Alþýðublaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.07.1987, Blaðsíða 2
MMBLMÐ öimi: 681866 Útaefandi: Blaö hf. Ritstjóri:-: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Daníelsson Blaöamenn: Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttii og Kristján Þorvaldsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 . Áskriftarsíminn er 681866 Nýr fjármálaráðherra og fjölmiðlar H lutur Alþýðuflokksins í nýrri ríkisstjórn hefur vakið talsvert umtal, og þó einkum hin styrka staða sem flokkurinn hlýtur við að stjórna tveimur veigamestu efnahagsráðuneytunum, fjármálaráðuneytinu og við- skiptaráðuneytinu. Þá hefur náðst samkomulag um að Hagstofaíslandsfærist undirviðskiptaráðuneytið. Það hefur einnig vakið athygli að formaður Alþýðu- flokksins settist í stól fjármálaráðherra í stað þess að verðaviðskipta-, dóms-og kirkjumálaráðherraeins og flestir fjölmiðlar höfðu spáð fyrir um. Hefur því verið haldið fram í fullri alvöru og það meira að segja í ríkis- fjölmiðlunum að með þessari „hrókeringu", hafi for- maður Alþýðuflokksins komist hjá því erfiða hlut- skipti að reka Jóhannes Nordal Seðlabankastjóra og jafnframt forðað prestum og prélátum þessa lands frá þeirri raun að fá yfir sig óskírðan mann sem ekki er meðlimurí þjóðkirkjunni. Þessrfréttireru ekki aðeins dæmi um óvandaðan og heimskulegan fréttaflutning heldur lýsa ennfremur þekkingarleysi og dómgreind- arskorti fjölmiðlamannaástjórnmálum sem því miður hefur alltof oft opinberast í undangenginni stjórnar- myndun. I fyrsta lagi hefur formaður Alþýðuflokksins aldrei lýst því yfir hvaða ráðherraembætti hann hygðist gegna ef til stjórnarþátttöku Alþýðuflokksins kæmi. Allt tal um „hrókeringar" eru hugarburður pressunnar. Það hefuraldrei verið sjálfgefið hverjir þingmanna Al- þýðuflokksins væru ráðherraefni né hvaða ráðuneyti þeir ættu að stjórna færi flokkurinn i rikisstjórn. Ágiskanir og hugmyndaauðgi einstakra fréttamanna sem birst hafa daglega í blöðum, útvarpi og sjónvarpi verða undarlega fljótt að „staðreyndum" sem fjöl- miðlamenn éta hver upp eftir öðrum. Þannig eru fréttamenn oft búnir að mynda ríkisstjórnir, skipa í ráðherrastóla, og kortleggja innanflokkátök og deilur löngu áðuur en stjórnmálamenn og þingmenn hafa leitt hugann að slíkum málum. Æsifregnir af stjórn- málum geta hins vegar sáð fræjum tortryggni og van- trausts og gert mönnum erfiðara fyrir í samstarfi. Oft verða fréttamönnum á skyssur í hita leiksins og óhóf- legur fréttaþorsti þeirra leiðir stundum til æpandi fyrirsagna. Hitt er mun alvarlegra þegar einstakir fréttastjórarog ritstjórargerasigsekaum mistúlkanir ástaðreyndum til að komahöggi á pólitískaandstæð- inga sína. Ef fréttamenn og aðrir sem áhuga hafa á staðreynd- um, nenntu að setjast niður og lesa stefnumál Al- þýðuflokksins við síðustu alþingiskosningar, kæm- ust þeir fljótlega að raun um, að eitt af meginmálum flokksins var og er heildarendurskoðun á skattkerf- inu. Öll helstu áhersluatriði Alþýðuflokksins í þess- um málaflokki hafa verið staðfest í starfsáætlun nýrr- ar rikisstjórnar. Það er bæði eðlilegt og tilhlýðilegt að formaður Alþýðuflokksins setjist í veigamesta ráðu- neytið sem í hlut flokksins kom. Það undirstrikar stöðu hans sem formanns og skapandi verkstjóra í hinum erfiðu stjórnarmyndunarviöræðum sem staðið hafa í rúman mánuð og skiluðu að lokum núverandi stjórnarmynstri. Fjármálaráðuneytið gefur jafnframt formanni Alþýðuflokksins stjórntæki að knýja í gegn þær veigamiklu skattkerfisbreytingar sem flokkurinn hefur boðað og náðst hefur samstaða um innan nýrrar ríkisstjórnar. Flokkapólitík virðist skipta minnstu máli við fréttamat á frétta- stofu ríkisútvarpsins, en mestu á Þjóðviljanum og Alþýðublaðinu. Þetta er allavega álit hins dæmi- gerða íslenska frétta- og blaða- manns. Þessi stétt manna, virðist yfirleitt þokkalega launuð, a.m.k. ef aðeins er tekið mið af heildar- launum. Þetta eru brot úr niðurstöðum viðamikillar könnunar sem félags- vísindadeild Háskóla Islands gerði í vor. Niðurstöðurnar voru birtar í gær. Vísindalegar rannsóknir á ís- lenskum fjölmiðlum hafa ekki ver- ið mikið stundaðar, en með þeirri fjölmiðlabyltingu sem við upplif- um um þessar mundir, má kannski reikna með einhverri breytingu í þessu efni. Hlustendakannanir hafa þegar færst í aukana, enda vitneskja um vinsældir einstakra fjölmiðla afar mikilvægar, bæði fyrir stjórnendur þeirra í harðnandi samkeppni og þó ekki síður fyrir auglýsendur sem verja stórfé til að koma vöru sinni á framfæri. Flestir hinna stærri fjölmiðla leggja mikið upp úr fréttaflutningi af atburðum líðandi stundar og þótt það sé vissulega mikilvægt á fréttamarkaðnum að vera fyrstur á vettvang, skiptir þó einnig verulegu máli að fólk hafi trú á fréttaflutn- ingi fjölmiðilsins og taki mark á honum. Þeir sem við fréttaflutninginn starfa og ættu þar af leiðandi að mega skoðast sem nokkurs konar sérfræðingar í þessu efni, virðast samkvæmt könnun félagsvísinda- deildar ekki hafa neina oftrú á því að fréttamat fjölmiðlanna sé tiltak- anlega hlutlaust og laust við pólit- íska litun. Dagblöðin fara vægast sagt afar illa út úr þessum niðurstöðum eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti og þeim einkunnum sem þar eru gefn- ar. Ljósvakamiðlarnir standa sig mun skár, enda ekki háðir meira eða minna opinberum eignarrétti stjórnmálaflokka eins og dagblöð- in. Samt sem áður er alls ekki hægt að hrópa húrra fyrir útkomu Ijós- vakamiðlanna. Fréttastofa rikisút- varpsins (hljóðvarps), sem sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinn- ar er hlutlausasta fréttastofa á land- inu að áliti blaða- og fréttamanna, fær þrátt fyrir allt ekki nema 8.1 í einkunn af tíu mögulegum. Þetta þýðir að talsvert vantar á að blaða- menn telji fréttamat fréttastofunn- ar með öllu óháð flokkspólitískum sjónarmiðum. í þessu sambandi er ekki unnt að ganga fram hjá þeirri staðreynd að ríkisútvarpið lýtur forsjá útvarps- ráðs, sem skipað er fulltrúum stjórnmálaflokkanna og iðulega mynda fulltrúar sitjandi ríkis- stjórna meirihluta í ráðinu. Ýmsar ákvarðanir ráðsins hafa á liðnum árum verið talsvert umdeildar og sumar þeirra fréttaefni, m.a. sumar ákvarðanir um ráðningu frétta- manna. Kannski á þetta sinn þátt í niðurstöðum könnunarinnar. Bylgjan hefur nokkru minni til- trú fréttamanna en ríkisútvarpið en athygli vekur að hin fréttastofa sjónvarpsins fær mun lægri eink- unn en fréttastofa hljóðvarps. Fréttamenn gera ekki greinarmun á ríkissjónvarpinu og stöð 2 að þessu leyti. Báðar fréttastofurnar fá 7.3 í einkunn. Sérstaka athygli vekur að Helgar- pósturinn, einn blaða, nær að skipa sér á bekk með ljósvakamiðlunum og fær einkunnina 7.3. Miklu neðar kemur DV með sína 5.3 og er þó langefst af dagblöðum. Morgunblaðið, sem vill kalla sig blað allra landsmanna, fær herfi- lega útreið í þessari könnun og einkunnina 3.4 í hlutleysi. Þetta er athyglisvert um langstærsta dag- blað landsmanna, sem ætti að telja það skyldu sína að veita lesendum sínum hlutlausar upplýsingar um atburði líðandi stundar. Staðreynd- in virðist þó önnur. Dagur á Akureyri fær sömu eink- unn og Morgunblaðið, 3.4 og nokkru neðar á skalanum kemur Tíminn með 2.4. Lestina rekum við svo hér á Alþýðublaðinu ásamt Þjóðviljanum með 1.6 sem tví- mælalaust verður að teljast fall- einkunn. Margt fleira er athyglisvert í nið- urstöðum könnunarinnar, enda voru spurningarnar alls 24, en hér hafa aðeins verið gerð skil svörum við einni spurningu. Nefna má t.d. að blaða- og fréttamenn virðast al- mennt hafa þokkaleg laun fyrir vinnu sína, aðeins 19% þeirra sem svöruðu spurningu um laun, höfðu minna en 55 þúsund krónur á mán- uði. Meðallaunin voru hins vegar mili 75 og 80 þúsund á mánuði. Hér er þó miðað við heildarlaun og yfir- vinna þar meðtalin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.