Tíminn - 26.07.1967, Page 5

Tíminn - 26.07.1967, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 26. júií 1967 5 Svipmyadir úr Danmerkurferð IngóBfur Davíðsson: 25. iúní. Flogið á norrænt búíræðimót í Kaupmannahöfn. Yfir skýjum, maður minn, mörgu er jrá að segja. Litla hafmeyjan. Kryddar lífsins kaleikinn kurteis himinfleyja!! Skoðuð sýning á Bellahpj um kvöldið, gist á Fönix hóteli. Ráðstefnan sett morguninn eft ir í Falconercentret rétt hjá ráðhúsini. á Friðriksbergi og mættu nær 14 hundruð manns frá öllum Norðurlöndunuim. Friðrik konungur viðstaddur. Ráðherra og fulltrúar frá Norð urlöndum fluttu ávörp, Gunnar Árnason fyrir hönd íslendinga. Leikin voru norræn tónldstar- verk, t.d. eftir Grieg og Sibelíus og íslenzikt þjóðlag, raddsett af Sigfúsi Einarssynd. Þegar það hófst, sperrti fólk eyrun, því að þarna var verk með sérkennilegum blæ, öðru vási en allt hitt, sean leikið var. Eftir þennan dag skiptust menn í flokka eftir sérfræði- greinum og voru fyrirlestrar og umræður á mörgum stöðum í einu og ógemingur að taka þátt í öllu. Var mótið allt hið fróðlegasta og bárust ýms- ar nýjungar í tal, sem hag- kvæmt er að kynnast betur síðar. Hið létta og skemmti- lega var heldur ekki vanrækt, þarna var afmælisveizla, mikil og öllum boðið til móttöku í ráðhúsi Kaupmannalhafnar og var margt að sjá í þeim salar- kynnum og veitingar góðar, m.a. öl af tunnum og reyndust margir þaulsætnir við kran- ann! Að loknu mótinu var farið í skoðunarferðir í nokkra daga og ferðaðist minn hópur um þvert og endilangt Jótland og heimsótti tilraunastöðvar að- allega, en einnig var komið á sögufræga og fagra staði. mennirnir hissa, á að heyra, að á íslandi yrði helzt að rækta hann í skjóli. Áður var algengt að nota grenitegundir, einkum hvítgreni, í skjólbelti, en ill- rærndur sveppur hefur stór- skemmt rætur trjánna svo víða, að flestir gróðursetja nú held- ur lauftré í skjólibeltin. Alls staðar sáust rósir í blóma, bæði við býli og meðfram veg- um, þær eru viku fyrr á ferð- innj hér en á Skáni, sögðu Sviar. Hvarvetna sáust kýr á beit, flestar rauðar á Sjálandi, (og svo jerseykýr), eru líka margar flekkóttar eða skjöldótt ar á Jótlandi. Hestar sjást varla, en urmull hunda alls staðar, stórra og smárra. Eru þeir sízt til þrifnaðar, í borg unum. Józku heiðarnar, (sem til orða kom að flytja suma ís- lendinga á í hallæri), sjást nú varla lengur í sinni gömlu mynd. Nú eru þarna akur- lendi og barrskógar. Land er þar víða sviðið og sjást fornir „kappahaugar" á mörgum hól- um. Danir töldu að þar hlyti að hafa verið allþéttbýlt í forn öld, kannski vegna þess, að jarðvegur er sendinn og tiltölu lega auðvelt að vinna hann til rœktunar með fremstæðum verkfærum. Önnur gömul mannvirki, sem mikið ber á eru kirkjur, margar um 800 ára gamlar, flestar hlaðnar úr granítsteinum og margar prýddar fögnum kalkmálverk- málverkum. Þá hefur verið mikil trúar- og kirkjubygg- ingaöld. Sýna flest málverkin at burði úr heilagri ritningu'. Leif ar sjiást líka ævagamalla vfk- ingaborga eða konungaherbúða þar sem konungar hafa hatft setulið og æfingastöðvar. Bygg ingar og fyrirkomulag virðist mjög sniðið eftir fornróm- verskri fyrirmynd, og sýnir að snemma hefur verið verzl- un og samgöngur við Suður- lönd. Frá þessum slóðum hófu e.t.v. Kimbrar og Tevtónar ber- Framhald á bls. 15. Sást vel, hve geysiólík Dan- mörk er íslandi. Þarna var allt grænt hvert sem litið var, flatlendi og öldótt land á víxl, með vötnum og tjörnum hér og hvar, en skóglundi á hæð- um og bæta hin 15—35 metra háu tré talsivert upp fjallaleys- ið í augum okkar íslendinga. Byggið bylgjaðist hvarvetna á stórum ökrum í hægri golunni. Minna er nú um rúg, hafra og hveiti. Kartöflur, sykuiróf- ur og káltegundir einnig mik- ið ræktaðar og viða sáust fagur gular skákir af raps og sinnepi. Þótt veðráttan sé miklu mild- ari í Danimörku en hér, finnst Dönurn ekki veita af sem mestu skjóli og þeir rækta hvarvetna löng skjólbelti til hlífðar ökr- um og görðum og við bóndabæ- ina. Má heita að skógarlund- ur skýli hverjum bæ. og hér bíta kindur ekki hvern nýgræð ing, því að féð er fátt og haft í girðingum. Silfurreynir er al- gengt skjólbeltatré í Danmörku og urðu flestir Norðurlanda Lfósmæðrafélag Rvíkur 25 ára Stjórn LjósmæSrafélagsins. TaliS frá vinstri. Pálína Guðlaugsdóttir, Anna Eiríksdóttir, Helga M. Níelsdóttlr, formaður, Sigríður Classen og Guðrún Halldórsdóttir. Ljósmæðrafélag Reykjavíkur var stofnað 19. júní 1942. Stofn- endur voru sex starfandi Ijósmæð ur í Reykjavík. Fyrsti formaður þess var Rakel P- Þorleifsson. Til- gangur félagsins var eins og segir í 2. grein félagslaga: að auka sam vinnu starfandi ljósmæðra í höf uðstaðnum/ glæða áhuga þeirra á öllu þvi er að starfi þeirra lýtur, svo að þær á hverjum tima séu hæfar til að gegna þeirri köll un, sem þeim er ætluð. Þessi tuttugu og fimm ár, sem liðin eru frá stoínun félagsin hafa ljósmæður unnið að hags- munamálum sínum og félagsins, reynt að bæta aðstöðu mæðra og barna með ýmsum hætti. Nægir að nefna stofnun Heimilishjálpar í Reykjavík, sem Reykjavíkur- horg rekur í samvinnu við ljós- mæður, Stofnað var mæðraheim- ili í Reykjavík fyrir einstæðar mæður og starfaði það í nokkur ár, en var ftfðan lagt niður vegna búsnæðisleysis. Líknar- og menningarsjóður ljósmæðra var stofnaður árið 1949 til styrktar fátækum ljósmæðrum, til að kosta þær til náms erlendis, sá sjóður hefur vaxið hægt, en á þessu ári standa vonir til að bæði ljósmæðrafélögin sameini sjóði sína. Ættu þeir þá að koima að meira gagni. Ljósmæðrafélagið hefur haldið basar og merkjasölu ár hvert til þess að efla hag félagsins. Fyrir dugnað og fórnfýsi Ijósmæðranna stendur hagur þess með miklum blóma. Fest voru kaup á húsi í Hveragerði árið 1958 og hefur þar verið síðan hvíldar- og sum arheimili ljósmæðra. Ljósmæðrafélagið bauðst til að sjá um viðgerð og viðhald á húsi Þorbjargar Sveinsdóttur ljósmóður, ef borgaryfirvöldin létu flytja það að Árbæ. Var ætlunin að koma þar upp safni og vildu margir gefa því eða veita því annan stuðning. Því miður varð ekkert af þeirri fyrirætlun. Húsið ar molað og ekkert eftir af því nema ljós myndir. Félagið hefur gefið fé til líknar stofnana kr. 10.000.00 til Hallveig arstaða kr. 10.000.00 til Bania- spítalasjóðs Hringsins. Þessu fé átti að verja til að styrkja börn, sem þurfa að leita lækninga er- lendis. Nú í tilefni afmælis félagsins gefa ljósmæðurnar kr. 5.000.00 í Utanfararsjóð hjartveikra barna. Einnig hefur verið ákveðið að gefa kr. 3.000.00 í Freyjusöfnun ina og fleiri smágjafir. Ljósmæðrafélagið hefur reynt að stuðla að því, að ljósmæður fylgóust með framförum og nýj- ungum í fæðingarhjálp og með- ferð ungbarna. Margir læknar og ljósmæður hafa flutt erindi á fundum félagsins og sýnt félaginu mrkinn áhuga og góðvild. Stefnumál Ljósmæðrafélagsins eru ekki leyst í eitt skipti fyrir öll, því að ný viðhorf skapast, Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.