Tíminn - 01.08.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.08.1967, Blaðsíða 9
ÞBIÐJUDAGUR 1. ágúst 1967. 9 Utgefandi: FKAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þorarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriBi C Þorsteinsson Pulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- búsinu. símai 18300—18305 Skrifstofur' Bankastræt) 7 Af- greiaslusím) 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Ásknltargjaid kr 105.00 á mán tnnanlands. — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA n. f. Að blekkja eða stjórna Fyrir kosningarnar i vor var það glæsilegasti fjaður- skúfurinn í hatti ríkisstjórnarinnar — og veifað óspart — að þjóðin ætti tvo milljarða króna í gjaldeyrisvara- sjóði. Þótt vitað væri, að verulega hefði saxazt á þann sjóð á kosningadaginn, var því iítt flíkað. Nú hafa þær upplýsingar Hagstofunnar venð birtar, að viðskipta- jöfnuður við útlönd hafi verið óhagstæður um 1,5 milljarða kr. á fyrri helmingi þessa árs. Sézt á því, hve mikill hluti sjóðsins er nú eyddur. Sjórnarblöðin flíka þessu ekki mjög en mikla hins vegar í löngum greinum, hve árferðið sé illt, og þetta allt því að kenna. Það virðist heldur ekki valda þeim teljandi áhyggjum, að innflutningurinn er nú 200 millj. kr. meiri en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir stórminnkaðan gjaldeyri. Gott máltæki segir, að á skuli að ósi stemma. Þessa þróun mála hefur mátt sjá tyrir allt þetta ár a.m.k. En ríkisstjómin lifir ekki eftir máltækinu. Hún lézt ekki sjá hættuna í efnahagslífinu og hugsaði um það eitt að btekkja fyrir kosningarnar og reyna að telja fólki trú um að allt væri í stöku lagi. Og allt þetta sumar hafa ráðherrarnir varla sinnt öðru en sólskini og suðrænni löndum. Þeir, sem stjórna bregðast við á annan hátt, þegar efnahagsvandi gerir vart við sig. Kanslari Vestur- Þýzkalands aflýsti opinberri heimsókn til annars lands. Forsætisráðherra Breta lét lýðhyllina lönd og leið, þegar ský dró á loft. Þeir töldu skyldu sma að reyna að stjórna. fslenzka ríkisstjórnin telur nóg að blekkja og gera svo ráðstafanir í haust, án þess að hafa sagt þjóðinni sann- leikann. Þeir sem þora það ekki. eru óhæfir stjórnendur. Val eða handahóf Forystugrein Morgunblaðsins i gær heitir: „Er hægt að gera allt í einu?“ Þessari gildu spurningu svarar blaðið neitandi og rökstyður svarið með ýmsum hætti réttilega. Þjóð, sem á svo margt og mikið ógert, getur ekki gert allt í einu. Þess vegna verður hún að velja og hafna á hverju ári, velja það, sem brýnust þjóðar- nauðsyn er að koma fram og sjá um, að það komizt fram. en hafna í bili því, sem oft og einatt er að vísu mjög æskilegt, en liggur ekki eins mikið á. Allar þjóðir með sæmilegt stjórnarfar beita vali, þegar ekki er unnt að gera allt í einu. Þær velja sKipulag en hafna handa- hófi. Það gerir hver hygginn maður í einkalífi einnig. „Viðreisnar“-stjórnin svonefnda hafnaði öllu vali eða niðurröðun verkefna og kallaði allt slíkt höft. Hún þótt- ist vilja hafa einhverja sjáltsatereiðslr á því, sem gert væri, og sagði að þá mundi altt blómstra og þroskast eðlilega eftir gamalkunnum og þrautreyndum íhaldslög- málum. Hún setti handahófið ’ hásætið og uppskeran varð sú ringulreið, sem við höfum búið við. Ýmislegt hefur verið gert á liðnum árum. því er sízt að neita, en því miður ekki eftir skynsamlegu vali á þvi, sem brýnast’ var. Þess vegna kemur það ekki að nægu haldi, sem gert hefur verið, og þess vegna brópar nú það, sem nauðsyn- legast var að gera. en hefur verið látið ógert á veldis- dögum handahófsins, nærra en nokkru sinni fyrr. Nú blasir þetta svo vel við. að jafnve) Morgunblaðs- menn sjá og segja vandræðalega, að ekki sé hægt að owa allt i einu. Sú játning er fvrsta skref til skilnings, en stígur stjórnin næsta skref — að hafna handahófinu en hlíta vali þjóðarnauðsynjar? TIMINN r—1 JAMES RESTON: Samframboð Rockefellers og Reagans farið að bera á góma HÉR í Washington berst nú æ aftar í tal meðal manna, að þeir Rockefeller og Reagan kunni að verða boðnir fram saman við nœstu forseta kosningar. Fyrir einum mánuði var ekki gert ráð fyrir að þetta gæti komið til rnála, en nú er sagt, að þetta sé ósennilegt, en gæti eigi að síður gerzt. Allt mælir gegn fram'boði þessara tiveggja manna saman annað en það eitt, að þeir kynnu að geta borið sigur úr býtium. Þetta er ofurlítið svip að framboði þeirra Kenned ys og Jofmsons árið 1960, en hvorugur þeirra taldi það sennilegt, u«z báðir féltust á síðustt, stundu á að Demokrata flokkurinn kynni að missa af sigrinum ef framboði yrði hag að á annan veg. Enn hefur ekki komið fyr ir, að neinn frambjóðandi hafi tapað í New York að Kali- forníu og samt verið kjörinn til forseta. Þarna er að finna fótinn fyrir sögunni um þetta undarlega framboð. Og svo vill einmitt til að Demókrataflokk urinn á í illvígum deilum inn byrðis í þessum tveimur mik- ilvægu fylkjum. Þess má einndg minnast sam tímis, að Republikanaflokk- urinn bar sigur úr býtum í fylkisstjórakosningunum í Pennsylvaniu, Ohio, Miehigan, Minnesota, Maryland og Fdor- ida. Ætti því að vera auðvelt að skilja, hvers vegna hinir 2'5 fylkisstjórar flokksins eru að minnsta kosti farnir að tala í sinn hóp um nauðsyn .,einingarframboðs.“ AUÐVITAÐ halda stuðn- ingsmenn þeirra Rockefellers, og Reagans hvors um sig því enn fram, að allt of margt, þurfi að breytast til þess, að unnt sé að koma í kring svo ólíklegri samvinnu andstæðra afla. Þeir George Romney fylk isstjóri í Miohigan og Ridhard Nixon fyrrverandi varafor- seti þyrftu til dæmis að sjá hvor fyrir öðrum í baráttunni við undirbúning forseta- framboðsins. Flokksstefna Republi'kana yrði og að reyn ast orrustuvöllur jafnsterkra, andstœðra afla, þar sem fram farasinnar og afturhaldsmenn hefðu hvog.urir bolmagn til þess að knýja fram meiriihluta fylgi síns uppáhaldsskjól- stæðings. En viðvarandi sundrung i fimm eða sex atkvæðagreiðsl um er alls ekki ómöguleg, þegar um Republikanaflokk- inn er að ræða. Á flokks Stefnunni árið 1964 kom í ljós, að þar virðist allt mögulégt geta komið fyrir. Og ekki verður séð að neitt mæli móti því, að prófkosningarnar, kunni að gera keppnina enn óvissu en nú ríkir um framboð óvissu en r.ú ríkir um framboð ið. Republikanar eru ákaflega fáorðir um hugsanlega fram- bjóðendur eins og sakir standa. Þetla eiti úi ai' fvrir sis vekur Reagan. deilur. En hvort sem um ráð- inn hug eða tilvdljun er að, ræða, þá er stefna flokksins í þinginu svo alátta og óljós, að unnt vœri að samræma hana, hvaða framboði sem hugsazt gæti, að ofan á yrði á flokks stefnunni að sumri. REPUBLIKARARNIiR í þing inu eru bæði með og móti Johnson að því er Vietnam varðar. Annan daginn eru þeir með auiknum loftárásum og hinn næsta á móti þeim. Þeir eru fylgjandi jafnréttinu, auknu átaki í kennslumálum, aðstoð við fátæka og aðstoð við stórborgirnar. En stuðningur þeirra við þessi mál er svo miargví'Slegur og óljós, að þeir geta samhæft áform sín hvort heldur er óskum Reagans eða Rockfellers. Áform þing- mannanna eru slik meistara- stykki að mótsögnum, að þau hœfðu ágætlega samfram- boði þeiirra Reagans og Rocke- fellers. En Republikanar hlaða fyrst og fremst erfiðleikum að höfði Joihnosns forseta og erfiðleik- ar hans eru orðnir ærnir að vöxtum. Þeir minnast þess til dæmis vel, hve Kennedy vann Nixon mjkið tjón í kosninga baráttunni 1960 með því að halda fram, að álit þjóðarinn- ar og áhrif út á við færu rén- andi. Sagnfræðingar og aðrir sérfræðingar Republikana- flokksins eru þvi önnum kafn ir við að athuga athafnaferil Rockefeller Joihnsons forseta erlendis, og hvert, sem þeir líta, Klasir við hentugt efni. Þarna er ekki eingöngu um styrjöldina i Vietnam að ræða. Eina vikuna var viðfangsefnið umræður Vestur-Þjóðverja um að skera niður framlög sín til vamamála. Nú eru það fyrir- ætlanir Breta um að hverfa á burt úr Asíu smátt og smátl Stundum þykja vestræn áhrif hafa rénað stórlega í Austur löndum, bæði nær og fjær, oa svo er auðvitað de Gaulle, — þó nú væri. Árið 1960 var enn tnnt að tala um sameiginlegar ráð- stefnur um samræmda stefnu í samtökunum umhverfis Atl- antshafið. Republikarnir eru nú búnir að koma sér upp annarri afstöðu í þessum mál- um. Þeir telja sig sjá fram á aukið mikilvægi utanríkis- stefnunnar, heyra undirgang eyðileggingarinnar alls stað ar og sjá fnam á það mikla erfiðleika heima fyrir, að sam einarður flokkur ætti að hafa góða sigurmöguíleika MEiGINSPURNINGIN er þó, hvort afturhaldsmenn fylgi Rockefeller á þessum grund- velli. í þeirra augum er höfuð galli hans sá, — auk þess að vera eyðsluseggur, áætlunar- maður, „dulbúinn demokrati" og „svikari við stétt sína“. — að hann vildi ekki látast taka þátt í einingunni um Goldwat- er árið 1964. Þá hefir einnig hvarflað að sumum þeirra, að sé Rockefeller nú loiksirrs reiðu búinn að taka þátt i „einingu" þá kynni hann að fást til að vijja verða varaforsetaefnj með Reagan. Þetta er sýnilega óþægilegt atriði og enginn skyldi gera of lítið úr sjálfsmorðshneigð Republikanaflokksins. En hug- myndin um framboð Rockefell ers fellur einhverra hluta vegna ekki í gleymsku, þrátt fyrir þá mögnuðu andstöðu, sem hann á að mæta í sdnum eigin flokki. Hann býr yfir reynslu í meðferð utanriikis mála og hins grimmilega vanda stóru ríkjanna. Hann á rík ítök i óánægðu öflunum í semokrataflokknum, meðai menntamannanna, verkalýðs- samtakanna, svertingjanna o.s. frv. Og leiðin til sigurs hlýtur sýnilega að liggja um hin stófu, norðlægu fylki, þar sem Repuhlikanar fara með völdin í stjórnmáli.'num. Og enn kemur tll, að Reag- an er meira að segja mikið gefinn fyrir að tala um „ein- ingu“. Hann er frjálslyndari i athöfnum sínum í Sacramento en hann lét í orði í baráttunn* við Pat Brown. Flokikurinn ei sem sagt allur á tvístringi enn á ný. Hann hefur sigurmögu- leika, ef hann getur sameinazt, einkum pó ef hann getux tryggt sér meirihluta í New York og Kaliforníu, og það eitt út af fyrir sig er að minnsta kosti nægilegt tilefni til að hug leiða það óhugsanlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.