Alþýðublaðið - 10.04.1987, Side 7

Alþýðublaðið - 10.04.1987, Side 7
Föstudagur 10. apríl 1987 7 Sænskur grafíklistamaður sýnir: Tage Asen á Krákunni Sænskur myndlistamaður, Tage Asen, sýnir grafíkmyndir í Krák- unni, Laugavegi 22, frá 4. apríl til 31. april n.k. Tage Asen er þekktur myndlista- maður í heimalandi sínu og hefur haldið sýningar víða, s.s. á öllum Norðurlöndunum (nema á Islandi og í Færeyjum), Þýskalandi, Frakk- landi og Italíu. Einnig hefur Tage unnið fyrir sænska sjónvarpið. Tage Asen er fæddur 1944 í Sví- þjóð og býr nú í Uppsölum. Verk hans eru einkum symbólísk og real- ísk. Tage vinnur með olíu og önnur efni. Aðalfundur Islenska járnblendifyrirtœkisins hf: Tap síðasta árs nam 212 milljómim Aðalfundur íslenska járnblendi- félagsins hf. fyrir árið 1986 var haldinn að Grundartanga 31. mars s.l. Fundinn sátu fulltrúar hluthaf- anna þriggja, iðnaðarráðherra f.h. íslenska ríkisins, Elkem a/s í Oslo og Sumitomo Corporation í Tokyo. Auk þess sátu fundinn stjórn, vara- menn í stjórn, framkvæmdastjórn og fulltrúar starfsmanna fyrirtæk- isins. í ársskýrslu stjórnar, sem lögð var fram á fundinum kom fram, að reksturinn árið 1986 einkenndist af mikilli og tæknilega vel heppnaðri framleiðslu, mikilli sölu, lágu út- flutningsverði og lélegri afkomu. Tap á rekstrinum varð 212 milljónir króna skv. hinni íslensku gerð reikninganna, en 26 milljónir nor.skra króna skv. þeim reikningi, sem gerður er upp eftir norskri upp- gjörsvenju. Afkoman varð þessi, þegar 337 milljónir íslenskra króna og 54 milljónir norskra króna hafa verið gjaldfærðar vegna afskrifta og fjár- magnskostnaðar í reikningana hvorn um sig. Þessi niðurstaða verður af rekstr- inum þótt framleiðsla hafi orðið um 10% meiri en hún hefur áður orðið og sala viðlika að magni því sem áður hefur verið mest. Allt stafar þetta af mjög óhagstæðri verðþróun, því að öll rekstrargjöld fyrirtækisins að frátöldum afskrift- um og gengistöpum voru lægri en fjárhagsáætlun miðaði að. Eftir þetta tapár er eiginfjárhlut- fall fyrirtækisins 18% skv. norska reikningnum, en rúm 40% sam- kvæmt hinum íslenska. Á fundinum og stjórnarfundin- um, sem á undan fór, var farið var- lega í spádómum um þróun mark- aðsmála. Þar kom fram, að raun- verð kísiljárns hafi ekki í annan tíma verið lakara, en greina megi fyrstu teikn þess, að betri tíð kunni að vera framundan. Kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins um landið allt REYKJAVÍK: Aðalskrifstofa Alþýðuflokksins, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10 og Kosningamiðstöð Alþýðu- flokksins, Siðumúla 12 eru opnar daglega frá kl. 9.00—19.00. Þar er veitt öll sú aðstoð sem unnt er I sambandi við komandi alþingiskosningar, svo sem upplýsingar (þ.m.t. kjörskrárupplýsingar), gögn og leiðbeiningar. Slmar flokksskrifstofunnar eru 29244 og 29282. Slmi kosningamiöstöðvarinnar er 689370. REYKJANES: Hafnarfjörður Skrifstofan er aö Strandgötu 32. Opið daglega frá kl. 17—19 og 20.30—21.30 og laugardaga kl. 14—17. Sími 50499, 51506, 51606. Kosningastjóri er Elfn Harðardóttir. Kópavogur Skrifstofan er aö Hamraborg 14. Opið daglega frá kl. 13— 19 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 13—17. Sfmi 44700. Kosningastjóri erGuðrún Emilsdóttir. Garðabær Skrifstofan er að Goðatúni 2 3. hæð. Simi 43333. Kosningastjóri er Erna Aradóttir. Kjalarnes Skrifstofan er að Esjugrund 40. Opið daglega frá kl. 10—11. Simi 666004. Kosningastjóri er Hulda Ragnarsdóttir. Mosfellssveit Skrifstofan er f Þverholti 2. hæð. Opið daglega kl. 17.30—19 og 14—18 um helgar. Keflavík Skrifstofan er að Hafnargötu 31. Opið daglega frá kl. 14— 19. Sfmi 92-3030. Kosningastjóri er Haukur Guðmundsson. VESTURLAND: Akranes Skrifstofan er að Vesturgötu 53 Röst. Símar 93-1716, 93-3384 og 93-3385. Opið daglegafrákl. 10-22. Kosn- ingastjóri er Sigurbjörn Guðmundsson. Borgarnes Skrifstofan er að Svarfhóli v/Gunnlaugsgötu. Opið daglega frá kl. 20.30—21.30 og 14—17 um helgar. Slmi 93-7412. Kosningastjóri er Sæunn Jónsdóttir. VESTFIRÐIR: ísafjörður Skrifstofan er í Alþýöuhúsinu Hrannargötu 2 Opið er frá kl. 16.30—22. Simi 94-4479 og 4469. Kosninga- stjóri er Árni S. Geirsson. NORÐURLAND—EYSTRA: Akureyri Skrifstofan er að Strandgötu 9. Opið er frá kl. 9—17 daglega. Slmi 96-24399. Kosningastjóri er Jón Ingi Cesarsson. Húsavík Skrifstofan er ( Félagsheimilinu Húsavik. Simi 96-42077. Opið er f rá kl. 20.30—22.30 daglega og frá kl. 16—18 um helgar. AUSTURLAND: Egilsstaðir Skrifstofan er að Bláskógum 9. Opið er daglega frá kl. 9—24. Slmi 97-1807. Kosningstjóri er Karl Th. Birgisson. Fáskrúðsfjörður. Skrifstofan er að Skrúð. Opiö er daglega frá kl. 20—22. Simi 97-5445. Kosningastjóri er Rúnar Stefánsson. Neskaupstaður Skrifstofan er að Hafnarbraut 22. Opið á kvöldin og um helgar. Simi 97-7801. Seyðisfjörður Skrifstofan er að Hafnargötu 26 kjallara. Opiö á kvöldin og um helgar. Eskifjörður Skrifstofan er opin öll kvöld og um helgar eftir kl. 14.00. Síminn er 97-6198. SUÐURLAND: Selfoss Skrifstofan er að Eyrarvegi 24. Opið daglega frá kl. 17—19 og 20—22. Slmi 99-1055. Kosningastjóri er Sigurjón Bergsson. Vestmannaeyjar Skrifstofan er að Heiðarvegi 6. Opið daglega frá kl. 17—19. Slmi 98-1422. Kosningastjóri er Þorbjörn Pálsson. NORÐURLAND—VESTRA: Siglufjörður Skrifstofan er i Borgarkaffi. Opið er frá kl. 16—19 daglega. Slmi 96-71402. Sauðárkrókur Skrifstofan er i Sælkerahúsinu. Opið daglega frá kl. 17—19 og 20—22 og um helgar frá kl. 14—19. HAPPDRÆTTI Alþýóuflokksfólk. Munið heimsenda happdrættismiða. Miðar fást á öllum kosningaskrifstofum flokksins. KOSNINGASJÓÐUR Alþýðuflokksfólk Munið kosningasjóði Alþýðuflokksins. Oft er þörf en nú er nauðsyn. SJÁLFBOÐALIÐAR Við hvetjum allt Alþýðuflokksfólk til að hafa sam- band við kosningaskrifstofurnar og láta skrá sig til vinnu, bæði dagana fram að kjördegi og á kjördag. UTANKJÖRSTAÐAKOSNING Utankjörstaðaskrifstofa Alþýöuflokksins i Reykja- vlk er i Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10. Skrifstofan er opin frá kl. 9.30—22.00. Sfmar 15020—29282— 623244—623245. KJÖRSKRÁR Upplýsingar eru veittar um kjörskrár á öllum kosningaskrifstofum Alþýðuflokksins. Athygli kjósendasem ekki verðaheimaákjördag 25. aprll n.k. er vakin á þvf að utankjörstaðakosning er hafin og fer fram hjá hreppstjórum og sýslu- mönnum utan Reykjavikur. í Reykjavík fer kosning fram í Ármúlaskóla daglega frá kl. 10.00—12.00, 14.00—18.00 og 20.00—22.00 og um helgar frá kl. 14.00—18.00. Lokað er á föstudaginn langa og páskadag.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.