Alþýðublaðið - 22.04.1987, Side 3

Alþýðublaðið - 22.04.1987, Side 3
Miðvikudagur 22. april 1987 3 VIÐREISN VELFERÐARRÍKISINS NÝSKÖPUN IEFNAHAGSLÍFINU Stefnumál við Alþingiskosningar 1987 Alþýðuflokkurinn átti mikinn þátt í mótun þess velferðarríkis sem íslendingar nú búa við. Meginmarkmið velferðarríkis- ins eru enn í fullu gildi, en stöðugt verður að leita nýrra leiða að þeim. Því vill Al- þýðuflokkurinn beita sér fyrir umfangs- mikilli endurnýjun og eflingu velferðarrík- isins, samhliða framförum í efnahagsmál- um, til að nálgast enn betur markmiðin um frelsi einstaklinga, jöfnun lífskjara, fulla atvinnu og afkomuöryggi allra í réttlátu og mannúðlegu þjóðfélagi, þar sem einstak- lingarnir búa í samlyndi við mannlega reisn. Alþýðuflokkurinn hefurþá sérstöðu íís- lenskum stjórnmálum að leggja áherslu á hvort tveggja: öflugt velferðarríki og sam- hjálp fyrir heimilin, og frjálsa samkeppni og markaðshœtti í atvinnulífinu. Velferðar- ríkið á að bœta lífskjörin og jafna þau, en samkeppni í atvinnulífinu og nútímalegir viðskiptahœttir veita fyrirtœkjunum að- hald og örva framfarir í efnahagsmálum. Á undanförnum áratugum hefur ríkis- valdið ítrekað leiðst iít í sérhagsmuna- vörslu í atvinnulífinu og komið á margvís- legri vernd fyrir einstök fyrirtœki og at- vinnugreinar. Slíkt velferðarkerfi fyrir- tœkjanna dregur úr ábyrgð eigenda og stjórnenda og þvíaðhaldi sem nauðsynlegt er í atvinnulífinu. Það skekkir ráðstöfun fjármuna og viðheldur úreltum atvinnu- og stjórnarháttum. Þróttmikið atvinnulíf verður ekki byggt á opinberri forsjá og vernd yfir vaxtabroddum gœrdagsins. Þess vegna er nauðsynlegt að endurskilgreina hlutverk ríkisvaldsins í efnahagslífinu, draga úr letjandi afskiptum og efla sam- keppni, aðhald og endurnýjun atvinnulífs- ins. Hér á eftir er lýst helstu áhersluatriðum Alþýðuflokksins í kosningabaráttunni fyr- ir alþingiskosningarnar 1987. I. Viðreisn velferðarríkisins: Sanngjörn tekjuskipting og afkomuöryggi Einfalt og réttlátt skattakerfi Núverandi skattakerfi er ranglátt og þjónar illa tilgangi sín- um. Enn hefur lítið verið gert til að vinna bug á stærstu göll- um skattakerfisins. Staðgreiðsla skatta er jákvætt skref, en hún er þó aðeins eitt af fjölmörgum skrefum sem taka þarf. Alþýðuflokkurinn gerir heildarendurskoðun, einföldun skattakerfisins og aðgerðir gegn skattsvikum að forgangs- verkefnum nýrrar ríkisstjórnar. Skattakerfið þarf að afla ríki og sveitarfélögum nauðsynlegra tekna til sameiginlegra verk- efna landsmanna á þann hátt, að allir — einstaklingar jafnt sem fyrirtæki — leggi sitt af mörkum. Sníða verður skatta- reglur á þann veg, að álagning verði réttlát en jafnframt skil- virkari en nú er. Skattakerfið á ennfremur að stuðla að jöfn- un lífskjara í þjóðfélaginu. Þessum markmiðum verði náð með því að fækka undan- þágum og sérreglum, afnema álagningu á almennar launa- tekjur og hækka skattfrelsismörk með aukningu persónuaf- sláttar og barnabóta. Auk þessa er eðlilegt að tekjur af eign- um sem eru umfram venjulegar eignir almennings verði skatt- lagðar eins og tekjur af atvinnu. Kanna á hvort setja eigi sér- stakt skattþrep á mjög háar tekjur. Sérstaklega þarf að tryggja í nýju skattakerfi að skattaf- sláttur færist að fullu milli hjóna, húsnæðisbætur og sjó- mannaafsláttur verði að minnsta kosti jafn gildar því sem nú er, og að tekið verði tillit til sérstakra aðstæðna námsmanna sem eru að hefja störf að loknu námi. Skattlagning atvinnurekstrar verði endurskoðuð, þannig að atvinnurekendur og fyrirtæki beri meiri og jafnari skatta en nú er. Heimildir til að draga frá tekjum fyrirtækja vara- sjóðs- og fjárfestingarsjóðstillög, niðurfærslu vörubirgða og útistandandi krafna verði verulega takmarkaðar um leið og skatthlutfall lækki. Launaskattur og tryggingariðgjöld at- vinnurekenda verði samræmd og leggist eins á allar atvinnu- greinar. Virðisaukaskattur leysi söluskatt af hólmi. Tryggt verði að neysluskattar leggist ekki með meiri þunga á almennar launa- mannafjölskyldur en nú er. Álagningu virðisaukaskatts verði hagað þannig að hann innheimtist betur en söluskattur. Fram fari heildarendurskoðun á tekjustofnum sveitarfé- laga, sem gerði verði í samráði við þau. Samhliða þessari breytingu færist ný verkefni til sveitarfélaganna. Þessi breyt- ing verði hluti af heildarendurskoðun á tekjustofnum sveitar- félaga sem gerði verði í samráði við þau. Markmiðið verði að auka fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga og þar með vaid- dreifingu í íslensku þjóðfélagi. Við endurskoðun skattakerfisins verði lögð áhersla á að loka skattsvikaleiðum og bæta leiðbeiningar af hálfu skattyf- irvalda. Lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn Lífeyrismál landsmanna eru í ólestri og lífeyrisréttindum misskipt. Lifeyrissjóðir eru afar margir og starfa eftir ólíkum reglum, auk þess sem þeir eru misjafnlega í stakk búnir til að tryggja sjóðfélögum lífeyrisréttindi. Alþýðuflokkurinn vill samræma og jafna réttindi fólks með því að koma á fót einum Iífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Sjóðurinn verði deildskipt- ur eftir landshlutum. Hver deild starfi sjálfstætt hvað varðar ávöxtun fjárins og fjárfestingar, til dæmis í atvinnulífi, en deildirnar starfi saman sem einn sjóður hvað varðar lífeyris- réttindi. í sameiginlegum sjóði verði betur tryggð eðlileg áhættudreifing lífeyrisréttinda en nú er, auk þess sem ráðstöf- unarfé deildanna mun betur nýtast til atvinnuuppbyggingar í viðkomandi landshlutum. Með þessari breytingu í lífeyrismálum landsmanna verður lífeyriskerfið tvíþætt. Almannatryggingar munu áfram greiða grunnlífeyri, sem verður áháður tekjum á starfsæv- inni. Lífeyrissjóður allra landsmanna greiðir síðan lífeyri sem fer eftir greiðslu iðgjalda af starfstekjum. Hinn nýi deildskipti lífeyrissjóður taki til starfa í ársbyrjun 1990. Fram til þess tíma verði unnið að samningum um sam- einingu núverandi sjóða. Við stofnun sjóðsins verði tryggt, að allir haldi þeim réttindum, sem þeir hafa þegar áunnið sér. Meðal annars verði tryggt, að opinberir starfsmenn, sem hafa haft lægri laun til lengri tíma vegna betri lífeyrisréttinda, beri ekki skarðan hlut frá borði við þessa breytingu. Samhengi lífeyris frá almannatryggingum og frá lífeyris- sjóðum og skattlagning lífeyris verði endurskoðun, m.a. til að tryggja að aukin réttindi skili auknum ráðstöfunartekjum til lífeyrisþega. Taki Alþingi ekki þegar á þessu máli, telur Alþýðuflokkur- inn að skjóta eigi málinu undir dóm fólksins í landinu í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Endurskoðun almannatrygginga Almannatryggingar eru einn af hornsteinum velferðar- þjóðfélagsins. Alþýðuflokkurinn átti mestan þátt í að móta heildarlöggjöfina um almannatryggingar. Síðan þá hafa mörg framfaramál bæst við á þessu sviði. Alþýðuflokkurinn vill að áfram sé haldið á þeirri braut að auka félagslegt rétt- læti og jöfnuð í þjóðfélaginu með almannatryggingum, en þær ekki skornar niður eins og ýmsir hafa krafist. Ljóst er að með þeirri endurnýjun á sviði lífeyrismála sem greint er frá í lið 2 verður þörf á að endurskoða ýmsa þætti almannatrygg- inga. Einnig er ærin ástæða til að einfalda reglur trygging- anna og stefna ber að því að samanlagður lífeyrir almanna- trygginga og lífeyrissjóðs allra landsmanna verði ekki Iægri en lágmarkslaun Alþýðusambandsfélaga. Aukin áhersla verði lögð á hlutverk tryggingakerfisins í tekjujöfnun í þjóð- félaginu. Meðal sérstakra atriða sem stefnt er að er endurskoðun ör- orkumats, bæði fyrirkomulag þess og upphæð bóta. Nauð- synlegt verður einnig að samræma örorkumatið við örorku- lífeyri lífeyrissjóðs allra landsmanna. Unnt verði að áfrýja úr- skurðum um örorkumat til hlutlauss aðila. Framfærslulög verði endurskoðuð og félagsleg aðstoð sveitarfélaga og almannatryginga verði samræmd. Fæðingar- orlof verði lengt í áföngum og réttur heimavinnandi fólks til fæðingarorlofs, sjúkradagpeninga og lífeyris verði aukinn. Tannlækningar verði felldar undir tryggingakerfið í aukn- um mæli. Tryggingakerfið í heild verði einfaldað og hagkvæmni i rekstri aukin, samhliða því að fjármögnun almannatrygginga verði endurskoðuð. Daglaunastefna — stytting vinnutíma á fullum launum og aukin afköst Alþýðuflokkurinn vill að gert verði átak, í samráði við að- ila vinnumarkaðarins, um að draga úr yfirvinnu uns því marki verði náð að heildarlengd vinnutíma launafólks á ís- landi verði svipuð og í nágrannalöndunum. Lækkun yfir- vinnutekna verði bætt við hækkun dagvinnulauna samhliða því að markvissari stjórnun leiði til aukinna afkasta í at- vinnulífinu. Með þessu verða lífskjör stórlega bætt, fjöl- skyldulíf eflt og dregið úr launamismun í landinu. Hvergi á Vesturlöndum vinnur fólk jafn langan vinnudag og á íslandi. í nágrannalöndunum er víða unnið að því að stytta vinnuvikuna úr 42 stundum i 40 stundir, ef ekki í 37— 38 stundir. Umfangsmikil yfirvinna er lítt þekkt annars stað- ar á Norðurlöndum. Á íslandi vinnur þorri launafólks upp undir 50 stunda vinnuviku og umtalsverður hópur skilar miklu lengri vinnutíma. Vitað er að eftir því sem vinnutími lengist dregur úr afköst- um við vinnu. Rannsóknir í nágrannalöndunum benda til þess, að við styttingu vinnuviku, til dæmis úr 42 í 40 stundir, aukist afköst. í yfirvinnubanninu 1977 gerði VSÍ könnun á áhrifum yfirvinnubannsins á afköst í fyrirtækjum. í ljós kom að í 85% fyrirtækja þar sem yfirvinna hafði verið stöðvuð tókst að halda sömu afköstum eða auka þau. Með því að fella hluta af yfirvinnulaunum inn í dagvinnu- laun samhliða því að úr vinnutíma sé dregið ætti að vera mögulegt að bæta kjör þorra launafólks án þess að hætta sé á verðbólguhvetjandi launaþenslu. Aukning afkasta á unna vinnustund myndi að sama skapi tryggja getu fyrirtækja til að greiða álika há laun fyrir dagvinnu eins og þau greiða nú fyrir mun lengri vinnutíma. Ljóst er að slík breyting á vinnutíma og launastefnu þyrfti mikinn undirbúning og rannsóknir á séraðstæðum einstakra atvinnugreina. Samstarf aðila vinnumarkaðarins og ríkis- valdsins er nauðsynleg forsenda þess að slíkri breytingu, sem er Iöngu tímabær, verði komið á. Stytting vinnuvikunnar með þessum hætti myndi færa vinnu og lífskjör á íslandi í það horf sem er í nágrannalönd- unum. Su kjarabylting sem þessi leið felur í sér er líkleg til að stuðla að meiri stöðugleika í þjóðfélaginu, efla fjölskyldulíf, bæta vinnusiðgæði, auka hagræðingu og draga úr átökum á vinnumarkaði. Alþýðuflokkurinn vill að vinnumarkaðurinn verði lagaður að því að taka frekari mið af þörfum fjölskyldunnar en nú er, með hóflegum og sveigjanlegum vinnutíma. Efling húsnœðislánakerfis Efla þarf núverandi húsnæðislánakerfi og festa það 'í sessi því fjármögnun þess er ótrygg. Stefnt verði að því að jöfnuð- ur komist á í inn- og útlánum húsnæðiskerfisins svo það geti sjálft staðið undir eigin skuldbindingum. Markmið húsnæð- iskerfisins á að vera það að hægt verði að fullnægja eðlilegri lánaþörf á hverjum tíma, og að greiðslubyrði fjölskyldna vegna húsnæðisöflunar verði ekki óeðlilega mikill hluti af ráðstöfunartekjum fjölskyldunnar. Áhersla verði lögð á aukið valfrelsi í húsnæðismálum, bæði séreignarskipan og félagslegar lausnir. Alþýðuflokkur- inn vill hrinda í framkvæmd áætlun um byggingu kaupleigu- íbúða, sem reistar verði að frumkvæði sveitarfélaga eða fé- lagasamtaka, en með fjárhagslegum stuðningi ríkisvaldsins. ítrekaðar kannanir sýna að þörf fyrir leiguhúsnæði hefur vaxið mikið eftir að verðtrygging lána var tekin upp og eftir hækkun raunvaxta. Alþýðuflokkurinn telur að kaupleigu- kerfið eigi að sníða að þörfum ungra fjölskyldna og eldra fólks sem vill minnka við sig húsnæði. Sérstakt átak verði gert til þess að leysa húsnæðisvanda aldraðra og öryrkja. Oeðlileg skuldabyrði þeirra sem urðu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.