Alþýðublaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 1
émbmhiib Laugardagur 16. mal 1987 92. tbl. 68. árg. Stjómarmyndunarviöræöur: „TÍMINN FARIÐ TIL SPILLIS" — segir Jón Baldvin Hannibalsson sem telur aö viöræður við Kvennalistann fyrir alvöru hefðu átt að vera hafnar fyrir viku Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, telur að tíminn hafi farið til spillis að und- anförnu varðandi tilraunir til stjórnarmyndunar. Hann segir við Alþýðublaðið, að þegar i stað hefði átt að hefja „alvöruviðræður við Kvennalista" og þær hefðu átt að hefjast fyrír viku. í gær hittust for- menn og varaformenn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks til við- ræðna um hugsanlega stjórnar- myndun ásamt þriðja flokki. Ekki er talið líklegt að Þorsteini Pálssyni takist að koma saman stjórn á næstu dögum og ólíklegt að hann geri afgerandi tilraunir til þess fyrr en miðstjórnarfundi Alþýðubanda- lagsins lýkur á sunnudag. Ég verð að játa, að tíminn hefur farið til spíllis að undanförnu," seg- ir Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins við Al- þýðublaðið, „Það hefði átt að hefj- ast þegar í stað að ræða stjórnar- myndun af málefnalegri alvöru við Kvennalistann. Og það er augljós- lega verkefni þeirra flokka sem ekki vilja endurreisn fráfarandi stjórnar með aðstoð þriðja aðila. Steingrím- ur Hermannsson fékk umboðið — ég veit ekki af hverju — og hefði getað verkstýrt slíkum umræðum en skilaði umboðinu áður en hann var byrjaður. Það er augljóst að Al- þýðubandalagið má ekki vera að því að stunda umræður um stjórn- armyndun. — Þeir hafa um annað að hugsa. Verkefnið framundan er þvi alvöruviðræður við Kvenna- lista. Og þær hefðu átt að vera hafnar fyrir viku." Jón Baldvin segir ennfremur að Þorsteini sé nú vandaverk á höndum og að staða hans sé erfið: „Það ræðst af því hvort hann ætli i alvöruviðræður við Kvennalistann og hvort Alþýðu- bandalagið verði til viðræðu eftir miðstjórnarfund sinn um helgina" segir Jón Baldvin. Aðspurður segist Jón Baldvin ekki taka undir þær raddir sem segðu að forseti íslands hefði geng- ið framhjá formanni Alþýðu- flokksins, þegar Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins var afhentumbO'ð til stjórnarmyndun- ar: „En ég þekki ekki úthlutunar- reglur forseta, og ég hef lýst mig til þjónustu reiðubúinn. Ég veit ekki hvernig Þorsteinn Pálsson hyggst ganga til verks. Ég veit þar af leið- andi ekki hvort umboðið í hans höndum færir okkur nær árangri." Um hvaða vonir hann byndi við stjórnarmyndun á þessu stigi máls- ins, segir Jón Baldvin: „Ég hef ákaflega lítið um það að segja. Við- ræður okkar Þorsteins og varafor- manna flokkanna eru fyrst og fremst könnunarviðræður þar sem við berum saman bækur okkar hvort málefnasamstaða sé með flokkunum, könnum ágreining ef einhver er og reynum að leysa hann." Síðdegis ( gær komu saman for- menn Sjálfstæðisf lokks og Alþýöu- flokks, Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson og varafor- mennirnirFriðrikSóphussonogJó- hanna Sigurðardóttir til könnunar- viðræöna um stjónarmyndun þess- ara tveggja flokka ásamt þriðja flokki. A-mynd/Róbert Launanefnd ekki búin Launanefnd ASÍ og VSÍ hélt stuttan fund fyrir hádegi í gær um hugsanlegar launahækkanir í Ijósi verðlagsþróunar að und- anförnu. Ekki fékkst nein nið- urstaða í málinu á þessum fundi, enda ekki búist við þvi fyrirfram. Þegar kjarasamningar voru gerðir í desember sl. var sett svo- kallað rautt strik við 1. maí og annað við 1. september. Fari verðlagshækkanir fram úr þess- um rauðu strikum, er það á valdi launanefndarinnar að ákveða hvort laun skuli hækka til samræmis. Framfærsluvísi- talan er nú ekki einungis komin fram úr því sem áætlað var 1. maí heldur einnig yfir rauða strikið 1. september. Svavar Gestsson: „Sameiningarafl vinstri manna lífsspursmál" * Telur það slys að A-flokkarnir hafi ekki snúið sér saman þegar 1985 „Það er lífsspursmál að við eign- umst sterkt sameiningarafl vinstri manna í landinu," ssegir Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins í viðtali sem birtist í opnu blaðsins í dag. Aðspurður um hvort flokkarnir á vinstri vængnum taki fljótlega saman höndum um sam- starf, segir Svavar að það velti mik- ið á stjórnarmyndunarviðræðun- um núna, og mönnunum sem bera ábyrgð á vinstriflokkunum og mál- ef num þeirra. Svavar vill ennf remur stjórnarsamstarf Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Kvennalista. í viðtalinu segir Svavar ennfrem- ur að hann sé jákvæður gagnvart samstarfi við Alþýðuflokkinn og telji það mikið slys að endurnýjuð forysta Alþýðuflokksins hafi ekki þegar 1985 farið að tala við Al- þýðubandalagið og þá hefðu síð- ustu alþingiskosningar farið öðru- vísi ef flokkarnir hefðu snúið sér saman t.d. með kröfu um nýja jafn- aðarstjórn. Um miðstjórnarfund Alþýðubandalagsins um helgina og formannsstöðu sína segir Svavar að hann hafi aidrei Iitið á formanns- sæti sitt sem fasteign og aldrei litið á flokkinn sem sitt tæki. Um hug- myndir um samstarf á vinstri væng- num segir Svavar ennfremur: „Eg mun ræða þessar hugmyndir á mið- stjórnarfundinum. Vinnuheiti min- na hugmynda er „Róttækt end- urmat." Þá er ég að tala um alla hluti. Og heilagar kýr eiga ekki að vera til. Menn eiga að horfa á hlut- ina eins og þeir séu að koma að nýju landi og skipuleggja málin eins og landnámsmenn gera." Sjá viðtal við Svavar Gestsson á bls. 4—5. „Ég hef aldrei litið á formannssæti mltt sem fasteign" segir formaður Alþýöubandalagsins. Svavar og fé- lagar hittast á miöstjórnarfundi flokksins á Varmaiandi um helgina. A-mynd/Róbert.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.