Alþýðublaðið - 10.04.1987, Síða 6

Alþýðublaðið - 10.04.1987, Síða 6
Föstudagur 10. apríl 1987 6 Herjað með eitri á valmúabændur Fyrir tveimur árum hvarf einn ill- ræmdasti eiturlyfjasali í Suðaustur- Asíu, Khun Sa, 53 ára að aldri. Hann féll í bardaga við landamæra- verði, að sögn thailensku blaðanna. En nú hefur hann skotið upp kollinum aftur, í fjöllunum á landa- mærum Burma og Thailands. Þar hefur hann haldið blaðamanna- fund og gortað hástöfum af met- uppskeru á valmúaökrunum, sem gefur í ár 900 tonn af ópíum, 200 tonnum meira en vanalega. Þessu verður svo smyglað út úr „Gullna þríhyrningnum“, landamærasvæði á mörkum landanna Burma, Laos og Thailands og nægir til að sjá milljónum eiturlyfjaneytenda í Asíu, Evrópu og Bandaríkjanna fyrir nægum birgðum af efninu. Þetta þótti formanni stjórnar- flokksins í Burma, Ne Win, of langt gengið. í febrúar var hafin herferð á hendur valmúaframleiðendum á svæðinu. Hermenn fóru þar um með báli og brandi og eyðilögðu uppskeruna og thailenski herinn hefur gert svipaðar aðgerðir sín megin landamæranna. Eltingaleikurinn við Khun Sa hefur staðið í meira en 30 ár. Hann hefur barist ásamt skæruliðahópi sinum, „ShanUnited Army“ (SUA) fyrir sjálfstæðu Shan-ríki á landa- mærunum og fjármagnar starfsem- ina með hluta af andvirði ópíums- ins sem Shan-bændur rækta. Efnið er flutt til Thailands með múldýra- lestum og þar taka við embættis- menn sem hafa orðið spillingunni að bráð og sjá um að koma því áfram. Víetnam-vopn En nú hefur eiturlyfjastríðið í Gullna þríhyrningnum tekið á sig nýja mynd. Stjórn Burma í Rangoon, sem annars verst öllum utanaðkomandi áhrifum af öllum mætti og hefur komið á sjálfsþurft- arbúskapsósíalisma í landinu, hef- ur nú útvegað bandarísk vopn sem að gagni mega koma í baráttunni við valmúabændur. Það er plöntu- eitrið 2,4 D sem sprautað er úr flug- vélum Bandaríkjahers yfir akra val- múabændanna. Plöntueitrið 2,4D (phenoxed- dikesyre) er eitt af uppistöðuefnun- um í „Agent Orange“ efninu, sem Bandaríkjamenn notuðu í striðinu í Víetnam til að aflaufga frumskóg- inn svo að fjandmennirnir ættu erf- iðara með að dyljast þar. Enn þann dag í dag þjást Víetnamar undan langtímaáhrifum eitursins. Jörðin er ennþá eitruð og það fæðast van- sköpuð börn. Bandarísk yfirvöld eiturlyfja- mála telja að nýja eitrið sé mjög áhrifamikið tæki í baráttunni við valmúabændur. Þegar hafa verið eyðilagðir 9750 ha valmúaakra með eiturúðun úr lofti. Eitrið vinnur á blaðplöntum með stór blöð, þar á meðal sojabaunum, kartöflum og fleiri matjurtum að sjálfsögðu og Gullni þríhyrningurínn á landa- mœrum Laos, Burma og Thai- lands. W Leggið tennurnar í banka Þær framfarir sem hafa orðið í líffæraflutningum og hafa gert mönnum kleift að skipta um hjarta, lifur og nýru í fólki, eru nú komnar á það stig að einnig er hægt að flytja tennur milli manna og græða þær í. Þetta hefur verið gert á Tann- læknaháskólanum í Kaupmanna- höfn. Jafnframt hefur verið komið upp banka með lifandi tönnum, sem eru geymdar við mínus 200 gráður. Þangað geta menn leitað eftir að- stoð ef menn verða fyrir því óhappi að missa tönn, í umferðarslysum til dæmis. Á ársfundi danska tannlækna- sambandsins í Bella Center í Kaup- mannahöfn í síðustu viku, greindi Ole Schwartz sérfræðingur í tann- ígræðslu frá nýrri tækni, sem lengi hefur verið notuð á landbúnaðar- háskólanum og kemur að góðu gagni við að geyma tennurnar óskemmdar í langan tíma. Þar hafa lifandi dýrafóstur verið fryst með góðum árangri, til notkunar síðar meir og sama aðferð hentar vel til geymslu á tönnum með lifandi rót- himnu. Nú eru nokkur ár síðan tann- læknar gátu flutt tennur sjúklinga sinna um set, en hér er um að ræða ígræðslu á tönnum annarra manna. Við þessháttar ígræðslu blasa við sömu vandamál og við flutning annarra líffæra; semsé það að vefjasamsetning er mismunandi eftir einstaklingum og ígræðslan getur misheppnast þess vegna. Á rannsóknastofu Ríkisspítalans hef- ur verið unnið að rannsóknum og tilraunum til að geta parað saman gefanda og þiggjanda tannarinnar þannig að aðgerðin geti heppnast sem best. Áður fyrr var öllum lausum tönnum hent, en nú er það liðin tíð. Þær eru lagðar inn í bankann og græddar í aftur við hentugleika. tækum bændum Iandamærahérað- anna. Thailendingar hafa hafnað eiturnotkuninni á sömu forsendum og telja að aðgerðirnar beinist fyrst og fremst að uppreisnaráformum Shan-hópsins, en ekki eiturlyfja- framleiðslunni. í Burma standa stjórnvöld í sí- felldum erjum við uppreisnarhópa, og Ne Win flokksleiðtoga sem hef- ur verið við völd í 25 ár hefur ekki heppnast að hafa stjórn á ýmsum minnihlutahópum, sem starfa neð- anjarðar eða í útlegð í fjöllunum. í vetur hertók hann bæinn Panghsai sem liggur við landamæri Kína og hefur lengi verið haldið af öflugum skæruliðahópi með að- stoð Kínverja. Sú sögufræga Burmaleið, sem var Kínverjum lífs- nauðsynleg i stríðinu við Japani, liggur einmitt í gegnum Panghsai. En nú er fyrnt yfir þá atburði og bærinn hefur enga sérstaka hernað- arlega þýðingu, að öðru leyti en því að íbúarnir þar hafa verið ótryggir þegnar og undir allmiklum kín- verskum áhrifum, eins og best kom í ljós þegar herfangið var skoðað. íbúarnir flýðu flestir, en skildu eftir sig ýmislegt sem hneykslaði mjög hina ströngu og réttrúuðu Búdda- trúar-herforingja, s.s. skemmti- og sýningarsali með nuddstofum og nægu úrvali klámmynda á vídeó- spólum. Ópíumkóngurinn Khun Sa ásamt Shan-skœruliðum. það vita þeir mætavel sem að að- gerðunum standa. Þessar aðgerðir hafa vakið at- hygli og einstöku mótmæli hafa heyrst, m.a. frá Edith Mirnate, bandarískri konu sem er ákafur baráttumaður fyrir mannréttind- um. Hún hefur reynt að fá aðgerð- irnar stöðvaðar og lagt fram myndir sem sýna eyðilagða matvælaupp- skeru og veika bændur, sem hún segir að séu fórnarlömb eiturhern- aðarins. Hún heldur því fram að eitrið sé jafn skaðlegt og það sem var notað í Víetnamstríðinu. Að vísu segja bandarískir efna- fræðingar að eitrið 2,4D sé aðeins í meðallagi eitur og sé ekki hættu- legt, ef það sé notað í hæfilegum skömmtum, en ný bandarísk rann- sókn á vegum krabbameinsstofn- unarinnar í Kansas hefur sýnt að bandarískir bændur sem eru í snert- ingu við þetta eitur, fá átta sinnum oftar krabbamein en aðrir. Bandaríski Burma-sérfræðing- urinn Josef Silverstein, hefur látið í ljós ótta um að þessar aðgerðir komi að litlu gagni í baráttunni við eiturlyfjamafíuna, en bitni illa á fá-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.