. Nefni ég þar til Sigurð
Hallmarsson, sem sýndi agaðan
leik. Auk hans eru mér minnis-
stæðir Ingimundur Jónsson í
hlutverki Ofeigs bónda, Málfríð-
ur talsímastúlka, hreint óborgan-
leg kjaftakerling, Sigríður Harð-
ardóttir og Geirþrúður Pálsdóttir
Drögum vel úr ferð
við blindhæðir og brýr.
GÓÐAFERÐ!
sinni á síld norður til Raufarhafn-
ar. Það var stöðug bræla. Ég lá
uppi í rúmi og ýmist las eða prjón-
aði. Jú, ég komst á eitt ball, og þá
skynjaði ég þessa kynferðislegu
spennu milli kynja. Allt var for-
boðið en í senn leyfilegt. Á síld-
inni héldu mönnum engin bönd,
hvorki hjónabönd né önnur.
Ég vildi bara óska þess, að Hús-
víkingar hefðu haft lengri viðdvöl
á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu,
svo fleirum hefði gefizt kostur á
að rifja upp gamla daga.
Höfundarnir
Kristín og Iðunn eru frábær-
lega hagmæltar, svo sem löngu
kunnugt er orðið, en auk þess
hafa þær gott auga fyrir leiksvið-
inu. „Síldin kemur og síldin fer“
er saga af plássi fyrir norðan.
Fólkið þyrpist að alls staðar af
landinu, þessar alkunnu týpur
eins og eilífðarbyttan, sem ætlar
WILKENS
BSF
Starf námsbrautarstjóra
við námsbraut
í hjúkrunarfræði
á Akureyri
Ráðgert er, að haustið 1987 hefjist kennsla í hjúkr-
unarfræði á háskólastigi á Akureyri í tengslum við
námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla Islands.
Starf námsbrautarstjóra við námsbraut í hjúkrun-
arfræði á Akureyri er hér með auglýst laust til um-
sóknar. Námsbrautarstjóra er ætlað að undirbúa
kennslunaog annast framkvæmdastjórn á náms-
brautinni undir umsjón forstöðumanns háskóla-
kennslu á Akureyri. Jafnframt máætlaað starfinu
fylgi nokkur kennsluskylda.
Gert er ráð fyrir að námsbrautarstjóri verði ráðinn
til takmarkaðs tíma, þóekki skemuren til eins árs.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Sig-
urjónsson, skólameistari Menntaskólans á Akur-
eyri.
Umsóknirmeð ítarlegum upplýsingum um náms-
feril og störf skulu hafa borist menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15.
mars n.k.
Menntamálaráðuneytið,
16. febrúar 1987.
Starf námsbrautarstjóra
við námsbraut
í iðnrekstrarfræði
á Akureyri
Ráðgert er, að haustið 1987 hefjist kennsla í iðn-
rekstrarfræði á háskólastigi í tengslum við Verk-
menntaskólann á Akureyri.
Starf námsbrautarstjóra við námsbraut í iðn-
rekstrarfræði á Akureyri er hér með auglýst laust
til umsóknar. Námsbrautarstjóra er ætlað að und-
irbúa kennsluna og annast framkvæmdastjórn á
námsbrautinni undir umsjón forstöðumanns há-
skólakennslu á Akureyri. Jafnframt má ætla að
starfinu fylgi nokkur kennsluskylda.
Gert er ráð fyrir að námsbrautarstjóri verði ráðinn
til takmarkaðs tíma, þóekki skemuren til eins árs.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bernharð
Haraldsson, skólameistari Verkmenntaskólans á
Akureyri.
Umsóknir með (tarlegum upplýsingum um náms-
feril og störf skulu hafa borist menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15.
mars n.k.
Menntamálaráðuneytiö,
16. febrúar 1987.