Alþýðublaðið - 26.09.1987, Page 13
Laugardagur 26. september 1987
13
Jón Baldvin Hannibalsson:
UM „LEIGULIÐA"
& LUXUSKERRUR
Yfirlýsing fjármögnunarfyrirtækjanna:
Ráðherra f er
meðrangtmál
Óheimilt að fjármagna bifreiða-
kaup með erlendum lánum
ÞAU fjármSgnunarfyrirtœki sem starfa hér á landi aendu ijr
sér sameiginlega yfirlýaingu vegna greinargerfar fjármálarf
Undir yfirlýsinguna rita Féfang hf., Glltmr hf., Lrnd hf. og I
Jé
UNDTT'
te°'
Qármognunarfyrir-
\fram að fullyrðing
M Morgunblaðinu
\jármögnun bif-
\fé á ekki við
Nyitt til þess
Vngar séu
\yörður
\rerð
Á síðastliðnu ári v»
t frjálsraíðisátt á hinu
—fkaði. Vc
lag
stjóriv
um se>. V„
óheimilt k
burðargetu .
lendu fé. Slh
alfarið fjármagi.
fé. Þess ber einnig
tækjunum er aðei.
Qármagna tæki og bún.
rekstrar en ekki til einsta.
atvinnurekstrar.
Fjármögnun bifreiða, þ.e.
reiða, fólksflutningabifreiðr
bifreiða og annarra bif
atvinnurekstrar, nemur 2J
verðmæti samninga þjá,
Fjármögnun þessara
er þvi aðeins hluti af» ,
tælqanna. Félöginj §
við allar atvinnuc^ ^
tækijafnt semsnr
og sveitarfélöj
félögin Qárrr
breyttur, sv
leiðslutæk’
ur, jarihr
ísler
keppni vk.
á innanlands..
flutningsmörkuðu.
1 gamkeppnisaðilar bu^
frjálsari og fullkomnari ij
markað en íslensk fyrirtæki. * r
aðilar hafa því betra tækifæri til að
Qárfesta á hagkvæman hátt i tækni-
lega vel búnum atvinnutækjum og
er samkeppnisaðstaða íslensku fýrir-
tækjanna fyrir vikið verri.
yrIetidubÁh,m
htvtið
f iVc*..
árif á erlt f
. ekki sé við i \
.vinnulífið þótt r*.
i hafi verið rétt. H.
.ga að þótt þessi mistt
.járáætlun hafi átt sér stað
ástæða til að kippa að sér het*
og hverfa á vit hafta því eins
áður er lýst Qara áhrifin á erienda.
lántökur fljótt út.
Vonast félögin þvi til að hinar
nýju regiur sem viðskiptaráðherra
hefur látið gera komi ekki til fram-
kvæmda. Slíkt yrði skref afturábak.
~&Kn' ~*'Oi f .
“•hU-ieíT Un> i
i rj^ bir,
Stððz
'n "‘Vrðí
bundin $4*1X00^ abat
Jn ^<5 ákv^UnarH
Af skæðadrífu greina í Mbl. i dag
(24.09.) má ráða, að leiguliðum
fjármagnsmarkaðarins þykir mikið
við liggja að sanna, að þeir hafi
ekki varið einum milljarði króna til
að fjármagna glæsikerrur og for-
stjórabíla í stað „tækninýjunga í at-
vinnulífinu.“
Þetta er skiljanlegt. Vonandi
verður uppnámið til þess að þessi
fyrirtæki birti almenningi skrá yfir
bílaeign sína og þá jafnframt skýr-
ingar á því hvað af þessum bílaflota
má flokka undir heillandi „tækni-
nýjungar í atvinnulífinu.“
Æsingurinn er þó með öllu
ástæðulaus að því er varðar um-
mæli mín um þessa hugsjónastarf-
semi í þágu atvinnulífs. Eg hef ein-
faldlega hvergi fullyrt að uppruni
þessa fjár sé erlendur, né heldur að
forsvarsmenn þessara fyrirtækja
hafi brotið lög. Það sem ég hef sagt
er þetta:
„Nýjustu upplýsingar herma að
um 1 milljarður króna hafi farið um
þennan farveg (þ.e. farveg fjár-
mögnunarleigufyrirtækja) til bif-
reiðakaupa.“
Hér er ekkert fullyrt fyrirfram
um það að fjármagnið sé erlent að
uppruna né heldur á hve löngum
tíma. Skæðadrífan missir því
marks og er mér með öllu óviðkom-
andi.
Almenningi til fróðleiks hef ég
hins vegar aflað upplýsinga frá Bif-
reiðaeftirliti ríkisins um bifreiða-
eign fjögurra fjármögnunarfyrir-
tækja og bið Mbl. að birta þá töflu
til fróðleiks. Af töflunni má ráða að
bílaflotinn samanstandi af 1049
stykkjum og þar að hafi 882 bílar
verið leigðir á árinu 1987.
Þegar leigusalarnir hafa birt
greinargóðar upplýsingar um verð
(og tækninýjungar flotans) geta
menn ráðið í það, hversu miklu fjár-
magni hafi verið varið til þessarar
kaupleigu.
Af minni hálfu er ekki fleira um
það að segja að sinni.
Hitt er verra, að formaður Félags
íslenskra iðnrekenda, Víglundur
Þorsteinsson, heldur áfram að mis-
skilja villandi upplýsingar frá
Seðlabanka um hlut opinberra að-
ila, lánastofnana og einkaaðila í því
Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálarúðherra
innstreymi erlends lánsfjármagns,
sem áætlað er að komi inn í landið
umfram lánsfjáráætlun á yfirstand-
andi ári.
Seðlabankanum til afbötunar
verður þó að taka fram að í greinar-
gerð bankans (dags. 23.09.) koma
fram skýringar, sem fara langleið-
ina í að skýra, í hverju misskilning-
ur Víglundarer fólginn. Það hvarfl-
ar ekki að mér að Víglundur fari
vísvitandi með rangt mál. Misskiln-
ingur hans á sér einfaldar skýring-
ar: Tafla Seðlabankans, sem hann
augljóslega dregur ályktanir sínar
af, var einfaldlega villandi. Nú hef-
ur Seðlabankinn sjálfur leiðrétt
þetta. Þar með vænti ég þess að
Víglundur láti sér segjast.
Til frekari öryggis mun fjármála-
ráðuneytið senda frá sér rækilega
greinargerð um þetta mál á morgun,
þar sem þessi misskilningur verður
leiðréttur svo að ekki verði um
villst.
Staðreyndirnar eru þessar:
1. Hreinar, langar erlendar lántök-
ur, að viðbættum lántökum fjár-
mögnunarleiga eru taldar verða
tæpir 4,8 milljarðar umfram áætl-
un ársins 1987.
Þessar lántökur umfram áætlun
sundurliðast með eftirfarandi
hætti:
2. Opinberir aðilar 497 m.
í reynd er þessi tala 282 m. þar
sem endurlán úr ríkissjóði til B
hluta fyrirtækja í atvinnurekstri
nemur 275 m.
3. Lánastofnanir hafa farið 180.
m. umfram áætlun.
Undir þeim lið eru tekin lán
vegna atvinnufyrirtækja 715 m.kr.
4. Atvinnufyrirtæki hafa farið
1535 m. umfrain áætlun.
Við þessa tölu má síðan bæta ca.
2 milljörðum um farveg fjármögn-
unarleigufyrirtækja sem að lang-
mesturn hluta eru til einkaaðila. Að
teknu tilliti til þessa hafa einkaaðil-
ar farið meira en 3 milljarða um-
fram áætlun.
Vonandi höfum við Víglundur
báðir annað og þarfara við okkar
tíma að gera en að halda áfram
þrætubókarlist um staðreyndir sem
ekki verða vefengdar.
Fróðleiksfúsum lesendum Mbl.,
sem vilja sannreyna þessar tölur,
bendi ég á að rýna í tvær töflur fjár-
laga- og hagsýslustofnunar, sem ég
læt fylgja þessari grein og skýra
málið til fullnustu. Til áréttingar
vísa ég síðan til greinargerðar fjár-
málaráðuneytisins um málið, sem.
send verður út til birtingar á morg-
un.
Víglundur fullyrðir að ríkisstofn-
anir og sveitarfélög séu ábyrg fyrir
ca. 350 milljónum króna af við-
skiptum fjármögnunarleigufyrir-
tækja „þrátt fyrir bann fjármála-
ráðuneytis við því að ríkisstofnanir
geri slíka samninga."
Þetta hefur verið mér tilefni til að
skrifa ríkisendurskoðun bréf í dag
þar sem ég krefst þess að sannleiks-
gildi þessarar fullyrðingar verði
kannað og forstöðumenn þessara
ríkisstofnana, ef rétt reynist, krafð-
ir sagna um, hvaðan þeir hafi fengið
heimildir til slíkrar lántöku.
Til umhugsunar: Flottræfilshátt-
ur forstjóraveldisins á því miður
meira skylt við hegðunarmynstur
nýríkra olíufursta eða valdabrask-
ara úr 4ða heiminum en raunveru-
legra frumkvöðla „tækninýjunga í
atvinnulífi." Ekki minnist ég þess
t.d. að Einar Guðfinnsson í Bolung-
arvík hafi á sinni tíð hreykt sér með
þvílíkum hætti frammi fyrir vinn-
andi fólki, sem hann gjarnan kall-
aði „sitt fólk.“
Vonandi verður þetta moldviðri
ekki til þess að leiða sjónir manna
frá kjarna málsins sem er sá, að rík-
isstjórn landsins geri skyldu sína í
því að koma I veg fyrir nýja verð-
bólguholskeflu, sem verður öllum
til tjóns. í stjórnarmyndunarvið-
ræðum lögðu Sjálfstæðismenn á
það höfuðáherslu að aðhald á sviði
peningamála, einkum þó takmark-
anir á innstreymi erlends lánsfjár-
magns, væru enn þýðingarmeira en
að rétta við hallann á ríkissjóði.
Mér er spurn: Hefur þetta eitt-
hvað breyst eða skolast til?
Út af fyrir sig er það ekki mitt
mál, hvort forstjóraveldið á íslandi
hefur meiri áhuga á eigin bílífi en
tækniframförum í atvinnulifi. Það
er hins vegar mál sem varðar fjár-
málaráðherra og ríkisstjórn ef fyr-
irtæki greiða fyrir flottræfilshætt-
inum með þvi að auglýsa eitthvert
„skattahagræði" sem gylliboð í
kaupbæti. Óvissu um skattameð-
ferð þarf að eyða. Fjármálaráð-
herra mun því beita sér fyrir því að
kaupleigu- eða fjármögnunarleigu-
samningar af þessu tagi verði því
aðeins undanþegnir söluskatti, að
samningarnir feli í sér eignayfir-
færslu með sama hætti og kaup-
samningar. Undanþága frá sölu-
skatti með sama hætti og kaup-
samningar. Undanþága frá sölu-
skatti verði háð því skilyrði að
leigumunir séu eignfærðir og af-
skrifaðir i reikningum leigutaka og
skattmeðferðin verði þar af leið-
andi hin sama, hver svo sem fjár-
mögnunaraðferðin er.
Reykjavík 24. september 1987
Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra.
Magnús Magnússon:
„Fullyrðingar Davíðs Scheving um kolsýru
Sjóefnavinnslunnar h/f eru rangar"
Davíð Scheving Thorsteinsson
hefur í nýlegum viðtölum við DV,
Morgunblaðið og nú síðast Helgar-
póstinn reynt að koma mistökum
sínum á markaðsfærslu á Sol Cola
drykknum yfir á kolsýru Sjóefna-
vinnslunnar og nýtir sér það að
fyrsti kolsýrufarmur Sjóefna-
vinnslunnar eftir verslunarmanna-
helgi var hættulaus en óhæfur til
notkunar í gosdrykki.
í janúar sl. hóf Sjóefnavinnslan
framleiðslu og sölu á kolsýru. Kol-
sýrunni er dreift til fjölda við-
skiptavina og hefur hún líkað vel.
Engar efasemdir hafa verið um
gæði kolsýrunnar frá upphafi að
síðastliðinni verslunarmannahelgi.
Fyrsti kolsýrufarmurinn eftir versl-
unarmannahelgi sem afhentur var
4/8/87 innihélt karbonylsulfið
(COS) gas. Gasið, þótt hættulaust
sé, gerði kolsýruna óhæfa til notk-
unar í gosdrykki og stöðvaði Sjó-
efnavinnslan strax alla sölu til gos-
drykkjaframleiðanda þegar það
upplýstist. Farmurinn skiptist milli
tveggja aðila Sól h/f og Sanitas h/f.
COS gas er erfitt að greina og fór
það framhjá gæðaeftirliti Sjóefna-
vinnslunnar og áðurnefndra fyrir-
tækja. Sanitas innkallaði strax sín-
ar vörur sem framleiddar voru í
fyrstu viku eftir sl. verslunar-
mannahelgi, breytti um kolsýru og
kom fljótt með vöru sem uppfyllti
þeirra gæðakröfur. Okkur var tjáð
hjá forráðamönnum SÓI h/f að um
80.000 dósir hefðu verið framleidd-
ar úr umræddum farmi og óveru-
legt magn hefði farið út úr fyrir-
tækinu, og það yrði strax innkallað.
Staðreyndir málsins eru þessar:
1. Sjóefnavinnslan framleiddi
fyrsta flokks kolsýru frá upp-
hafi og að sl. verslunarmanna-
helgi. Heildarmagn brenni-
steinssambanda voru langt inn-
an við Ieyfileg mörk, sem sett er
af gosdrykkjaframleiðendum,
og er þetta staðfest m.a. með
efnagreiningum frá Háskóla ís-
lands og efnagreiningastöð
Coke Company í Belgíu. Fyrsti
farmur eftir verslunarmanna-
helgi innihélt COS gas sem gerði
kolsýruna óhæfa í gosdrykki
vegna hveralyktar sem gasið
framkallar og finnst ef þefað er
af gosdrykknum. Unnið er að
lagfæringu tækja svo tryggt sé
að óhapp sem þetta gerist ekki
aftur.
2. Sól h/f hóf viðskipti við Sjó-
efnavinnsluna 5. maí sl. en COS
gos fannst í kolsýrunni 4. ágúst
sl. Öll kolsýra fyrir þann tíma
var fyrsta flokks, enda notuð
bæði í gos og soda-stream
drykki.
3. Sanitas h/f innkallaði vörur sín-
ar í tíma. Óverulegt magn hafði
verið selt.
Eftirfarandi fullyrðingar sem
fram hafa komið í dagblöðum eru
rangar:
— Allt tal um að Pepsí hafi verið
framleitt í heilan mánuð með
gallaðri kolsýru er út í hött.
— Allt tal um að kolsýra Sjóefna-
vinnslunnar hafi ekki verið
nógu frísk gildir ekki um tíma-
bilið 1/1/87—4/8/87.
— Bragð Sol Cola drykksins sem
framleiddur var fyrir sl. versl-
unarmannahelgi hefur ekkert
með kolsýru Sjóefnavinnslunn-
ar að gera. Hönnun drykksins
virðist ekki hafa tekist sem
skyldi, því nú er boðið uppá
nýja blöndu.
Hér er ekki verið að gera lítið úr ,
því óhappi sem félögin þrjú lentu í
4/8/87 og Sjóefnavinnslan er ekki
að skjóta sér undan þeirri ábyrgð
sem hún kann að bera. Hinsvegar
eru gerðar þær kröfur til manna að
halda því fram sem sannara reynist.
Magnús Magnússon
framkvæmdastjóri
Sjóefnavinnslunnar h/f.