Alþýðublaðið - 21.03.1987, Page 1

Alþýðublaðið - 21.03.1987, Page 1
alþýöu- Laugardagur 21. mars 1987 56. tbl. 68. árg. Suðurland: Tölvusetjarar óánœgðir: Verður verkfall hjá Blaðaprentsblöðunum? — „Teljum okkur ekki geta hækkað launin yið þetta fólk eingöngu“, seg- ir Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Tímans „Erum í baráttuhug“, segir Elín Alma Það stendur mikið til hjá Krötum á Suðurlandi þessa dagana. í dag, laugardag, verður kosningaskrif- stofan á Selfossi formlega opnuð. Elírt Alma Arthúrsdóttir Ljósm.: ÖB Við væntum þess að allir sem vilja leggja flokknum lið í komandi kosningum láti sjá sig. Skrifstofan er að Austurvegi 24, og opin á laug- ardögum kl. 14—19 og á virkum dögum kl. 17—22. Sunnudaginn 22. mars ætla svo 4 Alþýðuflokks- konur — sem allar eiga það sameig- inlegt að eiga möguleika á þingsæti — að funda á Hótel Selfoss kl. 20. 30. Þetta er 1. fundurinn í fundar- herferð kvennanna um allt land, og væntum við þess að Sunnlendingar mæti vel, enda kjörið tækifæri til að kynnast sjónarmiðum þeirra Jó- hönnu Sigurðardóttur, Láru V. Júl- íusdóttur, Rannveigu Guðmunds- dóttur og Elínar Olmu Arthurs- dóttur, sem skipar 2. sæti listans á Suðurlandi. „Við erum í baráttuhug, höfum allt að vinna og gefum ekkert eftir“, sagði Elín Alma í stuttu spjalli við Alþýðublaðið. Á fjölmennum fundi stjórnar og trúnaðarmanna Starfsmannafélags ríkisstofnana sem haldinn var 19. mars, voru samþykktar ályktanir um kjarasamninga sem nú standa yfir og um frumvarp til laga um starfsemi lífeyrissjóða lagt fram af lífeyrisnefnd ASI, FFSI, VSÍ og VMS. í fyrri ályktuninni segir m.a.: Fundur trúnaðarmanna Starfs- mannafélags ríkisstofnana, haldinn 19. mars 1987 mótmæl- ir harðlega framkomnum drög- um að frumvarpi til laga um starfsemi lífeyrissjóða. í frum- varpinu, sem samið er af bræðrabandinu ASÍ—VSÍ er lagt til að lífeyrisréttur opin- berra starfsmanna verði stór- lega skertur og um leið gerð að engu áratuga fórn samtakanna og barátta fyrir bættum kjörum lífeyrisþega. Frumvarp ASÍ—VSÍ gerir ráð fyrir verulegri skerðingu á líf- eyrisréttindum opinberra starfs- manna, sem þeir hafa áunnið sér með áratuga réttindakaup- um og með samningum við rík- isvaldið um tryggingu lífeyris- réttinda sinna. Fundur trúnaðarmanna skorar „Það er komin fram krafa um innanhússsamninga hjá okkur á Timanum, frá því fólki sem vinnur á setningartölvunum, um að samn- ingarnir verði endurskoðaðir. Sum- ir vilja þó meina að þessir samning- ar séu enn í gildi, en við litum svo á eftir síðustu samninga, að búið væri að taka inn allar aukagreiðslur sem voru í laununum. Þetta var rætt mjög ítarlega í síðustu samn- ingum. Því er hins vegar ekki að leyna að í prentiðnaðinum hafa menn verið að skoða sín mál og staðan virðist viðkvæm í dag, en Fé- lag prentara hefur ekki enn gert neinar kröfur og við bíðum eftir þeim“, sagði Kristinn Finnbogason, á stjórn BSRB að beita sér af al- efli til að hindra framgang frumvarps ASÍ—VSÍ um starf- semi lífeyrissjóða og um leið af- þakka afskipti þessara samtaka af málum opinberra starfs- manna. Fundurinn ítrekar fyrri sam- þykktir SFR um lífeyrissjóð fyr- ir alla landsmenn er tryggi eftir- launafólki rúman efnahag síð- ustu æviárin. Forsenda hamingjuríks ævi- kvölds er m.a. góð heilsa, áhyggjuleysi og sæmilega trygg afkoma. Þessum markmiðum hafa opinberir starfsmenn stefnt að umfram aðra launþega með forsjálni og stofnun Iífeyr- issjóða sinna, áratugum á und- an öðrum launþegum. Síðari ályktunin sem samþykkt var, fordæmir tregðu félagsmála- ráðherra að hefja alvöru viðræður um nýjan kjarasamning fyrir fé- lagsmenn SFR og lögð áhersla á að fjármálaráðherra standi við það samkomulag og fyrirheit sem gerir ráð fyrir innbyrðis samræmingu á launakjörum starfsmanna við hlið- stæð störf og koma á auknu jafn- vægi kjara starfshópa og starfs- stétta. framkvæmdastjóri Timans í gær. „Allt tölvufólkið er í Félagi bóka- gerðarmanna. Þetta fólk sendi okk- ur bréf, þar sem einn trúnaðarmað- ur skrifaði undir frá hverju Blaða- prentsblaðanna, en enginn frá fé- laginu sjálfu. En við teljum nokkuð hart að það sé verið að sækj'a að blöðunum hér í Blaðaprenti en ekki hjá öðrum blöðum, þrátt fyrir það að þau borgi sömu laun og við. í umræddu bréfi er sagt að við höfum brotið samninga. En það er auðvitað ekki um það að ræða. Samningar sem ekki eru til, þeir eru ekki brotnir. Þeir samningar sem við erum með eru frá NT tímabilinu og síðan þá höfum við ekki gert neina samninga. En við viljum gjarna ræða við fólkið. Við hjá Tímanum teljum okkur ekki geta hækkað laun þessa fólks eingöngu. Við erum með blaða- menn og annað starfsfólk, sem eru með bundin laun eins og aðrir. Ef við færum að hækka laun við tölvufólk eingöngu, um 10, 20 eða 30%, þá mundi það kalla á hækkun yfir alla línuna. Það gengi aldrei“, sagði Kristinn Finnbogason. Hallgrímur Pétur Helgason, trúnaðarmaður í prentsmiðju DV: „Það er einhver órói alls staðar núna hjá blöðunum og víðar. Hér hjá DV setja blaðamennirnir inn textann sjálfir að mestu leyti, en ekki öllu þó. Það er ýmislegt aðsent efni, kjallaragreinar og slíkt sem verður að setja hér í prentsmiðjunni og stúlkurnar sem það vinna eru núna fjórar, en voru tíu eða tólf áð- ur. Stúlkurnar í setningunni eru þó lægri í launum heldur en strákarnir í umbrotinu. Samt sem áður þegar samningar voru gerðir í janúar sl. þá hækkuðu laun stúlknanna nokkuð, vegna þess að það gleymd- ist að skera niður hjá þeim laun á sama hátt og hjá öðrum. Þetta gerðist á þann hátt að yfirborgunin lækkaði, en menn héldu sinni krónutölu þó nókkurn veginn. Að vísu hækkuðu þeir sem vinna í um- brotinu vegna þess að þeir vinna fasta yfirvinnu. Stelpurnar unnu einnig fasta yf- irvinnu aðra hverja viku, en þegar þessu var breytt í samningunum þá fengu þær óvart inn i dæmið óunna yfirvinnu í annarri hverri viku. Þær voru síðan lækkaðar um það og þá varð sprenging. En þær sættu sig við það vegna þess að þrátt fyrir þetta þá voru þær orðnar hærra launaðar en útlærðir menn hérna á staðnum. Og útkoman hjá þeim í launum með þessari vaktavinnu aðra hverja viku, er eitthvað um 13.500 kr. á viku, þ.e.a.s. fyrir vakta- vinnuvikuna", sagði Hallgrímur Pétur Helgason. Kristinn Finnbogason, framkvœmdastjóri Tímans, óttast að erfitt muni reynast að hœkka laun aðeins við hluta þeirra sem við Blaðaprentsblöðin starfa. Starfsmannafélag ríkisstofnana: Mótmælir frumvarpsdrögum um starfsemi lífeyrissjóða Albertsmálið: Dæmið gekk ekki upp — Formaðurinn situr eftir í súpunni „Þorsteinn Pálsson er búinn að mála sig út í horn,“ sagði Ásgeir Hannes Eiríksson, hulduhers- maður, einn dyggasti stuðnings- maður Alberts Guðmundssonar, í samtali við Alþýðublaöið í gær. Ásgeir sagði að miklar hringingar væri í gangi meðal stuðnings- manna, Helena á leiðinni heim og hulduhcrinn vígbúinn. Viðmælendur Alþýðublaðsins úr stuðningsliði Alberts voru i gær á einu máli um að uppákoma formanns Sjálfstæðisflokksins væri liður i áætlunum hans um að koma Albert á kné. Vildu sumir þeirra halda því fram að enginn nema Þorsteinn Pálsson og hans menn hefðu getað lekið í Helgar- póstinn. Tímasetningar hefðu því fyrirfram verið ákveðnar. „Heift- in er geigvænleg, og þegar pólitík- in er komin á þetta stig skera þeir allt sem fyrir er. ” Ásgeir Hannes sagði að fram- koma Þorsteins kæmi sér ekki á óvart. „Við sem höfum verið inn- vígð í þessi átök höfum alitaf bú- ist við þessu. Ég var strax í próf- kjörinu búinn að spá um fram- vinduna. — Þetta er líklega næst síðasta skrefið. Síðasta þrepið er að láta Framsókn beita ákæru- valdinu. Það verður gert ef allt annað þrýtur. Menn skulu þó muna að það hindrar ekki fram- boð, því þetta er spurning um óflekkað mannorð og ákæra er ekki sama og dómur. “ Einn viðmælenda blaðsins sagði að spilin hefðu gersamlega snúist við í höndum Þorsteins Pálssonar.Formaður Sjálfstæðis- flokksins hefur viðurkennt að hann vissi strax fyrir landsfund sjálfstæðismanna, að Albert „Þorsteinn hefur málað sig út i horn“, segir Asgeir Hannes Ei- ríksson hulduhersmaður. hefði meðtekið greiðslur fráHaf- skip meðan hann var fjármála- ráðherra og að greiðslurnar hefðu ekki verið taldar fram til skatts. Menn benda á að Þorsteinn hafi ekki verið tilbúinn að mæta „fé- laga sínum“ Albert Guðmunds- syni og fara tafarlaust fram á af- sögn hans heldur hafi hann beðið færist fram á síðustu stundu til að koma í veg fyrir sérframboð hulduhersins. Vilja því sumir draga þá ályktun að eftir að upp- lýsingar höfðu lekið í fjölmiðla hafi formaðurinn talið tíma til kominn að halda blaðamanna- fund á ameríska vísu. — Albert erlendis og hægt að segja hvað sem var. í samtölum við Alþýðublaðið í gær bentu stuðningsmenn Al- berts á að, áður hafi formaðurinn farið á bak við félaga sína. Skemmst væri að minnast drama- tískrar uppákomu hans í þinginu í vetur í sjómannaverkfallinu, þegar hann þóttist frelsa deilu- aðila undan lagaánauð. Bentu þeir á að Þorsteinn hefði, þá eins og nú, gert sjálfum sér mestan óleik. Menn hafi séð að vafasamt gæti verið að treysta manninum. Heimildarmenn blaðsins telja að Þorsteinn hafi vanmetið stjórnmálamanninn Albert Guðmundsson, sem segir einfald- lega að formaður Sjálfstæðis- flokksins hafi aldrei farið þess á leit við sig að hann segði af sér. Þingflokkurinn kannast heldur ekki'við það, og Þorsteinn sjálfur hefir neitað að svara fullyrðingum þar að lútandi. Þorsteinn og Al- bert eru náttúrlcga einir til frá- sagnar. — „Ég veit ekkert um tveggja manna tal“ segir Friðrik varaformaður. Að margra mati er málið því einfalt: Dæmið gekk ekki upp. Albertsmálið þvi orðið að Þor- steinsmáli. Nú bíði flokkurinn ekki bara áiitshnekki vegna Al- berts, heldur líka vegna flokks- formannsins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.