Alþýðublaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.07.1987, Blaðsíða 2
MMLMIID Slmi: 681866 Útaefandi: Blaö hf. Ritstjóri:-; ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfuiltrúi: jón Danlelsson Blaöamenn: Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttiiog Kristján Þorvaldsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Slöumúla 12 Áskriftarslminn er 681866 Enn hefur verðbólgu- draugurinn í hótunum Hagstofa íslands birti í fyrradag útreikninga sína á vísitölu framfærslukostnaðar. Um sfðustu mánaða- mót reyndist hún 1,75% hærri en f júníbyrjun. Þetta jafngildir þvf, að sföustu tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 18,8%. Ef hins vegar er litið á hækkun vfsitölunnar sfðustu þrjá mánuði, þá jafngildir sú hækkun 21,8% verðbólgu á heilu ári. Þetta er alvarleg viðvörun til nýrrar ríkisstjórnar um verðbólguþróun, sem virðist hafa farið úr böndunum sfðustu mánuði. Rfkisstjórnin verður nú að beita öll- um tiltækum ráðum til að hemja verðbólguna og lækkahanaverulegaáþessu og næstaári. Hún hefur sjálf sett sér það markmið, að koma verðbólgunni nið- ur f 10% á næsta ári. Þaðer hins vegar Ijóst, að rfkisstjórnin hefurekki öll ráð f hendi sér I þessari baráttu. Væntanlegir kjara- samningar geta haft mikil áhrif á verðbólguþróunina, svo og margvfsleg ytri skilyrði. En ríkisstjórnin getur beitt þeim tækjum, sem hún hefur vald á, og þau verð- ur hún að nota, m. a. við næstu fjárlagagerð. Það er mjög mikilvægt að draga úr þeirri glfurlegu þenslu, sem verið hefur vfða f þjóðfélaginu. Ekki er vafi á þvf, að hvers konar þensla f verklegum fram- kvæmdum, einkum á höfuðborgarsvæðinu, hefur haft óheillavænleg áhrif á launa- og verðlagsþróun. Glfur- legur innflutningur á bílum og hverskonar tólum og tækjum hefur einnig aukið vandann, en verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fimm mánuöi þessa árs var 23% meira en á sama tfma f fyrra. Viðbrögð banka og lánastofnana við aukinni verð- bólgu koma fram ( vaxtahækkunum, og þótti flestum nóg komið. Þá hefur lánskjaravfsitalan hækkað um- talsvert, og enn á ný eykst vandi skuldugra hús- byggjenda. Áhrif hárra vaxta á efnahagslífið eru mjög umdeild. Margir telja, að svonefnd hávaxtastefna, sem lánastofnanir kalla vörn gegn verðbólgu, hafi mjög lamandi áhrif áeðlilegaþróun allsatvinnulffsog kalli á viðbrögð, er hafi áhrif til hækkunar verðbólgu. Um þettamálengi deila. En hvermaðurgeturséð, að hækkun verðbólgunnar hefur mjög alvarleg áhrif á allt efnahagslífið og snertir hag hvers einasta launa- manns í landinu. Það er því grundvallaratriði að rfkis- stjórninni takist að hemja verðbólguna, stöðva verð- hækkanir á vörum og opinberri þjónustu og geti stuðlaö að jafnvægi á lánamarkaði og lækkun vaxta. Um þetta er öll þjóðin sammála, þótt ágreiningur kunni að vera um leiðir að markinu. Það er mikið áhyggjuefni, þegar vextir og lánskjara- vísitala hækka jafnmikið og raun ber vitni, hvernig unnt verði að bæta hag misgengishópsins, sem enn og aftur sér eftirstöðvar lána sinna hækka látlaust, þrátt fyrirstöðugarafborganir. í stjórnarsáttmálanum ergert ráð fyrir, að þeim, sem lent hafa í greiðsluerfið- leikum vegna öflunar fbúðarhúsnæðis á undanförn- um árum, gefist kostur á endurfjármögnun á lánum með vaxtakjörum húsnæðislánakerfisins. Hluti af ráðstöfunarfé Húsnæöisstofnunar á að ganga til þessara lána. Nú er Ijóst, að huga þarf að þessum málum. Láglaunahóparnirverðaeinnig illaúti. í þeim aðgerð- um, sem nú verður að grípa til, og munu snerta hag hvers einasta heimilis f landinu, er það algjört for- gangsverkefni að jafna kjörin svo, að láglaunahópun- um verði hlíft. Það er stór hópur í þjóðfélaginu, sem geturtekiðásig byrðar.án þessaðfinnaverulegafyrir þeim. Miðvikudagur 15. júlf 1987 Stjórnarkreppunni er loksins lokið og ný stjórn tekin við, en hvað svo? AÐ LOKINNI STJÓRNARKREPPU Stjórnarkreppunni sem búin var að standa á þriðja mánuð er lokið. Við hefur tekið ný ríkisstjórn AI- þýðu, Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks. Úrslit síðustu alþingiskosn- inga gáfu ekki tilefni til skjótrar stjórnarmyndunar. Ýmsar tilraunir voru gerðar í þá veru að fá annars konar stjórnarmynstur. Þær runnu allar út í sandinn af ýmsum ástæð- um sem best er að fjölyrða ekki um hér. Auðvitað má segja að það hafi legið fyrir frá fyrsta degi að þessar tilraunir væru árangurslausar en þær urðu þó til að sannfæra menn um það að sá kostur sem ofan á varð að lokum var sá eini mögu- leiki. Ekki ríkir sérstakur fögnuður innan núverandi stjórnarflokka með þessa niðurstöðu og hefðu margir innan þeirra kostið að hafa hlutina á annan veg, en hinn póli- tíski veruleiki hlaut að ráða. Reynslan ein getur skorið úr um það hvernig þetta stjórnarsamstarf mun gagnast þjóðinni. Allt of snemmt er að spá einhverju um það á þessarri stundu. Hvort hin nýja ríkisstjórn mun aðeins verða „starfsstjórn“ eða hvort hún nær að skapa sér sess í stjórnmálasög- unni sem „framfarastjórn“ mun ráðast af því hvernig tekst að ráða við þau grundvallaratriði sem máli skipta. Tekst henni að koma á jafnvægi í ríkisfjármálunum og utanríkisvið- skiptunum eða verður bara látið reka á reiðanum eins og venjulega? Tekst henni að tryggja réttlátari tekjuskiptingu og réttlátari skatt- heimtu ásamt því að stytta hinn allt of langa vinnutíma? Eða verður það hlutskipti alþýðunnar svo sem oft áður að fá bara byrðarnar í sinn hlut? Tekst henni að halda þannig á málum að landsbyggðin njóti sömu réttinda og þétbýlið og verður skor- ið á „línuna að sunnan“ sem hefur ráðið bæði smáu og stóru þar? Tekst henni að losa sjávarútveg- inn úr viðjum skriffinnskubákns kvótakerfisins og koma á heilbrigð- ari reglum til að stjórna fiskveiðum en nú eru notaðar? Tekst henni að færa stjórnsýslu ríkisins og opinberar stofnanir I léttara og liprara form sem þjónar almenningi en ekki öfugt? Tekst henni það mikla verkefni að vernda náttúru landsins gegn eyðingaröflum sem herja á hana nótt og nýtan dag? Og síðast en ekki síst, tekst að vernda mannlífið í heimi sívaxandi efnishyggju og skrums? Þessar spurningar og margar aðrar munu liggja á borðinu allt kjörtímabilið. Aðeins tíminn og reynslan fá svarað þeim. Miðað við þá miklu áraun sem Lýðræðisríkið er búið að þola, bæði með hatrömmum deilum og klofningi flokka fyrir kosningar ásamt langri stjórnarkreppu eftir kosningar þurfum við ekki að vera óánægðir með þá niðurstöðu sem að lokum varð. Persónulegur metn- aður og sært stolt eru aukaatriði sem ekki skipta máli í þessu sam- hengi. Það sem skiptir máli er það að unnið sé að þjóðarhag og sótt fram á veg. Magnús Marísson Þróunar- samvinnu Marel: SÍS og félag í Á framhaldsaðalfundi Marels h.f. er haldinn var miðvikudaginn 8. júlí 1987 var gengið frá kaupum Þróunarfélags Isiands h.f. á 43% hlutafjár í Marel h.f. Samband ís- lenskra samvinnufélaga og Sam- vinnusjóður íslands eiga áfram um 52% hlutafjárins og ýmsir aðilar í fiskvinnslu og starfsmenn Marels h.f. eiga um 5%. Upphaf að starfsemi Marel h.f., sem stofnað var 1983, má rekja til samstarfs Sjávarafurðadeildar SÍS og Raunvísindastofnunar Háskóla íslands um hönnun og þróun á skráningarkerfi fyrir fiskvinnslu. í framhaldi þess kom fyrsta Marel- vogin á markað 1978. Skráningar- kerfi fyrir megin vinnsluþætti í frystihúsum kom nokkru síðar á markaðinn. Vogir og kerfi frá Mar- el hafa síðan verið seld í fjölmörg fiskvinnslufyrirtæki. f upphafi miðaðist markaðs- fræðsla á framleiðsluvörum Marels við heimamarkað á íslandi, en teygði sig síðan til nálægra landa þar sem fiskvinnsla er með svipuð- um hætti og hér á landi. í samræmi við það var gengið frá samningum við umboðsaðila í Noregi, Dan- mörku, Færeyjum og Hjaltlandi og eigið dótturfyrirtæki var stofnað í Halifax, Kanada. Sala á þessum mörkuðum hefur verið vaxandi og á sumum mjög góð. í Noregi hefur náðst sú staða að í hefðbundinni fiskvinnslu má telja að Marel hafi náð leiðandi stöðu. Útflutningur hefur verið mjög stór þáttur í starfsemi Marel og hef- ur allt frá upphafi verið meira en 50% af veltu. Þannig var á síðasta ári Marel meðal 60 stærstu útflutn- ingsfyrirtækja á Islandi og þriðji stærsti aðili í útflutningi á iðnaðar- vörum ef undan er skilin stóriðja. Á næstunni mun Marel kynna ýmsar nýjar framleiðsluvörur, ný vinnslukerfi fyrir frystihús, nýja tímaskráningarstöð og nýja vog með áður óþekkta möguleika. Friðarbréf kvenna Friðarhreyfmg íslenskra kvenna hefur sent frá sér friðarbréf þar sem kynnt er starfsemi hreyfingarinnar og fjallað um friðarmál. Efni bréfs- ins var tekið saman af nokkrum konum í miðstöð friðarhreyfingar- innar. Bréfinu verður dreift á ýmsum stöðum þar sem það kemur fyrir margra augu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.