Alþýðublaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. maf 1987 3 Þing Delta Kappa Gamma: Myndbandamenningin og börnin Þing Landssambands Delta Kappa Gamma, var haldið að Varmalandi í Borgarfirði lr3. maí s.l. Innan þessara samtaka eru kon- ur sem vinna að fræðslu- og menntamálum. Á íslandi starfa nú 4 deildir og var fjórða deildin stofn- uð á hátíðafundi að Varmalandi. Tíu ár eru nú liðin frá stofnun samtakanna á íslandi, en þau eru hluti af alþjóðasamtökum kvenna. Meginverkefni samtakanna er að styrkja konur til framhaldsnáms, og hafa nokkrar íslenskrar konur hlotið slíka námsstyrki. Gestur fundarins var Dr. Theresa Fechek, framkvæmdastjóri frá að- alstöðvum í Austin í Texas. Á kvöldvöku á föstudagskvöldið, kynntu konur úr Beta-deild á Akur- eyri verk listakonunnar Elísabetar Geirmundsdóttur, sem lifði og starfaði á Akureyri. Sýndu þær Iit- skyggnur af útskurði og höggmynd- um eftir listakonuna, en auk þess voru um 20 málverk eftir hana til sýnis þingdagana. Einnig voru flutt ljóð og lög eftir Elísabetu. Aðalefni þingsins var: Áhrif myndefnis á börn og unglinga: Framsöguerindi fluttu, Þorbjörn Broddason, dós- ent og Anna G. Magnúsdóttir. Spunnust miklar umræður út frá erindunum. Myndefni er svo sterk- ur áhrifavaldur i nútíma þjóðfélagi, að full ástæða er til að vekja uppal- endur til umhugsunar um hann. Myndbönd og myndefni ýmislegt gefur ótæmandi möguleika í kennslu, á hinn bóginn vekur hið gífurlega flóð myndefnis sem hellist yfir börn og ungmenni ugg í brjósti margra, og töldu þingfulltrúar rétt að beina því til foreldra og forráða- manna barna að þeir fylgdust eftir megni með því myndefni, sem börn þeirra horfa á, og ræddu efni mynd- anna við börn sín. Fráfarandi forseti samtakanna er Pálína Jónsdóttir, Kópavogi, en forseti til næstu tveggja ára var kjörin Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Reykjavík. Aðrar í stjórn eru, Jó- hanna Þorsteinsdóttir, Akureyri, Jenny Karlsdóttir, Akureyri, Gerð- ur G. Óskarsdóttir, Reykjavík og Sigrún Klara Hannesdóttir, Reykja- vík. w Danskeppni í Blackpool: Island sendir par í fyrsta skipti Jón og Esther I léttri dansstellingu. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Bygg- ingardeildar óskar eftir tilboðum I framkvæmdir vfó byggingu fyrstu hæöarog þaks heilsugæslustöðvar viö Hraunberg 6 í Reykjavík. Um er að ræöa uppsteypt einingarhús. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavi'k gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verðaopnuð ásamastað miðvikudaginn 10. júní n.k. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Pósthólf 878 — 101 Reykjavik Námsbraut í iðnrekstrar- fræði á Akureyri Kennsla á námsbraut í iðnrekstrarfræði á há- skólastigi hefst á Akureyri á hausti komanda. Námsbrautin verður rekin í nánu samstarfi við hliðstæða námsbraut í Tækniskóla íslands og eru inntökuskilyrði þau sömu. Umsóknir um námsvist ásamt staðfestu Ijósriti af stúdentsprófsskírteini skulu sendar fyrir 1. júlí n.k. til Bernharðs Haraldssonar, skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, sem veitir nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið, 18. maí 1987 Árlega er haldin danskeppni í Blackpool í Englandi, sem allir bestu dansarar heimsins taka þátt í, bæði atvinnumenn og áhugamenn. þar er einnig keppt i riðlum fyrir þá sem eru orðnir 35 ára og eldri, munsturdönsum (formation) og síðast en ekki síst unga fólkið 16 til 19 ára. ísland hefur aldrei sent par í þessa keppni, en nú er timi til kom- inn að aðrar þjóðir fái að sjá hvað við getum gert þótt fá séum. Nú mun í fyrsta sinn par frá ís- landi taka þátt i keppninni. það eru þau Esther Inga Söring 16 ára og Jón Þór Antonsson 20 ára. Þau koma til með að keppa fyrir íslands hönd í flokki áhugamanna í Suður- amerískum dönsum (Latin). Með þeim í förinni verða þjálfar- ar þeirra, sem eru kennarar frá Nýja dansskólanum og stór hópur nem- enda skólans ásamt foreldrum sumra þeirra. Vafalaust mun athygli margra beinast að þessum fyrstu þátttak- endum íslands í þessari keppni og verður bæði ánægjulegt og spenn- andi að fylgjast með þeim. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar Furídurverður í félaginu fimmtudaginn 21. maí kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu. Gestur fundarins verður Jón Baldvin Hannibals- son og fjallar um úrslit kosninganna og stjórnar- myndunarviðræður. Félagar fjölmennið. Stjórnin Berðu ekki við tímaleysi í umferðinni. Þaö ert sem situr undir stýri. IUMFERÐAR RÁÐ Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir apríl mánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur I síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viöbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júní. Fjármálaráðuneytið, 15. maí 1987. Námsbraut í hjúkrunar- fræði á Akureyri Kennsla á námsbraut í hjúkrunarfræði á háskóla- stigi hefst á Akureyri á hausti komanda. Námsbrautin veröur rekin í nánu samstarfi við hliðstæða námsbraut f Háskóla íslands og eru inntökuskilyrði þau sömu. Umsóknir um námsvist ásamt staðfestu Ijósriti af stúdentsprófsskírteini skulu sendar fyrir 1. júlí n.k. til Ólínu Torfadóttur, hjúkrunarforstjóra, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, sem veitir nánari upplýsingar. Margrét Tómasdóttir, M.S., námsbrautarsjtóri, verðurtil viðtals I Fjórðungssjúkrahúsinu mánu- daginn 1. júní og skv. samkomulagi. Menntamálaráðuneytið, 18. maí 1987 Frá menntamálaráðuneytinu í lögum nr. 48/1986 um lögverndun ástarfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhalds- skólakennara og skólastjóra er grein til bráða- birgða sem hljóðar svo: „Þeir, sem fyrir gildistöku þessara laga hafa starfað sem settir kennarar sex ár eða lengur en fullnægja ekki skilyrðum laganna til starfs- heitis og starfsréttinda, skulu eiga kost á því að Ijúkanámiavegum Kennaraháskóla íslands eða Háskóla íslands til að öðlast slík réttindi. Um tilhögun námsins skal setjaákvæði í reglu- gerð. Heimilt er að ráða eða setja þá, sem slíka starfsreynslu hafa að baki, í kennslustarf til eins árs í senn en þó ekki til lengri tímaen fjög- urra skólaára samtals frá gildistöku laga þess- ara. Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. má setja eða ráða sem framhaldsskólakennara þann sem hefur verið setturí samastarf í fjöguráreðalengurog hef- ur lokið fullgildum prófum í kennslugrein þótt ekki hafi hann réttindi smkvæmt lögum þess- um. Þessi undanþága gildir næstu fjögur ár eftirgildistöku lagannaen til lokastarfsævinn- ar ef um er að ræða kennara sem náð hefur 55 ára aldri við gildistöku laganna.11 Nám, byggt á þessu lagaákvæði, mun fara fram við Kennaraháskóla íslands og Háskóla íslands eftir því sem við á. Vegna skipulagningar þessa náms er nauðsynlegt að fá vitneskju um hverjir hafaáhugaáað stundaslíkt nám og hvaðamennt- un þeir hafa. Námið verður skipulagt að mestu sem sumarnám, heimanám og námskeið áskóla- tíma þannig að unnt verði að stunda það samhliða kennslu. Þeir sem hafa hug á að stunda nám samkvæmt framansögðu eru beðnir um að snúa sér til Menntamálaráðuneytisins, framhaldsskóladeild- ar, fyrir 25. maí n.k. Menntamálaráðuneytið flAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVÍKURBORG Hitaveita Reykjavfkur óskar eftir aö ráða rafeindaverk- fræðing eða tæknifræðing til starfa við stjórnkerfi og rafeindabúnað veitunnar. Upplýsingar um starfið veitir Árni Gunnarsson ( s(ma 82400. Umsóknarfrestur er til 1. júní 1987. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð ásérstökum eyðu- blöðum sem þar fást.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.