Alþýðublaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 15. iúlí 1Q«7 DENG DREGUR SIG 55 A mínum aldri þ'urfa menn að fara að minnka við sig“ segir Deng Xiao ping sem er að verða 83 ára. A 13. flokksþingi kommúnista- flokksins í Kína, sem haldið verður í Peking, í október, mun Deng Xiaoping leiðtogi Kínverja um langan aldur, draga sig í hlé og ekki gefa kost á sér til endur- kjörs í miðstjórn flokksins. Hann lét svo ummælt nýlega að hann myndi aðeins halda eftir einu starfi af fjölmörgum sem hann gegnir. — Maður á mínum aldri á ekki að vinna svona mikið, segir hann. Helmingurinn af núverandi vinnuálagi vœri meira en nóg, bætir hann við og fær sér stóran reyk úr vindlinum sem hann skil- ur aldrei við sig. Ef Deng gerir alvöru úr því að draga sig í hlé, sem ekki er ólíklegt,. þá leiðir það að líkindum til gagn- gerðra breytinga í flokksráðinu. Ef Deng hættir þá munu aðrir flokks- ráðsmeðlimir sem einnig eru komn- ir til ára sinna, neyðast til að fara að dæmi hans. í þessu valdamikla ráði sem telur 20 fulltrúa, eru þó nokkr- ir menn á aldrinum 80-85 ára og þeir verða varla sakaðir um að hafa mjög róttækar umbótatillögur á dagskrá. Þvert á móti. Á undan- förnum mánuðum hafa þeir verið með herferð gegn þeirri borgara- legu frjálslyndisstefnu sem Deng hefur beitt sér fyrir og reynt að kveða niður allt sem kennt verður við vestræn áhrif, þar með taldar umbótaáætlanir Dengs og efna- hagsáætlanir. Sá sem er einna harðastur í and- stöðunni af öllum öldungunum, er Peng Zhen 85 ára sem auk þess að vera í miðstjórninni á einnig for- mannssæti í þinginu. Tveir helstu bandamenn hans, þeir Chen Yun og Li Xiannian eru báðir orðnir 82 ára. Allir hafa þeir verið virkir þátttak- endur í kínversku kommúnista- hreyfingunni síðan fyrir 1930. Nú hafa þeir að likindum runnið sitt skeið á enda, hvort sem þeir vilja það sjálfir eða ekki. Detig og herinn Enn liggur það ekki ljóst fyrir hvaða staða það er sem Deng hefur hugsað sér að gegna áfram. Auk þess að vera leiðandi hugmynda- smiður í miðstjórninni, er Deng formaður í herráði bæði stjórnar- innar og flokksins. Meðal frétta- skýrenda í Peking er það almennt álitið að hann muni gegna áfram annarri hvorri stöðunni, að líkind- um formannsstöðunni í herráði flokksins þar eð flokkurinn er ofar ríkisstjórninni í valdakerfi lands- ins. Að Deng skuli ekki vilja sleppa hendi af hernum, er skiljanlegt, því að umbótatillögur hans hafa ein- mitt mætt talsverðri andstöðu þar. Þrátt fyrir það að skipt hafi verið um í æðstu embættum innan hers- ins, ríkir þar nokkurt óvissuástand og í Dagblaði fólksins mátti nýverið lesa um nauðsyn þess að koma þar á traustari skipan en verið hefur um hríð. Öldungaráðið Ef Deng afsalar sér formanns- embætti í báðum herráðunum á hann aðeins eftir formannsembætt- ið í öldungaráðinu, sem er ráðgef- andi ráð innan flokksins. Hlutverk þessa ráðs, sem mestmegnis er skip- að hátt settum embættismönnum á eftirlaunum, er að veita ráð og leið- beiningar, án þess að hafa ákvörð- unarvald. Skiptar skoðanir eru um mikilvægi þessa ráðs, en almennt má telja að í landi eins og Kína séu ráð þeirra gömlu mikils metin og ráð þetta sé því engan veginn áhrifa- laust. Ráðið er að miklum hluta skipað íhaldssömum herforingjum og vera má að Deng telji það nokk- urs virði að halda formannssætinu þar. Hver sem niðurstaðan verður, mun Deng óefað koma því svo fyrir að hann geti beitt áhrifum sínum enn um hríð og haft hönd í bagga með þróuninni. Jafnframt munu Peng, Chen og Li hverfa af sjónar- sviðinu og það mun greiða fyrir því umbótastarfi sem hefur lítið þokast áfram síðan í fyrrahaust vegna and- stöðu þeirra. Umbœtur — De Hu Yaobang, hinn umbóta- sinnaði aðalritari flokksins, varð að taka saman pjönkur sínar og fara í janúar s.l. og varð það mikið áfall fyrir Deng. Áratugum saman höfðu þeir staðið saman gegnum þykkt og þunnt, bæði opinberlega og í einkalífinu. Brottför Hus varð til þess að hinir íhaldssömu fóru að láta til sín taka innan flokksins og einnig með blaðaskrifum. í apríl- byrjun var svo komið að sum dag- blöðin voru farin að draga í efa ágæti fyrirhugaðra umbóta í land- búnaði. En síðan lítur helst út fyrir að Deng og bandamenn hans hafi aft- ur náð yfirhöndinni og nú, þremur mánuðum fyrir flokksþingið, hefur orðið „umbætur" aftur náð sínum fyrri vinsældum í Peking. „Helstu óvinir umbótaáætlunarinnar koma úr röðum vinstrimanna“ (þ.e. hinna íhaldssömu) sagði Deng fyrir skemmstu. „Á flokksþinginu munum við halda áfram með skipulagningu efnahagsumbótanna", ságði Zhao Ziyang hvar sem hann kom á ferð sinni um Austur-Evrópu í júní. Hann er tekinn við sem aðalritari flokksins eftir Hu, svo að honum ætti að vera kunnugra um það en flestum öðrum hvaða stefnu flokk- urinn hyggst taka. En nokkur óvissa ríkir einnig um framtíðarstöðu Zhao Ziyang, sem er 71 árs. Þessi vinnusami öldungur er bæði forsætisráðherra og aðal- ritari flokksins og verður því að öll- um líkindum að afsala sér öðru hvoru embættinu á flokksþingu. Flestir telja að hann gegni áfram starfi aðalritara, þar eð hann nýtur allrar þeirra virðingar sem það embætti krefst. Ef sú verður raunin þarf Deng ekki að kvíða í ellinni. Þá munu umbótatillögur hans hljóta dyggan stuðning og þar sem Deng hefur engan veginn í hyggju að setjast al- veg í helgan stein, þá má búast við enn frekari slökun og auknu frjáls- ræði í Kína á komandi tímum. Hongkong-blaðið South China Morning Post segir að með Zhao Ziyang sem leiðtoga og Deng Xiao ping sem ráðgjafa, muni Kina brátt ná sér á strik efnahagslega. Og svo er bara að bíða og sjá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.