Alþýðublaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. júli 1987
7
Sigrún Þorleifsdóttir og dætur hennar Sigrlður og Gyða við opnun þriðju blómabúðar Burkna
Burkni opnar þriðju verslunina
Fiskimjölsframleiðendur:
Ályktanir frá aðalfundi
Blómabúðin Burkni í Hafnar-
firði fagnar 25 ára afmæli sínu á
þessu ári. Afmælinu er fagnað með
Dagana 19. og 20. júní s.l. var aðal-
fundur Landssambands sjúkrahúsa
á íslandi haldinn á ísafirði.
Aðalfundir sambandsins eru
haldnir annað hvert ár, en fundur-
inn á ísafirði var jafnframt hátíðar-
fundur, í tilefni þess, að síðar á
þessu ári eru 25 ár liðin frá stofnun
Landssambands sjúkrahúsa.
Aðalfundurinn á ísafirði var
fjölsóttasti aðalfundur í sögu sam-
bandsins, en hann sóttu um eitt
hundrað manns aðalfundar-full-
trúar og gestir. Jóhannes Pálma-
son, fráfarandi formaður lands-
sambandsins, flutti á fundinum yf-
irgripsmikla starfsskýrslu fyrir sl.
tvö ár, og lagðir voru fram ársreikn-
ingar sambandsins fyrir sama tíma,
og sýndu þeir góða fjárhagsstöðu.
Formaður Sambands- íslenskra
sveitarfélaga Björn Friðfinnsson,
flutti fundinum kveðjur, og lands-
sambandinu þakkir fyrir 25 ára
starf. Auk afmælisins, og venju-
legra aðalfundarstarfa, var aðal-
fundarefnið, að þessu sinni, að
ræða ÍSLENSKA HEILBRIGÐIS-
ÁÆTLUN, (skýrslu Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra) sem lögð
var fram á Alþingi í vor.
Áætlunin er unnin af þriggja
manna starfshópi, sem í sátu: Páll
opnun þriðju verslunarinnar undir
nafni Burkna, sú er við Reykjavík-
urveg 66 við hlið Norðurbæjarúti-
Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, Hrafn
V. Friðriksson, yfirlæknir, og Guð-
jón Magnússon, aðstoðar-land-
læknir, en sá síðasttaldi flutti ítar-
lega framsöguræðu um áætlunina á
aðalfundi landssambandsins á ísa-
firði.
Miklar og gagnlegar umræður
urðu um áætlunina, og þrátt fyrir
skiptar skoðanir um efni hennar,
þótti fundarmönnum hún boða
nokkur tímamót í sögu heilbrigðis-
mála á íslandi.
Á aðalfundinum á ísafirði urðu
miklar umræður um innri-mál sam-
bandsins, og var mikill hugur í sam-
bandsaðilum, að efla sambandið til
þjónustu í þágu hinna ýmsu heil-
brigðisstofnana í landinu, sem að-
ild eiga að því.
Fyrirgreiðsla og móttökur ísfirð-
inga og Bolvíkinga í sambandi við
aðalfundinn voru til mikillar fyrir-
myndar.
Stjóm Landssambands sjúkra-
húsa, var 011 endurkjörin, en hana
skipa: Jóhannes Pálmason Reykja-
vík, formaður, og aðrir í stjórn
Björn Ástmundsson Mosfellssveit,
Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi,
Ólafur Erlendsson, Húsavík, og
Sæmundur Hermannsson, Sauðár-
króki.
bús Sparisjóðsins, en það er ekki
langt síðan opnaði útibú við Goða-
tún 2 í Garðabæ.
Það var árið 1962, sem Sigrún
Þorleifsdóttir og maður hennar
Gísli Jón Egilsson, sem nú er látinn,
opnuðu blómabúðina Burkna við
Strandgötu 35 í „gamla pósthús-
inu“, sem svo var kallað. Sjö árum
síðar opnaði Burkni einnig í 300
fermetra húsnæði við Linnetstíg 3
og var opið á báðum stöðum í tvö
ár.
Sigrún stendur ekki ein í versl-
anarekstrinum, hún hefur sér við
hlið dætur sínar tvær og son ásamt
tengdabörnum. Dæturnar og
tengdasynirnir heita Sigríður og
Sigurður Sverrir Gunnarsson og
Gyða og Helgi Bragason. Sonur
Sigrúnar og tengdadóttir heita Þór-
ir og Bergþóra Jónsdóttir. Sigrún er
í forsvari fyrir verslunina við Linn-
etstíg, verslunina í Garðabæ reka
systurnar í sameiningu, en verslun-
in við Reykjavíkurveg er rekin af
öllum sameiginlega, en fram-
kvæmdastjóri er Sigurður Sverrir
Gunnarsson.
Auk blómanna selur Burkni mik-
ið úrval gjafavöru. Gerð blóma-
skreytinga fyrir öll tækifæri hefur
líka lengi verið snar þáttur í starf-
seminni og má geta þess, að Burkni
hefur lengi verið með þeim stærri í
gerð blómakransa og kistuskreyt-
inga og sú þjónusta hefur teygt sig
út um allt land.
Að lokum má geta þess, að versl-
unarhúsnæði Burkna við Linnet-
stíg hefur nýlega verið endurbætt
og þar verður í sumar opin upplýs-
ingaþjónusta fyrir ferðamenn sam-
hliða verslunarþjónustunni.
Þroskahjálp
Tímaritið Þroskahjálp 2 tölublað
1987 er komið út. Útgefandi er
Landssamtökin Þroskahjálp.
Að venju eru í ritinu ýmsar grein-
ar, viðtöl, upplýsingar og fróðleik-
ur um málefni fatlaðra.
í heftinu er fjallað um fermingar
og ljósi brugðið á viðhorf foreldra,
presta og kennara til ferminga fatl-
aðra barna. Spjallað við Tordísi
Örjasæter um bækur fyrir þroska-
hefta og rætt við nokkra bókaorma
úr þeirra hópi, um lestur bóka.
Fjölskylduheimilið að Reyni-
lundi í Garðabæ er heimsótt og rætt
þar við heimilisfólk s.s. Jakobínu
Þormóðsdóttur og Einar og Guð-
mundu Hansen.
Tímaritið Þroskahjálp kemur út
fimm sinnum á þessu ári. Það er
sent áskrifendum og er til sölu á
skrifstofu Þroskahjálpar að Nóa-
túni 17, 105 Reykjavík. Ritið er
einnig hægt að fá keypt í bókabúð-
um og á blaðsölustöðum. Áskrift-
arsíminn er 91—29901.
Aðalfundur Félags ísl. fiskmjöls-
framleiðenda var haldinn föstudag-
inn 3. júlí. Auk hefðbundinna aðal-
fundarstarfa útnefndi félagið Jónas
Jónsson framkvæmdastjóra Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunnar h/f í
Reykjavík fyrsta heiðursfélaga
sinn.
Aðalfundurinn ályktaði um ýmis
þau mál sem varða hagsmuni fisk-
mjölsframleiðenda. Fagnaði fund-
urinn því að stjórnvöld ætla að
veita fjármagni til uppbyggingar til-
raunaverksmiðju sem m.a. muni
gera tilraunir með fiskmjöl. Telja
fiskmjölsframleiðendur þó rétt, að
staðsetja slíka verksmiðju annars
staðar en í húsakynnum Stranda-'
verksmiðjunnar á Reykjanesi eins
og áform eru nú uppi um. Óska
fiskmjölsframleiðendur eftir því að
eiga sem nánasta samvinnu við
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
og Sjávarútvegsráðuneytið um þá
tilraunaverksmiðju sem fyrir liggur
að koma upp.
Aðalfundurinn mótmælti harð-
lega seinagangi Fjármálaráðuneyt-
isins hvað varðar inntöku toll-
númera fiskmjölsframleiðenda á
lista um tollflokka sem tollívilnana
njóta vegna samkeppnisiðnaðar.
Nú eru fjögur ár síðan viðurkenn-
ing ráðuneytisins fékkst á því að
fiskmjölsiðnaður væri samkeppn-
isiðnaður, en það hefur einungis
tekið örfá tollnúmer mjölframleið-
enda inn á lista sína.
Fundurinn krafðist þess að sam-
gönguráðuneytið taki þegar af öll
tvímæli i vörugjaldskrá sinni um
niðurröðun í gjaldflokka, þannig
að ekki væri hægt að rangtúlka
gjaldskrána eins og nú er gert að
mati fiskmjölsframleiðenda. Af-
urðir þeirra eru undantekningalítið
„vara flutt út í lausu máli í miklu
magni meira en 100 tonn í farmi"
eins og segir um flokk I í gjald-
skránni. Þó hafa fiskmjölsfram-
leiðendur verið látnir greiða eftir
flokki 2. Þannig hafa þeir greitt
rúmlega helmingi hærri vörugjöld
af útflutningi sínum en þeim í raun
ber.
Fiskmjölsframleiðendur vekja
athygli á þvi að t.d. danskar fisk-
mjölsverksmiðjur fá raforkuna á
hálfvirði á við það meðalverð sem
íslenskum verksmiðjum er gert að
greiða. Við þessa aðila á íslenskur
fiskmjölsiðnaður í harðri sam-
keppni á erlendum mörkuðum.
Það er krafa fiskmjölsframleið-
enda til stjórnvalda, að þau hafi
skilning á vanda fiskmjölsiðnaðar-
ins og endurskoði raforkuverð til
verksmiðjanna.
Aðalfundurinn telur verð á loðnu
ekki frjálst meðan eigendur loðnu-
skipa geta selt afla sinn erlendis líki
þeim ekki þau verð sem íslenskar
verksmiðjur bjóða. Á sama tíma er
verksmiðjum á íslandi óheimilt að
kaupa afla erlendra loðnuveiði-
skipa. Er það skýlaus krafa fisk-
mjölsframleiðenda að þeir búi í öllu
við sömu rekstrarskilyrði og er-
lendir samkeppnisaðilar.
Að lokum óskaði aðalfundurinn
eftir því að flutningsverðjöfnun á
svartolíu verði hætt.
Formaður Félags íslenskra fisk-
mjölsframleiðenda var endurkjör-
inn Jón Reynir Magnússon fram-
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja
ríkisins.
Framkvæmdastjóri félagsins er
Jón Ólafsson.
Bann við togveiðum
norður af Horni
Undnafarna daga hefur orðið
vart við mikið af smáþorski í afla
togara á Hornbanka- og Kögur
grunnsævi.norðvestur af svæði því
sem lokað var 27. júní s.l. Þorri tog-
araflotans virðist samankominn á
þessu svæði og afli er góður en afla-
samsetningin þannig, að allt að
48% aflans hafa verið undir 55 cm.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur því
að tillögu Hafrannsóknarstofnun-
ar ákveðið að banna allar togveiðar
á umræddu svæði frá og með 8. júlí
til og með 30. september 1987.
Skrifstofa Alþýðuflokksins
í sumar verður skrifstofa Alþýðuflokksins á
Hverfisgötu 8—10 opin alla virka daga frá kl. 9.00
—14.00.
Reikningar verða afgreiddir á þriðjudögum kl.
10.00—12.00.
Framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins.
Jarðvinna vegna stækkunar
Háskólabíós
F.h. byggingarnefndar Háskólabíós óskast tilboð
í jarðvinnu, holræsalagnir og fleira vegna fyrir-
hugaðrar viðbyggingar við Háskólabíó við Haga-
torg.
Helstu magntölur eru: Gröftur 14.600 m3 og hol-
ræsi, 100,150 og 200 cm í þvermál — 350 m. Verk-
ið skal unnið á tímabilinu 4. ágúst til 16. október
1987.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg-
artúni 7, Reykjavík, gegn 3.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21.
júlí 1987 kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Boigaituni 7. simi 2S844
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi
Sigurvin Breiðfjörð Pálsson
frá Höskuldsey,
Vatnsnesvegi 23, Keflavik
lést á Landspitalanum að morgni 7. júlí.
Júlía Guðmundsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabörn
Landssamband sjúkrahúsa
Innri mál á aðalfundi