Alþýðublaðið - 26.09.1987, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 26.09.1987, Qupperneq 3
Laugardagur 26. september 1987 3 Oddaatkvæði var beitt — í launanefnd ASÍ og VSÍ. Laun hækka því um 7,23% hinn 1. okt. Ásmundur Stcfánsson, forseti ASÍ, beitti oddaatkvæði á fundi launanefndar ASÍ og vinnuveit- enda í gær. Launahækkun 1. októ- ber verður því 7,23% og frá sama tima verða lágmarkslaun ófag- læröra 29.975 krónur, en faglærðra 39.396 krónur á mánuði. Oddaat- kvæði liefur aldrei áður veriö beitt innan launanefndarinnar, en aöilar voru ósammála um hvort fullar verðbætur skvldu greiðast á öll laun nú um mánaðamót. Samnings- bundin hækkun er inn í þessu, 1,5 prósent. „Þetta er mjög óheillavænleg niðurstaða og þýðir fyrstu skref í átt til mjög aukinnar verðbólgu," sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ eftir fund launanefndarinnar í gær. Ásmund- ur Stefánsson telur hins vegar að allar aðstæður séu fyrir hendi og það velti á stjórnvöldum og vinnu- veitendum hvort verðbólgan fari úr böndum. „Launaskrið er mál at- vinnurekenda og það, að borga launaskrið annarra með skerðingu á verðbótum verður að teljast óskynsamleg röksemdarfærsla af hálfu atvinnurekenda." Vinnuveitendur segja að hækk- unin nú þýði strax bullandi verð- bólgu um áramót og að grafið sé undan fastgengisstefnunni, sem þýði að kaupmátturinn rýrni fyrr eða síðar. Þórarinn sagði ennfrem- ur sýnt að samningar sem lausir eru um áramót gætu dregist frameftir ári. Að mati Alþýðusambandsins sýna nýjustu upplýsingar um af- kornu sjávarútvegsins að 7% kaup- hækkun raski ekki gengisforsend- um og að aukin þjóðarframleiðsla og bætt viðskiptakjör hafi gefið aukið svigrúm umfram það sem gert var ráð fyrir þegar samið var í desember. SEÐLABANKINN TEKUR í TAUMANA Seðlabankinn hyggst beita hörðum aðgerðum til að draga úr útlánum bankanna. Lausafjár- lágmark bankanna hefur þegar verið hækkað og nú stendur til að auka verðbréfakaup bankanna af ríkissjóði verulega. I fréttatil- kynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér í gær er ennfremur tekiðframaðdugi þessar aðgerðir ekki til, muni bankinn grípa til frekari aðhaldsaðgerða. Samkomulag um framkvæmd búvörusamnings: í átt til svæðaskiptingar í gær var kynnt reglugerð um stjórn sauðfjárframleiðslunnar á næsta verðlagsári, sem er í sam- ræmi við samkomulag ríkis og bænda um framkvæmd búvöru- samningsins. Með reglugerðinni er m.a. stigið fyrsta skrefið í átt til aukinnar svæðaskiptingar fram- leiðslunnar. Með reglugerðinni er heimilaður flutningur fuilvirðisréttar í mjólk og sauðfé á milli verðlagsára, allt að 5% og bændur fá greiðslur fyrir þann fullvirðisrétt sem þeir nota ekki. Bændur þurfa því ekki að kappkosta að fullnýta rétt sinn á hverju ári. Að mati landbúnaðar- ráðherra verður búvörusamningur- inn með þessu móti ódýrari í fram- kvæmd því útflutningsbætur spar- ast. Fullvirðisréttur sauðfjárfram- leiðenda verður í meginatriðum hinn sami og nú, en vegna leiðrétt- inga eru teknar 4000 ærgildisafurð- ir og er fullvirðisréttur skertur eftir svæðum, mest á mjólkursvæðum 0,9%, á blönduðum svæðurn 0,5% og á sauðfjárræktarsvæðum 0,3%. Möguleiki gefst til að skipa á fuli- virðisrétti úr sauðfé yfir í mjólk og öfugt. Ennfremur eru í samkomu- laginu sérstök kjör boðin bændum 67 ára og eldri, stefnt að því að geyma fullvirðisrétt á ríkisjörðum sem losna úr ábúð og ekki er fyrir hendi framtíðaraðstaða, og fram- leiðendum í þéttbýli er gefinn kost- ur á að hætta í haust gegn vissri verðábyrgð. Hveiti getur víst seint orðið alislenskt fyrirbrigði, en nýja „kornax" hveitið sem nú erað komaá markaðinn i neytendaumbúðum kemst llklegaeins ná- lægt því og unnt er. Það er að vísu ekki ræktað né uppskorið af íslenskum ökrum, en hins vegar malað og pakkað hérlendis. Fyrirtækið „Kornax“ tók til starfa i júlimánuði sl. og hefur fram að þessu einkum afgreitt kornvörur til bakara en nú eru hveiti og rúgmjög að koma á markaðinn i neytenda- umbúðum. Vest-norræna þingmannanefndin: Fylgst með mengun A fundi Vest-norrænu þing- mannanefndarinnar í Færeyjum í síðustu viku var saniþykkt tillaga frá Árna Gunnarssyni, þing- inanni Alþýöuflokksins um að komið verði á laggirnar nefnd til að fylgjast með mengun Norður- Atlantshafsins. Tillögu Árna og annarri tillögu frá Færeyska fulltrúanum Hans Jacob Debes, um svipað efni, var steypt saman. Þingmannanefndin gegnir ráðgefandi hlutverki og er því þess vegna beint til ríkis- stjórna Norðurlandanna að halda sem fyrst vísindaráðstefnu um mengun hafsvæðisins og í fram- haldi af því koma á fót nefnd sem fylgist reglubundið með ástand- inu. Nánar er fjallað um þetta mál í leiðara Alþýðublaðsins í dag. Dráttarvextir upp í sex þúsund prósent Flestir gera sér grein fyrir því að dráttarvextir af lánum sem ekki eru grcidd á gjalddaga, eru hærri en vcnjulegir vextir i bankakerfinu. Ef marka má útreikninga sérfróðra manna hjá Fjárfestingarfélaginu, eru þetta þó enn dýrari lán en marg- ir ímynda sér. Samkvæmt þessum útreikningum geta dráttarvextirnir jafngilt 6.100% ársvöxtum. Þessar tölur er að finna í „Verð- bréfamarkaðnum“, mánaðarriti Fjárfestingarfélagsins um verð- bréfaviðskipti og peningamál. Þar segir orðrétt: „Sá einkennilegir „þjóðarsiður" hefur komist á hér á landi, að ekki þykir nein ástæða til að greiða skuldir á gjalddaga, heldur sé ósköp eðlilegt að draga greiðslu skulda í nokkurn tínia, og greiða þá bara „smá“ dráttarvexti. Ein ástæða þess kann að vera að lengi vel voru dráttarvextir lægri en vextir verðtryggðra lána og verðbréfa. Ný- lega hefur orðið nokkur breyting á þessu því dráttarvextir hafa hækk- að úr 2.25% á mánuði í 3.5% frá áramótum. Þar sem dráttarvextir eru í mörgum tilfellum reiknaðir fyrir hvern byrjaðan mánuð getur ígildi þeirra verið mjög mismun- andi, eftir því hvenær greitt er af lánum. Þó hér sé ekki beint um dulda vexti að ræða, er alveg ljóst að mjög margir gera sér ekki grein fyrir þýðingu þess að komast hjá því að greiða dráttarvexti. Sem dæmi má nefna að ígildi dráttar- vaxta af skuldabréfum geta verið frá 42.0% á ári til 128.3% á ári ef dagvextir eru reiknaðir fyrstu 15 dagana og frá 42.0% á ári til rúm- lega 6.100% vexti á ári ef unt víxla er að ræða. Miðað við 25% verð- bólgu er hér um að ræða 13.6% til tæplega 4.900% vexti umfram verð- bólgu. Það er því deginum ljósara að í flestum tilfellum er hagkvæm- ara að greiða skuldir á réttum gjald- dögum, og komast þannig hjá dýr- um fjármagnskostnaði." STÖÐVAR SÍS FRJÁLSA FISKVERÐIÐ? — „Þá snýst draumurinn upp í martröð,“ segir Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Islands Sainkvæml heimildum Alþýöu- blaðsins eru miklar líkur til þess að Árni Benediktsson, fulltrúi Sam- bandsfrystihúsanna í Verðlagsráði sjávarútvegsins, beiti neitunarvaldi í ráðinu gegn frjálsu fiskverði. „Ef neitunarvaldinu verður beitt þá snýst draumurinn upp í martröð," sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins í samtali við Alþýðublaðið í gær. Eftir helgina tekur Verölagsráð ákvörðun um hvort áfram verði haldið með frjálsa fiskverðið, sem verið hefur til reynslu í þrjá mán- uði. Nýtt verðtímabil hefst 1. októ- ber. I Alþýðublaðinu í gær sagðist Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumið- stöðvarinnar, vonast til að sam- komulag tækist um að halda til- rauninni áfram til áramóta, en vildi þó engu spá um það. Nokkrir þeirra aðila í sjávarút- vegi sent studdu ákvörðunina um frjálst fiskverð, vilja nú aftur snúa til fyrra fyrirkomulags. Þeir telja að frjálsa fiskverðið hafi leitt til óeðli- legrar hækkunar, og erfitt sé að ráða við kröfur sjómanna um við- miðun við fiskmarkaðina á Reykja- víkursvæðinu. í Fáskrúðsfjarðar- samningunum sem gerðir ^vo/u i ágúst eftir miklar deilur, var aöeins gert ráð fyrir viðmiðun við fisk- markaðinn í Hafnarfirði. Vinnu- veitendur hafa nú sagt þeim samn- ingi upp, en hann hefur verið leið- andi upp á síðkastið. Þessa dagana eru ntiklar dcilur á Eskifirði, á milli Aðalsteins Jónssonar og sjómanna. Óskar Vigfússon sagðist að- spurður telja óraunhæft að vera með kröfur um viðmiðun við einn fiskmarkað á Reykjavíkursvæðinu. Hann sagði hins vegar að deilurnar, t.d. á Eskifirði nú, stæðu ekki um það, heldur þau vinnubrögð vinnu- veitenda að ákveða verðið einhliða. „Það var aldrei ætlunin með frjálsu fiskverði að vinnuveitendur tækju einhliða ákvörðun." Óskar sagði ennfremur að menn hlytu að hafa gert sér grein fyrir því að það tæki tírna að aðlagast nýja fyrirkomu- laginu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.