Alþýðublaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. júll 1987 3 Gosverksmiðjan hjá Sól h.f. er samsett úr einingum frá 11 löndum. Nýjung frá Sól h.f.: Gosdrykkir í plastdósum Bindindishátíð í Galtalæk Bindindismótið í Galtalækjar- skógi verður haldið um Verslunar- mannahelgina 31. júlí til 3. ágúst n.k. í 20. sinn. Að venju verður mik- ið um dýrðir í Galtalaek um þessa helgi og dagskráin Iátin höfða til allra aldurshópa. ÖLL aðstaða til útivistar er með besta móti og má þar sérstaklega taka til hreinlætis- aðstöðuna sem batnar með hverju ári. í vor var veiturafmagni veitt í Galtalækjarskóg, en með tilkomu þess stórbatnar aðstaða til tónleika- halds og annars reksturs á svæðinu. Auk þessa hefur veitingaskálinn Merkihvoll verið fullkláraður, en þar geta 150 matargestir verið í einu. Á þessum tímamótum verður dagskráin með hátíðarsniði. Auk landskunnra skemmtikrafta koma fram 7 þekktar hljómsveitir, þar af 4 sem unnu til verðlauna á Músíktil- raunum ’87. Og að venju fá börn og unglingar margt við sitt hæfi s.s. tívoli, UNDRALAND (Ieiktæki), Ökuleikni, Ieiki, söngvakeppni, unglingahljómsveitir og grín. 200 merktir starfsmenn mótsins munu sjá um að veita mótsgestum sem besta þjónustu. Þeir sem standa að bindindismótinu eru Umdæmisstúkan no. 1 (IOGT) og íslenskir ungtemplarar (IUT). Jónína aðstoðar Þorstein Jónína Michaelsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra, frá 1. ágúst n.k. Jónína starfaði sem blaðamaður á Visi 1977—1980, var fram- kvæmdastjóri samtakanna Við- skipti og verslun 1980—1983, starf- aði að markaðsráðgjöf við Iðnað- arbankann 1984—1986 og hefur síðan unnið sjálfstætt að verkefn- um á sviði markaðsmála og að rit- störfum. Jónína hefur gegnt marghátt- uðum trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Var meðal annars formaður útbreiðslunefndar, sat um skeið í framkvæmdastjórn flokksins og í miðstjórn. Jónína er gift Sigþóri Sigurðs- syni, kerfisfræðingi, og eiga þau þrjú börn. Globus: Frá rakvéla- blöðum til SAAB Globus hefur nú starfað í full 40 ár. Á þessum árum hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt og er nú orðið stórfyrirtæki á íslenskan mælik- varða. Sem dæmi má nefna að velt- an árið 1956 var kr. 9.300r en nú stefnir heildarveltan í tæpar 700 milljónir króna án söluskatts. í upphafi snérist reksturinn svo til eingöngu um innflutning og sölu á Gillette rakvélum og rakvélablöð- um en í dag hefur Globus haslað sér völl í fjölmörgum greinum atvinnu- lífsins, nú síðast bættist Saab-um- boðið við. Markvisst hefur verið unnið að því að dreifa rekstrar- áhættu fyrirtækisins. Starfsemin skiptist nú í 5 megin- deildir auk fjármála- og rekstrar- deildar. Þessi mikla fjölbreytni í rekstrinum hefur tryggt starfsem- inni stöðugleika og öryggi þrátt fyr- ir sveiflur í einstökum greinum. Globus er rekið í eigin húsnæði að Lágmúla 5 og starfa þar nú 60 manns. Gosdrykkir frá Sól hf. koma nú á markaðinn undir vöruheitinu Sól- gos, en það eru gosdrykkir fram- leiddir eftir alíslenskum uppskrift- um. Um leið verða teknar i notkun umbúðavélar, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Hér er um að ræða plastdósa-, skurðar- og miðavélar frá Japan. Ásamt vélun- um er tekin í notkun framleiðslu- keðja með vélbúnaði frá samtals tólf löndum og býr íslenskt hugvit að baki samsetningar og vali bún- aðar. Verksmiðjan er í nýju hús- næði Sólar hf. við Þverholt í Reykjavík, en það er samtals 8.400 fermetrar að stærð. Til að byrja með verða framleiddar fimm bragðtegundir af nýja gosinu með og án sykurs en búnaðurinn veitir möguleika til framleiðslu hvers konar drykkjarvöru þar með talið vatn til útflutnings. 1 verksmiðj- unni eru 100 tölvur þar af 18 forrit- anlegar og starfsmenn við gos- drykkjaframleiðsluna verða aðeins fimm. Löndin sem vélarnar koma frá eru eftirtalin: Japan, Frakkland, England, Þýskaland, Bandaríkin, Venezuela, Holland, Spánn, Sviss, Danmörk og Svíþjóð, auk íslands. Plastdósavélin er hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hefur vak- ið mikla athygli. Hafa komið hing- að menn víðs vegar að úr heiminum til að skoða hana og verður Sól hf. sýningarverksmiðja fyrir hina japönsku framleiðendur. Vélarnar framleiða plastdósir úr tveimur lög- um af PET (terelyne) með millilagi úr MX-nyloni. Fyrst eru búnar til flöskur, sem síðan er breytt i dósir með því að flöskuhálsinn er skorinn af í vél frá Hitachi Zosen í Japan, en það er einnig fyrsta vél sinnar teg- undar í heiminum og slær 500 högg á mínútu, en tvö högg þarf við hverja flösku. Þá tekur við önnur ný japönsk vél, sem smeygir miða- hólki á dósirnar, 250 hólkum á mín- ‘útu. Enn ein ný vél festir miðahólk- ana á dósir með hitablæstri, en þær eru báðar frá Fuji-Seal í Japan. Auk þess að fylla i dósir getur véla- samstæðan fyllt í 1.5 lítra plast- flöskur. Þá tekur við áfyllingin. Fyrst eru dósir og flöskur þvegnar og þurrk- aðar í vél frá Japan. Blöndun syk- urs er sjálfvirk og blöndun bragð- efna: sykurs, vatns, þykknis og kol- sýru er tölvustýrð. Blöndunarkerfið er íslensk hönnun, uppskriftir al- íslenskar og því engin erlend stór- fyrirtæki sem hagnast á uppskrift- um eða einkaleyfum. Eftir að gosið er komið í umbúð- irnar eru dósalok völsuð á í vél frá Ferrum í Sviss, en lokin sjálf koma alla leið frá Venezuela. Þá hefst vél- rænt eftirlit, þar sem fylgst er með að allt sé i lagi og dósum sjálfvirkt hafnað, ef eitthvað hefur brugðið út af, dósirnar þurrkaðar og festar saman sex og sex í pakkningu í vél- um frá Hicone á Englandi. Síðan raðast 24 dósir eða sex flöskur sjálf- virkt í kassabotn í vél frá Þýska- landi og plastfilma er sett utan um kassana í vél frá sama landi. Á hverri mínútu fara 10 kassar úr pökkunarsal niður á neðri hæð hússins með beygjufæribandi og lyftu frá Ropack í Svíþjóð. Sjálf- virk röðun kassa á vörubretti fer fram í vél frá sama aðila. Síðan kemur litli Golíat, sem er sjálfvirkt sporvélmenni frá Þýskalandi, sækir full vörubretti og afhendir Ropack vélinni tóm börubretti í staðinn. Þar næst sendir litli Golíat hlöðnu vörubrettin til stóra Golíats, sem kemur þeim fyrir í vörugeymslu. Hún rúmar um 2.000 full bretti, en stóri Golíat annast afgreiðslu eftir því sem pantanir berast. Auk ofantaldra nýjunga og vél- búnaðar fylgir nýja framleiðslu- kerfinu sjálfvirkt tölvustýrt þvotta- kerfi, sem þvær alla framleiðslu- brautina kvölds og morgna. Bragðtegundir Sól-gossins nýja verða: Cola, Límó, Appelsín, Súkkó og Grape. Allar verða þær framleiddar bæði með og án syk- urs. Cola er þegar komið á markað- inn, en hinar bragðtegundirnar koma á næstu dögum. Þá hafa er- lendir aðilar sýnt mikinn áhuga á að kaupa íslenskt drykkjarvatn í plastdósum og hafa verið send sýn- ishorn til útlanda til frekari athug- ana. Náttúru- verndar- ráðstefna f Lissabon Hinn 11. og 12. júní sl. var haldin í Lissabon í Portúgal 5. ráðstefna náttúruverndar- og umhverfismála- ráðherra Evrópuráðsrikja. Af ís- lands hálfu sóttu fundinn þeir Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis, og Eyþór Einarsson, formaður Náttúru- verndarráðs. Aðalviðfangsefni ráð- stefnunnar voru tvö: Verndun og viðhald náttúruarfleifðar strjálbýi- is Evrópuráðsríkja og Náttúru- verndarstefnuskrá Evrópuráðsins. Ályktunartillögur í mörgum liðum um bæði þessi viðfangsefni voru lagðar fyrir ráðstefnuna og sam- þykktar. Þær fólu í sér tilmæli og ábendingar til ríkisstjórna Evrópu- ráðsríkja um hvað væri mest áríð- andi að gera til verndar náttúru- arfleifð Evrópu og fyrirmæli um að samin yrði náttúruverndarstefnu- skrá Evrópuráðsins í anda þeirra draga sem fyrir ráðstefnunni lágu og með því markmiði að viðhalda sem mestu af þeirri fjölbreytni sem náttúrufar Evrópu býr yfir. Síðari dag ráðstefnunnar hófst formlega fræðslu- og útbreiðslu- átak Evrópuráðsins til að vekja al- hliða athygli á vandamálum strjál- býlisins í Evrópuráðsríkjum undir kjörorðinu: „gerum veg strjálbýlis- ins sem mestan," sem standa mun yfir til ársloka 1988. Sú athöfn fór fram í bænum Santarem, nokkuð norðan Lissabon, og stjórnaði henni forseti Portúgals, Mr. Soares. Dagana fyrir ráðstefnuna, þ. e. 9. og 10. júní, voru haldnir í Lissabon fundir um viðfangsefni fræðslu- átaksins og sótti Eyþór Einarsson þá einnig. Bjarkarlundur 40 ára Um þessar mundir eru 40 ár liðin frá því að Hótel Bjarkarlundur í Reykhólasveit tók til starfa. Húsið var vígt með athöfn 29. júní 1947. Það var Barðstrendingafélagið í Reykjavík, sem byggði hótelið á ár- unum 1945 til 1947. Tildrög þess að átthagafélag tókst þetta verkefni á hendur voru tilmæli frá mönnum tengdum sam- göngumálum um að félagið leysti þarna úr vanda, er skapast hafði í samgöngumálum A-Barðastrand- arsýslu. Endastöð sérleyfisferða hafði um nokkurra ára skeið verið Kinnarstaðir við Þorskafjörð og þar hafði verið rekin greiðasal, en ábúendur jarðarinnar vildu nú losna frá þeirri kvöð. Barðstrendingafélagið var þá ungt að árum, en í því þróttmikið félagsstarf. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun að verða við þessum til- mælum og undir forystu formanns- ins, Helga H. Eiríkssonar var hafist handa vorið 1945. Stór hópur félagsmanna lagði á sig ómælda fyrirhöfn til að vinna að þessu máli og margir utan félags urðu til að leggja félaginu lið með gjöfum og fyrirgreiðslu. í því sam- bandi má nefna að Jón Brandsson, bóndi á Kambi, gaf félaginu góðan landskika úr Berufjarðarlandi, þar sem skálinn var reistur. Húsið teiknaði Sigurður Guð- mundsson, arkitekt. Y firsmiður var Halldór Víglundsson, en aðalum- sjón og eftirlit af féiagsins hálfu hafði Jón Hákonarson, frá Reyk- hólum, sem fáum árum síðar varð formaður Baiðstrendingafélagsins. Húsið var upprunalega um 300 m2 stórt og í því 10 gistiherbergi ásamt veitingasal og tilheyrandi að- stöðu. Árið 1962 var reist ný gisti- álma og í henni 10 gistiherbergi, en nokkur af eldri herbergjum voru þá tekin tii afnota fyrir starfslið. Barðstrendingafélagið leigði hótelið til rekstrar fyrstu árin og lengst af þeim hjónum Hjálmfríði Eyjólfsdóttur og Jóni Hákonar- syni. 1957 tók félagið sjálft við rekstr- inum og hafði hann á hendi til árs- ins 1972, en það ár gengu fleiri aðil- ar til liðs við félagið. Þann 16. júlí 1972 var hlutafélagið Gestur stofn- að af Barðstrendingafélaginu, Ferðaskrifstofu ríkisins og sýslu- og hreppsfélögum á Vestfjörðum. Síð- ar gerðist Kaupfélag Króksfjarðar stór hluthafi. Það leikur ekki á tveim tungum, að Bjarkarlundur hefur á þessum 40 árum verið snar þáttur í sam- göngumálum Barðastrandarsýslu og raunar allra Vestfjarða. Þar hef- ur margur ferðlúinn maður fengið húsaskjól og annan beina. Og fjöl- margir munu minnast með ánægju sumarhátíðanna, sem haldnar voru í Bjarkariundi um margra ára skeið. Enda þótt margt hafi breyst á þessum 40 árum, sérstaklega í sam- göngumálum, er Bjarkarlundur enn á sínum stað í hlýlegum hvammi við Berufjarðarvatn og reiðubúinn að veita ferðamönnum skjól og næringu. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stööur hjúkrunarfræöinga i heilsugæslu- stöövum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staðahjúkrunarforstjóraviö Heilsugæslustöðina I Ólafsvfk. 2. Staða hjúkrunarfræöings við Heilsugæslustöðina á Þórshöfn. 3. Staöa hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustööina ( Fossvogi, Reykjavík. 4. Staða Hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina ( Reykjahlfð, Mývatnssveit. 5. Hálf staöa hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á ísafiröi. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustööina á Þingeyri. 7. Staða hjúkrunarfræöings við Heilsugæslustöð Suðurnesja I Keflavik. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Hllöasvæðis ( Reykjavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigöis- og tryggingamálaráðu- neytinu, Laugavegi 116, Reykjavfk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 13. júlí 1987. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða Loftskeytamann /Símritara/Ritsímaritara til starfa ( Vestmannaeyium. Nánari upplýsingarverðaveittarhjástöðvarstjóra Pósts og síma í Vestmannaeyjum. Frá menntamálaráðuneytinu Staða konrektors við Menntaskólann við Sund er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. ágúst næstkomandi og verður um að ræða setningu í eitt ár. Umsækjendur þurfaað hafa full kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda til menntamálaráðuneytis- ins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. ágúst næstkomandi. Menntamálaráðuneytið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.