Tíminn - 16.08.1967, Qupperneq 9

Tíminn - 16.08.1967, Qupperneq 9
MIÐVTKUDAGUR 16. ágúst 1967. 9 TÍMINN Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Kramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Heleason og indriði G Þorsteinsson Pulltrút ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur • Eddu- búsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323 Auglýsingasimi 19523 AOrar skrifstofur. sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands - t tausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b. t Útivistarþörfin og skipulag landsins Áður hefur verið rætt hér í blaðinu um nauðsyn þess að gera skipulagsáætlun í stórum dráttum um hag- nýtingu landsins all langt fram í tímann. í sumar hefur þess gætt bæði í ræðu og riti að áhugi og skilningur á þessu máli er vaxandi. í þessu máli þarf fleiri sjónarmið að hafa í huga þegar dr.egnir eru megindrættir í heildarskipulag lands- ins en þau, sem lúta að landbúnaði. Við eigum mörg og stór verkefni framundan við að bæta landið. Öll eru þau verkefni skyld og miða að því að gera landið arð- bærra, fegurra og betra og hjartfólgnara heimkynni íbúum þess. Þó má segja að verkefnin séu næsta ólík A.m.k. virðist svo hafa verið álit þeirra, sem löggjöf hafa sett á undanfömum áratugum um þá aðila, sem að þess- um málum hafa unnið hér á íandi, svo sem skógiækt,' landgræðsla, náttúruverndarráð, ferðamálaráð, veiðimála stofnun o.fl. Með þessum stofnunum höfum við stigið fyrstu sporin og tekizt á við nokkurn hlúta verkefnanna. en öðrum höfum við iítið sinnt ennþá og sumum ekkert. Það þarf að sameina krafta peirra aðila, sem að þessum málum vinna, samræma átök þeirra og sinna um leið fleiri verkefnum og mikilvægum, sem vanrækt hafa ver- ið. Með hvaða hætti það yrði farsælast gert skal látið ósagt að sinni en með góðum vilja mætti finna heppileg- asta formið. Við þurfum að gera okkur grein fyrir í stórum dráttum, hvernig við viljum láta byggðina þróast sem heppilegast með tilliti til nýtingar landsins og gæða þess. Hvaða svæði eru bezt fallin tii landbúnaðarframleiðslu, hver til afréttarlanda, hvar á að beina kröftunum mest að landgræðslu og hvar til skógræktar. Þetta þarf að íella sem bezt að þéttbýlismyndun í landinu, þar sem við teljum að hún verði mest á næstu áratugum. Með þéttbýlismynduninni skapast nýtt og hraðvax- andi verkefni í þessum málum, hvað snertir nýtingu og framtíðarskipulag landsins. Það er að fullnægja þörf íbúa þéttbýlisins til útivistar á fögrum stöðum í náttúr- unni, tryggja óhefta umferð nins almenna borgara um fagra staði og aðstöðu hans til viðlegu þar auka stang- veiði í vötnum með fiskirækt öryggisgæzlu á fjölsótt- ustu stöðum og fl. í tillögu, sem Helgi Bergs og fl fluttu á síðasta þingi um umráðarétt ríkisins yfir ónotuðu landi, sögðu flutn- ingsmenn m.a. i greinargerð: „Þó að hagkvæm nýting landsins til landbúnaðar sé í þessu sambandi aðalatriðið, er fjölmargt fleira, sem hafa verður > huga. Sífellt þarf meira land til ýmissa annarra þarfa þjóðfélagsins. ekki aðeins fyrir iðnað og þéttbýlismyndun, heldur barf einnig sívaxandi fjöldi bæjarfólks að hafa skilyrði til heilbrigðrar útivistar og samskipta /ið náttúru landsins. Það má ekki verða til- viljunum undirorpið" Það má ekki dragast að endurskoða þessi mál í heild, þar sem fullt tillit er tekið til r.essp sjónarmiðs, sem allt of lítið hefur verið sinnt ennþa. ERLENT YFIRLIT Johnson heíur látið undan fálk- unum og aukið loftáráslrnar Samningaviðræður um Vietnam eru f jarlægari en áður. QM FYRRI helgi upplýstu sKeðanakannanir í Bandaríkjun um, að í fyrsta sinn síðan ■Johnson varð forseti, væri meiri hluti almennings óá- nægður með styrjaldarrekstur- inn í Vietnam. Um 52% þeirra, sem voru spurðir, lýstu óá- nægju sinni yfir því, hvernig forsetinn ræki styrjöldina, 33% lýstu fylgi við stefnu for- setans, en 15% tóku enga af- stöðu. Fyrir réttu árj lýstu aðeins 35% þeirra, sem spurðir voru, óánægju sinni yfir því, hvern- ig forsetinn hagaði styrjaldar- rekstrinum. Mikil breyting hef- ui ovi orðið síðan, og mest hefu- hún orðið seinasta mán- uðinn. Fyrir mánuði voru þeir, sem voru óánægðir með styrj- aldarreksturinn. 43% þeirra, sem spurðir voru ÞAÐ FER hins vegar fjarri því, að þeir, sem eru óánægðir með styrjaldarreksturinn, séu sammála um það. hvernig heir vilja láta haga honum. Milli þéirra stendur þvert á móti aðaldeilar um það, hvernig haga beri rekstri styrjaldarinn- ar Þeir skiptast í tvo hópa og gengur annar hópurinn undir nafninu fálkar en hinn undir nafninu dúfur Fálkarnir vilja láta auka styrjaldaraðgerðir, einkum vilja þeir láta herða loftárásir á Norður-Vietnam. Sumir þeirra, eins og t.d. Ford, formaður republikana í fulltrúa deildinni, vilja til viðbótar leggja hafnbann á Norður-Viet nam, enda þótt þvi fylgi að stöðva siglingar rússneskra skipa þangað, en það mundi leiða til beinna átaka milli Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna- Fálkarnir seeja sð <mkn ar loftárásir muni þvinga Han- oistjórnina að samningaborð- borðinu. Dúfurnar vilja hins vegar draga úr styrjaldarrekstr inum og þó einkum hætta eða fresta loftárásum á Norður-Viet nam, því að þeir treysta á, að það muni leiða til þess, að Han oi-stjórnin fallist á samninga- viðræður, en hún sé ófáanleg til þess meðan haldið sé uppi loftárásum á Norður-Vietnam Mjög fáar dúfur eru fylgjandi því, að Bandaríikin dragi síg alveg frá Vietnam, án samn- inga. Helztu leiðtogar dúfn- anna hafa verið þeir öldunga- deildarþingmennirnir Fulbright og Kennedy, en New York Tim es hefur verið aðalmálgagii þeirra. Johnson forseti hefur fylgt þeirri stefnu að fara nokkurn veginn bil beggja milli fálka og dúfna. Þess vegna hefur hann látið halda uppi svoköll uðum takmörkuðum loftárás- um á Norður-Vietnam. Þegar herstjórnin í Vietnam fór ný- lega fram á, að fá a. m. k. 100 þús. manna herlið til við- bótar, ákvað Johnson að senda aðeins 45—50 þús. Þessi meðal vegur Johnsons virðist fram HATFIELD að þessu hafa notið fylgi meiri hluta amerískra kjósenda. FYRIR NOKKRU síðan skip aði hermálanefnd öldungadeild arinnar undirnefnd til að skila áliti um loftárásirnar á Viet- nam- Álit þessarar undirnefnd- ar var birt í síðastl viku. Nefndin eða meiriihluti henn- ar lagði til, að loftárásirnar á Norður-Vietnam yrðu auknar. Meðai þeirra öldungadeildar- þingmanna, sem lýstu sig fylgjandi auknum lofárásum, voru demókratarnir Stennis frá Missisippi, Jackson frá Wash- ington og Cannon frá Nevada og republikanarnir Miller frá lowa og Thurmond frá South Carolina. Vitnisburður Sharp flotafor- ingja, yfirmanns Bandaríkja- hers á Kyrrahafi, mun hafa haft mikil áhrif á nefndina. Vitnisburður hans var sá, að það jnyndi mjög lama hernaðar þrótt Norður-Vietnam og draga úr ílutningum þaðan til Suður-Vietnams. ef loftárásirn ar yrðu látnar ná til fleiri staða. Það er nú komið í ljós, að Johnson forseti hefur gengið til móts við þetta sjónarmið nefndarinnar, a. m. k. að mjög verulegu leyti Seinustu daga hafa verið gerðar loft- árásir á ýmsa nýja staði í Norður-Vietnam, einkum na lægt iandamærum Kína. en Bandaríkjastjórn hefur ekki viljað láta gera árásir á þá áður af ótta við, að þau mis tök gætu orðið, að loftárásir yrðu gerðar á staði í Kína vegna mistaka. DUFURNAR haía ekki látið á sér standa að mótmæla þess um auknu loftárásum. Þeir telja að hér sé um að ræða útfærslu á styrjöldinni, sem aukd hættuna og útiloki samn- ingaviðræður. Meðal þeirra, sem þegar hafa fordæmt hin- ar auknu árásir, eru Mansfield, formaður demókrata í öldunga deildinni- og Fulbright, for- maður utanríkismálanefndar deildarinnar. Margt bendir til, þótt John son hafi metið það öðruvísi, að dúfurnar hafi heldur verið að vinna á undanfarið. Meðal þingmanna, sem nýlega hafa gengið í lið með þeim má nefna öldungadeildarþingmenn ina Franek Lausche frá Ohio og Symington frá Missouri, en þeir voru báðir taldir fálk ar áður. Þeir hafa nýlega lagi til. að hætt verði loftárásum á Norður-Vietnam til að freista þess að koma á samningavið- ræðum. Það hefur ýtt undir þetta viðhorf, að Bandaríkja- stjórn hefur viðurkennt, að Kosygin hafi lýst þeirri skoð un sinni, er hann ræddi við Johnson, að Hanoistjórnin myndi fljótlega fallast á samn mgaviðræður eftir að loftárás- um á Norður-Vietnam yrði hætt, en að hún væri ófáan leg að samningaborðinu meðan þeim væri haldið áfram. Þeir Lausche og Symington eru báðir demókratar Af hálfu repubUkana í öldungadeildinni, sem hafa lýst sig mótfallna loft árásum á Norður-Vietnam, má nefna þá Cooper frá Kentucky og Aiken frá Vermont. í þeim hópd er einnig að finna hina ungu efnilegu öldungadeildar- þingmenn republibana, Percy frá Illinois og Hatfield frá Oregon. Mikla athygli hefur það vak ið, að þekktur katólskur bisk- up, Fulton J Sbeen. hefur ný- iega bvatt Johnson til að kveðja Bandaríkjaher heim frá Suður-Vietnam. Þá hefur einn þekktasti fyrrv. hershöfðingi Bandaríkjanna, Gavin, sem Kennedy skipaði sendiherra í París, eindregið lýst sig mót- fallinn loftárásum og jafnframt tekið fram, að hann muni ekki styðja Johnson í forsetakosn- ingunum næsta ár. Johnson forseti virðist hins vegar ekki líta svo á, að dúf- urnar séu að vinna á i Banda ríkjunum en hann lætur oft stjórnast helzt tii mikið af stundarviðhortfi almenningsálits ins- Þess vegna hefur hann lát ið að vilja fálkanna og aukið loftárásirnar á Norður-Viet- nam- ÞJ».

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.