Alþýðublaðið - 26.09.1987, Page 4

Alþýðublaðið - 26.09.1987, Page 4
4 Hvað verð- ur um Borg- ara- flokk- inn? Landsfundur Borgara- flokksins stendur nú yfir á Hótel Sögu íReykjavík og í dag (kl. 16 samkvœmt prentaðri dagskrá) rœðst það hver muni hreppa hið eftirsótta hnoss og verða varaformaður flokksins. Þótt embœttið sé hið eftir- sóknarverðasta, ef marka má, hversu margir sœkjast eftir því, er þó allt í óvissu um framtíð Borgara- flokksins og þrátt fyrir ótvírœðan kosningasigur í vor, eru enn margir sem spá flokknum hœgum dauðdaga á kjörtíma- bilinu. Aðrir, einkum Borgaraflokks- menn sjálfir, eru ekki i nokkrum vafa um langa lífdaga flokksins. Það er áberandi að menn hafa mjög ólíkar skoðanir á Borgaraflokkn- um, tilurð hans og lífslíkum og síð- ast en ekki síst virðast skoðanir nokkuð skiptar um stefnu lians. Þetta síðasta gildir ekki síður um Borgaraflokksmenn sjálfa en aðra. Skýringanna á öllum þessum skringilegheitum er sennilega einna helst að leita í þeirri staðreynd að Borgaraflokkurinn myndaðist við klofning Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er um margt ákaflega merkilegt fyrirbrigði og mörgum hefur verið það sífellt undrunarefni að hann skuli ekki hafa klofnað fyrr, jafn sundurleita einstaklinga og misjöfn markmið sem hann rúmar. Sem nær eingetið afkvæmi Sjálf- stæðisflokksins ber Borgarafokk- urinn í sér erfðavísa hans og þar með fylgir m.a. hin málefnalega breidd. Það væri nefnilega allt of mikil einföldun að halda því fram að klofningurinn hafi átt sér stað á grundvelli málefna, þannig að nú mætti sjá glöggan hugsjónamun á þessum tveimur flokkum. Aðalper- sóna Borgaraflokksins, Albert Guðmundsson, hefur að vísu reynt að skilgreina stefnu Borgaraflokks- ins sem gömlu góðu Sjálfstæðis- stefnuna og boða kapítalisma með mannlegu yfirbragði í andstöðu við frjálshyggjuna sem nú tröllríði Sjálfstæðisflokknum. Að hluta til má e.t.v. taka þessa skýringu Alberts góða og gilda. Meðal fylgismanna hans er að finna ýmsa þá gamalgróna Sjálf- stæðismenn sem síður hafa aðhyllst hina járnhörðu frjálshyggju. Því má að vísu ekki heldur gleyma að margir slíkir urðu eftir í Sjálfstæð- isflokknum og auk þess fóru þaðan einhverjir frjálshyggjumenn til Borgaraflokksins. Hér við bætist svo að Borgaraflokknum bættist liðsauki úr öðrum áttum, eins og t.d. hin kröftuga verkalýðsbaráttu- kona Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Á grundvelli þessarar skilgrein- ingar flokksmannsins, Alberts Guðmundssonar, mætti sem sé einna helst álykta að skipa bæri Borgaraflokknum aðeins til vinstri við Sjálfstæðisflokkinn á hinum pólitíska skala. Þetta er þó senni- lega ekki einhlítt og benda má á að Sjálfstæðismenn hafa til skiptis tal- að um Borgaraflokkinn sem vinstri flokk eða hægri öfgaflokk, eftir því sem henta þótti hverju sinni. Þótt mönnum hafi þannig veist það erfitt fram að þessu að finna Borgaraflokknum ákveðinn stað i íslenska flokkakerfinu, er hitt ekki deiluefni, að Borgaraflokkur- inn var stofnaður utan um persónu Alberts Guðmundssonar. Þetta er flokknum bæði veikleiki og styrk- ur. Styrkurinn sannaðist í kosning- unum í vor, þegar persónufylgi Alberts reyndist nægja til að fá sjö menn kjörna á þing. Þeir eru aftur á móti margir sem gera því skóna að veikleikarnir eigi eftir að koma í Ijós. Það muni koma á daginn að innan Borgaraflokksins eigi menn ekki margt annað sameiginlegt en aðdáun sína á flokksformanninum og pólitískum ferli hans og kjarki. Það er einnig nefnt í þessu sam- bandi að ýmsir Borgaraflokksmenn hafi fremur gengið í flokkinn af persónulegum hagsmunaástæðum en eldheitri hugsjón. Julíus Sólnes, Óli Þ. Guðbjartsson og Ásgeir Hannes Eiríksson hafa allir verið sagðir hafa eygt möguleika á auð- fengnu þingsæti með því að ganga til liðs við Borgaraflokkinn. Fyrir landsfundinn sem nú stendur yfir, gáfu Júlíus og Ásgeir Hannes báðir kost á sér til varaformennsku en auk þess hefur Óli Þ. Guðbjartsson verið nefndur sem mögulegur mála- miðlunarkandidat. Þeir sem biðu eftir úlfúð milli framagosainnan Borgaraflokksins, þykjast náttúrlega hafa verið afar sannspáir, þegar margir sækjast eftir varaformennskunni. Það er þó ekkert nýnæmi að kosið sé um fleiri en eitt varaformannsefni í íslensk- um stjórnmálaflokkum og hafa þó oftast tekist sæmilega sættir með mönnum eftir slíkar kosningar. Skoðanakannanir að undan- förnu hafa gefið til kynna að nokk- uð hafi dregið úr fylgi við Borgara- flokkinn frá því sem var í kosning- unum í vor og Sjálfstæðisflokkur- inn bætt við sig sem því nemur eða rúmlega það. Af þessu er þó hæpið að draga þá ályktun að Borgara- flokkurinn sé að minnka. Skoðana- kannanir hafa alltaf sýnt nokkrar sveiflur á fylgi flokka, bæði upp og niður og ástæðulaust að halda að svo verði ekki áfram. Auk þess hafa skoðanakannanir í sér innbyggða skekkju að því er varðar fylgi flokka miðað við kosningar. Það er t.d. þekkt að Sjálfstæðisflokkurinn kemur alltaf betur út úr skoðana- könnunum en kosningum. Miðað við skoðanakannanir frá því fyrir kosningarnar í vor, virðist sem þessu kynni að vera öfugt farið að því er Borgaraflokkinn viðkemur. Það skiptir þó meira máli að skoðanakannanir að undanförnu sýna svo ekki verður um villst að fylgið hefur ekki hrunið af Borg- araflokknum eins og margir spáðu að gerast myndi, þegar samúðin með Albert Guðmundssyni færi að minnka. Loftbólukenningin virðist sem sagt ekki ætla að standast. Fáir minnast lengur á „aðförina að Albert Guðmundssyni" í Sjálf- stæðisflokknum. Þegar tilvist Borgaraflokksins ber á góma taia flokksmenn sjálfir fremur um frjálshyggjuna í Sjálfstæðisflokkn- um og stilla henni upp sem and- stæðu hinnar mannlegu stefnu Borgaraflokksins. Fyrir utan samúðar- og ioftbólu- kenninguna, hafa ýmsar kenningar verið á lofti um framtíð Borgara- flokksins. Ein þeirra er fyrir- greiðslukenningin sem svo mætti kalla. Albert Guðmundsson er þekktur „fyrirgreiðslupólitíkus" og lítur gjarna á sjálfan sig sem slíkan. Þegar stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir í sumar, var því mjög ákaft haldið fram að von Borgara- flokksins um framtíð, byggðist einkum á því að komast i valdaað- stöðu. Menn sögðu sem svo að án valda hefði Albert Guðmundsson enga möguleika til að stunda neina fyrirgreiðslu og þar sem hann kynni fátt annað fyrir sér í pólitík, væri Borgaraflokkur í stjórnarandstöðu dæmdur til að verða gleymskunni að bráð. Á sannleiksgildi þessarar kenn- ingar er sennilega lítið tekið að reyna. Þó má benda á að Borgara- flokksmenn hafa notað síðari hluta sumars vel til að byggja sér upp flokkskerfi og þeir virðast stefna að því að halda utan um fylgi sitt með öflugu flokksstarfi. Landsfundur- inrí nú er liður í þessari viðleitni. Stjórnmálaflokkunum hefur á síðari árum tekist æ betur upp við að nýta landsfundi sína til að vekja athygli á flokknum og stappa stál- inu í fylgismenn sína. Það heyrir til undantekninga ef skoðanakönnun fljótlega að loknum landsf'undi sýnir ekki a.m.k. nokkra fylgis- aukningu. Sjálfsagt verður niður- staðan einnig sú af þessum lands- fundi Borgaraflokksins. í þessu sambandi spillir það ekki fyrir að einhver spenna ríki í kringum fund- inn og varaformannskjörið nú er því í ágætu samræmi við formúl- una. Uppsveiflur í skoðanakönnun- um að loknum landsfundum eru hins vegar ekki úrslitaatriði hvað varðar fylgi flokka til lengri tíma. Þar þarf annað og meira að koma til. Þrátt fyrir mikinn og ótvíræðan kosningasigur í vor er Borgara- flokkurinn ennþá að mestu sem óskrifuð örk. Aframhaldandi til- vist hans ræðst ekki af þeirri athygli sem landsfundurinn kann að vekja og ekki heldur af loftbólukenning- unni eða fyrirgreiðslukenningunni. Héðan af ræðst framtíð Borgara- flokksins fyrst og fremst af þvi hvernig tekst að byggja upp það flokkskerfi sem verið hefur I smíð- um undanfarna mánuði og þó kannski einkum af því hvernig flokksmönnum tekst að skapa sér sérstöðu gagnvart Sjálfstæðis- flokknum. Þetta síðasta skiptir æ meira máli eftir því sem líkur fyrir endursameiningu minnka. Albert Guðmundsson kann sjálf- ur að hafa litið á stofnun Borgara- flokksins í vor sem eins konar sér- framboð og vonast eftir að vera tek- inn í sátt af sínum gömlu félögum eftir að hafa sýnt þeim styrk sinn. Þær vonir brugðust, hafi þær ein- hvern tíma verið fyrir hendi. Ætli Borgaraflokksmenn að halda áfram að vera til i pólitík, verða þeir að skilja sig frá Sjálfstæðisflokkn- um I fullri alvöru. Takist það gæti Borgaraflokkurinn jafnvel farið stækkandi og Sjálfstæðisflokkur- inn haldið áfram að minnka. Takist það ekki eigum við trúlega eftir að sjá nöfn á borð við „Júlíus Sólnes“ á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins innan tiltölulega fárra ára. Úr- slitin ráðast ekki í dag. Þau ráðast hins vegar að líkindum á yfirstand- andi kjörtímabili. Fylgist með! læsið Alþýðublaðið áfram!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.