Alþýðublaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 2
MÞBUMMB öimi: 681866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Blaðamenn: Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir. Setning og umbrot: Filmurog prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Öryggi í flugi IMýverið sendi Flugslysanefnd frá sér ársskýrsiu sína. Þarkomamargvíslegarog fróðlegarupplýsingar fram, sú gleðilegasta er þó ef til vill sú, að dauðaslys í íslenskum loftförum hafa vart aukist á undanförnum 10 árum, (1—8 dauðaslys á ári) ef undanskilið er hið hörmulega flugslys 1978 er 183 létu lífið í Douglas DC-8 leiguvélinni sem fórst I aðflugi að flugvellinum við Colombo á Sri Lanka. í inngangi skýrslunnar kem- ur fram að flugslysanefnd hafi lengi haft áhyggjur af því að aukin tækni við flugleiðasögu og staðsetningu flugvéla, bæði með tilkomu vandaös tækjabúnaðar um borð í flugvélum og á jörðu niðri, leiði til þess að flugmenn vanmeti veðurfar á fyrirhugaðri flugleið en láti sér nægja að kynna sér veður og lendingarspár fyrir viðkomandi flugvelli. í þessu sambandi er bent á að stundum gangi mjög skörp veðurskil yfir landið með ísingarskilyrðum, sterkum vindi og tilsvarandi fallvindum. í inngangi skýrslunnar kemur ennfremur fram að rætt hafi verið um að ekki sé nægilega náið samband milli flugmanna og Veðurstofu íslands og bæta þurfi upplýsingastreymi milli þessara aðila. Citt af aðalhlutverkum Flugslysanefndarerað leggja fram tillögur og koma með ábendingar til að auka ör- yggi í flugsamgöngum. Mikið hefur áunnist ( þessum efnum, og eins og vikið var að hér að framan hefur tíðni flugslysa minnkað verulega þegar tekið er tillit til þess hversu mjög flug hefur aukist á síðustu árum. Þrátt fyrir þá staðreynd að áætlunarflug er einn full- komnasti og öruggasti ferðamáti sem til er, er þó þess langt að bíða að flug verði alöruggt. Ein þeirra aðferða sem flugmálayfirvöld beita i því skyni að auka öryggi, er að setja lög og reglugerðir. Oft er þessu tekið með lítilli ánægju af þeim sem flug stunda, þvl iðulega er með þessu móti gengið inn á hagsmuni þeirra I efna- legu tilliti. Endanlega ber hinn almenni flugfarþegi kostnaðinn I formi fluggjalda..Hins vegar eru þeir far- þegar fáir sem ekki vilja greiða ögn meira fyrir miða slna gegn bættu flugöryggi. Eins og skýrsla flug- slysanefndar bendir réttilega á, ber ríkinu einnig að stuðla að meira öryggi I flugi. Flugrekendum er ekki að öllu leyti sköpuð þau skilyrði til að hagnýta sér nýj- ustu og hagkvæmustu tækni. Til dæmis má benda á ástand flugvalla á íslandi. Flugbrautir eru oft lélegar og viðhald þeirra ekki sem skyldi. Fjölgun einkaflugvéla hefur haft í för með sér að auka ber fræðslu og kynningu einkaflugmanna á hættum sem valdaslysum sem samkvæmt mati Flug- slysanefndar eru yfirleitt þau sömu. Hin stöðugu óhöpp og slys tengjast yfirleitt veðrinu. Á íslandi eru gildandi reglursem Flugmálastjórn hefurlagt bless- un sína yfir, um lágmarksskyggni og skýjahæð á hin- um ýmsuflugvöllum sem flogiðertil. Slík opinber lág- mörk eru hins vegar ekki til fyrir einkaflugið, heldur aðeins lágmörk sem gætnir einkaflugmenn setja sér sjálfir. Flugslysanefnd hefur nú lagt til að Flugmáia- stjórn kanni, hvort ekki sé æskilegt að setja opinber lágmarksveðurskilyrði fyrir flugvelli landsins eins og vlða erlendis. Með því móti væri reynt að tryggja að ekki sé flogið til og frá flugvöllum, ef veðurer þar lak- ara en það sem talið er nauðsynlegt fyrir lágmarks- öryggi I flugstarfsemi. Með þessu væri enn stigiö stórt skref I öryggisátt varðandi flug á íslandi. Heljarstökk Alberts úr yfirlýstri stjórnarandstöðu I lendingu á fjórum fótum fyrir framan Steingrlm Hermanns- son mun hafa verið æft og skipulagt af mönnum I Borgaraflokki og Framsóknarflokki. Guðmundar-gambíturinn — eða fjöltefli Framsóknar Nú hefur Borgaraflokkurinn kú- vent og segir sig til þjónustu reiðu- búinn i þriggja flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Sjálf- stæðismönnum, að því tilskyldu að Steingrímur Hermannsson verði forsætisráðherra. Þessu slær Tím- inn að sjálfsögðu stórt upp á for- síðu og segir að þessi yfirlýsing Borgaraflokksins verði að skoðast í ljósi þess að Þorsteinn hafi haft umboð forseta til stjórnarmyndun- ar án þess að formlegar stjórnar- myndunarviðræður hafi hafist. Með öðrum orðum er blaðið að segja að Albert sé að hjálpa Þor- steini að taka ákvörðun í málinu. Hvernig bregst svo Þorsteinn við þessu óvænta bónorði? Jú, í Morg- unblaðinu í gær segir Þorsteinn, að sér sýnist þeir í Borgaraflokknum svolítið seinir að hugsa: „Þeir hefðu átt að láta sér detta þetta í hug meðan Steingrímur Hermanns- son hafði umboðið til stjórnar- myndunar og lýsa því þá yfir að þeir væru reiðubúnir að setjast í ríkis- stjórn undir hans forsætiþ segir formaður Sjálfstæðisflokksins orð- rétt. Það má ætla að Þorsteinn sé reiður og móðgaður út í Albert og Borgaraflokkinn sem setur fram þá kröfu án þess að hiksta að Stein- grímur verði í forsæti í hugsanlegri þriggja flokka stjórn Sjálfstæðis- flokks, Framsóknar og Borgara- flokks. Sennilega bætti það ekki skap Þorsteins ef hann hefur hlust- að á fréttatíma Bylgjunnar í gær- morgun klukkan níu, en þar voru ummæli Þorsteins í Morgunblað- inu borin undir Albert sem svaraði: „Þorsteinn er búinn að segja svo margt vitlaust og gera svo margt vit- laust, að ég hef engu við það að bæta. Hann er sinnar eigin gæfu smiðurý Þokkaleg byrjun á stjórn- arsamstarfi. En meðan Þorsteinn Pálsson tek- ur á móti formönnum flokka í gömlu rúgbrauðsgerðinni og kann- ar hugi þeirra til hugsanlegrar þriggja flokka stjórnar, eins og ný- sköpunar eða stjórn Sjálfstæðis- flokks, Kvennalista og Alþýðu- flokks, hafa f ramsóknarmenn far- ið að óttast að þeir yrðu úti á leið- inni i Borgartún. Samkvæmt áreið- urskoðun varnarsamningsins og ar. anlegum heimildum Alþýðublaðs- ins munu hugmyndasmiðirnir bak við samstarf Framsóknar og Borg- araflokks í ríkisstjórn vera Guð- mundur G. Þórarinsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins í Reykja- vík, og Benedikt Bogason, 4. mað- ur á lista Borgaraflokksins í Reykjavík. Þeir hafa áður unnið saman bak við tjöldin þegar ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen var mynduð 1980. Hins vegar er þriggja flokka stjórn ekki eina tilbrigðið við stef Framsóknar og Borgara- flokks. Nýjasta afbrigðið gengur í sölum Alþingis undir heitinu „Guð- mundar-gambíturinn" og er fjög- urra flokka stjórn Framsóknar, Borgaraflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. Mun eiga að grípa til þessa Ieiks ef Þorsteini tekst ekki að koma saman þriggja flokka stjórn. Enn er ekki farið að ræða við Kvennalistann um þennan möguleika, en Alþýðubandalags- menn munu hafa séð ýmsa kosti í þessari fléttu. Lítum nánar á þessa stjórnar- samsetningu. Af fimm mögulegum meirihlutastjórnum fjögurra flokka er þetta sú eina sem útilokar bæði Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokk. Það er vissulega freistandi fyrir Framsókn sem hefur mátt þola afneitun frá Þorsteini og Jóni Baldvin gegnum stjórnarmyndun- artímann sem komið er. Það er einnig góð lausn fyrir Albert og fé- laga sem koma Sjálfstæðisflokkn- um í stjórnarandstöðu a la Thor- oddsen, en þá sátu 5 þingmenn Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og nú hefur gamli stuðningsmaður Gunnars, Albert Guðmundsson klofið sig út úr Sjálfstæðisflokkn- um og komið 7 mönnum á þing. Mynstrið er því til staðar. Alþýðu- bandalagsmenn sjá ýmislegt já- kvætt við þessa þróun. í fyrsta lagi geta þeir rofið samleik Þorsteins og Jóns Baldvins sem mjög hefur farið fyrir brjóstið á þeim og komið þeim báðum, íhaldsseggjunum, í stjórn- arandstöðu. Þeir sjá möguleika á ríkisstjórn sem komið gæti fram þeirra stefnumálum í félagshyggju og vararmálum, t.d. stöðvun hern- aðarframkvæmda í Keflavík, end- jafnvel brottflutning varnarliðsins í áföngum. Samstarf við Kvennalist- ann gæti ennfremur orðið lúnu Al- þýðubandalagi liðsstyrkur og þessir tveir flokkar eiga fjölmörg mál sameiginleg eins og jafnréttismál og friðarmál. Ennfremur myndi slík stjórn gefa flokknum meira sjálf- stæði gegn verkalýðsforystunni — grýlunni í Alþýðubandalaginu — og tækifæri til að móta sína eigin launastefnu. Kvennalistinn gæti verið á líku hugsanaróli og Alþýðu- bandalagið, fyrirstaðan væri einna helst samvinna með Borgaraflokki og ihaldsöflunum í Framsókn. En meðan öllu þessu vindur fram bak við tjöldin með vitneskju og þöglu samþykki Steingríms Her- mannssonar sem er þó nógu klókur til að koma hvergi nærri plottinu,. heldur Þorsteinn áfram að taka á móti formönnum og varaformönn- um í gömlu rúgbrauðsgerðinni. Kvennalistinn kom til hans í gær og þingflokksfundur Sjálfstæðis- manna mun fjalla um viðræður formannsins undanfarna daga. Þessi fundur Kvennalistans og Sjálfstæðisflokksins var síðasta von Þorsteins að koma saman ríkis- stjórn Sjálfstæðismanna, Alþýðu- flokks og Kvennalista. Nýsköpunarstjórn dó eftir end- anlegt sjálfsvíg Alþýðubandalags- ins á Varmalandi þar sem ágrein- ingsmálunum var ýmist sópað und- ir teppið eða sett í dauðar nefndir flokksforystunnar sem þessa dag- ana er að skrifa heimastíla fyrir landsfundinn. Sumir segja að starfsnefndin sé verkfærið sem not- að verði til að hreinsa upp í flokkn- um að hætti... þið vitið. Það er hugsanlegt að Þorsteini takist að leiða saman Sjálfstæðis- flokk, Alþýðuflokk og Kvennalista. Það veltur mikið á afstöðu Kvenna- listans til varnar- og utanríkismála. Springi sú tilraun er fjórflokka- samsæri Framsóknar og Borgara- flokks hangandi yfir Þorsteini sem gæti leitt til þess að menn færu að hugleiða stjórnarsamstarf Sjálf- stæðisflokks, Framsóknar og Al- þýðuflokks sem þrautalendingu. Og þá getur Steingrímur glott út í annað að loknu fjöltefli Framsókn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.