Alþýðublaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 16. maí 1987 Viötal: Kristján Þorvaldsson Ljósmynd: A-mynd/Róbert Svavar Gestsson hefur átt skjótan frama inn í fremstu línu stjórnmálanna. Hálfþrítugur varð hann ritstjóri Þjóð- viljans, eftir að hafa starfað þar sem blaðamaður í nokk- ur ár. Þaðan lá leið- in á þing, í for- mannssæti í Al- þýðubandalaginu og í ráðherrastól. Svavar var fátækur strákur úr Dölun- um, en á stuttum tíma orðinn fram- línumaður vinstri- manna. í hörðum heimi stjórnmál- anna hefur Svavar þótt hafa munninn fyrir neðan nefið. Hann er sagður mælskur og sjaldan svara vant. Það gerðist hins vegar í alþingiskosningun- um að Alþýðu- bandalagið vantaði svör. Flokkurinn beið mestan ósigur í sögu sinni — varð minni en litli Al- þýðuflokkurinn. Hvaða skýringar hefur Svavar Gests- son á þessu fylgis- hruni: Ástœður fylgishrunsins „Skýringar eru margar og ég hef þær ekki tæmandi. Það sem mér finnst liggja í augum uppi er þó aðallega þrennt: í fyrsta lagi það að sú mynd sem hefur birst af fíokkn- um, hefur ekki verið mynd sam- stöðu. Það hefur verið of mikið um það að menn hafi haft mismunandi sjónarmið, jafnvel í grundvallaratr- iðum t.d. í tengslum við kjaramálin. í öðru lagi held ég að deilur um mis- munandi áherslur í verkalýðs- og kjaramálum hafi komið sérstaklega niður á okkur í þessum kosningum. Þá er ég ekki að segja að annar aðil- inn hafi haft réttara fyrir sér en hinn, heldur að það voru einfald- lega mismunandi sjónarmið sem ekki tókst að sætta. Þriðja ástæðan er að við höfum að nokkru leyti tapað vegna hugmynda manna um síðustu ríkisstjórn, ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Það var verðbólgan sem kom niður á okkur, vegna þess að við vorum þeir einu sem tókum að okkur að vera í fyrir- svari fyrir þá stjórn. Reyndum að skýra af hverju hlutirnir fóru svona. Svavar Gestsson rœðir um for- mannsferil sinn, Alþýðubanda- lagið fyrr og nú, miðstjórnar- fundinn um helgina, og hug- myndir um nýtt sameiningarafl vinstri manna. „Það erllfsspursmál að viö eignumst sterkt sameiningarafl vinstri manna," segir Svavar Gestsson, formaöur Alþýðubandalagsins. FORMANNSSÆTIÐ, Al Framsóknarflokkurinn, sem var auðvitað í þeirri stjórn, og er megin verðbólguflokkur landsins, gat á síðasta kjörtímabili þvegið af sér þátttöku sína í þeirri stjórn vegna þess að þeir höfðu forsætisráðherr- ann. — En hvernig metur þú störf Al- þýðubandalagsins í þessum ríkis- stjórnum, sem sumir telja mestu verðbólgustjórnir á lýðveldistíman- um? „Ég held að þessar stjórnir hafi að mörgu leyti verið góðar. T.d. varðandi ýmis félagsleg málefni. Kaupmáttur launa var þá hærri en nokkru sinni, bæði í stjórninni '71-74 og '78-83. Mistökin voru að fara ekki úr stjórninni haustið 1982. Alþýðubandalagið gerði um það til- lögu í október '82, að það yrði kosið fyrir nóvemberlok það ár. Sú tillaga var birt opinberlega. Steingrímur hafði áhuga á því Iíka, forsætisráð- herra var andvígur því og meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins hafnaði því líka. í stað þess að fara út, þá sátum við inni til þess að flýta kosningum. Þær fóru fram í apríl þegar kjörtímabilinu lauk, í stað þess að fara fram í nóvember. Eiga menn þá að segja, að við hefðum átt að fara út úr þessari stjórn '82 þegar hinir neituðu? Þá sögðu menn sem svo að ekki væri hægt að hlaupa frá vandanum. Það mætt- um við ekki gera.“ — Hvað klikkaði í þessari stjórn? Af hverju náðust ekki tök á þessum vanda? „Það klikkaði fyrst og fremst að við vildum ekki taka verðbólguna niður með því að lækka kaupið. Á því strandaði. Við erum ekki tilbún- ir að taka verðbólgu niður á kostn- að láglaunafólks eins og gert var 1983. Þessar grundvallarandstæður í stjórnmálum komu þarna mjög vel fram. Framsókn var t.d. ekki til- búinn að gera neitt annað en taka af kaupinu. Hún var ekki tilbúin að taka á milliliðakerfinu, SÍS-batterí- inu, bönkunum eða neinu. Allt skyldi fá að vera í friði nema kaup- ið, og við neituðum því. — Er stjórnarsetan ykkar á þessu tímabili e.t.v. ekki rótin að þeirri óeiningu sem síðan varð áber- andi í flokknum? „Samstöðuleysi hjá okkur held ég að hafi ekki verið um þessa stjórn. Við fáum yfir okkur núver- andi ríkisstjórn 1983. Við finnum fyrir því sem verkalýðsflokkur, að það fólk sem við eigum að vinna fyrir, láglaunafólkið í landinu verð- ur fyrir þessari ofboðslegu kjara- skerðingu. Við finnum á sama tíma að við höfum ekki afl til að stöðva þetta. Umræðurnar í okkar flokki '83-87 ganga út á það hvaða leiðir séu bestar í þessum efnum, til að stoppa þennan skriðdreka hægri- stefnunnar sem veður yfir fólk.“ A Iþýðubandlagið þarf að fara í rútu — Hvaða hugmyndir hefur þú um uppbyggingu flokksins í Ijósi þessa fylgistaps í síðustu kosning- um? „Ég hef margar hugmyndir um þessa hluti og vil greina frá þeim innan flokksins. Ég tel að flokkur- inn eigi að taka sér tak. Fara yfir alla hluti, bæði framsetningu mál- efna, forgangsröð málefna, innan- landsmála og utanríkismála. Hann á að fara yfir það hvernig hans mál eru flutt, bæði af forystusveit og af blaðinu. Hann á að fara yfir sam- skipti verkalýðshreyfingarinnar og flokksins. Það ætti að taka sumarið i að skoða þessi mál vandlega og heiðarlega. Ég er vestan úr Dölum, eins og sumir vita. Einu sinni var farið í skólaferðalag. Það var farið á sex jeppum og menn keyrðu hver í sína áttina. í næstu ferð lærðu menn af þessu og fóru í rútu. Næst þarf Al- þýðubandalagið að fara í rútu“ — Þú fœrð skjótan frama í Al- þýðubandalaginu. Skýst á toppinn einn, tveir og þrír. Þú hefur notið mikils traust gömlu mannanna í flokknum, sumir segja þig óska- barn þeirra. En, gerist nokkuð rót- tœkt meðan þú ert formaður? „Það hefur margt róttækt gerst í flokknum meðan ég hef verið for- maður. Ég held að gallinn við mína formennsku hafi frekar verið um- burðarlyndi í of stórum skömmt- um“ Raunverulegir vinstriflokkar — Er nokkuð hœgt að neita því að nýirstraumar í stjórnmálum síð- ustu ára hafa ekki komið í gegnum Alþýðubandalagið. Nýjar hug- myndir sem sett hafa mark sitt á umrœðurnar síðustu ár hafa að margra mati komið fyrst og fremst frá Vilmundi Gylfasyni? „Það er alveg ljóst að breyttar áherslur og ný vinnubrögð í íslensk- um stjórnmálum hafa fyrst og fremst á árunum '68 til '78-82 átt sér farveg í Alþýðubandalaginu. Hins vegar er það jafnljóst að núna á tímum hægri stefnunnar hafa allir raunverulegir vinstriflokkar átt við verulega erfiðleika að etja. Ég er ekki að segja þetta til að afsaka, heldur til að skýra. Þá kem ég að þeim ástæðum fyrir okkar fylgis- tapi sem ég tel meðal þeirra sem eru utanaðkomandi og illviðráðanleg- ar. Það er sú staðreynd að frjáls- hyggjan var í sókn. Frjálshyggjan fékk ríkisstjórnir, ekki bara á ís- Iandi, heldur í Bretlandi, Dan- mörku og Vestur-Þýskalandi. Þrátt fyrir að þær hafi verið illvígar hægri stjórnir, eins og í Bretlandi, þá er það þannig að Verkamanna- flokkurinn á við verulegan innri vanda að stríða. Allir raunverulegir vinstri flokkar hafa búið við til- teknar þrengingar að undanförnu. Það held ég að sé fyrst og fremst vegna þess að þá hefur skort endur- nýjunarmátt, þor og þrek til að fara nýjar og aðrar leiðir. Því að, í þess- um löndum sem ég nefndi, sjá menn að ný róttæk öfl ná sér upp á róttækum forsendum. Kvennalist- inn, SF í Danmörku, græningjarnir í Vestur-Þýskalandi. Með öðrum orðum, þessir gömlu hefðbundnu krata- og sósíalistaflokkar, hafa í besta falli hjakkað í sama farinu. Ný róttæk öfl með aðra og víðari skírskotun, ná fylgi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.