Alþýðublaðið - 21.03.1987, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 21.03.1987, Qupperneq 2
2 Laugardagur 21. mars 1987 ■RIT3TJ0RN4BGREIN' Léttmeti Ijósmiðlanna Nýju útvarpslögin hafa opnaö gamlar og feysknar hurðir ríkiseinokunar Ijósmiðlanna. Nýjar útvarpsstöðvar með Bylgjuna í farar- broddináðufljótlega fótfestu og Stöð 2 virðist hafa fest sig f sessi sem önnur sjónvarpsrás landsmanna. Ljósvakabyltingin var rökrétt framhald af þeim breytingum sem átt hafa sér stað í fjölmiðlum á íslandi. Á sama hátt og óeðlilegt á að teljast í lýðræðisríki að blöð séu einungis gefin út af stjórnmálaflokkum og ríki, er óeölilegt að Ijósmiðlarnir séu einokaðir af ríki með flokkapólitísku eftirlitskerfi sem kall- ast útvarpsráð. En stöldrum aðeins við frelsið. Tilkoma nýrra útvarpsstöðva og nýrrar sjónvarpsstöðvar hef- ur að öllum líkum átt að auka fjölbreytni hlust- enda og áhorfenda, vlkka sjóndeildarhring þeirra og fræða hug þeirra og bæta. Hefur það tekist? Hinar frjálsu stöðvar eru nefnilega ekki svofrjálsarþegaráallterlitið. Þæreru Iviðjum markaðshyggju og samkeppni um auglýsinga- tekjur. Þar meö rekstur þeirra háður vinsæld- um borgaranna sem auglýsendur meta hverju sinni hvort sé hagstæður markaður. Ailt er þettaeðlilegt í frjálsu markaðskerfi. En þarsit- ur einnig hnífurinn í kúnni. Þegar dagskrár- gerðarmenn og deildarstjórar nýrra Ijósmiðla hafaþurft aðleggjahausinn íbleyti hvaðervin- sælt efni og þar með söluvænlegt, hafa þeiryf- irleitt dottið niður á sömu leiðina: léttmetið. Utkoman hefur því miður orðið sú að efni hinna nýju Ijósmiðla er skemmtiefni. Stöð 2 hefur byggt að mestu á bandarísku léttmeti en þó gert lofsverðartilraunirtil að framleiða inn- lenda þætti. Bylgjan hefur líkt og Rás 2 verið á léttu nótunum en hlaut strax vinsældir fyrir frískari efnistök. Nú hefur Rás 2 hins vegar komið með svar við þessu og boöar fjölbreytt efni allan sólarhringinn en leiðarahöfundur hefur ekki getað séð stórvægilegar breytingar frá léttu línunni. Léttmeti I Ijósvökum er likt og sælgæti. Það er gott f hófi en afleitur aðalrétt- ur. Þess vegna er ákveðinn leiði farinn að gera vart við sig hjá hlustendum Bylgjunnar og Rás- ar 2. Menn standa sig jafnvel að þvl að skrúfa yfir á gömlu gufuna til að heyra sfðasta lagið fyrirfréttireðagamalt og gott sinfónluvæl, svo ekki sé talað um að hlýða á talað mál sem höfð- ar a.m.k. til meðalgreindar hlustenda. Sé litið á þróun Ijósvakanna, eru efnisvið- brögð nýju, frjálsu stöðvanna ofureðlileg. Stöðnun ríkisfjölmiðlanna og kæruleysileg stjórnun samfara áhugaleysi og fyrirlitningu í garð neytenda hafði alið af sér þunga og stirða dagskrá sem ekki samrýmdist lífsvenjum nú- tímafólks. Vandamál Ríkisútvarpsins voru fyrst og fremst stjórnunarleg. Vond stjórnun á rætur sínarað rekjatil slæms fjárhags stofnunarinn- ar og misvitra ráðninga f stjórnunarstöður. Og I báðum tilfellum er um pólitfk að ræða. Hin léttu viðbrögð frjálsu stöðvanna voru því hressandi nýmæli en nú verðurað siglaádjúp- mið ef hinar nýju stöðvareigaað metta vitræna hlustun og horfun. Rfkisútvarpið hefur einnig fengið samkeppni sem örvar blóðstreymið um stofnuninaen getur jafnframt rækt skyldursín- ar áfram sem stöð fræðslu, menningar- og skemmtunar. Menning erafstætt hugtak. Þorsteinn Gylfa- son dósent sagði nýverið á málþingi Alþýðu- bandalagsins um Listirog menningu, að bara asnar bæðu um menninguna; venjulegt fólk vissi af menningunni allt í kringum sig og inn- byrti hana af bestu lyst. Þetta er vissulega rétt en f þessum orðum felst einnig hroki. Menn- ingin erekkert einkamál innvígðra. Á sama hátt og kennaverðurbarni að lesaog skrifa, verður að kenna landsmönnum, sem ekki hafa haft að- göngu að listum og menningu frá fæðingu, að njóta þeirra fjársjóða sem góð list og menning býr yfir. Og þær kennslustundir eiga ekki síst að fara fram á öldum Ijósvakans. Stórkostleg réttarbót Einstæðir foreldrar geta nú leitað eftir rétti til framlaga vegna menntunar eða starfs- þjálfunar barna sinna þótt meðlagskylds aðila njóti ekki við eða ekki reynist unnt að innheimta greiðslur. Um 2500 börn nutu ekki þessa réttar áður en ný lög voru samþykkt. Myndlista- og handíöaskóli íslands auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 1987—1988. Umsóknareyðublöö ásamt upplýsingum um skólann fást hjá skrifstofu skólans Skipholti 1, 105 Reykjavík, sími 19821 frá og með miðvikudeginum 25. mars n.k. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 09.00—12.00 og 13.00—15.00. Umsóknarfrestur um skólavist rennur út 30. aprfl n.k. Inntökupróf verður haldið dagana 1.—4. júní. Árfðandi erað væntanlegirumsækjendurafli sérnauð- synlegra gagna hið allra fyrsta. Skólastjóri. Áskrift hlutafjár í Útvegsbanka íslands hf. í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1987 gengst rfkis- stjórnin fyrir stofnun hlutafélagsbanka um Útvegs- banka Islands. Samkvæmt tillögu að samþykktum fyrir hlutafélagsbankann, sem lagt er til að heiti Útvegs- banki Islands hf„ er lágmarkshlutur kr. 10.000,- en að öðru leyti skiptist hlutafé f hluti að nafnverði kr. 100.000. — , kr. 1.000.000.-, kr. 10.000.000,- oa kr. 100.000.000.-. Frá og með mánudeginum 23. mars n.k. mun áskrifta- skrá ásamt tillögu að samþykktum fyrir Útvegsbanka Islands hf. liggja frammi f viðskiptaráðuneytinu, Arnar- hvoli, Reykjavík, f Utvegsbanka íslands, aðalbanka, 5. hæð við Austurstræti f Reykjavík og f útibúum Útvegs- banka Islands. Frestur til aö skrifa sig fyrir hlutafé f Útvegsbanka ís- lands h.f. stendur til kl. 16:00 föstudaginn 27. mars n.k. Hlutafé ber að greiða eigi sfðar en hinn 30. aprfl n.k. Stofnfundur Útvegsbanka íslands hf. veröur haldinn 7. aprfl 1987 að Hótel Sögu, sal A og hefst fundurinn kl. 15.00. Skrá yfir áskrifendur hlutafjár mun liggja frammi til sýnis fyrir áskrifendur í viðskiptaráðuneytinu í eina viku fyrir stofnfund. Viðskiptaráðuneytiö, 20. mars 1987. Skömmu fyrir þinglok sam- þykkti Alþingi frumvarp frá alls- herjarnefnd sem felur í sér stórkost- lega réttarbót fyrir rúmlega 2500 börn í landinu og tæplega 1700 ein- stæða foreldra. Yfirleitt fer hljótt um slík mál í þinginu, jafnvel þó um sé að ræða réttlætismál sem skiptir sköpum fyrir afkomumöguleika fólks sem hefur verið mismunað í kerfinu. /þrjú ár höfðu Jóhanna Sigurðar- dóttir og Guðrún Helgadóttir bar- ist fyrir málinu á Alþingi. Lögin fela í sér að tryggð eru framlög vegna menntunar og starfsþjálfunar barns ef meðlags- skyldur aðili er ekki lengur á lífi og ef af öðrum orsökum reynist ókleift að innheimta framlög svo og vegna barna örorku — og ellilífeyrisþega sem barnalífeyris hafa notið. Frumvarp allsherjarnefndar sem nú er orðið að lögum var efnislega samhljóða frumvarpi sem Jóhanna Sigurðardóttir og Guðrún Helga- dóttir höfðu barist fyrir í þinginu í þrjú ár. Frumvarp Jóhönnu og Guðrúnar fól í sér breytingu á barnalögum frá ’81, en frumvarp allsherjarnefndar felur í sér breyt- ingar á lögum um almannatrygg- ingar. Jóhanna og Guðrún töldu að þegar barnalögin voru lögfest hafi ekki verið hugað að því að tryggja sambærilegan rétt eða stuðning við einstæða foreldra eða börn þeirra ef meðlagsskyldur aðili er ekki lengur á lífi eða ef af öðrum ástæðum reyndist ókleift að innheimta greiðslu. í greinargerð þeirra kom fram að samkvæmt upplýsingum frá Tryggingarstofnun var á árinu ’85 um að ræða 1073 einstæða for- eldra með 1564 börn á framfæri sínu, sem ekki gátu leitað til með- lagsskylds aðila með framlag vegna menntunar barna sinna eftir 18 ára aldur. Barnalögin veita hins vegar þeim, sem til meðlagsskylds aðila geta leitað, slíkan rétt. Samkvæmt þessu voru því um 12-13% einstæðra foreldra sem ekki gátu leitað réttar til framlaga vegna menntunar eða starfsþjálfunar barna sinna samkvæmt ákvæðum barnalaganna. IIAUSAR STÖDUR HJÁ ____I REYKJAVÍKURBORG Fóstra óskast á skóladagheimili Breiöagerðis- skóla í 50% eða 75% stöðu. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 84558. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð, á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Tilboð I Óskast 1 eftirtaldar bifreiöar og tæki sem veröa til sýnis þriöjudaginn 24. mars 1987 kl. 13-16 f porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víóar. Tegund Arg. 1 stk. Saab 900 GLE fólksb. bensln 1980 1 ” ” 90 »* 1980 1 ’’ Toyota Tercel station 4x4 i> 1983 1 ” Subaru 1800 station 4x4 II 1983 1 ” Toyota Tercel fólksb. H 1983 1 ” Toyota Cressida DL fólksb. ii 1982 1 ” Ford Taunus 1600 GL fólksb. n 1982 1 ” Toyota Cressida fólksb. ii 1980 1 ” Chevrolet Nova ii 1977 1 ’’ Lada Station 1500 i* 1983 1 ” Man vörub. m/krana 4x4 diesel 1975 1 ” Toyota Hi Lux Double Cab 4x4 skemmd eftir veltu 1986 1 ” Toyota Hi Lux 4x4 bensln 1981 1 ” Ford Bronco pick up m/húsi »i 1979 1 ” Chevrolet pick up m/húsi n 1979 1 ” Volvo Lapplander 4x4 ii 1980 1 ” Lada Sport 4x4 »i 1984 1 ’’ Lada Sport 4x4 ii 1981 1 ” Chevi Van sendib. 1977 1 ’’ Kawasaki Drifter 440 snjósleði 1980 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Véladeild Sætúni 6, Rvík: 1 stk. Vegþjappa, vibration valtari, 8 tn Bomag BW-160 AD 1, I góöu lagi bensin 1982 1 stk. Caterpillar D-333 dieselmótor uppg. 115 h.ö. SAE 1 ’’ Volvo TD-70 ” 210 n ll 1 ” Perkins V8.510 ” 170 ll 1» 1 ” Leyland AU-600 ” 163 „ Tilboöin veröa opnuö sama dag kl. 16.30 aö viöstöddum bjóð- endum. Réttur er áskilinn aö hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. ■H INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS H Borgartuni 7. simi 25844 i i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.