Alþýðublaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. september 1987 11 Happdrætti Styrktarfélags vangefinna. Þessa dagana stendur yfir út- sending á happdrættismiðum í ár- legu happdrætti Styrktarfélags van- gefinna, en miðarnir eru sendir heim til kvenna á aldrinum 18—64 ára. Vinningar verða 10 talsins og heildarverðmæti þeirra um 4.200.000. Aðalvinningurinn að þessu sinni er Audi 100 CC, árgerð 1988 að verðmæti um 1 milljón, annar vinningur er bifreið að eigin vali að upphæð kr. 600 þús. Þá eru átta vinningar, bifreiðar að eigin vali, hver að upphæð kr. 325 þús- und. Miðaverð er kr. 250 og vinningar skattfrjálsir. Dregið verður 24. des. n.k. Félagið stendur nú sem fyrr í miklum og fjárfrekum fram- kvæmdum. M.a. hefur það á þessu ári fest kaup á 4 íbúðum, sem leigð- ar hafa verið vangefnu fólki, sem flest hefur áður dvalið á sambýlum félagsins. Auk þessara íbúða annast félagið nú rekstur 6 sambýla í borg- inni, skammtímaheimilis, þriggja dagvistarstofnana og verndaðs vinnustaðar. Alls dvelja nú um 150 —160 einstaklingar á þessuni heim- ilum og stofnunum. Þrátt fyrir það að allvel hafi miðað á síðustu árum að koma upp sambýlum fyrir van- gefna eru enn tugir einstaklinga á biðlistum eftir sambýlisplássum. Um leið og félagið þakkar al- menningi mikilsverðan stuðning á liðnum árum treystir það enn á skilning fólks á nauðsyn þess að búa vangefnu fólki sem best skil- yrði. Fyrirlestur: Stjórnun fiskveiða Fimmtudaginn 1. október n.k. flyt- ur prófessor RÖGNVALDUR HANNESSON opinberan fyrirlest- ur við Háskóla Islands á vegum Viðskiptadeildar. Heiti fyrirlestrar- ins er STJÓRNUN FISKVEIÐA: MARKMIÐ OG LEIÐIR. Fyrir- lesturinn fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17:15 Um fyrirlesara og efni fyrirlestrar- ins Prófessor Rögnvaldur Hannes- son stundaði framhaldsnám í fiski- hagfræði við Háskólann í Lundi, Svíþjóð, og Háskólann í Bresku Kólumbíu í Kanada. Doktorsprófi lauk hann frá Lundi árið 1974. Að námi loknu hefur prófessor Rögn- valdur gegnt stöðum háskólakenn- ara við Háskólana í Tromsö, Bergen og Verslunarháskólann í Bergen. Frá 1983 hefur hann verið prófessor í fiskihagfræði við Verslunarhá- skólann í Bergen. Prófessor Rögnvaldur Hannes- son er í hópi virtustu vísindamanna heims á sviði fiskihagfræði. Á því sviði hefur hann gefið út tvær bæk- ur, doktorsritgerðina „Economics of Fisheries: Some Problems in Efficiency,“ sem út kom 1974, og kennslubókina „Economics of Fisheries: An Introduction," sem kom út 1978. Auk þess hefur hann ritað fjölda greina um fiskihag- fræðileg og önnur efni í hagfræði- tímarit. í umræddum fyrirlestri mun prófessor Rögnvaldur fjalla um markmið fiskveiðistjórnunar og þær aðferðir við fiskveiðistjórn, sem líklegastar eru til að ná þeim markmiðum. í Ijósi þess, að stjórn- völd beita sér nú fyrir endurmati og endurskoðun á stjórnkerfi fisk- veiða hér á landi, er þess að vænta að efni þessa fyrirlesturs eigi sér- stakt erindi til landsmanna. Styrkir til háskólanáms í Sviss Svissnesk stjórnvöld bjóða fram í löndum sem aðild eiga aö Evrópuráðinu 15-19 styrki til háskólanáms í Sviss háskólaáriö 1988-1989. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslend- inga. Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir til framhalds- náms við háskóla og eru veittir til 9 mánaða námsdval- ar. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á frönsku eða þýsku og þurfa þeir að vera undir það búnir, að á það verði reynt með prófi. Um- sækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. — Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 1. desember n.k. á tilskildum eyðublöðum, sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 23. september 1987. Styrkir til háskóianáms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa er- lendum námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð námsárið 1988-89. Styrkir þessireru boðnirfram i mörg- um löndum og eru öðru fremur ætlaðir til náms sem eingöngu er unnt að leggja stund á i Svíþjóð. Styrkfjár- hæðin er 3.880 s.kr. á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuði. Til greina kemur að styrkur verði veittur í allt að þrjú ár. Nánari upplýsingarum styrki þessafást í menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, en umsóknir skulu sendar til Svenska Institutet, box 7434, S-103 91 Stockholm, og lætursú stofnun í té tilskilin umsóknar- eyðublöð fram til 1. desember n.k., en frestur til að skila umsóknum er til 15. janúar 1988. Menntamálaráðuneytiö, 23. september 1987. FIVI 10Z,Z Þessa dagana er verið að dreifa bæklingi um jStji Én hlustunarsvæði stöðvarinnar. Á baksíðu bæklingsi léttur og einfaldur leikur fyrir alla. Taktu þátt í leikn að eignast glænýjan Suzuki Swift GL 1000.< - t É| una í öll hús á p r Stjörnuleikurinn, og þá áttu kost á að 5tjörnuleikurinn er einfaldur. Þú hlustar á Stjörnuna og færð vísbendingar um bókstafi sem þú fyllir í reit á þaksíðu bæklingsins. Þegar leiknum er lokið geturðu séð orð í reitnum sem er lausnarorðið. Þú sendir lausnina inri til Stjörnunnar og við drögum úr réttum lausnum þann eða þá sem hreppir glæsilegan Suzuki Swift í verðlaun. f m.\T 4\ ' Fyrsta vísbending verður gefin í morgunþætti Gunnlaugs Helgasonar á morgun 25. októþer 1987. Helgi Rúnar Óskaæson gefur vísbendingar eftir hádegi. Hver vísbending verður endurtekin nokkrum sinnum. . W mm *' l Æ m 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 Þessi glæsilegi Suzuki Swift GL 1000 fellur í hendur einhvers hlustanda Stjörnunnar. Bíllinn er til sýnis í Kringlunni á meðan á Stjörnuleiknum stendur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.