Alþýðublaðið - 10.04.1987, Page 8

Alþýðublaðið - 10.04.1987, Page 8
alþýðu- ■ n miM Föstudagur 10. aprll 1987 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf.. Ritstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Daníelsson Kramkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðuinúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Marlon Brando: Nei takk. Bette Davis: Tilnefnd 10 sinnum. Katherine Hepburn: PaulNewman fékk Óskarsverðlaun Tilnefnd 12 sinnum. fyrir besta leik íkarlhlutverki. Þótti mörgum mál til komið. Oskar frændi sextugur „Hann er líkur Óskari frænda“, sagði ritari Kvikmyndaakademí- unnar, þegar hann leit fyrst augum verðlaunagripinn sem Akademían hefur úthlutað á hverju ári síðan 1927. Og svo var litli, Ijóti maður- inn með formlausa andlitið og stóra sveröiö skírður Óskar. Þannig er þjóðsagan og þannig er sagt í fjölmörgum uppsláttarrit- um um sögu kvikmyndanna að það hafi atvikast árið 1931 að verð- launastyttan fékk heitið Óskars- verðlaun. Styttan er lítil og ljót og hefur ekkert listrænt gildi, nafnið á engan hátt táknrænt. En samt er litli mað- urinn gulls ígildi, hvernig sem á það er litið. Sú mynd sem hreppir hnoss- ið og er kjörin besta bandaríska myndin það árið, fær u.þ.b. 10 milljónir dollara aukalega í sinn hlut. Verðlaunin fyrir besta.leik, bestu leikstjórn, bestu myndatöku o.s.frv. eru eitthvað lægri — en sú mynd sem hefur fengið fjölda Ósk- arsverðlauna, eins og t.d. myndin um Karen Blixen á síðasta ári, á það víst að fá geysimikla aðsókn hvar- vetna og dollaraseðlarnir streyma inn um aðgöngumiðaop kvik- myndahúsanna. Listrænt gildi Þótt verðlaunin séu mikill heiður fyrir þann sem hlýtur, þá getur ánægjan stundum verið blendin, því oft virðast önnur sjónarmið ráða ferðinni við verðlaunaveiting- ar en hið listræna gildi. Sé litið til baka og rifjaðar upp Óskarsverð- launaveitingar, þá bera þær ærið misjafnan vott um listræna dóm- greind þeirra sem valinu ráða. Að vísu er það óumdeilanlega hæfi- leikafólk sem hefur oftast verið til- nefnt til Óskarsverðlauna; Katherine Hepburn 12 sinnum, Bette Davis 10 sinnum og Spencer Tracy rétt á hæla þeim með 9 til- nefningar. En að myndirnar Um- hverfis jörðina á 80 dögum og „Sound of Music“ skuli báðar hafa fengið Óskarsverðlaun sem bestu myndir ársins og Julie Andrews skuli hafa fengið verðlaunin fyrir „Mary Poppins“, ber ekki beinlínis vott um listræna dómhæfni hinnar virðulegu Akademíu. Kvikmyndaiðnaðurinn dæmir Sannleikurinn um hina virðulegu verðlaunaveitingu er raunar sá að það eru ekki kvikmyndagagnrýn- endur og óháðir dómarar sem velja bestu mynd ársins. Það eru um 3.000 kvikmyndahúsaeigendur og menn sem eiga hagsmuna að gæta víðs vegar í kvikmyndaiðnaðinum sem hafa atkvæðisrétt og sú mynd verður gjarnan fyrir valinu sem er talin líklegust til að seljast vel. Sú staðhæfing að á þann hátt sé það fólkið sem velur, eru rök í þynnra lagi, að minnsta kosti ef á að taka mark á yfirlýstu markmiði Akademiunnar um að við valið skuli taka mið af frumlegri nýsköp- un, myndum serh vekja viðbrögð og fara ótroðnar slóðir. Stjörnudýrkun Stjörnudýrkun þriðja áratugar- ins og næstu áratugina á eftir setti mark sitt á Óskarsverðlaunaveiting- una. Stórstirni voru gerð að ennþá stærri stjörnum. Lítt þekktir leikar- ar og kvikmyndaframleiðendur höfðu litla sem enga möguleika og alls ekki svertingjar né aðrir minni- hlutahópar. Einstaka verðlauna- hafar hafa líka afþakkað verðlaun- in í mótmælaskyni við það hvernig að verðlaunaveitingunni er staðið. George C. Scott afþakkaði verð- launin fyrir besta leik í karlhlut- verki í myndinni „General Patton“ árið 1970 og Marlon Brando af- þakkaði verðlaunin árið 1972 fyrir leik sinn í „Guðföður". Hann gerði það ekki í eigin persónu, en sendi indíána í sinn stað, til að undirstrika það misrétti sem hann taldi að minnihlutahópar væru beittir, bæði í Hollywood og um gervöll Banda- ríkin. Mikið um dýrðir Engu að síður er jafnan mikið um dýrðir þegar verðlaunaafhend- ingin fer fram og hún er fram- kvæmd með sérstökum glæsibrag. Þar eru saman komnar allar feg- urstu og frægustu stjörnurnar og mikil viðhöfn í hvívetna. Þar verða átrúnaðargoð meðal- mannsins á vissan hátt ofurlítið mannlegri en ella, á meðan beðið er eftir úrslitunum í eftirvæntingu og tárum er úthellt í gleði eða e.t.v. von- brigðum. Þannig hefur það gengið til hvernig sem allt veltist í heimi hversdagsmannsins, í kreppunni á þriðja áratugnum, á heimsstyrj- aldarárunum, á uppgangsárunum að stríði loknu. Ennþá fer afhendingin fram í Los Angeles, en nú hefur sjónvarpið yf- irtekið alla framkvæmd og tæknin er í fyrirrúmi þar sem annars staðar í kvikmyndabransanum. Kvik- myndir einskorðast ekki lengur við hálfrökkur kvikmyndahúsanna, heldur eru þær í daglegri notkun alls staðar í þjóðlífinu. Poppstjörn- ur, íþróttastjörnur og margs konar smástirni hafa dregið nokkuð úr þeim ljóma sem áður lék um hverja þá persónu sem birtist á hvíta tjald- inu. Óskarsverðlaunaveitingin missti nokkuð af aðdráttarafli sínu upp úr 1970. Nú má sjá ýmis merki um að áhuginn sé aftur að aukast, m.a. með tilkomu gervihnattaútsend- inga og gæðakröfur virðast einnig hafa aukist upp á síðkastið. Það má sennilega þakka þeirri tæknifull- komnun, sem hefur gert þennan at- burð að heimsviðburði eða því sem næst. Loksins Newman I ár var það Oliver Stone sem hrósaði sigri í samkeppninni með myndinni „PIatoon“, sem hann gerði um stríðið í Víetnam. Nokkuð skyggði það á gleðina við verðlaunaafhendinguna þegar í Ijós kom að ýmsir af þeim sem fengu verðlaunin voru ekki við- staddir. Þeirra á meðal var leikarinn góðkunni, Paul Newman, sem hef- ur sex sinnum áður verið tilnefndur til verðlaunanna og fékk þau nú loksins fyrir besta leik í karlhlut- verki í myndinni „The Color of Money“. Newman sagðist vera hjá- trúarfullur og þess vegna hefði hann ekki mætt. Sex sinnum hefði hann verið tilnefndur, en ekki feng- ið verðlaunin. Þess vegna sat hann heima í þetta sinn. Woody Allen fékk Óskarsverð- launin fyrir besta kvikmyndahand- ritið að myndinni „Hannah and Her Sisters". Allen hefur áður lýst því yfir að verðlaunin séu merking- arlaus og kannski var það þess vegna sem hann kaus heldur að verja kvöldinu við að spila á klarinet á krá í New York.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.