Alþýðublaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 1
^TDFMAf) Miðvikudagur 15. júlí 1987 1919 j 131. tbl. 68. árg. Þenslan í byggingariðnaðinum á höfuðborgarsvæðinu: BJÓÐA 150 ÞÚSUND KRÓNUR Á MÁNUÐIFYRIR DAGVINNU „Ég veit um einn múrara hér á Akureyri, sem var boðin vinna í Reykjavík og 150 þúsund krónur á mánuði í föst laun fyrir dagvinnuna eina,“ sagði einn af forystumönn- um í byggingariðnaði á Akureyri í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Hann kvað þetta ekkert einsdæmi, en hann gæti staðfest þetta tilvik. Vegna hinnar gífurlegu þenslu, sem verið hefur í byggingariðnaði á höfuðborgarsvæðinu, hafa verk- takar leitað eftir vinnuafli, einkum iðnaðarmönnum, um land allt. Þeir hafa boðið gull og græna skóga. Hæst laun hafa þeir boðið, sem eru orðnir á eftir áætlun með verk sín og þurfa að greiða dagsektir, sem geta verið mjög háar. Fyrir nokkrum dögum skorti einn verktaka í Reykjavík a. .m .k. 50 múrara, og mun honum ekki hafa tekist að fá nema 30, þrátt fyrir há launatilboð. Þessi eftirspurn eft- ir iðnaðarmönnum hefur haft þau áhrif úti á landsbyggðinni að verk- takar þar hafa þurft að hækka til muna laun sinna iðnaðarmanna, aðeins til að halda í þá. Annað dæmi hefur Alþýðublað- ið fengið um áhrif þenslunnar í Reykjavík á vinnumarkaðinum. Byggingafyrirtæki hafa ráðið iðn- aðarmenn sem undirverktaka og boðið margvísleg skattfríðindi og aukagreiðslur. Hvort þessar greiðsl- ur koma nokkurs staðar fram er ógjörlegt að segja, en ljóst er, að flestum ráðum er nú beitt til að laða iðnaðarmenn inn á þenslumarkað- inn. Þessi yfirboð hafa síðan þau áhrif, að nánast er ógjörlegt að fá iðnaðarmenn til starfa við almenn og minni verk. Stóru verktakarnir heilla þá til sín með háum launum. LÁRA AÐSTOÐARMAÐUR FÉLAGSMÁIARÁÐHERRA Félagsmálaráðherra, Jóhanna urvarðhún 1980. Húnhefurverið Sigurðardóttir, hefurráðiðsérað- lögfræðingur Alþýðusambands stoðarmann, sem er Lára V. íslands frá 1982 og var kjörin for- Júlíusdóttir, lögfræðingur. maður Kvenréttindafélags íslands Lára er fædd 1951. Stúdent frá vorið 1986. Verslunarskóla íslands 1972. Hún Eiginmaður Láru er Þorstein lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Haraldsson, löggiltur endurskoð- íslands árið 1977. Var kennari við andi. Verslunarskóla íslands 1977— Lára mun hefja störf í félags- 1982 og vann þá jafnframt á lög- málaráðuneytinu þann 20. júlí fræðistofu. Héraðsdómslögmað- n.k. ÞENSLA Á VINNUMARKAÐI: AÐEINS 9000 ATVINNU- LEYSISDAGAR í JÚNÍ í júnímánuði sl. voru aðeins skráðir 9000 atvinnuleysisdagar á landinu öllu eða nánast jafnmarg- ir og í mánuðinum á undan. Þess- ar tölur svara til þess að 400 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, sem jafngildir 0,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í mán- uðinum samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar. í júnímánuði í fyrra voru skráðir 15000 atvinnu- leysisdagar á landinu, en flestir hafa þeir orðið í júnímánuði 1983 20.000 eða rösklega helmingi fleiri en nú. Af framanskráðu má ráða að veruleg eftirspurnarþensla ríki á vinnumarkaðinum þó mannekla sé fyrst og fremst bundin við ákveðnar starfsgreinar s.s. þjón- ustu, mannvirkjagerð og vissar greinar verksmiðjuiðnaðar. FERÐAMÖNNUM FJÖLGAÐI UM NÆRRIFJÓRÐUNG Alls komu 35 þúsund manns til íslands í júní mánuði sl. og hefur fjölgað í þessum hópi um ríflega sex þúsund manns frá sama mán- uði í fyrra. Stór hluti af þessum fjölda ferðamanna var þó íslend- ingar, en útlendingar voru þó nærri 19 þúsund talsins. Það sem af er þessu ári hafa 50 þúsund erlendir ferðamenn kom- ið til landsins og hefur þeim fjölg- að um nærri 25% frá því í fyrra. Þessar tölur sýna sjálfsagt betur enn nokkuð annað þá gífurlega fjölgun ferðamanna sem sækja okkur heim. Ekkert lát virðist á þessari fjölgun. Vinsældir íslands meðal ferðamanna aukast í sífellu ár frá ári. Ferðalögum okkar íslendinga fjölgar einnig og ferðum okkar virðist reyndar það sem af er þessu ári, hafa fjölgað meira en ferðum útlendinga. íslendingar sem komið hafa til landsins á fyrra helmingi þessa árs eru ríf- lega 51 þúsund og hefur fjölgað um tæp 12 þúsund frá því á sama tíma í fyrra. Forseti íslands, Vigdls Finnbogadóttir, fékk hlýlegar móttökur i heimsókn sinni til Manar I fyrri viku. Hér sést hún skoða handavinnu eyjarskeggja. Takiö eftir stráþakinu I baksýn. Jóhanna Sigurðardóttir tekur til hendinni: Skiptir á ráðherrabílnum og húsnæðissérfræðingi! — Ráðuneytið þarf mann með sérþekkingu á húsnæðismálum og fasteignamarkaði. Minni þörf fyrir ráðherrabíl. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, hyggst afþakka ráð- herrabil með bílstjóra en vonast í staðinn til þess að geta ráðið sér- fræðing í húsnæðismálum til að vinna að sérstökum verkefnum, en hún telur að ráðuneytinu sé brýn þörf á starfsmanni sem hafi sér- þekkingu á húsnæðismálum og fasteignamarkaði. Jóhanna sagði í stuttu samtali við Alþýðublaðið í gær að ýmis verkefni í sambandi við húsnæðis- málin biðu úrlausnar í ráðuneytinu. „Húsnæðismálin eru stór og viða- mikill málaflokkur og það er alveg ljóst að ráðuneytinu er afar nauð- synlegt að hafa mann með sérþekk- ingu á húsnæðismálunum og fast- eignamarkaðnum," sagði hún. Jóhanna staðfesti einnig að hún hyggðist afþakka ráðherrabíl og bílstjóra. Hún sagðist ekki hafa kannað að hve miklu leyti það fé, sem annars hefði farið í þann kostnað, myndi hrökkva til að kosta ráðningu sérfræðings í húsnæðis- málum, en hún kvaðst gera sér von- ir um að þeir peningar myndu alla vega slaga eitthvað upp í. Það sem af er þessu ári, væri auð- vitað búið að nota talsverðan hluta af bilakostnaðarliðnum, sagði Jó- hanna og bætti því við að enn væri óljóst hvort unnt yrði að breyta þessu stöðugildi. „En það er allavega ljóst,“ sagði Jóhanna, „að það er nauðsynlegt að hafa sérþekkingu á húsnæðis- málunum í ráðuneytinu og ég hyggst leita mér heimildar til að ráða slíkan starfsmann."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.