Alþýðublaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 4
m MMBUBIIBIÐ Miövikudagur 20. maí 1987 Vor í Póllandi Gdansk 1. mal 983. Yfirvöld kveða niður mótmæli Samstööu. í dag hefur Jaruselski hershöföingi gert út af viö Sam- stööu — og stjórnin I Kreml ber aukiö traust til stjórnarinnar I Varsjá. Á þessu vori er lítið talað um ástandiö í Póllandi. Það fellur í skugga meiri tíðinda frá nágrann- anum í austri, „glasnost"—pólitík- ur Gorbatjovs, útgáfu á fyrstu köfl- unum úr bókinni Dr. Zivago og auknu og bættu sambandi Sovét- ríkjanna við lönd í vestri. I Póllandi hefur hinn kaldi vetur verið mönnum erfiður í skauti, 47 manns hafa látist af völdum kuld- anna og í pólska útvarpinu hefur verið sagt frá því að í Varsjá hafi menn verið án hita og símasam- bands á þúsundum heimila vegna sprunginna röra og slitinna síma- strengja. Pólska stjórnin lítur svo á að í umbótaáætlunum Sovétmanna endurspeglist þeirra eigin umbóta- tilraunir, t.d. i menningarmálum, í málum pólitískra fanga og á efna- hagssviðinu. Flest af boðorðum Gorbatjovs eru fyrir löngu komin til framkvæmda í Póllandi og/eða í Ungverjalandi og þess vegna eru það Sovétmenn sem þurfa að fara í smiðju til Varsjár eða Búdapest til að fá fyrirmynd, en ekki öfugt. En póiski kommúnistaflokkur- inn hefur hvergi slakað á forræði sínu í samfélaginu. Pólskir flokks- foringjar vilja eigna sér bróður- partinn af þeim hugmyndum sem Gorbatjov hyggst gera að veruleika austan tjalds og skapa sér þannig áhrifaaðstöðu ineðal austantjalds- landa. Sama stefnan Upp úr 1980, þegar óháðu verka- lýðssamtökin, Samstaða, voru mynduð, féllu Pólverjar niður í annað sætið að þessu leyti, næst á eftir Austur-Þýskalandi. Nú, þegar Jaruzelski hershöfð- ingi hefur barið niður Samstöðu, er hann taiinn hafa endurheimt traust Sovétmanna, en engu að síður mun hann hafa fullan hug á að tryggja sérstöðu sína og halda til streitu sinni eigin efnahagspólitík næstu árin. Áhersla er á það lögð í pólsk- um fjölmiðlum að uppgjör Gor- batjovs við Bresjnev-tímabilið ein- kennist m.a. af meira olnbogarými fyrir einstök lönd, leyfi til að þau nái hinum sósíölsku markmiðum hvert með sinni aðferð. Þannig falla umbótatilraunir pólskra kommún- ista saman við boðskap Gorbatjovs og mismunandi áherslur þurfa ekki að valda ágreiningi. Gagnrýni Hinir gömlu andstæðingar Jaruselskis hafa fyrir löngu verið fjarlægðir úr lögreglunni, á sama hátt og Gorbatjov hefur losað sig við Bresjnev-klíkuna. Sömuleiðis þeir sem sýndu sig í e.k. andófi gegn stjórninni eins og fyrrverandi utan- ríkisráðherra, Olszowski, sem er nú alveg áhrifalaus. í pólskum fjöl- miðlum er mikið hamrað á þörfinni á umbótum og væg gagnrýni hefur komið fram á opnum flokksfund- um. Tónninn í dagblöðunum, meira að segja í flokksblaðinu Trybuna Ludu, er frjálsari en verið hefur áð- ur, en þó segja blaðamenn að efnið sem blöðin birta sé eintóna og inn- antómt og langt frá því að þar hafi skapast sú frjálsa og gagnrýna um- ræða sem þarf til að halda úti góðu dagblaði. Engu að síður er umræðan hafin, þótt í litlu sé og snýst mikið um hið nýja hlýviðrisskeið í Sovétríkjun- um. Pólland var fyrst austur- evrópskra landa til að gefa Dr. Zivago út eftir að grænt ljós var gefið á það frá Sovétríkjunum. Út- gáfa á ritum annarra bannhöfunda mun vafalaust fylgja í kjölfarið. Neðanjarðarútgáfa Það er kunn staðreynd að útgáfu- starfsemi neðanjarðar er meiri i Póllandi en í nokkru öðru austan- tjaldsríki. „Nowa“ er stærsta út- gáfufélag neðanjarðar í Póllandi. Það hefur gefið út um 300 rit, sem eru samtals kringum eina milljón að upplagi og er dreift um allt land. Efnahagsvandi Efnahagsvandi Pólverja er enn verulegur. Margir búa við mjög kröpp kjör, erlendar skuldir eru miklar (33 milljarðar dollara) og mikið dulið atvinnuleysi. Virtur pólskur hagfræðingur hefur áætlað að dulið atvinnuleysi sé þar a.m.k. 5—10%, sem virki mjög letjandi á efnahagsuppbyggingu í landinu. í nýrri skoðanakönnun svöruðu 18,4% aðspurðra því að þeir teldu sig búa við kröpp kjör eða mjög slæman efnahag. 54,9% töldu kjör sín viðunandi. Fimmta hver fjöl- skylda, 21% landsmanna, fær að- stoð frá því opinbera. Mest af þeirri hjálp gengur til elli- og örorkubóta, sem voru hækkaðar um 20—25% á síðasta ári, en eru engu að síður ótrúlega lágar. Útvarpssendingar sem koma frá vestrænum stöðvum á pólsku, eru enn truflaðar svo að ekki er hægt að hafa af þeim nein not. Bréf sem er sent með flugpósti frá Danmörku til Póllands er 2—3 vikur á leiðinni. Bið eftir símtali frá Danmörku til Póllands er frá 4 og allt upp í 12 tíma. í landi þar sem allir hafa vanist því að öll boð og bönn komi ofan frá, er tæplega hægt að búast við að sá ótti og tortryggni sem er rótgró- inn meðal þjóðarinnar hverfi eins og dögg fyrir sólu þótt boðorð dagsins í dag sé „glasnost". Coldwater Seafood, dótturfyrir- tæki S.H., getur nú aftur selt Veit- ingahúsakeðjunni Long John Silv- er’s þorskflök á markaðsverði. Verð til framleiðenda á íslandi hækkar því um 14% fyrir þorskflök í þriggja og fimm punda pakkning- um. Verð á þorskblokk hefur einnig verið hækkað, um 3%. Long Johns Silver’s er stærsti einstaki kaupandi á íslenskum fiski í Bandaríkjunum. Þessi verðhækkun hefur því að sjálfsögðu áhrif á afkomuna hjá fiskvinnslunni, sem þó er sögð rek- in fyrir ofan núllið þessa dagana. Þótt undarlegt megi virðast þá hafa sumir áhyggjur af þessari ann- ars jákvæðu þróun. Menn benda á að allt tal um góðar horfur og af- komu hjá fiskvinnslunni sé til þess fallið að ríkið komi með puttana eina ferðina enn og geri mönnum reksturinn ómögulegan. Menn benda á að af þessum ástæðum hafi til langs tíma verið talið rangt að fyrirtæki skiluðu hagnaði. Menn andi Iéttar eftir að- alfundi þegar upp er staðið og for- stjóri og stjórnarformaður hafa tí- undað áföllin í rekstri síðasta árs. Ár eftir ár hlusta menn því þegjandi og hljóðalaust á sömu plötuna þar sem raktar eru helstn ástæður taps- hagnað í greininni. Menn benda á að þegar farið er að tala um hagnað í fiskvinnslu, hafi venjulega verið séð til þess að hann væri tekinn aft- ur. Einn viðmælanda Alþýðublaðs- ins nefndi m.a. eitt dæmi úr skreið- arframleiðslunni, frá þeim árum þegar menn töldu hagkvæmt að verka skreið. Þá kom ríkið, að venju, og setti sérstakan skatt á spírur sem notaðar voru í skreiðar- hjalla. Einstaka verkandi reyndi þó að bjarga sér og til varð ný atvinnu- grein sem fólst í því að sækja reka- við, m.a. austur á Langanes. Þessi rekaviður var síðan með ærnum til- kostnaði höggvinn niður og notað- ur í skreiðarhjalla. Annað dæmi má nefna þegar að menn voru svo óheppnir að græða á genginu. Þá var séð til þess að Seðlabankinn safnaði summunni saman og ráð- stafaði síðan gengishagnaðinum án tillits til þess hver aflaði. Það gerðist reyndar einn fisk- verkandi, austur á Bakkafirði, svo djarfur að fara í mál við ríkið. Öll- um á óvart taldi Hæstiréttur að brotið hefði verið á manninum. Það hefur hins vegar ekki ennþá frést hvernig staðið verður að end- urgreiðslum og e.t.v. lítil von til, að svo verði. ins: „... sem er fyrst og fremst vegna utanaðkomandi aðstæðna, gengis- þróunarinnar, gengisstefnu stjórn- valda, of hárra vaxta, hárra skatta, of mikils launakostnaðar, olíuverðs og verkfalla..:* — Það eru sem sagt nægar ástæður og illviðráðanlegar, en auðskiljanlegar. Á næsta ári mæta menn síðan aftur til fundar og hlusta á sömu rökin, sömu plöt- una og sama forstjórann, sem síðan er klappað lof í lófa fyrir að hafa komið fyrirtækinu í gegnum hrell- ingar síðustu ára og jafnvel ára- tuga. Það verða hins vegar stundum einstaka undantekningar. Kannski til að sanna regluna. Það gerist stundum að framleiðandi þarf nauðugur að sýna fram á hagnað. Verðið hefur hækkað og olían lækkað. Afskriftirnar dugðu ekki og fyrirtækið var ekki nógu duglegt að eyða. Síðan gerist það Iíka stundum að hagnaður verður al- mennur, þannig að farið er að tala um góða afkomu í greininni. Þegar síðan Þjóðhagsstofnun hefur stað- fest þennan grun, þá verða blikur á lofti. Þá klikkar eitthvað í kerfinu og í skyndingu þarf að spila inn nýj- an „gleðibanka", e.t.v. hægt og hljótt. Það er ekki að ástæðulausu að forsvarsmenn fiskvinnslunnar rísa upp og mótmæla kröftuglega, þeg- ar Þjóðhagsstofnun staðfestir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.