Alþýðublaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 16. maf 1987 íslenska óperan: Hátíðarsýning á Aidu Lokasýning íslensku óperunnar á þessu starfsári verður næstkom- andi laugardagskvöld, 16. maí. Þetta verður sérstök hátíðarsýning á óperunni Aidu eftir Verdi og mun sjónvarpið taka hana upp til endur- sýninga síðar. Aðalhlutverkin eru í höndum hinna sömu og tóku þátt í frumsýn- ingunni. Hlutverk Aidu syngur Ól- öf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortes fer með hlutverk Radamesar og Sigríður Ella Magnúsdóttir kemur sérstaklega hingað til lands til að syngja hlutverk Amnerisar í þessari hátíðarsýningu. Með önnur stór hlutverk fara þeir Kristinn Sig- mundsson, Viðar Gunnarsson og Hjálmar Kjartansson. Leikstjórn er í höndum Bríetar Héðinsdóttur. í hléi verða bornar fram veitingar og að lokinni sýningunni verður haldið uppboð á málverkum þeim sem íslenskir myndlistarmenn gáfu íslensku óperunni fyrr í vetur og prýtt hafa veggi óperuhússins síð- an. Óperan Aida sem er eitt af stór- verkum óperubókmenntanna var frumsýnd 15. janúar og hefur hún nú verið sýnd á rúmlega 30 sýning- um við mjög góðar undirtektir. Er hér um að ræða viðamestu sýningu íslensku óperunnar til þessa og hef- ur sýningin hvarvetna hlotið aðdá- un og lof. Hátíðarsýningin á laugardaginn er því síðasta tækifærið sem gefst til að sjá þessa tilkomumiklu sýningu þar sem flestir bestu söngvarar landsins taka þátt. Flugleiðir: Aldrei fleiri ferðir innanlands Sumaráætlun Flugleiða í innan- landsflugi tók gildi 11. maí s.l. Þetta er stærsta flugáætlun Flug- leiða í innanlandsflugi til þessa. Þegar hæst stendur er áætlað að 128 ferðir verði vikulega frá Reykjavíkurflugvelli. Á síðasta ári varð töluverð aukning í farþega- flutningum Flugleiða í innanlands- flugi, og var fjöldi farþega 257.801. Ennfremur hefur orðið aukning í flutningum það sem af er þessu ári. Eins og áður segir er þetta stærsta áætlun innanlandsflugs fé- lagsins til þessa. T.d. verða allt að sjö ferðir á dag milli Akureyrar og Reykjavíkur, eða 41 ferð á viku. Til Egilsstaða verða 19 ferðir á viku og þar af tvær með viðkomu á Norð- firði. Til Hafnar í Hornafirði verð- ur flogið alla daga vikunnar nema laugardaga. Daglegar ferðir verða til Húsavíkur, og sex ferðir á viku til Sauðárkróks. Til ísafjarðar verða 17 ferðir á viku. Fjórar ferðir til Patreksfjarðar, þar af tvær með viðkomu á Þingeyri. Til Vest- mannaeyja verða 28 ferðir á viku, fjórar ferðir á dag. Annasömustu dagarnir munu verða föstudagar, en þá er áætluð 21 brottför frá Reykjavíkurflug- velli, til tíu áfangastaða. Sumará- ætlunin gildir til 20. september. í tengslum við áætlunarflug Flugleiða innanlands, má síðan benda á ferðir annara félaga. Flug- félag Austurlands hefur áætlunar- flug frá Egilsstöðum til Bakka- fjarðar, Borgarfjarðar Eystri, Breiðdalsvíkur, Fáskrúðsfjarðar, Hornafjarðar, Norðfjarðar og Vopnafjarðar. Flugfélag Norður- lands hefur áætlunarflug frá Akur- eyri til Grímseyjar, Húsavíkur, ísa- fjarðar, Kópaskers, Raufarhafnar, Siglufjarðar, Vopnafjarðar og Þórshafnar. Áætlunarfiug Flugfé- lagsins Ernir frá ísafirði til Bíldu- dals, Flateyrar, Ingjaldssands, Patr- eksfjarðar, Reykjaness, Suðureyrar og Þingeyrar. Ennfremur er boðið uppá bíl- ferðir í tengslum við áætlunarflug Flugleiða sem hér segir: Milli Patr- eksfjarðar og Tálknafjarðar. ísa- fjarðar, Bolungarvíkur og Súðavík- ur. Sauðárkróks, Hofsóss og Siglu- fjarðar. Akureyrar, Dalvíkur og Ól- afsfjarðar. Húsavíkur og Mývatns. Egilsstaða, Seyðisfjarðar, Norð- fjarðar, Eskifjarðar, Reyðarfjarð- ar, Fáskrúðsfjarðar og Stöðvar- fjarðar. Og milli Hafnar í Horna- firði og Djúpavogs. Vinstrisósíalistar funda N.k. laugardag kl. 14:00 efna Vinstrisósíalistar til fundar að Hverfisgötu 105 risi. Rætt verður um framtíð Vinstri- sósíalista og ný viðhorf sem skapast hafa í vinstrihreyfingunni eftir kosningar. M.a. hafa komið upp hugmyndir um að Vinstrisósíalistar gangi í Alþýðubandalagið og komi til liðs við róttækt fólk þar. Framsögumenn verðöa Einar D. Bragason, Gestur Guðmundsson og Birna Þórðardóttir. W^RARIK Hk. N RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð rafmagnsveitur ríkisins og Þórshafnarhreppur, óska eftir tilboðum í lagningu rafstrengs og vatnslagnar, frá Þórshöfn að fyrirhuguðum miðl- unartanki í Bjarnarflagi, við veg á Gunnólfsvfkur- fjall. Lengd u.þ.b. 12 km. Verktimi 15. júni—30. ágúst. Sala útboðsgagna á kr. 4.000 stk., hefst á þriðju- dag 19. mai, á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins: laugaveg 118, Reykjavík og á Glerárgötu 24, Akureyri. Skrifstofu Þórshafnarhrepps, Þórshöfn. Opnun tilboða verður á þriðjudag 2. júní kl. 14:00, á skrifstofu Þórshafnarhrepps á Þórshöfn, og á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Glerárgötu 24, Akureyri. Reykjavík 15. maí 1987 Rafmagnsveitur Ríkisins RÍKISÚTVARPIÐ Starfslaun ríkisútvarpsins til listamanna Ríkisútvarpið auglýsir starfslaun til listamanns eða listamanna til að vinna að verkum til frum- flutnings í Ríkisútvarpinu. Starfslaunum geta fylgt ókeypis afnot af íbúð Rík- isútvarpsins í Skjaldarvík I Eyjafirði. Starfslaun eru veitt til 6 mánaða hið lengsta og fylgja þau mánaðarlaunum skv. 2. þrepi 140 Ifl. í kjarasamningi Bandalags háskólamanna og fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Umsóknum ásamt greinargerö um fyrirhuguð við- fangsefni skal skilað til skrifstofu útvarpsstjóra Efstaleiti 1, Reykjavík fyrir 15. júní n.k. Þareruenn- fremur veittar nánari upplýsingar um starfslaun- in. 555 Félagsstarf aldraðra í Reykjavík W Orlofsdvöl Eins og undanfarin sumurefnir Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar í samstarfi við íslensku þjóðkirkjuna til orlofsdvalar að Löngumýri I Skagafirði. í sumar hafa eftirfarandi tímabil verið ákveðin. 1. 1. júní-12. júní með dönskum gestum. 2. 29. júní-10. júlí. 3. 13. júlí-24. júlí. 4. 27. júlí-3. ágúst. 5. 31. ágúst-11. sept. 6. 14. sept.-25. sept. Innritun og allar upplýsingar eru veittar á skrif- stofu félagsstarfs aldraðra Hvassaleiti 56-58 sím- ar 689670 og 689671 frá kl. 9-12. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Útboð %'//Æ Sm Vegamerking 1987 — mössun Y Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum ( ofangreint verk. Akreinallnur 620 m2 og stakar merkinqar 1.520 m2. verki skal lokið 1. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð r(k- isins í Reykjavlk (aðalgjaldkera) frá og meö 19. maí n.k. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 1. júní 1987. Vegamálastjóri y Útboð ''//'//m Sm Vesturlandsvegur í Hvalfirði f Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum ( ofangreint verk. Fylling og burðarlag 10.000 m3, klæðning 23.300 m2. Verki skal lokið 25. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rík- isins í Reykjavlk (aðalgjaldkera) f rá og með 19. mal n.k. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 1. júni. 1987. Vegamálastjóri FJORDUNGSSJUKRAHUSIÐ Á AKUREYRI Ein staða sérfræðings í fæðinga- og kvensjúkdó- malækningum á Fæðinga- og kvensjúkdóma- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildar- innar I slma 96-22100. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni fyrir 15. júnl 1987. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR óskast í tölvuendur- skoðun, kostnaðareftirlit o.fl. Nánari upplýsingar veittar I aðalendurskoðunar- deild, Landsslmahúsinu við Austurvöll. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN RAFEINDAVIRKI og TÆKNIFRÆÐINGUR óskast til starfa nú þegar. Nánari upplýsingar veitir Kristinn Einarsson yfir- maður línudeildar símstöðvarinnar í Reykjavlk, Suðurlandsbraut 28, sími 91-26000. Tækniteiknari Hafnarfjarðarbær óskar að ráða tækniteiknara á skrifstofu bæjarverkfræðings. Upplýsingar veitir undirritaður og bæjarritari, Strandgötu 6 sími 53444. Umsóknir berist eigi sfðar en miðvikudag- inn 27. maí n.k. Borgarverkfræðingur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.