Alþýðublaðið - 22.09.1987, Page 1

Alþýðublaðið - 22.09.1987, Page 1
Verdlagsrád kærir Sól hf. Harkan sex gegn auglýsingaskrumi Verðlagsráð lagði í gærmorgun fram kæru vegna auglýsingar Sólar h.f., þar sem 100 þúsund krónum er heitið þeim sem „finnur" milljón- ustu dósina af Sól-gosi. Að mati verðlagsráðs er auglýsingin brot á ákvæðum laga um verðlag, sam- keppnishömlum og óréttmæta við- skiptahætti. Þetta er í fyrsta sinn sem Verðlagsráð leggur fram kæru í slíku máli á grundvelli laganna sem tóku gildi í nóvember 1979. Má búast við að málið fari alla leið og því Ijúki með dómi, vegna þess að áður hefur Davíð gerst brotlegur, að mati Verölagsráðs, og hætt er við að fleiri taki upp þessa viðskipta- aðferð ef ekki verður látið reyna á ákvæði laganna. Að mati Verðlagsráðs er auglýs- ingin óhæfileg viðskiptaaðferð gagnvart samkeppnisaðilum. Aður hafa Davíð Scheving Thorsteinsson og aðstandendur Sólar brotið sömu ákvæði verðlagslaganna en fallist var á sættir vegna þess að Davíð lof- aði að halda sig á mottunni. í því sambandi er skemmst að minnast auglýsingar þar sem Sól bauð Fiat- bíl i verðlaun þeim sem keypfi 20 þúsundustu Soda-stream vélina. Davíð lét hins vegar ekki segjast og „gaf“ bílinn og'hefur nú, að mati verðlagsráðs enn á ný virt lögin að vettugi. Auglýsingin hefur birst í dag- blöðum útvarpi og sjónvarpi. Hvernig sem rnálinu lyktar má bú- ast við að Davíð fái ágætis auglýs- ingu út úr því. Að mati lögfræðinga sem Alþýðublaðið talaði við kann hins vegar að vera að dpmstólar líti málið enn alvarlegri augum ef sann- ast að fyrirtækið er að brjóta lög tij þess eins að fá út úr því auglýsingu. Brotið er því mjög alvarlegt gagn- vart samkeppnisaðilum sem virða lögin og nota viðurkenndar við- skiptaaðferðir. Samkvæmt lögunum er sem sagt bannað að veita verðlaun þeim sem kaupir, og byggist það sjónarmið á þeirri almennu reglu að gæði vör- unnar eigi fyrst og fremst að vera söluhvetjandi, það eigi því ekki að þurfa að borga fólki fyrir að drekka Sól-gos. Davið Scheving kallar þetta hins vegar ekki verðlaun, heldur fundar- laun og segist hafa týnt þessari milljónustu dós. Verðlagsráð tekur þeirri staðhæfingu mátulega og nú er að sjá hvort saksóknari og dóm- stólar komist að sömu niðurstöðu. Bankar hækkuðu langt umfram verðlagsþróun Þjónustugjöld peningastofnana afar misjöfn. Iðnaðarbankinn dýrastur. Landsbankinn kemur skást út. Föst gjöld vegna vanskila hafa hækkad um 160—170% milli ára. Samkvæint nýrri könnun Verð- lagsstofnunar er dýrast að skipta við Iðnaöarbankann, að því er varðar ýmis gjöld scm bankarnir taka af viðskiptavinum sinum fyrir veitta þjónustu. Landsbankinn kemur á hinn bóginn best út úr þessari könnun. Verulegur munur reyndist á ýmsum þessara gjalda milli bankastofnana. Þannig tekur Iðnaðarbankinn 90 kr. í tilkynning- ar- og greiðslugjald, vegna afborg- ana af skuldabréfum, en Lands- bankinn tekur aðeins 39 kr. Iðnað- arbankinn er sem sagt 130% dýrari. í byrjun septembermánaðar kannaði Verðlagsstofnun þjónustu- gjöld banka og sparisjóða vegna innlendra viðskipta. Eru það gjöld sem bankar og sparisjóðir inn- heimta af viðskiptamönnum sínum vegna útlána, innheimtu, tékka- reikninga, vanskila o.fl. Eins og fram kom í könnun sem Verðlags- stofnun birti fyrir tæplega ári sið- an, skömmu áður en útlánsvextir voru gefnir frjálsir, eru þjónustu- gjöld bankastofnana mishá eftir stofnunum. Hin nýja könnun leiðir m.a. eftir- farandi í ljós: Þjónustugjöld vegna inn- lendra viðskipta voru í flest- um tilvikum hæst hjá Iðriað- arbankanum en oftast lægst hjá Landsbankanum. Sem dæmi má nefna að tilkynn- inga- og greiðslugjald vegna skuldabréfa var kr. 90 í Iðn- aðarbankanum en kr. 39 í Landsbankanum. Gjald Iðn- aðarbankans er því 130% hærra en gjald Landsbank- ans. Hefti með 25 tékka- eyðublöðum kostaði kr. 120 í Landsbankanum en kr. 175 í Iðnaðarbankanum sem er tæplega 46% hærra verð. Hlutfallsleg þóknun vegna útlána sem Seðlabankinn ákvað áður samhliða útláns- vöxtum hefur í mörgum til- vikum hækkað um allt að 50—60% á einu ári. Sem dæmi má nefna að algengt er að þóknun fyrir keypta víxla hafi hækkað úr 0,4% í 0,65% og þóknun fyrir skuldabréf til skemmri tíma hækkað um úr 0,8% í 1.0— 1.2%. Hækkun á þessum gjöldum hefur hins vegar ekki átt sér stað hjá Lands- bankanum. Hækkun á föstum gjaldalið- um hafa almennt orðið tals- vert meiri en almennar verð- hækkanir. Algengt er að gjaldaliðir hafi hækkað al- mennt um 50% á einu ári en föst gjöld vegna vanskila hafa hækkað að jafnaði um 160—170%. Hækkun gjald- anna er hins vegar mismun- andi mikil eftir bönkum m.a. vegna þess að gildistími gjaldskránna er breytilegur. Til að auðvelda viðskiptamönn- um stofnana að afla sér upplýsinga um þjónustugjöld hefur Verðlags- stofnun ákveðið að frá og með 1. október n.k. verði bönkum og sparisjóðum skylt að láta gjald- skrár liggja frammi á áberandi stað á öllum afgreiðslustöðum. Haustið er komið og síðustu forvöð fyrir hjólreiðafólk að liðka hjólhestana sína. Þessi strákur lét haustrigninguna ekki aftra sér í gær, en fór að sjálf- sögðu að öllu með gát eins og vitibornir menn gera í umferðinni. A-mynd/ Róbert. Húsnæðisstofnun: Lánsloforö eftir mánaðamót — Enn á eftir að undirrita samninga við um 80 lífeyrissjóði og ríkis- stjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um breytingu á útlánsreglum. Sigurður E. Guðmundssun, forstjóri Húsnæðisstofnunur rík- isins, telur að útgáfa lánsloforða hefjist í fyrsta lagi á ný eftir 2-3 vikur. Stjórnvöld og lífeyrissjóðasam- böndin undirrituðu samninga sl. föstudag og í gær sendi Húsnæð- isstofnun hverjum og einum líf- eyrissjóði, um 80 talsins, samn- inga til undirritunar. Miðað við reynslu síðustu ára, getur tekið 2-3 vikur að safna þeim samning- um saman og auk þess á eftir að skýrast hvort stjórnvöld taka ákvörðun um breytingu á útlána- reglunum áður en lánveitingar hefjast. Húsnæðisstofnun hefur ekki getað gefið út lánsloforð síðan í mars sl. vegna þess að ósamið hef- ur verið við sjóðina. Talið er að umsóknir sem bíða afgreiðslu séu um 3500 talsins. Sem kunnugt er vill félagsmálaráðherra að breyt- ingar verði gerðar á útlánareglun- um áður en lánsloforð verða af- greidd, svo nýta megi sem best það fé sem til ráðstöfunar er. Talið er að þessar 3500 umsóknir kosti um 5,6 milljarða. Auk þess hefur ríkisstjórnin til umfjöllunar hvernig hækkun á útlánsvöxtum verði háttað, en félagsmálaráð- herra hefur lagt til að hækkun' komi ekki niður á forgangshóp- um. Það má því búast við að dragist fram í október að hægt verði að. hefja útgáfu lánsloforða, bæði vegna samninganna við sjóðina 80 og umfjöllunarinnar i ríkis- stjórninni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.