Alþýðublaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 1
Veitingasalan í Keflavík: ODÝRT HÚSNÆÐI I FLÚGSIÖÐINNI? Tilboöi Flugleiða tekið, þótt það væri 2.6 milljónum lægra en tilgreind lágmarks- leiga. Hefði átt að vísa tilboðinu frá, segir einn af keppinautunum. Tilboðin jöfn, en þetta hagstæðast, segir flugvallarstjórnin. farið vandlega yfir öll tilboðin ásamt mönnum frá Almennu verk- fræðistofunni, sem annaðist um út- boðið. Auk þess hefðu verið kallað- ir til sérfræðingar í veitingarekstri. Út úr þessari athugun hefði fengist sú niðurstaða, sagði Pétur að öll til- boðin þrjú mætti meta til um 11 milljóna króna á raungildi, en þó hefði tilboð Flugleiða þótt hag- stæðast. Blaðið Víkurfréttir, í Keflavík, sem fjallaði um þetta mál nýlega segir hins vegar í fyrirsögn, að Flug- leiðum hafi verið færður veitinga- reksturinn á silfurfati, og varpar fram þeirri spurningu hvort það kunni að hafa verið ákveðið fyrir- fram, hvaða aðili fengi reksturinn. Halldór Júlíusson, veitingamað- ur, virtist ekki ósvipaðrar skoðun- ar, þegar Alþýðublaðið hafði sam- band við hann út af þessu máli. Halldór benti á í þessu santbandi, að lágmarksleiga samkvæmt til- boði Flugleiða, 8 milljónir á fyrsta ári, væri lægri en sú upphæð sem sett var sem skilyrði í útboðsgögn- um. Þetta atriði hefði átt að verða þess valdandi, sagði Halldór, að til- boð Flugleiða hefði ekki átt að koma til greina. Halldór sagði ennfremur að út- boðsfresturinn hefði verið mjög skammur og útboðið allt of seint á ferð. Þetta ásamt ýmsu öðru sagði hann vekja grunsemdir um að það „hlyti að hafa verið eitthvað annað á bak við“, sagði Halldór Júlíusson. Ekki eru allir sarnmála um rétt- mæti þeirrar ákvörðunar flugvall- arstjóra á Keflavíkurflugvelli að taka tilboði Flugleiða í veitinga- rekstur í nýju flugstöðinni. Einn þeirra aðila sem buðu í veitinga- reksturinn, segir hiklaust að tilboð Flugleiða hefði ekki einu sinni átt að koma til álita, þar sem það var undir tilgreindri lágmarksupphæð. Pétur Guðmundsson, flugvallar- stjóri segir hins vegar að öll þrjú til- boðin, sem töldust fullnægja skii- yrðum útboðsins, hafi mátt meta til svipaðrar upphæðar og hafi tilboð Flugleiða þótt einna hagstæðast að vandlega íhuguðu máli. Allmörg tilboð bárust í veitinga- reksturinn í nýju flugstöðinni. í út- boðsskilmálum var sérstaklega tek- ið fram að lágmarksleiga yrði 10.6 milljónir á ári fyrir aðstöðu til veit- ingarekstrar í flugstöðinni. Að mati þeirra sem fóru yfir tilboðin, töld- ust einungis þrjú fullnægja öllum útboðsskilmálum. Það voru tilboð frá Flugleiðum, Halldóri Júlíus- syni, sem rekur veitingahúsið í Glæsibæ og loks tilboð frá Kristni Þ. Jakobssyni og Óskari Ársæls- syni. A.m.k. tilboð Flugleiða og til- boðs Halldórs, fólu í sér svonefnd frávikstilboð og munu það einmitt hafa verið þau sem komu til álita, og var frávikstilboði Flugleiða tek- ið. Það fól í sér 8 milljónir króna lágmarksleigu, en því til viðbótar 10% af veltu umfram 80 milljónir króna á 1. ári leigutímans. Á öðru ári gerðu Flugleiðir ráð fyrir 10.6 milljóna króna lágmarksleigu, en til viðbótar 8% af veltu umfram 106 milljónir. Tilboð Halldórs Júlíussonar hljóðaði hins vegar upp á 10.6 mill- jóna króna lágmarksleigu þegar á 1. ári. Miðað við að veltan færi í 140 milljónir, hækkaði þessi upphæð í 11.6 milljónir og síðan áfram við ákveðin veltumörk, allt upp í 13.4 milljónir við 170 milljón króna veltu. Það liggur ljóst fyrir, þegar til- boðin eru skoðuð að upphæð árs- veltunnar skiptir höfuðmáli, þegar meta skal hagkvæmni tilboðanna út frá sjónarmiði flutstöðvarinnar. Pétur Guðmundsson, flugvallar- stjóri, kvaðst í samtali við Alþýðu- blaðið ekki geta gefið upp, hver væri áætluð ársvelta í veitinga- rekstrinum, en sagði að þegar til- boðin hefðu verið metin, hefði ver- ið stuðst við áætlanir þeirra er buðu í aðstöðuna, hvað þetta varðaði. Pétur sagði fjóra matsmenn hafa Matthfas Á. Mathiesen, stóðst allar atlögur og fær að halda ráðherradómi. Hann verður samgönguráðherra I nýju stjórninni sem tekur við völdum í dag. Aðrir ráðherrar Sjálfstæðisfiokksins verða Birgir ísleifur Gunnarsson, sem fær menntamál, Friðrik Sophusson verður iðnaðarráðherra og svo náttúrlega forsætisráðherrann, Þorsteinn Páls- son. Myndin er tekin á þingflokksfundi sjálfstæðismanna i gær, þar sem þetta var ákveðið. A-mynd: Róbert Ummæli um nýju ríkisstjórnina: OROIN FÖGUR EN EFAST UM EFNDIR Nýja ríkisstjórnin: „Fögur orö... frómt plagg... hrærigrautur... eins og par sem hittist um hvítasunnuna...“ „Það er út af fyrir sig margt gott og frómt í þessu plaggi." — „Hvað þýðir þetta „Stefnt skal að?““ — „Þetta virkar á mig eins og par sem hittist yfir hvitasunnuna og ákveð- ur að taka afleiðingunum með hjónabandi." — „Þetta er orðinn einn flokkur sem þarf bara að skíra upp á nýtt.“ — Þetta voru meðal annars svörin sem Alþýðublaðið fékk hjá væntanlegum stjórnarand- stæðingum og forystumönnum að- ila vinnumarkaðarins í gær, þegar leitað var álits á nýrri ríkisstjórn og málefnasamningi stjórnarinnar. „Það sem máli skiptir fyrir okkur er, að það skuli vera komin stjórn og ákveðin stefnaý sagði Gunnar J. Friðríksson, formaður Vinnuveit- endasambands íslands, um vænt- anlega ríkisstjórn og málefnasamn- inginn. „Það er út af fyrir sig margt gott og frómt í þessu plaggi, en mér finnst skjóta svolítið skökku við, að á sama tíma og talað er um nauðsyn á aukinni framleiðni eigi að skatt- leggja það sem öll framleiðni bygg-- ist á, þ.e. tölvur og sjálfvirkni" Albert Guðmundsson telur lítið um nýjungar í málefnasamningn- um: „Það er ljóst að það hefði ekki þurft að taka 10 vikur að koma þessum málefnasamningi saman. Þetta er það sem verið hefur á mál- efnasamningum undanfarinna ára. Þessar fyrstu ráðstafanir og skatt- lagning eru reyndar gamlir kunn- ingjar mínir, sem ég hafnaði á sín- um tíma. Ég hafnaði t.a.m. skatti á tölvur, felldi hann niður, svo við gætum tölvuvætt ísland fyrr en ella.“ Um ríkisstjórnina sjálfa sagð- ist Albert lítið geta sagt: „En ef dæma á framhaldið af aðdragand- anum að samkomulaginu, þá er eins gott að segja sem minnst. Þetta var langur og erfiður aðdragandi, — samtrygging gömlu flokkanna. Það virðist engin stefna flokkanna í málefnasamningi, því virðist þetta hrærigrautur sem á ekkert skylt við kosningaloforð. Þetta er því eigin- lega orðinn einn flokkur sem þarf bara að skíra upp á nýtt,“ sagði Albert. „Mér finnst allur aðdragandi að þessari ríkisstjórnarmyndun gefa þá tilfinningu að það hafi engin að- standenda áhuga á að ríkisstjórnin verði til. Þetta virkar á mig eins og par sem hittist um hvítasunnuna og ákveður að taka afleiðingunum með hjónabandiý sagði Ásmundur Stefánsson, en hann telur aðdrag- anda stjórnarmyndunarinnar ekki gefa mikið tilefni til bjartsýni. Hann sagði að það sem snéri beint að launþegum í stjórnarsáttmálan- um og væri neikvætt, væri fyrst og fremst skatturinn á matvörurnar: „Þetta er alvarleg árás á þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu, þá tekjulægstu sem verja stærsta hluta sinna tekna til kaupa á matvörumý Varðandi jákvæða punkta i stjórn- arsáttmálanum nefndi Ásmundur, hækkun á ellilífeyri, „falleg orð“ um styttingu vinnutíma. Hann sagði að reynslan yrði að skera úr um hvaða þættir í fari ríkisstjórnar- innar réðu mestu þegar frá líður. „Mér finnst hins vegar þessi byrjun með matvörurnar gefa mér ónota- tilfinningu og fyrirbærið setur að mér ótta um áframhaldið“ „Það er auðvitað mikið um fögur orð, en þegar maður fer að lesa þetta þá finnst mér plaggið inni- haldsminna en lengdin og þykktin gefur tilefni til að ætla. — Hvað þýðir t.d. þetta stefna skal að?“, sagði Þórhildur Þorleifsdóttir. Hún sagði áberandi, að í málefnasamn- ingnum sé notað almennt orðalag eins og „stefna skuli aðý „endur- skoða eigi“ og nefndir eigi að athuga þetta og hitt. „Það er hins vegar sjaldnast sagt til hvers það eigi að leiðaý sagði Þórhildur. Hún sagði að auðvitað yrði að spyrja að leikslokum um fram- kvæmdir og því betra að láta stóra dóma bíða; „En mér líst auðvitað misvel á þetta og þá er fyrst til að taka tekjuöflunarkerfið, en þar virðist vandlega séð til þess að rask- ist ekki hlutföll" Að mati Þórhildar er stefnt að flötum sköttum, sem þýðir að dregið er úr tekjuskatti, eina tekjujöfnunarskattinum sem til er núna. Þórhildur sagðist til- tölulega ánægð með hlut umhverf- ismálanna í stjórnarsáttmálanum, en lýsti hins vegar megnri óánægju sinni með utanríkisstefnuna, sem að hennar mati kemur samt ekki á óvart. „Þetta er sama hernaðar- hyggjan. Það á að halda áfram að festa okkur í hernaðarnetinu" Varðandi jákvæða hlið málefna- samningsins nefndi Þórhildur m.a. samfelldan skóladag og skólamál- tíðir. Hún sagði að lítið væri fjallað um konur og kjör þeirra, og nefndi t.d. að talað væri um endurmat á störfum kvenna: „Það hefur þegar farið fram hjá mörgum sveitarfé- lögum og ekki skilað neinu fyrir konur. Eina sem þetta hefur gert er, að eftir sitja einhverjir menn með betri samvisku vegna þess að þeir eru búnir að endurmeta allt“ Eftir að hafa átt í stjórnarmyndunarvið- ræðum við krata og sjá síðan mál- efnasamning sem þeir eiga aðild að, sagði Þórhildur greinilegt að kratar hefðu bæði góðar tennur og háls- vöðva. „Mér sýnist þeir hafa þurft að tyggja og kyngja ýmsu.“ Þór- hildur sagðist hins vegar vilja óska Jóhönnu Sigurðardóttur til ham- ingju með starfið, og sagðist vænta mikils af hennar starfi i félagsmála- ráðuneytinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.