Alþýðublaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. ma! 1987 3 Kristín Á. Ólafsdóttir: Veljum forystu á grund- velli niðurstaðnanna „Ég held að umræðurnar á þess- um miðstjórnarfundi muni fyrst og fremst snúast um ástæðurnar fyrir fylgistapi flokksins í kosningunum og núverandi stöðu hans“, sagði Kristín Ólafsdóttir, þegar Alþýðu- blaðið hafði samband við hana í gær. Kristín segist ekki útiloka þann möguleika að skipta þurfi um forystu í fiokknum í framhaldi af slíkri athugun. Hún segist telja fremur ólíklegt að Alþýðubanda- lagið sé í stakk búið til að taka þátt í myndun ríkisstjórnar og kveðst alls ekki hrifin af hugmyndum um nýsköpunarstjórn. Þegar Kristín er spurð um af- stöðu til forystuskipta í flokknum, sem talsvert hafa verið til umræðu að undanförnu, segist hún engar yf- irlýsingar vilja gefa um það. „Mér finnst mjög rangt að nálgast málið á þennan hátt“, segir Kristín. „Mér finnst að við eigum að byrja að átta okkur á því í hverju vandinn liggur: Hefur stefna flokksins verið svona röng? Hafa áherslurnar verið svona vitlausar? Hefur vantað mikið á að starfsaðferðirnar séu eins og gott getur talist?“ Kristín telur að svör þurfi að fást við þessum spurningum og á því verði byrjað á miðstjórnarfundin- um. „Þetta þurfum við svo auðvit- að að ræða áfram og í ljósi þessara niðurstaðna hljótum við svo að velja okkur forystu. Það er ekkert ótrúlegt að niðurstöður leiði það í ljós að það þurfi kannski annað fólk í forystu. Ég útiloka það ekki. “ Að því er varðar spurninguna um það hvort landsfundi Alþýðu- bandalagsins verði flýtt, kveðst Kristín vera þeirrar skoðunar að landsfund eigi að halda í haust áður en þing kemur saman. Hún segist hins vegar ekki munu leggjast á sveif með þeim sem kunni að vilja halda landsfundinn í sumar. Um hugsanlega þátttölu Alþýðu- bandalagsins í nýsköpunarstjórn, segir Kristín: „Ég er ekki spennt fyrir nýsköp- unarstjórn. Ég sé ekki málefnalega fleti á því. Ég sé t.d. ekki að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi kúvent í stefnu sinni í utanríkismálum. Ég nefni líka efnahags- og kjaramál og í þeim málum sé ég ekki neina stefnubreygtingu hjá Þorsteini Pálssyni frá því sem var á síðasta kjörtímabili" í umræðum um nýsköpunar- stjórn að undanförnu hefur talsvert borið á þeirri hugmynd að í slíku stjórnarsamstarfi væri auðveldara að framfylgja ákveðinni launa- stefnu sem mörkuð væri af aðilum vinnumarkaðarins. Um þetta segir Kristín: „Þú ert væntanlega að tala um þá launastefnu sem hefur verið ríkj- andi, svokallaða þjóðarsáttastefnu. Ég er andvíg þeirri stefnu." Varðandi utanríkismálin telur Kristín ekki koma til greina að Al- þýðubandalagið taki þátt í stjórn sem setji allt á fulla ferð í sambandi við hernaðarframkvæmdir í land- inu. Hún nefndir í þessu sambandi þær hugmyndir sem nú eru uppi um flugvöll á Sauðárkróki og undir- búning að stjórnstöðinni í Keflavík o.s.frv. „Ég get aldrei séð fyrir mér að Alþýðubandalagið taki þátt í stjórn sem gefur áfram grænt ljós á þessa hluti. “ Hins vegar segist Kristín vera op- in fyrir öllum hugmyndum um sam- starf og samvinnu við Alþýðu- flokkinn. Slíkt samstarf segist Kristín þó sjá fyrir sér í stjórnar- andstöðu eða í fjögurra flokka rík- isstjórn með Kvennalistanum og Framsókn. „Kvennalistinn gegnir mjög stóru hlutverki í mínum huga þegar ég hugsa fram í tímann varð- andi nálgun vinstri aflanna." Verða mikil og hatrömm átök á miðstjórnarfundinum um helgina? Um það segir Kristín: „Ég sé fyrir mér mjög mismun- andi mat og túlkun á ástæðum kosningaósigursins.“ Hún segist ennfremur álíta að miðstjórnar- fundurinn muni meira snúast um þetta atriði en hugsanlega stjórnar- þátttöku, enda segist hún telja miklu minni líkur fyrir því að Al- þýðubandalagið verði aðili að ríkis- stjórn á næsta kjörtímabili þótt hún treysti sér ekki til að útiloka það með öllu. Áhugi fyrir nýsköpun í lágmarki Hjörleifur Guttormsson segist ekki sjá neina ástæðu til að flýta landsfundi Alþýðubandalagsins, heldur telur eðlilelgt að hann verði haldinn „með haustinu“. „Við þurfum að fara yfir stöðuna", segir hann og telur að ekki veiti af sumr- inu til þess. í samtali við Alþýðu- blaðið segist Hjörleifur ekki vera sérlega spenntur fyrir nýsköpunar- stjórn og kveðst álíta að allt tal um slíka stjórn sé runnið frá einum og sama aðilanum, nefnilega Alþýðu- flokknum. „Við höldum þennan fund í framhaldi kosninga", sagði Hjör- leifur. „Það verður sjálfsagt farið yfir mörg efni og það getur vel verið að stjórnarmyndun beri á góma, en ég hef ekki trú á að það verði neitt meginmál.“ Um nánari samvinnu eða hugs- anlegan samruna A-flokkanna, segist Hjörleifur halda að áhugi fyrir slíku sé í lágmarki innan Al- þýðubandalagsins um þessar mundir. „Það hefur alltaf komið upp í tengslum við stjórnarmynd- anir, einhver umræða um þetta, en ég held að þessi áhugi sé minni en oft áður. “ Um hugsanlega aðild Alþýðu- bandalagsinxs að nýsköpunar- stjórn, segir Hjörleifur: „Ég hef ekkert legið á því að ég tel það fjarstæðu. Eg hef ekki séð að það væri nein málefnaleg staða uppi sem geri, slíkt umræðuvert. Andstæður í stjórnmálum eru milli hægri og vinstri og ég sé ekki að það sé neinn bilbugur á hægri flokkun- um. Ég get ekki lesið neitt í þá átt út úr úrslitum kosninganna.“ Hjörleifur segist heldur ekki sjá nein teikn á lofti sem bendi til þess að aukið samstarf eða jafnvel sam- runi A-flokkanna sé nú nærtækari hugmynd en verið hefur undan- farna áratugi. Hjörleifur kveðst yfirleitt ekki hafa séð nein merki um að bilið milli A-flokkanna sé að styttast. „Alþýðuflokkurinn er ekki sósíal- demókratískur flokkur", segir hann. „Hann er miðjuflokkur og hægri flokkur. Hann er alveg út úr mynstri annarra krataflokka og hefur verið það lengi. Og á meðan þetta er ekki jafnaðarmannaflokk- ur nema að nafninu til, sé ég ekki nein efni til fyrir sósíalískan flokk að hafa við hann nána samvinnu. Það er öllum ljóst sem horfa á þetta utan frá að Alþýðuflokkurinn er al- veg sérstakt fyrirbæri í korti krata- flokka.“ Jón Danfelsson skrifar Miöstjórnarfundur Alþýöubandalagsins: skekin - en átökum frestað Vopnin Miðstjórnarfundar Alþýðu- bandalagsins sem hefst í dag hefur verið beðið með miklum spenningi og liggja til þess ýmsar ástæður. Vitað er að innan flokksins eru býsna skiptar skoðanir um þátttöku í næstu ríkisstjórn, en fyrir liggur augljós áhugi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks um að fá Alþýðu- bandalagið til samstarfs að Kvennalistanum frágengnum. Þetta strandar þó m.a. á formlegri yfirlýsingu aðalfundar miðstjórn- arinnar á s.l. hausti, þar sem sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn er úti- lokað. En innan Alþýðubandalags- ins er líka að hefjast mikil nafla- skoðun og vitað er að sú hugmynd að skipta þurfi um forystu flokks- ins heldur snarlega, á mikinn hljómgrunn, meðal almennra flokksfélaga. Trúlegt virðist að naflaskoðunin verði aðalmál fundarins um þessa helgi, en þó verður varla hjá því komist að ræða einnig um mögu- leika flokksins til að taka þátt í stjórnarmyndun. Hugmyndirnar um þátttöku í nýsköpun eiga eink- um fylgi að fagna í verkalýðsarmin- um, en andstæðingar slíks sam- starfs eru margir innan flokksins og þeir munu væntanlega ekki hika við að vísa opinberlega til stjórnmála- ályktunarinnar frá í haust ef til þess kemur að viðræður um nýsköpun- arstjórn hefjist af einhverri alvöru. Þáð var Svavar Gestsson sjálfur sem lýsti því yfir á blaðamanna- fundi eftir aðalfund miðstjórnar- innar í haust að stjórnmálaályktun- ina bæri að túlka þannig að „Al- þýðubandalagið neitaði því að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum“. Að þessu athuguðu, virðist það því ekki lengur vera bara spurning um áhuga, heldur þyrfti miðstjórn- arfundur Alþýðubandalagsins nú um helgina að breyta formlega um afstöðu, ef einhver möguleiki ætti að vera til þess að Svavar Gestsson geti tekið þátt í myndun ríkisstjórn- ar. Það hefur annars verið álit flestra að miðstjórnarfundurinn um helg- ina muni á einhvern hátt skera úr um það hvort nýsköpunarstjórn verði inni á möguleikakorti Al- þýðubandalagsins. Jafnvel þótt Svavar Gestsson, formaður flokks- ins, kunni sjálfur að hafa áhuga fyrir myndun nýsköpunarstjórnar, hefur fram að þessu verið talið að hendur hans væru gersamlega bundnar í því efni fram yfir mið- stjórnarfundinn. það hefur hins vegar verið talið afar hæpið að Svavar, né nokkur annar úr þingliði eða forystusveit flokksins, léti sér koma til hugar að fara fram á ein- hvers konar umboð af hálfu miðs- tjórnarinnar til að taka þátt í slík- um stjórnarmyndunartilraunum. Með tilliti til yfirlýsingar Svavars frá í haust, verður þó varla hjá því komist, ef ætlunin er að halda opn- um möguleikanum á nýsköpunar- stjórn. Það er annars athyglisvert í þessu sambandi að svo skorinorðar úti- lokunaryfirlýsingar munu ekki hafa verið gefnar af íslenskum flokksleiðtogum í ríflega 30 ár. Síð- ast þegar það gerðist var um að ræða formann Alþýðuflokksins sem lýsti því yfir fyrir kosningarnar 1956 að samstarf við Alþýðubanda- lagið kæmi ekki til greina. Að lokn- um kosningunum var svo mynduð vinstri stjórnin sem kölluð var ein- mitt með þátttöku Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks. Eins og nú standa sakir eru mest- ar líkur fyrir því að mynduð verði stjórn þriggja flokka. Slíkt er ekki unnt nema með þátttöku Sjálfstæð- isflokksins og þótt mörgum Al- þýðubandalagsmanninum sé áreið- anlegra hugleiknara að mynda stjórn án þátttöku sjálfstæðis- manna, verða þeir að bíta i það súra epli að um slikt verður tæplega að ræða. Inn í myndina verður líka að taka þá staðreynd, að innan Alþýðu- bandalagsins er talsverður áhugi fyrir nánara samstarfi við Alþýðu- flokkinn og þar sem raddir um slíkt samstarf eru nú líka sterkar innan Alþýðuflokksins, sjá margir Al- þýðubandalagsmenn nú gullið tækifæri til að reyna að skapa aukna samstöðu með þessum fornu erfðaféndum. það vekur lika at- hygli í þessu sambandi að hug- myndirnar um aukna samstöðu A- flokkanna eru alls ekki bundnar við ákveðinn arm eða arma innan Al- þýðubandalagsins. Þessi áhugi er mikill innan verkalýðsarmsins, en hann er líka talsverður meðal and- stöðuliðsins þótt vera kunni að ólíkar ástæður liggi að baki. Innan Alþýðubandalagsins eru ríkjandi bæði margar og ólíkar skoðanir á orsökum þess að flokk- urinn fór jafnilla út úr kosningun- um og raun ber vitni. Ýmsir vilja kenna flokksforystunni, og þá einkum Svavari Gestssyni, um hrakfarirnar. Aðrir eru þeirrar skoðunar að þjóðarsátt sú sem verkalýðsforysta flokksins gekkst fyrir á sínum tíma hafi aflað flokknum mikilla óvinsælda og sé þannig höfuðorsök vandans. Þriðja kenningin er svo þvert á móti fólgin í því að sú mikla andstaða sem þjóðarsáttin mætti innan flokksins, eigi sökina. Allar þessar kenningar og miklu fleiri verða viðraðar á fundi alþýðu- bandlagsmanna uppi í Borgarfirði um helgina. Þess er ekki að vænta að menn komist að sameiginlegri niðurstöðu um hvar rætur vandans liggja, en þess er þó ekki vænst að verulega sjóði upp úr á fundinum, í þeim skilningi að þar muni fara fram neitt endanlegt uppgjör milli andstæðra afla í flokknum. Trúlega munu fundarmenn kom- ast að þeirri sameiginlegu niður- stöðu að naflaskoðunin eigi að halda áfram og þegar hafa komið fram hugmyndir innan flokksins um að nefnd verði komið á laggirn- ar til að annast einhverja úttekt á ástæðum núverandi ástands í mál- efnum flokksins. Raddir hafa verið uppi um það innan flokksins að flýta beri lands- fundi og halda hann í sumar. Nú orðið er þó ljóst að af þessu verður ekki. Engu að síður er nú talið afar líklegt af þeim sem best þekkja til, að landsfundinum verði flýtt og hann haldinn í september, nokkru áður en þing kemur saman. Sá landsfundur gæti orðið afdrifarík- ur fyrir framtíð Alþýðubandalags- ins. Menn velta að vonum nokkuð fyrir sér framtíð Svavars Gestsson- ar sem formanns Alþýðubanda- lagsins. Staða hans er að vonum veik eftir kosningaósigurinn, en hún virðist þó alls ekki vonlaus og fráleitt unnt að útiloka að Svavar muni sækjast eftir endurkjöri á landsfundinum í haust. Vel getur farið svo að gerð verði bein atlaga að formennsku Svavars á miðstjórnarfundinum. Það er hins vegar ljóst fyrirfram að slík at- laga mun ekki skila árangri. Svavar situr áfram sem formaður a.m.k. fram á haustið. Ef misheppnuð at- laga yrði gerð að honum nú, gæti það hins vegar orðið til að styrkja stöðu hans fremur en hitt. Raunar eru styrkleikahlutföllin á miðstjórnarfundinum ekki vel þekkt fyrirfram. Kunnugir menn sem Alþýðublaðið hefur haft sam- band við, telja að þau muni að veru- legu leyti ráðast af fólki sem kemur utan af landi en þar hafa margir fram að þessu litið á vanda flokks- ins sem eins konar innanbæjar- vandamál Reykjvíkinga. Eftir kosningaósigurinn er þetta hins vegar ekki lengur mögulegt. Alþýðublaðið hefur eftir áreið- anlegum heimildum að eftir viðtal Þjóðviljans við Kristínu Á. Ólafs- dóttur fyrir rúmri viku, hafi talsvert verið um það að Alþýðubandalags- fólk utan af landi hafi haft sam- band við hana og vel gæti farið svo að margt af þessu fólki muni standa að baki henni á miðstjórnarfundin- um. Kristín er svo sem kunnugt er í hópi andstæðinga þjóðarsáttarinn- ar og þar með á öndverðum meiði við verkalýðsforystu flokksins og stóran hluta af þeim armi sem kenndur hefur verið við flokksfor- ystuna. Það virðist hins vegar fullljóst m.a. af orðum Kristínar í samtali við Alþýðublaðið í gær, sem birtist hér ofar á síðunni, að hún muni ekki taka af skarið eða knýja fram uppgjör á miðstjórnarfundinum. Niðurstöður miðstjórnarfundar- ins munu liggja fyrir eftir helgi. Þangað til skal því spáð að því upp- gjöri sem margir telja nú óumflyj- anlegt innan flokksins, verði frest- að fram í september og afstaða Al- þýðubandalagsins til stjórnar- myndunarviðræðna muni ekki skýrast verulega á þessum fundi. Á fundinum kann að verða talsvert vopnaskak, — en átökunum verður frestað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.