Alþýðublaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 5
5 Miðvikudagur 8. júlí 1987 jmanna meðan á stjórnarmyinounarviðræðunum stóð. Hér rakti mikla athygli siðustu dag;' viðræðnanna. Hún hafði sitt leið með að verða staðreynd. 1. Staðgreiðsla beinna skatta einstaklinga kemur til framkvæmda í ársbyrjun 1988. 2. Tekjuskattsálagning atvinnurekstrar verður jafn- framt endurskoðuð og einfölduð og að því stefnt að ný skipan taki gildi á árinu 1988. 3. Launaskattur og tryggingagjöld atvinnurekenda vegna launþega verða einfölduð og samræmd og leggist sem jafnast á allar atvinnugreinar. 4. Athuguð verður skattlagning fjármagns- og eigna- tekna og samhengi slíkrar skattlagningar og eignar- skatts og skatta af öðrum tekjum. 5. Tekin verður upp ný, samræmd og einfölduð gjald- skrá aðflutnings- og vörugjalda sem gæti komið til framkvæmda á árinu 1988. 6. Virðisaukaskattur, eða nýtt og endurbætt sölu- skattskerfi, verði komið í varanlegt horf 1989. Und- anþágum frá núverandi söluskatti verður fækkað í áföngum sem aðdraganda að breyttu skattkerfi. Fyrsta skref í þessa átt kemur til framkvæmda um mitt ár 1987 og annað í ársbyrjun 1988. 7. Stefnt verður að því að skattbyrði einstaklinga af tekjuskatti lækki í áföngum samhliða endurskoðun annarra tekjustofna rikisins. Um leið og undanþág- um frá söluskatti verður fækkað eða virðisauka- skattur tekinn upp verða sérstaklega gerðar breyt- ingar á öðrum sköttum, beinum og óbeinum, meðal annars til þess að tryggja sérstaklega hag hinna tekjulægstu og barnafjölskyldna. 8. Lög um happdrætti, getraunir og ráðstöfun tekna af þeim verða endurskoðuð. 9. Einn þáttur í heildarendurskoðun skattakerfisins verður breyting á tekjustofnum sveitarfélaga, þann- ig að fjárhagslegt svigrúm þeirra og ákvörðunarvald um álagningu verði aukið i tengslum við breytta verkaskiptingu milli þeirra og ríkisins. 4. 2. Endurmat ríkisútgjalda. Ríkisútgjöld verða endurmetin í því skyni að halda aft- ur af vexti þeirra á næstu árum, þannig að útgjöld hins opinbera í heild vaxi ekki örar en þjóðartekjur. For- gangsröð viðfangsefna verður þannig að skatttekjur nýtist sem best í þágu almennings. Helstu þættir í endurmati ríkisútgjalda verða: 1. Dregið verður sem mest úr sjálfvirkni ríkisútgjalda. Framlög til einstakra verkefna og málaflokka verða ákveðin í fjárlögum sem mest án tengsla eða við- miðunar við þjóðhagsstærðir og vísitölur. 2. Ýmsar stofnanir ríkisins, til dæmis þær sem gagn- gert þjóna atvinnuvegum, fái aukið sjálfstæði og rekstrarábyrgð og afli sér í auknum mæli tekna fyrir veitta þjónustu. Jafnframt verður lögð meiri fjár- hagsleg ábyrgð á stjórnendur stofnananna, meðal annars hvað varðar starfsmannahald og launamál starfsmanna. 3. Árlega verður starfsemi tiltekinna opinberra stofn- ana og einstakir þættir ríkisútgjalda tekin til gagn- gerrar endurskoðunar í því skyni að bæta rekstur og draga úr kostnaði. 4. Einstakir þættir í rekstrarverkefnum ríkisins verða boðnir út í auknum mæli, þar sem henta þykir, og útboðum beitt við innkaup ríkisins á vöru og þjón- ustu þar sem því verður við komið. 5. Aðferðum við undirbúning fjárlaga verður breytt í þá átt að heildarfjárhæðir verða ákveðnar til ein- stakra verksviða, og ráðuneyti og ríkisstofnanir beri í auknum mæli ábyrgð á skiptingu slíkra fjárveit- inga. Aðhalds verði gíett við stjórn ríkisstofnana og strangt eftirlit haft með útgjöldum þeirra; hins veg- ar njóti þær sjálfar hagkvæmni í rekstri. 6. Eftirlit Alþingis með aukafjárveitingum, fjárhags- skuldbindingum ríkisins utan fjárlaga og útgjöldum ríkissjóðs verður treyst. 7. Undirbúningur og eftirlit með opinberum fram- kvæmdum, svo og viðmiðanir er ráða kostnaði við þær, verða tekin til endurskoðunar. Skýrari starfs- reglur verða settar um þjónustu og ábyrgð þeirra er fara með framkvæmdir á vegum hins opinbera. 8. Unnið verður að því að bjóða ríkisfyrirtæki og hlutafé ríkisins í fyrirtækjum, sem stunda atvinnu- rekstur, almenningi til kaups þar sem henta þykir. Skipulega verður unnið að sparnaði og hagræðingu í opinberum rekstri og framkvæmdum. 5. Banka- og lánamál. Dregið verður úr ábyrgð rikisins og afskiptum af bankarekstri og lánastarfsemi. Stefnt verður að sam- runa banka með því að setja um það efni almennar reglur, en einnig með endurskipulagningu á viðskipta- bönkum í eigu ríkisins. Markmiðið er að ná aukinni hagkvæmni og rekstraröryggi í bankakerfinu en tryggja jafnframt eðlilega samkeppni milli alhliða við- skiptabanka. Þátttaka erlendra banka í lánastarfsemi hér á landi verður heimil samkvæmt ákveðnum reglum. í bankalög verða sett skýr ákvæði um starfsábyrgð stjórnenda, svo og ákvæði til að tryggja óháðar ákvarð- anir um lánveitingar og um skyldu bankaráða til að setja reglur um lán til einstakra lántakenda og trygging- ar fyrir lánum. Sett verður ný löggjöf um fjárfestingalánasjóði. Fjárfestingalánasjóðir verða ekki bundnir við einstak- ar atvinnugreinar. Stefnt verður að því að viðskipta- bankar og útibú þeirra annist afgreiðslu fjárfestingar- lánasjóða sem geti meðal annars tekið til ávöxtunar fé lífeyrissjóða úti um land. Lög um Seðlabanka íslands verða endurskoðuð. Sett verði ný löggjöf um verðbréfafyrirtæki og verð- bréfaverslun til þess að tryggja eðlileg viðskipti með verðbréf og hagsmuni almennings í því sambandi. Sett- ar verða reglur um fjármögnunarleigu, afborgunarvið- skipti og greiðslukort. Aðhald verður veitt að erlendum lántökum með almennum reglum og gjaldtöku. 6. Samræmt lífeyriskerfi og almannatryggingar. Ríkisstjórnin mun koma á samræmdu lífeyriskerfi fyr- ir alla landsmenn er taki gildi á grundvelli fyrir- liggjandi frumvarps til laga um starfsemi lífeyrissjóða. Bætt verður í frumvarpið ákvæðum þess efnis að ekkja/ekkill haldi lífeyrisréttindum maka, hafi hann verið meiri en hennar/hans. Sama gildi um fólk í óvígðri sambúð sem jafna má til hjúskapar. Sett verði í frumvarpið ákvæði um lágmarksfjölda sjóðsfélaga. Að því verður stefnt að sjóðum fækki verulega. Samningar um samruna lífeyrissjóða og varðveislu réttinda hefjist þegar á þessu ári að frumkvæði ríkisins. Samhliða fari fram endurskoðun almannatrygginga. Að því verði stefnt að lifeyrissjóðir og almannatrygg- ingar tryggi samanlagðan lifeyri sem nái lágmarkslaun- um. Fjárhagsskipulag almannatrygginga verður endur- skoðað og skil gerð milli Iífeyristrygginga og sjúkra- trygginga. 7. Byggðastefna og samgöngumál. RÍKISSTJÓRNIN lítur á það sem eitt meginverkefni sitt að stuðla að betra jafnvægi í þróun byggðar með uppbyggingu atvinnulífs og þjónustu á landsbyggð- inni. í því skyni hyggst ríkisstjórnin beita sér fyrir eftir- farandi aðgerðuin: • Starfsemi Byggðastofnunar verði efld til að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs og þjónustu á Iandsbyggð- inni. Jafnframt verði henni falið að tryggja samstarf Iánastofnana, þróunarfélaga og heimamanna og samræma aðgerðir til styrkingar byggðanna. • Fjölbreyttari þjónusta verði veitt í dreifbýli, meðal annars með því að ýmis þjónusta opinberra stofnana verði flutt til stjórnsýslumiðstöðva í hverju kjördæmi á landsbyggðinni. • Átak verði gert i samgöngumálum og fyrirliggjandi áætlanir á sviði samgangna samræmdar í þeim til- gangi að bæta tengsl milli byggðarlaga og stuðla að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða. Unnið verður að vegagerð á grundvelli langtímaáætlunar og hún endurskoðuð meðal annars með það fyrir augum að flýta lagningu bundins slitlags á vegi sem tengja sam- an þéttbýlisstaði. • Áhersla verði lögð á íbúðabyggingar á vegum félags- lega húsnæðiskerfisins á landsbyggðinni. • Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verði gerð skýrari svo að saman fari ákvörðun, framkvæmd og ábyrgð. Sveitarstjórnir fá aukið sjálfræði um tekjustofna við endurskoðun skattakerfis, um leið og þær taka við fleiri verkefnum, til dæmis á sviði heilbrigðisþjón- ustu og skólahalds. • Fjármagn sjóða verður í auknum mæli geymt og ávaxtað á heimaslóð. • Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir ráðstöfunum til þess að bæta rekstur orkuveitna á landsbyggðinni til að draga úr húshitunarkostnaði þar sem hann er hæstur. 8. Menningar- og menntamál. Örar þjóðfélagsbreytingar krefjast þess að stefnan í menntamálum sé í stöðugri endurskoðun þannig að hún falli sem best að þörfum almennings, atvinnulífs og menningarstarfsemi í Iandinu. Markmið menningar- og menntastefnu er að auka veg og virðingu íslenskrar tungu og menningar, búa þjóðina unair að takast á við verkefni framtiðarinnar og gefa hverjum einstaklingi tækifæri til þroska. • Fjárhagslegt sjálfstæði skóla verður aukið. Undirbú- in verði ný löggjöf um skólastigin þrjú, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla, þar á meðal um háskóla á Akureyri. • Aukin áhersla verði lögð á fullorðinsfræðslu, sí- menntun og endurmenntun. í þvi skyni verði ný tækni hagnýtt í samræmdu átaki skóláyfirvalda, Ríkisútvarps, Námsgagnastofnunar og aðila vinnu- markaðarins. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins verði nýtt til fjarkennslu. • Fram mun fara athugun á fyrirkomulagi sérkennslu. Kannað verður hvernig grunnskólinn geti betur rækt gæsluhlutverk við hlið fræðslustarfs. • Unnið verður að því að koma á samfelldum skóla- degi og skólamáltíðum fyrir börn á grunnskólaaldri. • Lögð er áhersla á mikilvægi íþrótta- og æskulýðs- mála og hvers kyns annarra heilbrigðra tómstunda- starfa. Mikilvægt er að öllum þjóðfélagsþegnum sé gert kleift að nýta tómstundir sínar til hollra og þroskandi viðfangsefna. • Menntunaraðstaða verði jöfnuð svo sem kostur er. • Endurskoðun fari fram á lögum og reglum um náms- lán og námskostnað í samráði við samtök náms- manna. • Undirbúin verði ný löggjöf um nám í Tónlistarskól- anum í Reykjavík, Leiklistarskóla íslands og Mynd- lista- og handíðaskólanum, meðal annars með tilliti til náms á háskólastigi. Listfræðsla verði aukin í grunnskólum og framhaldsskólum. • Stofnsettur verði sjávarútvegsskóli þar sem samein- uð verður kennsla í sjávarútvegsfræðum. • Verkefnastyrkjum til visindarannsókna verður fjölg- að, einkum á sviði nýtæknigreina. • Stuðningur við menningarstarf verður endurskoðað- ur með aukinni áherslu á verkefnastyrki og viður- kenningu fyrir vel unnin störf. • Stuðlað verði að því að innlent efni í dagskrám sjón- varpsstöðva verði aukið. 9. Húsnæðismál. FJÁRHAGSGRUNDVÖLLUR húsnæðislánakerfisins verði treystur. Markmiðið er að það geti sjálft staðið undir skuldbindingum sínum til lengri tíma Iitið. Þetta verði gert með breyttum útlánareglum til að draga úr eftirspurn eftir lánum og með ríkisframlagi, einkum til hins félagslega kerfis. • Uppbygging og fjármögnun félagslega íbúðakerfis- ins verði endurskoðuð. • Sett verði sérstök lagaákvæði um kaupleiguíbúðir og fjármögnun þeirra, samkvæmt sérstöku samkomu- lagi stjórnarflokkanna sem gert hefur verið. • Þeim, sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum vegna öfl- unar íbúðarhúsnæðis á undanförnum árum, gefist kostur á endurfjármögnun á lánum vegna öflunar eigin húsnæðis með vaxtakjörum húsnæðislánakerf- isins. Hluti af ráðstöfunarfé Húsnæðisstofnunarinn- ar gangi til þessara Iána, en jafnframt verði leitað samninga við viðkomandi lánastofnanir um kaup á skuldabréfum Byggingarsjóðs ríkisins. Ráðgjafar- %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.