Alþýðublaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 1
Burðarþol húsa kannað: ENGIN BYGGING STÓÐST PRÚFIÐ Teikningar ekki til hjá byggingafulltrúa. Tíu skrifstofu- og iðnaðarbyggingar kannaðar með tilliti til jarðskjálftaálags. íbúðarhúsnæði ekkert betra? Ekkert þeirra tíu húsa sem Rann- sóknastofnun byggingariönaðarins kannaði með tilliti til burðarþols, stóðst þær kröfur sem gerðar eru í þessu efni. Svo virðist sem eftirlit með húsbyggingum í þessu tilliti sé gersamlega í molum, auk þess sem staðla vantar í ýmsum tilvikum og samkvæmt nefndarálitinu þarf mjög að herða á þeim reglum sem nú gilda, ef takast á að skapa viðun- andi ástand. Könnun sú sem hér um ræðir var framkvæmd að tilhlutan félags- málaráðherra í framhaldi af niður- stöðum nefndar sem ráðherra skip- aði á sínum tima og skilaði áliti fyr- ir u.þ.b. ári. Húsin sem könnunin náði til voru ýmist valin af handa hófi eða vegna þess að ytra útlit þeirra benti til að burðarþoli gæri verið áfátt. Könnunin fór þannig fram að óskað var eftir teikningum að bygg- ingunum tíu hjá embætti bygging- arfulltrúa og burðarþolið kannað út frá þessum gögnum. Því fór hins vegar víðs fjarri að allar umbeðnar teikningar væru til staðar hjá em- bættinu, eins og þó mun vera lögskylt. í upphafi var ákveðið að sann- prófa burðarþol þriggja bygginga. Var þetta gert með því að kanna stöðugleika bygginganna gagnvart járðskjálftaálagi samkvæmt ís- lenskum staðli sem um það efni gildir. Eftir að í ljós kom að engin þessara þriggja bygginga stóðst settar kröfur, var ákveðið að kanna fleiri hús. Það mat sem í könnuninni var lagt á burðarþol húsanna var gert út frá þeim teikningum sem fáanlegar voru. í tveimur tilvikum voru engar eða nánast engar teikningar til o§ burðarþol því ekki kannað nánar. í þeim tilvikum sem teikningar feng- Von/Veritas: Skulda 49 milljónir í Danmörku Skuldir Von/Veritas, íslensku meöferðarstöðvarinnar í Dan- mörku nema um 8.6 milljónum danskra króna eða um 49 millj. ísl. kr. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins í Danmörku eru kröfuaðil- ar um 50 talsins. Von/Veritas bað um greiðslu- stöðvun er danskir iðnaðarmenn fóru fram á gjaldþrot fyrirtækisins vegna vangoldinna skulda að upp- hæð 2 millj. danskra kr. Greiðslu- stöðvun var veitt til 25. maí. í kjöl- far greiðslustöðvunarinnar hafa aðrir aðilar sett fram kröfur. Stærsti lánadrottinn Von/Veritas er Amager Bank (AB-Finas) sem fé- lagið skuldar 3.3 millj. danskra kr. ust reyndist borðarþoli alls staðar vera áfátt að einhverju leyti. Þótt ekki megi draga miklar ályktanir af ástandi húsa almennt af þessari könnun, benda niður- stöðurnar engu að síður til að veru- legra úrbóta sé þörf. Þau hús sem nú voru könnuð eiga það sammerkt að vera iðnaðar- eða skrifstofuhús- næði, en þegar þessar niðurstöður voru kynntar blaðamönnum í gær, kom m.a. fram að aðstandendur könnunarinnar töldu fulla ástæðu til að ætla að burðarþoli íbúðar- húsa sé einnig verulega áfátt að þessu leyti í mörgum tilvikum. Mun það eiga við bæði um fjölbýlis- og einbýlishús. Kvennalistinn hjá Þorsteini í gær kallaði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins fulltrúa Kvennalistans á sinn fund I Borgartúni til viðræðna um stjórnarmyndun. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins þingar I dag um viðræöur Þorsteins við for- menn flokka aö undanförnu. Skipulag verkalýðshreyfingarinnar: Erfitt að framfylgja ákveðinni launastefnu — miðað við núverandi skipulag launþegasamtakanna, segir Björn Þórhallsson. Takmörkun verkfallsréttar ekki á dagskrá. Vinnustaðasamningar koma til greina. Björn Þórhallsson, varaforseti ASI, er samrnála vissum atriðum í málflutningi Þórarins V. Þórarins- sonar, varðandi þörf fyrir breyting- ar á skipulagi verkalýðshreyfingar- innar, einkum að því er varðar stærri einingar. Hann kveðst út af fyrir sig fagna umræðu um þessi mál, en snýst hins vegar öndveröur við tillögum Þórarins um takmörk- un verkfallsréttar. Björn telur einn- ig vel koma til greina að samið verði í einu lagi fyrir alla starfshópa á stærri vinnustöðum en telur ekki að breyta þurfi skipulagi verkalýðs- hreyfingarinnar þess vegna. Þetta kom m.a. fram í samtali sem Al- þýðublaðið átti við Björn í gær. Björn kvaðst ekki vita til þess að neins staðar í verkalýðshreyfing- unni væri áhugi fyrir því að tak- marka verkfallsrétt. Hins vegar sagði hann ljóst að ef takast ætti að framfylgja þjóðarsátt um ákveðna launastefnu, þyrftu allir í launþegahreyfingunni að vera sam- mála um hana. „Það hefur ekki verið“, sagði Björn. Varðandi hugmyndina um vinnu- staðafélög, eða vinnustaðasamn: ing, sagði Björn að innan ASÍ hefðu menn alltaf verið opnir fyrir hugmyndum í þá veru að samið væri fyrir stærri vinnustaði í einu lagi. Hann nefndi ÍSAL sem dæmi um þetta og sagði að til viðbótar mætti vel hugsa sér að svipaðar að- ferðir yrðu teknar upp hjá t.d. Flug- leiðum og Eimskipafélaginu. „Það þarf hins vegar ekki að kljúfa verkalýðshreyfinguna eins og hún er nú, eða breyta skipulagi hennar til þess“, sagði Björn. Þótt þessi háttur yrði tekinn upp, yrði verkfallsrétturinn áfram á sömu höndum og nú, sagði hann, þ.e.a.s. hjá verkalýðsfélögunum. Björn Þórhallsson kvaðst telja mjög æskilegt að unnt væri að halda þjóðarsátt á vinnumarkaðn- um í þeirri merkingu að mótuð væri ákveðin launa- og efnahagsstefna og henni framfylgt. Hann sagði hins vegar að þetta væri mjög erfitt miðað við núverandi skipulag laun- þegasamtakanna. „Ég held að verkalýðshreyfingin þurfi, þvert gegn þvi sem talað hef- ur verið um að kljúfast niður í vinnustaðafélög og hinar og þessar áttir, þá þurfi hún að efla sig og mynda eitthvert sameiginlegt apparat. Ég er ekki þar með að segja að BSRB ætti að ganga í ASÍ eða öfugt, heldur að fólk eigi að taka saman höndum. Björn kvaðst t.d. aldrei hafa skil- ið hvers vegna skrifstofufólk hjá opinberum stofnunum á að vera eitthvað öðruvísi sett en skrifstofu- fólk hjá heildsölum. „Mér finnst satt að segja að skrifstofufólk, hvort sem það vinnur hjá opinber- um stofnunum eða öðrum ætti að vera í verslunarmannafélagi“, sagði hann. Björn kvaðst vera sammála því atriði í málflutningi Þórarins V. Þórarinssonar að verkalýðssamtök- in þyrfti að skipuleggja í stærri ein- ingum en nú er. „Ég held að það sé öllum til ills að menn séu að bítast“, sagði hann. Björn Þórhallsson kvaðst á hinn bóginn vera andvígur því að tak- marka verkfallsrétt smærri hópa eins og Þórarinn V. Þórarinsson stakk upp á í erindi sínu á aðalfundi VSÍ um daginn. Hann benti í því sambandi á fjöldauppsagnir þær sem opinberir starfsmenn án verk- fallsréttar hafa iðulega gripið til. Það sem þyrfti til að samstaða næð- ist urn þjóðarsátt og frið á vinnu- markaði, væri því kannski öllu fremur hugarfarsbreyting.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.